Þjóðviljinn - 10.06.1953, Síða 4

Þjóðviljinn - 10.06.1953, Síða 4
|4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. júní 1953 Þjóðareining gegn her í landi íslendingar neifa að verða nýlenduþjóð (Flutt á útifundi í Reykjavík 4. júní síðastliðinn) Við þráum ekkert fremur en frið, hver einstaklingur og við öll sameiginlega. Við eig- um aðeins „eina ævi og skamma" og þurfum að starfa svo margt í friði með vinum \\ okkar eða í einrúmi að hugð- |> arefnum okkar. Og þegar við !); eignumst daga friðar og ham- ingju, þá eru orð Einars Bene- diktssonar okkar hjartfólgn- asta ósk: Líð, unaðsdagur, hægt. Og þó koma þeir dagar, að við óskum baráttunnar fram- ar öllu öðru, bæði sem ein- staklingar eða samtök fólks- ins eða þjóðin öll. Blóð okkar svellur og verður ungt, sök- um þess að það er eitthvert mikilvægt málefni, sem kallar okkur á vettvang og krefst krafta okkar og vitsmuna til þess 'að leysa vandamál, hrinda af okkur oki, bjarga mannslífum, verja heiður okk- ar, standa vö.rð um arfleifð okkar, gjalda forfeðrum okk- ar og foreldrum þakkir, vernda fósturjörð okkar, tungu og þjóðerni, — heimta frelsi en reka ánauð af hönd- um okkar, krefjast réttar í stað ölmusu, — réttvísi í stað lagabrota, — mannhelgi og landhelgi í stað mansals, land- ráns og ættjarðarsvika. Þegar slíkur eldmóður og baráttuhugur grípur einstakl- inga og þeir sameinast til átaka fyrir göfugum málstað, er það söguleg staðreynd, að ekkert vald hins verri mál- staðar er svo sterkt, að það láti ekki undan síga, — eng- in ógnun er svo ægileg, að hún glúpni ekki fyrir samtök- um fólksins, — öll ókvæðis- orð falla máttvana, — ekkert herveldi er ósigrandi, þegar alþýðan hefur fengið köllun, öðlazt skilning á hlutverki sínu og sameinast heil og ó- skipt gegn hinum rangsnúnu öflum. Ég segi þetta hér sökum þess að á ættjörð okkar er hafið frelsisstríð gegn hel- stefnu hemaðarins. Við erum undirokuð þjóð, við höfum verið svikin i try.ggðum, svar- dagarnir frá stofnun lýðveld- isins 1944 hafa verið rofnir, þjóðsöngur okkar hafður að spotti, erlendu herveldi veitt sérréttindi til sívaxandi yfir- gangs, stjórnarvöld landsins niðurbeygð í skömmina fyrir atferli að sinni ei'gin þjóð, at- vinnuvegirnir rambandi, fjár- magn landsins og vinnuafl of- urselt til hnignunar og sjálf- stæðið hangir á bláþræði. Ég ætla ekki að rekja þá hnign- unarsögu, sem síðustu missiri og ár bera í skauti sínu, en vissulega er hún minnisstæð og örlagarík. Andspymuhreyfingin gegn her í landi, sem hafin er á þessu vori, er upphaf hinnar miklu sóknar til þess ,að end- urheimta sjálfstæði landsins, hrinda af þjóðinni oki er- lendrar áþjánar o,g hersetu, efla hamingju og frelsi lands- ins barna. Við berjumst ekki með vopnum stáls og elds til tortímingar lífinu. Okkar vopn eru tungutak okkar fyr- ir rétti til frelsis, og lathafnir okkar til friðsamlegra starfa og uppbyggingar. Andspyrnuhreyfingin hefur öðlazt þann mát't, sem treysta má til sigursællar sóknar. Ég hef þá óbifanlegu vissu, að könur landsins leggja fram krafta sína, vit og v-ilja