Þjóðviljinn - 05.06.1953, Síða 12
Sósíalistar hindruðu á bæjarstjórnarfundinum í gær a
samþykkt yrði að verða við vilja Vilhjálms ÞÓrs í málinu
Vilhjálmur Þór gerir enn kröfu til þess að fá að
staðsetja áburðargeymslur Áburðarverksmiðjunn-
ar þannig að verksmiðjan og starfsmenn hennar
séu í hættu ef sprenging verður í geymslunum.
Meirihluti bæjarráðs hafði, gegn atkvæði sósíal-
istans, samþyklct að fallast á þessa kröfu Vil-
hjálms.
Á bæjárstjórnarfundi í gær átti að taka málið
til lokaáfgreiðslu en fyrir eindregna andstöðu
sósíalista var málinu enn frestað.
Mönnum er enn í íersku
minni þegar Vilhjálmur Þór
vildi fá að byggja áburðarverk-
smiðjuna fast við þéttbýlt íbúð-
arhverfi í bænum. Sósíalistar
vöktu þá þegar athygli á þeirri
sprengingarhættu sem verk-
smiðjunni værj samfara og hafn-
arstjóri stóð eindregið tgegn því
að geymsla áburðarins og út-
skipun færi fram hér í höfnihni.
Varð þetta til þess að sett var
nefnd þriggja sérfræðinga til að
fjalla um málið. Var áburðar-
verksmiðjan síðan staðsett inni
í Gufunesi og sett ákveðin skil-
yrði um staðsetningu bygginga,
þannig að áburðargeymslurnar
væru ' 700—750 metra frá öðr-
um byggingum verksmiðjunnar.
í tvö ár hefur Vilhjálmur
I»ór verið að reyna að
þverskallast við að hlýða þess-
uin skilyrðum. Á bæjarráðs-
fundi 26. f. m. varð honum það
ágengt að meirihluti bæjarráðs
samþykkti, gegn atkv. Giíðmund-
ar Vigfússonar eins, að verða
við síðustu tilfærslukröfum Vil-
hjálms I>órs.
Tillaga Inga R. Helgasonar
Á bæjarstjórnarfundi í gær
flutti Ingi R. Heigason svohljóð-
andi tillögu:
„Bæjarstjóm ályktar að
staðsetning geymsluhúsa Á-
burðarverksmiðjunnar í Gufu
nesi skulj fullnægja áður
samþykktum skilyrðum bæj
arstjórnarinnar sem byggð
vom á áliti sérfræðinganefnd-
arinnar, um fjarlægð geymslu
húsanna frá öðrum bygging-
Drengur fellur
ofaii af viuuupalli
Um klukkan 18 í gær féll
8 ára gamall drengur, Grétar
Jónssoa, Grettisgötu 45, ofan
af vinnupalli á annarri hæð
heiisuverndarstöðvarinnar við
Barónsstíg. Drengurinn skarst
nokkuð á vör og kinn en slapp
aö öðru leyti ómeiddur. Að
læknisaðgerð í Landspítalan-
um lokinni fékk drengurinn að
fara heim.
Beramúdaráðstefnu Vesturveld-
anna, sem hefjast átti 17. þm.,
hefur að sögn verið frestað til
29. júní vegna stjómarkrepp-
unnar í Frakklandi.
um sökum sprengingarhættu
og vísar þvi 1. lið fundar-
gerðar bæjarráðs 26. maí s. 1.
til bæjarráðs á ný til endur-
skoðunar".
Rakti hann nokkuð sögu
málsins og að samkvæmt skipu-
lagstillögu Vilhjálms Þórs vaeri
verksmiðjubyggingin nú stað-
sett á hættusvæði frá áburðar-
geymslunum, og því bæri bæj-
arráði að endurskoða samþykkt
sína frá 26. maí.
Borgarstjóri vill þóknast
Vilhjálmi Þór
Borgarstjóri kvað viðhorfið nú
töluvert annað en samkvæmt
upphaflegu tillögunum, og nú
væru sérfræðingarnir tilleiðan-
legir til að fallast á þetta fyrir-
komulag, en þó neitaði hafnar-
Framhald á 3. síðu.
