Þjóðviljinn - 10.06.1953, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. júní 1953
Blússur - Blússur - Blússur
Þær konur sem hafa ekki blússu, verður umfram allt að
efni á að fá sér nýja dragt
gæta þess að garnið láti ekki
éða nýjan kjól, geta ef til vill
fengið sér nýja blússu, og það
bætir mikið úr skák. Hér eru
myndir af tveimur frönskum
.blússum, sem henta þeim vel
sem farnar eru- að þreytast á
skyrtusniðinu. Önnur stúlkan á
myndinni hefur valið sér út-
saumaða blússu. Isaumurinn
myndar rönd niður allt fram-
stykkið og er einmg í erma-
línirjgunum við ú'nliöinn. Hægt
er a5 finna margar fallegar út-
saumsfyrirmyndir í útsaums-
toókum og ennfremur er oft
hægt að fá keypt mynstur í
ísaumsbúðum. Ef saumað er
með hvítu garni í hvíta
Skósóhm með infra-
rauðu Ijósi
Ef til vill hefur einhver ykk-
ar tekið eftir því, að skósmið-
urinn yk'kar er nýbúinn að fá
sér kynlegan lampa — sem
minnir á háfjallasól.
Bi reyndar er þetta ekki
ljóslampi, sem á að gera skó-
smiðinn fa-lega brúnan, held-
ur er þetta áhald við spánnýja
sólunaraðferð.
Þegar skósmiíir framtíðar-
innar fá skó til sólunar, rifa
þeir sólana af, hreinsa botn-
inn og smyrja hann með sér-
stöku lími. Nýi sólinn, sem er
ýmist úr leðri, gúmmi, gúmm-
korki, hrágúmmi eí'a loftgúmmi,
er lagður á og síðan er kveikt
á ínfrarauðum lampa, 250
watta, og tíann lýsir yfir
skóna í þrjár til fimm mínútur
— og hókus-pókus — þeir eru
tilbúnir.
Og þessi nýja aðferð 'hefur
þaiin ómstanlega kost, að þeg-
ar aftur þarf að sóla skceia,
er auðvelt að taka sólann af,
því að hægt er að ná honum
Framhald á 11. siðu.
lafmacínsSakmöskíiK
Kl. 10.45-12 30
Miðvikudagur 10. júhi
Náírrenni Keykjavíkur, umhverfi
Elliðaánna vestur að markaiínu
frá Flugskáiavefri við Viðeyjar-
sund. vestur að Hiíðarfæti og- það-
an til. sjávar vjð Nauthóisyik 5
Eossvogi. Laugarnes, meðfram
Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal-
Otrnes. Árnes- og Rangárvallasýslur.
lit.
Hin biússan er sparilegri og
sómir sér ágætlega við ihvaða
tækifæri sem er. Það er eiak-
um hálsmálið og stóri kraginn
sem setur samkvæmissvipinn á
blússuna. Blússan er saumuð
úr hvítu, möttu silki og hneppt
með tauhnöppum.
Svarti sumarkjóllinn
iSíðastliði’ð sumar voru al-
gengir hvítir kjólar með svörtu
skrauti. —- Nú virðast svartir
sumarkjólar ætla að ná tals-
verðri útbreiðsiu. Hér er ný
útgáfa. Það er ermalaus, svart-
ur kjóll með þröngu pilsi, lakk-
belti, litlum kraga og perlu-
hnöppum. Stórt berustykki er
að framan. Svartir kjó'.ar geta
sjálfsagt verið ágætir sem
sumarkjólar, en þó ér ótrú-
legt að svart bómullareftii verði
nokkurn tíma tízkuefni. Það er
oft gráleitt og illa svart, ög
óneitanlega eru margir aðrir
litir fallegri í sumarföt.
A.J.CRONIN:
jí'íj
Á annarlegri sðritaad
fyrst til mömmu Hemmingway, síðan til Har-
veys.
„Heyrðu, Cuca. Sæktu kaffi. Heitt kaffi.
Strax á stundinni“.
„Sí, Senjóra“.
„Og vertu ekki að brosa þetta, Cuca. Þessi
Senjór er ónæmur fyrir því“.
