Þjóðviljinn - 10.06.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. júní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Ræðu þessa flutti
| Jónas Árnason við
i sjómannadagshá-
tíðahöldin á Húsavík
á sunnudaginn.
Eina lengstu sjóferð mína nú
um alllangt skeið fór ég fyrir
rúmum mánuði. Ég skrapp þá
með honum Karli okkar Eirr-
arssyni hérna rétt út fyrir hafn
argarðinn á Húsavik að vitja
um .hrognkelsanet. Þetta var
ekki stór bátur, enda ekki nema
tveggja manna áhöfn á hon-
um, Karl sjálfur auðvitað, og
svo sonarsonur hans, hann
Óskar. Auk mín fékk einn ann-
ar maður að fljóta með sér til
skemmtunar, það var skóla-
stjórinn hérna við barnaskól-
ann hjá ykkur í vetur, hann
Jónas Jónsson. Okkur frænd-
um var trúað fyrir bví að róa
bátnum, og sátu þannig tveir
Jónasar á einni þóftu. Til að
fyrirbyggja misskilnimg var það
samþykkt að við skyldum í
ferðinni nefndir eftir því hvor-
um megin'Við sátum í bátnum,
Jónas vinstri og Jónas hægri.
Eins og lög gera ráð fyrir, þá
var ég auðvitað Jónas vinstr;.
En ég held ég megi fullyrða, að
áralag okkar Jónasanna hafi
verið mjög sæmilegt, og hvorki
■borið á vinstrivillu í því, né
hægriviUu. Karl gamli sat við
stýrið, en Óskar litli stóð
frammi í stafni, tilbúinn að
taka. upp netin.
Já, þetta var ósköp lítill bát-
ur, og stutt sjóferð, og þó
mætti þama kannski finna til-
efni til hugleiðinga nokkurra á
þessum degi.
Ég man að ég spurði Karl,
hvor þeirra félaganna, hann
eða Óskar, teldist skipstjóri á
bátnum. Karl svaraði mér ekki
beint, en sagði „Ég er orðinn
heldur fjarsýnn, og Óskari
veitist þess vegna auðveldara
að sjá duflin, og vísar á þau.
Hinsvegar sé ég fjölliif fullt
eins vel; og ég þekki miðin“.
Samkvæmt þessu höfðu þeir
svo skipt með sér verkum, sá
gamli sat við stýrið og gætti
að miðunum, sá ungi stóð
frammi í stafni og vísaði á
duflin. Hvorugur vildi láta
kalla sig skipstjóra yfir hinum.
Eitt er, meðal margs annars,
til marks um það hve rík ítök
sjómennskan á í hugum okkar
íslendinga, að við tölum gjam-
.an um þjóðfélag okkar sem
skútu, er rær til fiskjar. Menn
tala um þjóðarskútuna, og
telja henni ýmist vel eða illa
stjórnað. Þess verður ósjaldan
vart, að ágreiningur eigi all-
lítill ríkj um fyrirkomulag þess-
arar útgerðar milli yngri kyn-
slóðarinnar og þeirrar eldri.
Hinum unga hættir stundum til
að lita á hinn gamla sem óþarf-
an nrann í róðrinum, enda hafi
æviárin truflað svo sjón hans,
að hann komi ekki auga á
möguleika líðandi stundar,
f inni ekki duflin. En hinum
gamla hættir einnig fyrir sitt
leyti til að vanmet.a hlutverk •
hins unga á skipinu, reymr
gjarnan að gera lítið úr tillög-
um hans, finnur honum það til
foráttu að hann bindi hug sinn
allan við þau net stundlegs
hagnaðar sem lögð séu til einn-
ar nætur, en geri sér ekki grein
fyrir þýðingu fjal'.anna, þekki
ekki miðin.
Þessi ágreiningur er hættu-
legur útgérðinni, og væri héi
betur farið. að dæmi þeirra fé-
laganna Karls og Óskars, sem
hvorugur vill láta kalla sig
skipstjóra yfir hinum. Báðir
þessir aðiljar, yngri kynslóðin
og sú eldri, verða að lúta þeim
mikilvæga sannleik, að á þessu
skipi getur hvorugur án hins
verið, eigi vel að takast sigl-
ingin. Eldri kynslóðin verður
að skilja, að til lítils er að
þekkja miðin, ef cnginn er um
borð sem gerir sér grein fyrir
möguleikum líðandi stundar,
hefur nógu næma sjón til að
sjá það sem nærri skipinu ligg-
ur, finnur duflin. Og sú yngri
verður á hinn bóginn að hafa
það hugfast, að til lítils er að
útvega ný net, ef enginn er
um borð sem veit hvar bezt er
að leggja þau, og jafnvel þó
vel kunni að veiðasí í hin nýju
netin einn dag, þá n. ;n hagur
ibýggðar, og. hann hafði þekut
höfundana flesta persónulegs
Og frammi í stafni stóð einn
hinna yngstu af upprennanai
kynslóð Húsavíkur, og á með-
an hann innbyrti aflann af
miklum dugnaði nam hann sög-
ur og vísur kynslóðahna af
munni afa síns, hins elzta Hús-
víkirigs.