til þess að gera veg okkar sem mestan. Þetta mál er allra kvenna stórmál, ekki sízt mæðranna og hinna uppvax- andi meyja. Æskulýðurinn gengur undir merki okkar fram til sóknar, hann hefur fengið inntak í líf sitt til þess að berjast fyrir samtíð síno og framtíð og land sitt. Það er gaman að vera ungur Is- lendingur í dag og ganga und- ir merki og hugsunarhátt Þveræings. Milli 50 og 60 Listamenn og skáld hafa beð- ið mig að bera ykkur kveðjur sínar og heillaóskir í barátt- unni, jafnframt því, sem þeir heita okkur fullum stuðningi í hvívetna. Alþýða íslands, verkalýðssamtök landsins, standa með málstað okkar. Og þó kynni einhver að efast um sigur gegn herveldinu, sem hefur tekið land á Suðurnesj- um, rekið bændur af jörðum, gert áætlanr um herskipa- hafnir pg sífellt víðtækari hernaðarsvæði fyrir víghreið- ur og vígvélar. En það tilkynnist yður hér- með, kæru samherjar: Fram- rás hersins er stöðvuð. Hún var stöðvuð 25. maí s. 1. við landamæri bændanna á Vatns leysuströnd. Fjórtán landei'g- endur hófu hin sterku and- mæli, sem vakið hafa hrifn- ingu um land allt og veita þjóðinni aukinn styrk og bar- áttugleði. Engir fagna þessu fremur en við í andspymu- hreyfingunni, því að nú er vörn okkar snúið i sókn. Hvaðanæva af landinu berast fregnir af gleði fólksins yfir þessum atburði, — úr Eyja- firði, frá Austfjörðum, Vest- urlandi og Suðurlandi víða, — og hér stöndum við og þökkum bændunum á Vatns- leysuströnd fyrir þeirra skör- ungsskap og ágætt fordæmi. Jafnframt munum við skora á 'bændur hvarvetna um land að fara að dæmi þeirra. Við höfum sem tákn okkar í frels- isbaráttunni silfurmerkið Þveræingur. En í tilefni af því að framrás hersins er stöðvuð hefur verið gert gull- merki Þveræings og er ég hér með fyrsta merkið. ;Sú hernaðarþjóð, sem nú veitir okkur ágang og beygir okkur undir ok nýlenduþjóð- ar, Bandaríkjamenn, átti eitt sinn í frelsisstríði. Hún brauzt undan oki samlanda sinna, Englendinga, sem höfðu beitt hana verzlunar- og ný- lendukúgun. Á þeim tíma horfði til landauðnar á ís- landi, móðuharðindin yfir landi og lýð, hungur og dauði í sveitum, erlend á- þján. Og mælt hefur verið, að til “*orða hafi komið að flytja þjóðina brott, suður á Jótlandsheiðar. Af því varð þó eigi. Þjóðin hjarði hörm- ungamar og er komin fram á þennan dag. f stjórnarskrá Bandaríkj- anna, sem samin var upp úr frelsisstríði þeirra, er mjög undirstrikað orðið frelsi, — frelsi og mannréttindi. Þess er því að vænta, að Banda- ríkjamenn skilji kröfur lít- iilar vopnlausrar þjóðar, sem neitar að verða nýienduþjóð og skírskotar tii svardaga á helgustu stundum og loforða um hlutleysi og vinsemd og frið við allar þjóðir. Ef stjóm arvöld landsins hefðu staðið við heitin, myndu Bandaríkja- menn ekki hafa gengið á land okkar. Það er því hlut- verk okkar að krefjast þess sama :af Bandaríkjamönnum sem þeir kröfðust í sínu frels- isstríði, — það er hlutverk okkar að krefjast þess að rík- isstjórn íslands og alþingis- menn hennar verði í kosning- unum í sumar dæmdir til hnignunar sökum þjóðernis- legra