Þjóðviljinn - 05.06.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.06.1953, Blaðsíða 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 5. júní 1953 ilSa á pnálum ha!di< Um skýrslu formanns dýraverndunarfélags ísíands Nýlega hef ég fengið marz og apríl blöðin af Dýraverndaran- um þ. árs. í þeim er skýrsLa íráfarandi formanns Dýravernd unarfélags íslands, Sigurðar E. Hlíðar yfirdýralæknis, yfir störf félagsins á næstliðnu ári. — Skýrslan hefst á því að S. Hlíðar segist vera orðinn þreyttur og biðst eindregið und- an endurkosningu — enda verið formaður félagsins s.l. 9 ár. Enginn efast um það, að í öllum aðalatriðum verður ekki annað en gott eitt sagt um S. Hlíðar viðkomandi þessum mannúðar- og menningarmál- um, sem Dýraverndunarfélagið hefur með höndum. Nafn hans lifir lengi fyrir langt starf og góð áhrif á þessi mannúðarmál. — Hitt verður svo að teljast aukaatriði þó eitthvað megi út á setjia hjá þeim, sem stjóma stórum félögum, sem hafa í mörg horn að líta og umsvifa- mik'il. Mig langar til, og vona að ég verði ekki misskilinn, þó ég geri athugasemdir við þessa síð- ustu skýrslu formannsins, sem stafar af því að hún er á köfl- um ekki að mínu skapi. Öðrum getur fundist hún góð og gild þó mér finnist rétt að gera mínar athugasemdir. Eftir að formaður hefur lýst yfir þreytu sinni á störfunum segir hann: „Þau mál sem fé- lagið hefur haft afskipti af á milli aðalfunda eru mörg og margvísleg, en hér er ekki haegt, tímans vegna, að gera nákvæmlega grein fyrir af- greiðslu og gangi allra þeirra mála, heldur aðeins skýra frá því helzta." Hvað er Það sem feist í þess- um yfirlætislausu inngangsorð- um? Er það tómlæti frá raún- verulegu gildi málefnisins, að ekki megi skýra frá nema að- eins því helzta. Og þess utan er víða í skýrslunni aðeins upp- haf á frásögnum en enginn endir. Tökum til dæmis, ef sleppa verður úr skýrslunni, vegna tímaleysis, að birta nöfn þeirra sem kærðir hafa verið fyrir iUa meðferð á skepnum, sem vitaskuld er einn sterk- idsti þáttur í málinu til þess að slíkt endurtaki sig ekki. Þá eru þreytumerkin orðin of áberandi. 0;g varhugaverð fyrirmynd fyr- ir þá sem á eftir koma. Allir þeir, sem þessum mál- um unna, þurfa og verða að vera á verði til þess að sá andleiki og mannúð, sem fyrir félagsskapnum upphaflega vakti, koðni ekki upp í tíma- leysi og þreytu forustunnar. Eormanni virðist nægja að skýra frá því helzta, sem íyrir sér hefur verið kært, og að hann hafi hringt í síma til við- 'komandi yfirvalds ;og óskað eftir að málið yrði tekið til meðferðar. Þetta verður lesand- anum að nægja. Verkahringur formanns nær sennilega ekki lengra? Pétur vildi forðum daga forvitnast eftir hvaða endir þar á yrði. Ég get vel búist við að fleiri 'séu með sama marki brenndir. Óafvitandi gæti flog- ið í huga lesandans að kæru- málið, með þessari afgreiðslu, hefði máski gleymst eða á ann- an veg misfarist, ef ekkert er á eftir fylgt. Og þess vegna þrá þeir, sem þessi mál láta sig einhverju skipta, að fá nán- ari fréttir, hvaða endir hafi þar á orðið. — Svo er nú það. ■ Ég óttast, verði þessi félags- skapur rekinn með einhverskon iar hentistefnu eftir því sem formælendunum best hentar í þetta og hitt skiptið, þá virðist það augljóst mál að raungildi og hugsjónir hins ágæta mál- efnis muni smátt og smátt fjar- lægjast sitt upphaflega ætlun- arverk. Máli mínu til skýringar, leyfi ég mér að taka eftirfarandi upp úr skýrslunni: „Hross í svelti. — í byrjun febrúar 1952 tilkynnti mér bíl- stjóri, sem ekki vildi láta nafns sín getið, að hann hefði séð 50—60 hross, er stóðu í hóp við þjóðveginn í Holtum, og virtust vera bjargarlaus og án þess að um þau væri hirt. Sím- aði ég samdægurs til sýslu- manns Rangæinga, tjáði honum frá kærunni og óskaði rann- sóknar hans og aðgerðar. Tók sýslumaður málið að sér og lof- aði að taka það fyrir tafar- laust.