Þjóðviljinn - 10.06.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.06.1953, Blaðsíða 8
. S)' — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 10. júní 1953 HANS&VINNUSfHING Húsmæðraskéla Reykjavíkur verður opin miðvikudaginn 10. júní frá klukkan 1—22 e. h. og fimmtudaginn‘ 11. júní frá klukkan 10—22. FORSTÖÐUKONAN • • vorur koma daglega Drykkjarkönnur . . . . . kr. 2,50 — 6,80 Mjólkurkönnur . . . .. kr. 15,00 — 18,00 Steikarföt, 4 st,- . . .. kr. 19,00 — 26,60 Kartöfluföt . .. kr. 12,45 — 17,00 ★ Baðmottur .. . kr. 68,50 — 102,40 Sogskálar ... kr. 21,35 Gúmmítappar . .. ... kr. 0,75 * Ferðatöskur, 45, 55 og 65 sm .. . kr. 110,00 — 156,00 Innkaupatöskur . . . . kr. 35,00 — 39,00 Ödýrt veggfóður M&tgh glæsilegir liiir. Verð kr. 4,40 til 6,50 rl. Búsáhaldadðild ÍRO Bankastræti 2, sími 1248 % RlTSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON Akranes vann Fram 4:1 í fyrsta leik 42. métsins Knattspyrnuraót íslands var hátíðlega sett á íþróttavellin- um í Reykjavík. Gengu öll lið- in sem jþátt taka í mótinu inn á völlinn í búningum sínum undir íslenzkum fána sem var borinn af Kristni Einarssyni, gömlum fimleikakappa. Var þetta fríður hópur þótt hvorki KR eða Valur hefði fullt lið og sumir Valsmanna gengju í síðbuxum. Er leikmenn höfðu tekið sér stöðu fyrir framr.n stúkuna flutti formaður K.S.t., Sigurjón Jónsson, setningar- ræðu. Gat hann þess að þetta væri 42. mótið. Þá gat hann þátttakendanna sem eru Akra- nes, Fram, KR, Valur, Víking- ur og Þróttur, sem nú tekur þátt í íslandsmóti í fyrsta sinn. Lúðrasveit lék við þetta tæki- færi og setningin hin hátíðleg- asta þó á skyggði suðaustan bræla og skúrir. Eins og áður hefur verið frá skýrt er keppt í riðlum og eru í A.-riðli: Akra- nes, Fram og KR, en í B.-riðli: ValUr, Víkingur og Þróttur. Sigurvegarar úr riðlunum keppa svo til úrslita. Lið Akraness: Magnús Kristjánsson, Sveinn Benediktsson, Ólafur Vilhjálms- son, Sveinn Teitsson, Dag- bjartur Hannesson, Guðjón Finnbogason, Halldór Sigur- björnsson, Ríkarð’ur Jónsson, Þórður Þórðarson, Pétur Georgsson og Þórður Jónsson. Lið Fram: Halldór Lúðvíksson, Karl Guðmundsson, Birgir Andrés- son, Sæmundur Gíslason, Hauk- ur Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Óskar Sigurbergssón, Karl Bergmann, Ðagbjartur Egilsson, Jóhann Stefánsson og Kristján Baldvinsson. Dómari var Haukur Óskars- son. Áhorfendur um 2000. Það er varla hægt að segja annað en að þessi fyrsti leik- ur hafi verið skemmtilegur og mikið af „spennandi" augna blikum sem fær áhorfendur til að hljóða upp. Fram byrjaði með óvæntum hraða og brá fyrir sig stuttum samleik sem setti Akurnesinga svolítið útaf laginu, og þo Fram léki heldur á móti vindi lá til að byrja með lítið á þeim. Það fór þó svo að knötturinn fór fyrst í mark Akraness. Raunar var það fyrir misskiln- ing bakvarðar og markmanns, en af bakverðinum vinstri hrökk hann í netið eftir lang- spyrnu frá Guðmundi Jónssyni. Tóku Skagamenn nú að færast í aukana og gera nú mörg skæð áhlaup og á 31. mín. ger- ir Sveinn Teitsson áhlaup hægra megin, brýst fram völl- inn, sendir kaöttinn út til Hall- dórs sem fylgdist með. Halldór miðjar vel en þar er Ríkharð- ur fyrir og skallar óverjandi í mark. Litlu síðar á Ríkarður skot í þverslá, Pétur nær knett- inum og skaut í mannlaust mark og aftur lendir knöttur- inn í stöng. Framarar gera við og við áhlaup en þau eru ekki hættuleg, að undanteknu því er Dagbjartur hafði opið tækifæri en skaut framhjá, en þar við sat. Hálfleikur endaði 1:1. I síðari hálfleik