afglapa og afbrota og sviksemi við hátíðlega gefin loforð. Það er hlutverk okk- ar að vinna það upp, sem vanrækt hefur verið í þjóð- ernismálunum, fylkja þjóðinni til sóknar á sjálfstæðismálinu og reka her Bandaríkjanna iaf höndum okkar. Allt hið styrkasta í þjóðfé- la|ginu, sem vara skal til f ramtíðarinnar, verður að 'byggjast heilt frá grunni, rneðal alþýðunnar, því að allt hvílir á henni. Það getur .eng- in ríkisstjórn stjómað þessu landi svo að í nokkru lagi sé án samvinnu við verkalýðs- samtökin og hinar vinnandi stéttir framleiðslunnar. Á al- þýðunni byggir andspyrnu- hreyfingin einnig vonir sínar í hinni nýju sókn. Á þessu vori þurfum við að gel’a 17. júní iað okkar degi, breyta-honum í sannan frelsisdag og sóknardag gegn her í landi. Það traust, sem mér hefur verið veitt og kann að verða veitt í þeirri baráttu, sem framundan er, mun ég reyna að gjalda landi mínu og þjóð með því að nota hvert tæki- færi til þess að starfa í anda þeirrar göfugu þjóðarvakn- ingar, sem nú er hafin í landi. Verði mér veitt braut- argengi til þess að flytja mál okkar á þjóðarsamkomu lands'ins, treysti ég því að heill íslands fylgi þar störf- um mínum. I djúpri virðingu fyrir ætt- jörð okkar heiti ég á ,alla þjóðholla íslendinga að fylkja sér undir merki okkar fyrir málstað íslands. Við neitum að verða nýlenduþjóð. Heil til starfa. G.M.M. Einkunrdn: ¥ið erura rainnimátíar, drykkíelldir, iauslátir, trúgjarnir og ósjálístæðir ,,NR. MCL“ skrifar eftirfar- andi: „Seint verður Mánu- dagsblaðið sakað um „komm- únisma“ og „Rússaþjónustu“, en lengi hefur samt verið vit- að, að ritstjórn blaðsins er ekkert sérlega ginkeypt fyrir landsölunni og hersetunni. — Stundum hafa í blaðinu birzt frásagnir og ummæli, sem þá bandarísku og unnendur þeirra mun einatt hafa svið- ið undan. Og síðast í fyrra- dag birti blaðið einkar athygl- isverðan þátt, viðtal við tvo bandaríska hermenn. Ekki er ætlun min að fara að endur- segja viðtalið. Ég hygg, að margir hafi lesið það og dreg- ið sínar ályktanir. En þótt svo kunni að verða, að eitt- hvað sé orðum aukið eða ein- hverju sieppt — en slíkt vill oft koma fyrir í viötölum við útlendinga — þá er þó ýmis- legt í orðum þeirra banda- rísku, sem við ættum gjarnan að taka eftir til þess að skilja betur hvaða afstöðu þeir hafa raunverulega gagn- vart okkur, ef við erum þá ekki búin að því þegar. HVER er svo sú einkunn, sem þeir gefa þjóðinni í heild? Jú, þeir segja, að við séum miimnnáttar og finnum til þess; það þurfi „Black poison“ til þess að „allir illir árar“ vakni í okkur, en eftir orðum Bandaríkjamann- anna að dæma, er það víst normalt sálarástand íslend- ingsins eftir að minnimáttar kenndinni hefur verið eytt. — Sömuleiðis , er einna mest hugsað um vín“ — meðal fólks almennt, skilst manni. Þá vitum við það. Að því ógleymdu, að gestrisnin, hinn forni aðall ísienzks alþýðu- manns, fær þarna þá viður- kennhigu, áð hún , kunni eng- in takmörk“ — hjá kvenþjóð- inni drúkkinni. — Væri nú ekki viðeigandi, að fóstur- landsins Freyja sendi opinbert þakkarskeyti eftir þvílíkt hrós ?! ALLT viðtalið er eftir þessu. Andinn nánast takmarkalaus fyrirlitning á íslenzku þjóð- inni, talað um hana í sama dúr og fjallað er um „frum- stæðar“ þjóðir í bandarískum kvikmyndum og glar.smynda- blöðum; þegar bezt lætur með stórmennskulegri vorkunn- semi. — Aftur á móti er (að sjálfsögðu) reynt að breiða yfir það, að herinn verði var við „andúð ís'endi-nga“. — ..