Svona geta helztu eðlisþætt-
ir þjóðarinnar og helztu tilveru-
fök hennar birzt manni öll í
einum báti.
Eldri kvnslóðin kvartar slund
um undan því að sú yngri sé
■orðin fjarlæg sér, áhugamál
hennar framandi cg hégómleg,
— og yngri kynslóðin kvartar
aftur á móti undan því að sú
eldri sé sérvitur, einstrengings-
leg, gamaldags, sé að dragast
aftur úr. En í rauninni er
aldrei nema bátslengd á milli
þeirra. Það getur aldrej orðið
nema bátslengd á milli þeirra,
af þeirri einföldu ástæðu, að
þær eru báðar saman í einum
báti. Það getur ekki orðið
lengra á milli þeirra, nema því
aðeins að önnur hvor fari fyrir
Frá Húsavík
? i
lögum talar ólíkar tungur og
skilur ekki hvort annað. Við
íslendingar tölum allir sömu
tungu, og tunga vor hefur jafn-
vel ekki greinzt í mállýzkur,
nema hvað Sunnlendingar
kveða lint að t-i og k-i, þar
sem aftur á móti þið Norð-
lendingar berið stafi þessa
fram með fullum, krafti, og
orðin piltur og stúlka eru of-
1 EINUM BSTl
útgerðarinnar aldrei t’l lengd-
ar tryggður nema s’.ýrt sé jaín-
framt eftir ráðum þeirra sem
langskyggnir eru a hin biáu
Kinnarfjöll sögu vorrar og
þekkja hin menningarlegu niið
íslands.
Já, við rérum-héma rétc ut
fyrir hafnargarðinn ykkar, og
þetta var mjög skemmtile.g ferð.
Sólin skein glatt, og logn.ð
var svo mikið, að jafnvel kaup-
félagsbyggingin hafði brotið
borð. En þá eru þær líka ekki
lengur þjóð, ekki heldur sú
kynslóðin sem efiir situr, ekk;
frekar en haegt er að kalla
það skál sem eftir verður þeg ■
ar burtu hefur brotnað helm-
ingurinn af íláti með því nafni,
að minnsta kosti verður ekkert
geymt í slíkri skál, og það
heyrist enginn hljómur þó sleg-
ið sé á barminn.
Já, þjóðarskúta okkar ís-
lendinga er lítil; í augum stór-
urlítið lýriskari hér fyrir norð-
an heldur en fyrir sunnan. í
tungunni • hefum við jafnvel
ekki fjarlægzt forfeðurna meir
en svo, að við skiljum það sem
þeir sögðu fyrir átta hundruð
til þúsund árum eins vel og
það sem blaðamenn segja í
dag, já jafnvel betur á stund-
um. Þar sem stórar þjóðir eru
voldugar og jafnframt veikar
í fyrirferð sinni, þar erum við
íslendingar bæði voldugir og
sterkir í okkar smæð.
En þetta veldi okkar og þessi
styrkur er undir því komim
að eining haldist meðal vor, og
sundurlyndi sé bægt frá. Okk
ur er þeim mun meiri hætta
af sundrung en öðrum þjóðum
sem við erum smærri. Tilvera
okkar sem þjóðar er undir þvi
komin að ekki verði „suudur
skipt lögunum", og þar með
friðinum. Það er eðlilegt, að
uppi séu ólík sjónarmlð, til
dæmis milli kvnslóðanna. Vn
yngri kynslóðin verður að gæta
þess í framsækni sinni, að hún
•tapi ekki tengslum við þann
menningararf sem hún getur
sótt að fótskör hinnar eldri;
okkur ber að efla eína'egar
framfarir, ekki aðeins til að “
okkur veitist auðveldara að .»
lifa, þeldur til að pkkur veit-
ist auðveldar,a að lifa og vt ra
íslendingar. Og eldri kynslóð-
in verður fyrir sitt leyti að
hafa það hugfast, að menning-
lararfurinn er ekki þess hátt-
ar sverð sem ætlað er til að
geymast gljáfægt upp á vegg,
heldur skal þessu sverð; stöð-
ugt beitt í baráttunni; það væri
til dæmis lítið gagn að vera
vel að sér í Sturlungu, en
geta svo ekki skynjað viðvar-
anir hennar þegar aftur væru
uppi samskonar ör’agatímar og
hún segir frá. Og umfram ailt
skylau menn gjalda varhug við
hverrj tilraun sem gerð er til
að litiloka ein.n eða annan frá
áhrifum á stjórn bjóðarskút-
unnar vegna skoðana hans.