komu yfir- burðir Akraness fram en sá hálfleikur var þeirra. Áhlaup Fram í þessum hálfleik voru tilviljanakeemd og einkenndust af löngum spörkum án „heim- ilisfangs11. Þó kemur fyrsta mark Akranes ekki fyrr en 13 mín. af leik, að Ríkarður skorar. Þórður hafði rétt áður átt gjörsamlega opin færi eftir snjallan undirbúning frá Rík- arði. Á 21. mínútu gerir Rík- arður þriðja markið í leiknum með skalla eftir að Halldór hafði leikið á bakvörðinn og miðjað vel. Síðasta markið gerði svo Þórður á 25. mín. í þessum hálfleik var óft skemmtilegt að sjá áhlaup Akranespiltanna, hraða þeirra og öryggi í sam- leik. Sóknarlínan hafði líka sér ekki sagt sitt síðasta orð ef hann æfir. Halldór er þeirra. hæglátastur en er leikinn og skilar oft vel knetti. Pétiir var líka vel með. Aftasta vörnin er veikasti hluti liðsins, þó fer Dagbjartur þar undanskilion sem leikur öruggt. Sem heild er liðið mjög sterkt á okkar mæli- kvarða. Næmt auga fyrir sam- leik, leikið, öryggir með skalla, og hafa góða knattmeðferð. Hæpið er í dag að dugi að „dekka“ Rikarð og Þórð. Framliðið byrjaði vel, en hefur sénnilega skort úthald. Þeir vóru líka með þrjá nýliða, (Jóhann, Kristján og Birgi) en í svona erfiðum leik er það eðlilegt að það sjái á. Þeir lofa annars góðu en vantar reynslu og kraft. Karl Gtið- mundsson er nú kominn aftur og er það mikill styrkur fyrir Fram. Hann er í mun betri þjálfun en í vor, og skammt í það. að hann nái fyrri ára getu, en á hann reyndi mjög í viðureigninni við unga mann- km frá Akranesi. Magnús hef- ur tekið sér frí í bili, en Hali- dór Lúðvíksson lék í hans stað, og gerði það allvel og verður ekki ásakaður fyrir mörkín. Birgir lék í stað Guðmundar sem var veikur. Sæmundur og Guðm. Jónsson voru vel virkir fyrri hluta leiksins, en er á leið urðu þeir að gefa eftir á miðju vallarins og tenging- in milli sóknar og varnar bil- aði, og þá fer alltaf illa. Hauk- ur átti góðan leik þótt ekki gengi hann heill til hildar. Framlíman er veikari hlutinn, Óskar, Karl Bergmahn og Ððg- bjartur rtáðu þó stundum lag- legum skiptingum. Dagbjartur vann mikið og reyndi oft að losa sig við nafna sinn en hann vantar leikni. Nýliðarnir vinstra megin lofa góðu esr 4 Kosníngaskrifstofa Sósíalistaflokksíns Þórsgötu 1 — Sími 7510 Skrifstofan gefur allar upplýsingar varðandi kosningamar Kjörskrá liggur frammi Flokksfélagar og aðrir, sem þurfa upplýsingar varðandi kosningarn- ar, eru beðnir að haía sem fyrst samband við skrifstofuna. Skrifstolan er opin frá kl. 10—10. — Sími 7510. lega góðan stuðning af hlið- vantar enn eðlilega mikið til að fylla upp það sem vantar í sóknarlínu Fram í augnablik- inu. Úrslit leiksins voru nokkuð réttlát eftir leik og tækifær- um, hefði eins getað verið 6:2. Akranesingar sýndu enn að það verða leikir þeirra sem setja svip á þetta íslandsmót. arframvörðunum Sem höfðu völdin á miðju vallarins. Bezti sóknarmaður Akraness var Ríkarður. Þórður einmg hreyfanlegur, fljótur og kröft- ugur. Þórður vinstri útherjinn gerði Karli Guðmundssyni erf- itt fyrir með leikni sinni, yfir- sýn og hugkvæmni. Hann hefur BOLVÍKINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík fer 8 daga hópferð til Bolungarvíkur 9. júlí. Þátttaka tilkynnist fyrir 20. júní Upplýsingar í síma 81869 og 6157. Félagsstjórnin. / > /- Kona GirÖingarimlar úr harðviði vill taka að sér vinnu við þvotta eða frágang'á þvotti. til sölu á Langhöltsveg 83, — Tilboð sendist afgr. Þjóð- viljans, merkt ',,Vandvirkhi“ sími 5283 \ y

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.