Síys við höfnma
í fyrrinótt
Það siys varð í fyn-inótt tóð
höfnina að Snorri Welding Úrð-
arstíg 13 lenti fyrir skipsvir
og slasaðist allmikið. — Vírinn
mun hafa slegizt í Saorra, er
skip var að leggja frá, og kast-
að honum í bryggjuna. Maður-
inn hlaut aðallega meiðsl í baki
og öxl og var fluttur í LandS'
spítalann.
Föstudagur 5 júní 1953 —; 18. árgangur — 123. tölublað
Grísk ÓDerusöngkona Diana Eusirati
frá Þýzkalandi syngur með
hljómsveitinni
Þýzlii hljómsveitarstjórinn Hermann Hildebrandt, sem stjórn-
aði nokkrum hljómsveitartónleikum hér liaustið 1950, er nú
kominn hingað tjl iands og n.k. miðviltudagskvöld stjórnar hann
tónleikum Sinfóiiinhljómsveirarinnar Í ÞjóðleJkhúsinu. Á þesslm
tónleikum syngur einnig gríska söngkonan Diana Eustrati meft
undirleik hljómsveitarinnar.
(Hermann Hildebrandt er tal-
tnn mjög góður hljómsveitar-
stjóri sem sést m. a. af því að
hann hefur um tveggja ára skeið
verið aðaistjómandi einnar
stærstu sinfóníuhljómsveitar
Berlinar og var valirrn til þess
Tuttugu og fimm útburðarkeiðnir
Á bæjarstjómarfundinum í gær beindi Nanna Ólafs-
dóttir þeirri fyrirspurn hvað liði húsnæðismálunum og
hvað bæjarráð hefði gert í sambandi við tíllögu þá er
hún flutti í málinu á s.l. fundi.
Borgarstjóri svaraði því einti að útburðarbeiðnir væru
færri en venjutega, enn hefðu engir útburðir verið frarn-
kvæmdir.
Nanna beindi þvi þá aftur til borgarstjóra, að enn
hefði hann ekki svarað hvað bæjarstjórnarmeirihlutinn
hyggðist gera til aðstoðar fólki ef til útburðar kæmi.
Borgarstjóri þagði. Þögn hans þýðir vitanlega að
íhaldið ætli ekki að gera neitt. Hann þagði vandlega
um hve útburðarbeiðnirnar hefðu verið margar. Þær
munu haí'a verið 24, og cnn ekki séð livernig öllum þeim
málum lyktar þótt leyst hafi verið úr mörg:-m þeirra.
Umdæmisstúka góðfemplara á Suðurlanái:
f Ke
þeirrl Siæiíia seiai æsksaiaMl síaísiF
írá drykkjnskap í sambaitdi vi$ herinn
Vorþing umdæmisstúkunnar nr. 1 samþykkti eftir-
íarandi:
„Umdæmisþinglið telur ástæðu tii, að bindindismenn
séu hvattir til að sýna meiri árvekni fyrir þeirn miklu
hættu, sem æskufólki landsins stafar af drykkjuskap frá
Keflavíkurflugvelli, bæði innan og utan flugvallarins.
Ennfremur krefst þingið þess, að stjórnin sjái um að
strangar reglur séu settar OG ÞEIM FRAMFYLGT gegn
misnotkun þess áfengis, sem fer skattiaust til Kefla-
víkurflugvallar".
Vorþing umdæmisstúkunnar
nr. 1 var haldið í Reykjavík,
dagana 30. og 31. mai s. 1. Sóttu
það 101 fulltrú.i frá tveim þing-
stúkum, 17 undirstúkum og 7
ungUngastúkum á svæði um-
dæmisins, sem nær yfir allt Suð-
urland og vestur fyrir Snæfells-
nes, en í umdæminu eru fleiri
stúkur starfandi.
Auk framanskráðrar sam-
þykktar gerði þingið margar
aðrar, þ. á. m.:
„Umdæmisþingið vekur at-
hygli á nauðsyn þess, að Alþingi
og ríkisstjóm séu skipuð bind-
indismönnum og áfengisbann-
mönnum, og þess vegna þurfi
góðtemplarar að berjast fyrir
því að bindindis- og bannmenn
verði sem allra fyrst í örugg-
um meirihluta ó Alþingi“.