Það er ekki okkur að kenna, þó við séum hér“, segir dát- inn. Mikið, að hann skyldi ekki sagja „okkur að þakka“!! Fjárans mismæli hlýtur þetta að hafa verið! í lokin er klykkt út með því af liálfu þeirra bandaríslui, að þeir hafi „aðeins kynnzt ung- lingum“ og geti ekkert sagt um fólkið sem slíkt. Þeir eru svosem ekki að draga dul á það, að tekizt hafi að leiða hluta af jslenzkri æsku til imdirlægjuháttar við herinn. Enda mun máia sannast, að æskan sé varnarlausust. Hún kann síður fótum sínum for- ráð en hkiir eldri. Og áhugi þeirra bandarísku fyrir svona drykkjuhneigðri, lauslátri, trú- gjarnri, ósjálfstæðri og minn- máttarsjúkri þjóð, sögu henn- ar, menniíigararfi, framtíð hennar og hlutverki, hlýtur að vera ósköp takmarkaður; það segir sig sjálft. Slæmt að blessunin hann McGaw, sem sagt var, að fórnaði dýrmæt- um frístundum sínum frá „landvömunum“ til að læra íslenzku, skyldi þurfa að fara! — Ætli þa'ð hefði ekki verið heillavænlegra að sjá svo um, að einmitt hann hefði fengið að vera kyrr og stúdera sína íslenzku í friði sér til skemmt- unar — en leyfa þess í stað öllum hinum að sigla sinn sjó, ásamt þeirri ríkisstjórn, sem pantaði þá! — u<jk*Mif$ðr mrcWi ★ Morgunblaðið gerir sér í gær tiðrætt um ástandið í Sovr- étríkjunum og þykist hafa af því ófagrar sögur að segja. Fyr ir nokknmi dögum vrar hér sendinefnd frá Sovétríkjunum og hún bauð sérstaklega til sín blaðamönnum, og ætlaðist til þess að þesr spyrðu spjörunum úr, sérstaklega um þá hluti sem gerðir hafa verið að árásarefu- um. En þá gerðist það að eng- inn blaðamaður hernámsflokk- anna þorði að mæta á fundin- um. Hvers vegna komu ekki ritstjórar Morgunblaðsins og báru fram þau atriði sem þeir hampa nú mest í blaði sínu? Ætli hefði staðið á þeim ef þcir liefðu sjálfir trúað á frá- sagnir sínar? ★ Alþýðublaðið liefur stund- um undanfarið verið að minn- ast á síðusíu kosningar og sagt að af þeim megi draga ýmsa lærdóma. Þetta er alveg rétt; t.d. hefur fylgi Alþýðaflokks- ins í Reykjavík breytzt sem hér cp(vjr • 1934 34,1%, 1937 22,9%, 1942 (júlí) 17.4%, 1942 (okt) 16.7% 1946 18,6%, 1949 15,5%. Til þess að lialda í horfinu frá 1934, fá hlutfaHsiega jafn mörg atkvæði og þá, hefði Al- þýðuflokkurinn átt að fá 9732 atkvæði 1949, en fékk í staðinn 4120. Raunverulegt tap hans nemur þannig 5312 atkvæðum l Eins og sjá má hefur tapið haidið áfram jafnt ög þétt — að e'.nu ári undanskildu, 1946. Þá gekk Alþýðuflokkuriim til kosninga undir kjörorðinu „Á móti afsali landsréltinda — XA“ og nægilega margir feng- ust til að trúa því. En nú trú- ir flokkmun enginn maður, livorki í því máli né öðrum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.