Þetta er svo lítil skúta, og ef
einn af áhöfninni stendur upp
til að þrífa í annan með oí-
stopa, geta þær sviptingar orð-
ið til þess að henni hvolfi.
Ég vil því ljúka máli minu
með ósk um að aldrei gleym-
ist þessi nauðsyn eindrægmnn-
ar, þessi lifsnauðsyn tiiveru
vorrar, — heldur megi islenrka
þjóðin ávallt sigia með bjart-
sýni æskunnar í stafni og hinn
aldna þul menningar sinnar við
stýrið — mót fagurri og gæfu-
rikri framtíð.
Frá höfninni í líúsavík.
odd af oflæti sínu og stóð á-
samt öðrum húsum bæjarins á
höfði í spegilsléttri höfninni.
Veiðin var að vísu ekki mikil,
þ. e. a. s. grásleppuveiðin, og
þó var þetta aflaferð. Hún var
aflaferð í þeim skilningi, sem
allar ferðir geta orðið afla ■
ferðir ungum mönnum, ef þær
veita þeim tækifær; til að vera
með mönnum af eldri kyns’óð-
inni, og hlýða á tal þeirra.
Við stýrið sat sem sé sá
maður sem nú mun elztur
þeirra er með réttu geta sagzt
vera bornir og bamfæddir
Húsvíkingar. Og hann sagði
okkur sögur héðan úr byggð
og sýslunni allri, og. sögum
þessum fylgdu vísur þriggja
eða fjögurra kynslóða þessarar
þjóða sumra er hún ef til vill
ekki merkilegri en auðvirðileg
doría sem gerð er út frá stóru
móðurskipi. En smæðin er ekki
alltaf veikleiki. Smæðin getji
líka verið styrkur. Ég ley f i
mér að segja, að þeim mun
smærri sem þjóðin er, þeim
mun sterkari sé hún sem þjóð
í þess orðs réttu merkingu.
Stórþjóðir geta verið ^sterkar
í vopnum og auði, en þær verða
aldrei eins sterkar cg yruáblóð-
ir í þeim krafti sem sprettur
af menningarlegri heild Stðí-
ar þjóðir eru sterkar í fyriv
ferð sinni, en þær eru jafn-
framt veikar í þessari fyrir-
ferð, vegna menningartvísti-
ings sem oft er svo mik'ill að.
fólk úr mismunandi byggðar-í
oo naur
Diana Eustrati söng á 4. tón-
leikum Tónlistarfélagsins m.ánu-
daginn 8. júní í Austurbæjar-
bíói með aðstoð Hermann Hilde-
hrancrt við góðar undirtcktir.
Söngskemmtunin hófst á ítölsk-
um lögum frá 17. og 18. öld:
Carissimi, Scarlatti, Paésiello og
svo lagi eftir Handel sem var
tignarlega sungið og .af miki'li
fullkomnun. Næsta verkefnið
var langur ljóðaflokkur eftir
Robert Schumann, Frauenliebe
und -leben, fal’ega sunginn.
Þrjú lög eftir Brahms, Minneli-
ed, Der Schmied og Die Mai-
nacht féllu í góðan jarðvcg og
var söngkonunni óspart klappað
lof í lófa fyrir smekklega og
aðgreinda túlkun þeirra. Tvö lög
flutti söngkonan á grísku,. móður
máli sínu, eftir Manolis Kalom-
iris, annað Æfintýrið, hitt Álf-
konan sem tekið var með mikilli
'hrifningu. Enn " brey.tti söng-
konan um þ’.óðtungu og söng nú
á frön-sku Ga’oriel Fauré: Clair
de lune og Les berceaux. Síð-
asta lag söngsk-rárinnar var
eftir Gretchaninoff, Vor mir die
Steppe. Undii’lcikarinn vann
verk sitt ;af mikilli listfengi og
var listamönnunum vel þakkað
með ’ófataki en söngkonan varð
að láta í té aukalag. Söng hún
hir.a gullfallcgu aríu ástar og
örvæntingar eftir Gluck en
söngkonan er mcssosoprar.o og
hlutverkið venjulega sungið af
kvenrödd. Orfeus missir aftur
brúði sína í klær dsuðans en
'guðimir ko’Tiast við af söng
hans og Eros vekur han.a enn
til lifsins. Rödd söngkonunnar
nant sín prýðilega í þessari
klassisku ariu, hrein cg þrótt-
mikil og laus við tilfinninga-
semi.
SÖngskráin var f jölskrúðug
Eramhald á 11. síðu.