„Umdæmisþingið lýsir sig
eindregið andvígt innflutningi,
■bruggun og sölu áfengs öls og
hverskonar rýmkun á sölu og
veitingu áfengis. Einnig skorar
það alvarlega á löggæzlumenn
ríkisins að gera allt sem unnt
er til að koma í veg fyrir að
lög og reglur um sölu og með-
ferð áfengis séu brotnar. Enn-
fremur skorar þingið á reglufé-
laga að stuðla að því að áfeng-
islagabrot séu tafarlaust kærð,
hvar sem því verður við komið“.
Kosningahandbokin er komin út
Kosningahandbókin kemur
út í dag. í bókinni eru allar
upplýsingar um 6 síðustu al-
þingiskosningar í Reykjavík,
5 síðustu alþingiskosningar
annars staðar á landinu og
allra aukakosninga, úrslit for-
setakjörsins í öllum kjördæm-
um, úrslit bæjarstjórnakosn-
inga 1946 og 1950, kosninga-
þátttaka í öllum hreppum
1949, fjöldi á kjörskrá í öllum
kjördæmum árið 1949, 1952 og
1953, auk margvíslegra ann-
arra upplýsinga. í bókinni eru.
myndir af frambjóðendum
allra flokka og landslagsmynd-
ir úr öllum kjördæmum. Bók-
in er í hentugu vasabókar-
broti, 78 síður. Kápan er
fjórum gerðum og litum.
Þetta er eigulegasta kosninga-
handbók, sem út hefur verið
gefin hér. Bókina má panta
símum 7500 og 7510 (6 línur).
starfs úr hópi margra umsækj-
enda. Áður stjórnaði hann sin-
fóníuhljómsveitinni í Stutlgart.
Hildebrandt hefur haft stöð-
ugar æfingar með Sinfóníuhljóm-
sveitinni að undanförnu og í
viðtali við fréttamenn í gær
sagði hann að sveitin hefði tek-
ið stórstí'gum framförum síðan
hann var hér á landi síðast 1950.
Diana Eustrati er grísk að
uppruna en hefur starfað í Þýzka
landi um langt skeið. Hún er
talin bezta „Carmen" Berlinar-
borgar og á tónleikunum á mið-
vikudag syngur hún m. a. 3 ar-
íur úr samnefndri óperu eftir
Bizet og einnig 3 aríur eftir de
Falla. Önnur verkefni sinfoníu-
hljómsveitarinnar á miðvikudag
eru hljómsveitarþættir úr Car-
men og úr ballettinum Ástar-
töfrar eftir Manuel de Falia, en
að lokum verður leikin sinfonía
nr. 5 í e-moll óp. 64 eftir Tjæ-
kovskí. Ekkert þessara Verka
hefur verið flutt opinberlega hér
á landi áður.
Diana Eustrati kemur hingað
einnig á vegum Tónlistarfélags-
ins og syngur í Austurb.bíói n.k.
mánudag og þriðjudag. Syngur
hún þá m. a. lög eftir Carissimi,
Scarlatti, Hándel, Schuman o. fl.
F ræðslukvikmy nd
um krabbamein
sýndámorgun
Klukkan 3.30 e. h. á morgun
verður sýnd í Tjarnarbíó á veg-
um Krabbameinsfélags Reykja-
víkur fræðslukvikmynd um
krabbamein og varnir gegn þvi.
Kvikmynd þessi er ætluð konum
og sýnir hvernig þær eiga að at-
huga brjóst sín með tilliti til
byrjandi sjúkdómseinkenna.
Læknir mun skýra kvikmyndina
og er öllum konum heimill að-
'gangur ókeypís.
Orðsending
frá
Kvenfélagi sésíalista
PARIÐ verður í Heiðmörk á
morgun, laugardag, kl. 3 e.h.
frá Þórsgötu 1, til að gróður-
setja trjáplöntur í gróðurreit
félagsins. Þær konur sem vilja
taka þátt í ferðinni tilkynni
þátttöku sína lyrir hádegi á
morgun í síma 1576. Konur
þurfa að búa sig vel og taka
með sér ltaffi. — Nefndin.
C-listinn er listi Sósíalistaflokksins