„Sí, Senjóra". En Cuca brosti þegar hún fór
út úr herberginu og hún var enn hrosandi þegar
hún kom aftur með rjúkandi kaffikönnuna. Það
var ekki gáskabros, heldur hros sem stafaði
af óbugandi ánægju og jafnlyndi.
„Hún er ágæt hún Cuca litla“, sagði mamma
Hemmingway, þegar stúlkan var farin. Hún
hellti kaffi í bolla og rétti honum hann. Svo
skellti hún í góm og var hugsi. ,,Næsta ösku-
dag hefur hún verið hjá mér í fimm ár. Alltaf
ánægð. Og hún hefur fína framkomu þótt ró-
leg sé. Og sú hefur nú fitnað síðan hún kom
til mín. Saneta María, hún er orðici sallafín í
laginu. Þú hefðir átt að sjá hana þegar ég tók
ihana. Svei mér þá alla daga, hún var rýrari en
rottuskott. Og það uppeldi sem barnið hafði
fengið! Hún var meira að segja ófermd þegar
ég tók hana. Já lagsi, þú mátt kalla mig lygara
upp í opið geðið á mér, en ég lét ferma Cucu
fyrstu vikuna sem hún var í húsinu hjá mér“.
'Harvey fékk sér áskurð á brauðið og sagði
ekkert.
„Þú ræður hvort þú trúir því“, hélt mamma
Hemmingway áfram með ákefð. „Ég fer vel
með allar stúlkurnar mínar, svei mér þá. Ég
skal viðurkenna það, að þetta er enginn sunnu-
dagaskóli hjá mér. En ég er sansigjörn, skil-
urðu. Hjá mér eru allir jafnréttháir. Og þær
sem eru óánægðar geta siglt sinn sjó“.
Harvey hafði haft óljósan grun um, hvers
konar fyrirtæki mamma Iiemmingway rak. Og
nú var þessi grunur orðinn að vissu. En hann
fann hvorki til viðbjóðs né gremju. Hainn hafði
breytzt á einhvern hátt. Og það var eins og
hann fylltist umburðarlyndi. Það varð að sætta
sig við lífið eins og það var. Ölán hans hafði
vakið með honum umburðarlyndi, mildi og
mannúð, sem hann hefði skort fram að þessu.
„Þetta er ágætis kaffi", sagði hann og leit á
hama. „Og brauðið eftir því. Það er næstum til-
vinnandi að missa af skipinu fyrir þennan
morgunverð“.
Orð hans komu henni svo mjög á óvart að
hún tók viðbragð og var samstundis á verði.
„Ha! Hvað gengur að þér? Ertu að hæðast
að mér eða hvað?“
„Nei, það er nú eitthvað annað. Ég kann
að meta gestrisni“.
Hún hristi til eyrnalokkana, móðguð á svip.
„Þig vantar hjartagæsku. Það er það sem
að þér er, lagsi. Þú þykist vera hafinn yfir
allt og alla. Þú átt mikið ólært. Trúðu mér.
Ég þykist gera vel til þín með því að gefa
þér að éta. Og þú hikar ekki við að hrækja á
mig í staðinn. Geturðu ekki verið eins og mað-
ur. Reyndu að læra eitthvað annað en það sem
stendur í bókum“.
Og hún þreif blaðið sitt og fór að lesa það
með gremjusvip.
Hann virti hana fyrir sér og brosti lítið eitt.
„Ef til vill hef ég lært meira en þú heldur.
Ef til vill hef ég hugsað sitt af hverju undan-
farna daga“.
Hún skotraði til hans tortryggnisaugum;
hélt síðan áfram að lesa.
„Þú ert kannski búinn að hugsa þér hvað
þú ætlar til bragðs að taka í Sancta? Þú ert
kannski nógu skynsamur til þéss“.