“ — „Útigangshross í Sandvík eystra. — Þ. 13. febr. 1951 setti formaður sig í símasamband við sýslumann Sunnmýlinga á Eski- firði varðandi kæru yfir úti- gangshrossum í Sandvík eystra, er sagt var að væru þar illa haldin og hjúkrunarlaus. Sýslu- maður leitaði strax upplýsinga hjá bændum á næstu bæjum við téða eyðivík, og átti síðan tal við formann sama dag um málið. Lofaði sýslumaður að hafa gát á og fylgjast vel með þesu máli.“ Svo mörg eru þessi hjálpræð- isorð. Le&andinn sér þessa sárt- leiknu vesalings munaðarleys- ingja sveltandi, skýlislausa í hamförum norðanbyljanna og nístandi brunanum. Standandi í höm, himandi niður í regin- klaka, daga sem nætur. Lífið er engin sæla á slíkum hörm- ungastundum, þó útigangshest- ar séu kallaðir. -—• iKunnugir vita, að á þessum tíma fannfergis og umhleyp- inga, verður engu fóðri til Sand víkur komið, hvorki á sjó eða landi. Fjöllin eru bæði há og brött, sem Sand,víkin skerst inn á milli, og hefur hver full- hraustur maður nóg með að fleyta sér yfir þau laus og lið- ugur í auðri jörð, en fóður fyr- ir sveltandi hesta kemst hann ekki með í botnlausri ófærð, þó allur sé að vilja gerður. Sömuleiðis, þó einkum á þeim tíma árs, verður vandhitt sjó- veður og lending í Sandvíkum með heyfarm. Enda opinbert leyndarmál, að þessi umræddu hross, voru sett á „guð og •gaddinn" um haustið þegar þau voru flutt í Sandvíkina. Aðstaða til líknar Holta- hrossunum var allt önnur, og vonandi að þeim hafi verið eitthvað sinnt eftir langa van- líðan, hafi yfirvaldinu tekizt að ýta við eigendum þeirra. Annars má það ekki tæpara •standa að Holtamenn eigi hús og fóður fyrir alla sína hesta. En þegar að hefur sorfið með björg fyrir útigangshrossin hafa bændur fært þeim stund- um saltaða síld út á gaddinn. Skýrslan greinir einnig frá, að „leitarflokkar, sem leituðu flugvélarinnar Glitfaxa í febr- úarmánuði 1951 sáu kindur á tveim stöðum meðfram Löngu- hlíðarfjöllum á Reykjanesskaga vestanverðum, og virtust þær hafa lítið upp úr krafsinu." Af því formanni var frá þessum fréttum tjáð, hringdi hann í sýslumann Kjósar- og Gull- bringusýslu og mæltist til að hann beitti áhrifum sínum til bjargar kindunum, En hvort þær hafa náðst lifandi eða dáið úr harðrétti, fær lesandinn eklc- ert að.vita. Formaður stendur vel í stöðu sinni að koma kæru og mannúðarmálunum áfrarn rétta boðleið, en. svo virðist hann láta sig litlu skipta hvern- ig þeim reiðir svo af. iMig langar til iað birta hér eina sögu til úr skýrslunni, sem vakið hefur mjög svo eftirtekt mína, hún hefur líka þann kost, fram yfir sumar aðrar frásagnir skýrslunnar, að hún hefur bæði upphaf og endir: „Hvolpadrápið í Dölum. — Þ. 15. marz 1951 var ég fenginn til að hlusta á framburð gam- Framhald á 11. síðu. Lærdóæsrák þróun Aiþýðriblaðið hefur verið svo seinheppið undanfarið að vera að rifja upp tvtnnar undanfarnar kosningar, og eru þær kösnin.gar l»ó báðar sönnun þess liversu hörmu- lega er komið þeiin flokki. Árið 1946 gekk Aiþýffuflokkurinn til kosninga undir kjörorðinu „Gegn afsaí't iandsréttinda“ og undir það kjör- erð skipnð’u sér ýmsir menntamenn sem ekki höfðu áður unnið með flokknum. Má meðal þeirra nefna séra Sigur- björn Einarsson og séra Jakob Jónsson, en þeir voru báð- ir á Reykjavikurlista flokksins til þess að leggja áherzlu á þessa stefnu. Alþýðuflokkurinn vann þá einnig veru- legan kosningasigur, bætti við sig um 3500 atkvæðum og fékk níu þingmenn. En árið 1949 var reynslan fengin af algerum svikum þeirrar klíku sem stjórnar flokknum. Þeir menn sem áður höfðu treyst flokkn'um í sjálfstæðismálunum höfðu nú algerlega snúið við honum baki, m. a. lýstu bæði séra Sigurbjörn og séra Jakob yfir fyllstu andstöðu við flokk- inn vegna brigða hans. Vinstrisinnaðir Alþýðuflokksmenn gengu til samstarfs við sósíalista, m. a. Finnbogi Rútur Valdimarsson í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Guðgeir Jónsson í Reykja\ík. Enda urðu úrslitin í samræmi við það, Alþýðufiokkurinn var eini flekkurinn sem tapaði ; kosningunuin. Hann fapaði tveimur þingmönnum og ein- u m í viðbót í aukakosningum síðar, þannig að nú hefur hann aðeins sex þingmenn, tvo þriðju af því sem hann fékk 1946! Þetta eru lærdómarnir af tveimur síðustu kosningum. Og allir vita að þessi þróun heldur nú áfram enn örar en í’yrr. Alþýðuflokkuriníi er í algerri upplausn, og má þakka fyrir ef hann heldur nú tveimur þriðju af því fylgi sem hann fékk seinast. Hvatning til sjómanna varðandi landhelgisgæzluna. ÍHÉR KEMUR framhaldið af grein N.N. um afskipti Hanní- bals af landhetgismálinu: -— ,,EN ÉG átti þess ekki von, að sjómennirnir tækju þannig á málinu. Eru þeir svo ístöðu- litlir orðnir, að bitlingatíkurn- ar í Alþýðufl. geti með úrtöl- i um sínum vafið þeim svo 'um fingur sér, að þeir látj undir ‘höfuð leggjast áð fylgja máli sínu fram með oddi og egg? Eru þeir orðnir gegnsýrðir af eiginhagsmunasjónarmiðum kratanna ? Eða er svo úr þeim mergurinn soginn, að hægt sé að hræða þá með atvinnurek- endum og skipstjórnarmönn- um til áð liylma yfir með glæpalýð og landráðáhyski ? Leitt væri það, og ég vil ekki trúa því; vona a.m.k., að þetta • verði í síáasta sinn, sem þeir láta Hanníbal og hans nóta draga sig ofan í svaðið til sín. Einhver kann að segja við mig: Angurgapi, viltu koma fátækum sjómönnum 1 bölv- un? Eg segi: Þá væri málum fátæks fólks skemur á veg komið en nú er, þótt mikið vanti á, að vel sé, ef engar hefðu verið færðar fórnimar, já, ef fátæka fólkið hefði ekki einmitt sjálft, á öllum tímum og öðrum fremur, fórnað góð- um málstað hvérju sem þáð átti. Og Hanníbal skólastjóri! Þú hlýtur að kunna einlivern graut í mannkynssögu. Hef- urðu aldrei sagt nemendum þánum söguna af honum León- ídasi sáluga í Laugaskarði? Það hafa nefnilega margir kennarar gert, og jafnvel lagt út af henni. Hugsaðu þér, að sá sæmdarmaður hefði sagt við sína menn: Piltar, við skulum hörfa og hleypa þeim í gegnum skarðið, annars geta helvítin meitt okkur. Nei, ó, Hamníbal, þannig fórust León- ídasi sáluga ekki orí. Ef til •vill ertu líka hættur að segja börnunum söguna um hann þeim til hvatningar Eftir öil- um sólarmerkjum að dæma kýstu nú aðrar dæmisögur, t. d. söguna um kokkinn á Hótel Borg, sem sá amerískan sol- dáta byrlá íslenzkri stúlku frygðarlyf, eú þorði svo ekki að standa við orð sín þar um. En íslenzkir sjómenn, er það meining ykkar að láta upp- eldisáhrif Hanníbals og hans líka móta siðgæðisstefnu ykk- ar? Eg endurtek þau orð mín, að það væri leitt. UM hina síðari viðbáru Hanní- bals skal ég verða fáorður. Eg veit, að togarasjóm. hafa ekki á dekkinu bjá sér nein nýtízku tæki til staðarákvarð- ana. En það þarf enginn að segja mér, a& íslenzkir sjó- menn séu þeir ratar, að þeir hafi ekki eitthvað fyrir sér þegar þeim ber svo og svo mörgum saman um það, að þeir hafi verið í landhelgi á skipi sínu og séð önnur skip í landhalgi, eitthvað sem al- menningur tekur a.m.k. gilt, hvað sem dómstólimum líður. Og það, aö vekja almenna reiði gegn þeim þrjótum ís- lenzkúm, sem brjóta landheig- islögin, er meira en hálfur sig- ur á þeim, þótt þeir ættu að sjálfsögðu auk þsss að hijóta þvngsta refsidóm lögum sam- kvæmt. En mér er nær að halda, að dómurum vorum gengi báglega, þótt þeir. þyki raunar allt að því rökheldir, aí verjast framburði heils hóps glöggskyggnra og gegnra sjó- manna, sem legðu sig alla fram við að sanna mál sitt. Hvað sem því líður álít ég, að sjómönnunum beri allra hluta vegna, og hvað sem taut ar og raular, að neyta allra ráða til að sökudólgarnir fái makleg málagjöld, bæði fyrir dómstóli aiþýðunnar og öðr- um dómstólum. Þeir hafa þá gart skyldu sína og annað ekki og borið fram það eitt, er þeir álíta sjálfir satt og rétt. Þið verðið að gera ykkur það Ijóst, sjómenn góðir, að sigur í landhelgismálinu sem og öðrum þjóðþrifamálum er undir ykkur og anr.arri alþýðu kominn, en ekki ráðamönnun- um, eins og nú er máium hátt að. Og látiö þið svo herra Hanníbal og hans kumpána eina um það að bregðast góð- um málstað, hvort svo sem þeir gera það með köldu blóði í eigin hagsmunaskyni eða skjálfandi af hræðslu. — Og hana nú! N. N.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.