„Hefur þú nokkrar tillögur?“
Hún svaraði hryssingsléga:
„Þú getur sosum verið hérna. Þá kemstu að
raun um að ég er ekki eins slæm og þú vilt
vera láta. Þú setlar öllum illt. Ef satt skal
segja, þá hafði ég ekki hugmynd að dallfjand-
inn var fariem. Ég hélt hann færi ekki fyrr en
í kvöld. Ég varð öldungis hlessa þegar ég sá
hann úti á rúmsjó fyrir svo sem hálftímá. Mér
er ekkert í nöp við þig. Þú getur verið hér ef
þú vilt. Þú ræður hvort þú þiggur það, eins og
frúin sagði þegar hún fleygði banana í sæ-
ljónið“.
Dauft bros lék um varir hans og það vott-
aði ekki fyrir andúð í svip hans. Það varð
löng þögn. Svo leit hún upp, virti hann vand-
lega fyrir sér, svo hristi hún til blaðið.
„Ef þú ert í vinnuhraki, þá ættirðu að reyna
fyrir þér í Laguna? Þú ert læknir, er það ekki?
Og þar er allt á öðrum endanum. Fólkið hryn-
ur niður. Spánski læknirinn er nýfloginn til
ihimna — það stendur í blaðinu. Hann er annar
læknirinn sem sálast. Og það er víst lítið gagn
í hinum. Hvað um það lagsi ?“
Hann hætti að mylja brauðskorpu milli
fingranna; það varð dálítil þögn.
„Já, því ekki það?“ sagði hann.
Það vottaði enn fyrir illgirni í gljáandi .aug-
um hennar þegar hún virti hann fyrir sér.
„Er þér sama þótt þú sért fluttur þaðaei í
kistu?“ sagði hún. „Já, auðvitað. Þér stendur
á sama um allt“.
Hann heyrði varla hvað hún sagði. Hann
var í þungum þönkum. Hann ætlaði að fara
— já, vissulega ætlaði hann að fara. Hvers
vegna hafði honum ekki dottið það í hug
fyrr? Þetta var annað og meira en tilviljun.
Allt í einu famnst honum sem hann hefði lengi
beðið þessarar stuindar.
„Þú yrðir að fara til Hermosa", hélt hún
áfram. „Framhjá Casa de los Cisnes. Það var
þar sem þessi skolli byrjaði. Enda er það und-
arlegfe hús. Fólk forðasfe það eins og heitan
eldinn. Þar er allt í kaldakoli. Og hún er hálf-
vitlaus — kerlingin sem býr þar“.
„Ég fer“, hugsaði hann aftur. „Já, ég verð
»að fara“.
Þessi hugmynd varð enn skýrari og hann
endurtók: „Casa de los Cisnes“.
Það varð þögn og rautt andlit hennar fék-k
á sig undrunarsvip.
„Þú ert ekki kjarklaus“, sagði hún allt í
eiriu. „Það máttu eiga“. Svo áttaði hún sig.
„En að mér heilli og lifandi — þú kemst í hann
krappan í þessu pestarbæli“.
Hann færði til stólinn. Hann reis á fætur og
gekk til dyra eitns og hann væri rekinn áfram
af einhverju ósýnilegu afli.
„Sancta María“, hrópaði hún undrandi. „Þú
ætlar þó ekki að fara á stundinni. Þú verður
að hvíla þig. Og ég held þér veitti ekki af að
þvo þér og raka þig“.
„Ég ætla ekki að fara strax“, svaraði hann.
„Ég ætla að heilsa upp á Corcoran Það er-
tími til kominn að ég líti á handlegginn á
honum“. *
b
) Dömarinn: I>ér eruö dæmdur í hundrað króna
) sekt. Haíið þér nökkuð við það að athuga ’
) Sá dæmdi: Já, ef ég á ekki á hættu að sektin
) liækki.
) I»etta er ljóta sápan, sagði þvottakonan: liún
) étur skyrtuna upp til agfnar, en skilur ólireln-
) indin eftir.
) Hversveg-na liefuröu svona langt munnstykld?
\ Læknlrinn sagði að ég ætti að halda mig sem
\ lengst frá tóbakinu.
( 1 hjönabandsskrifstofuiuii: Ég vildi gjarnan
( komast í hjónaband — en vel að merkja: ein-
( ungis af ást.
( Skrifstofus.tjórinn: Afsakið, en sú deUd hefur
( verið lögð niður.
) Læknir: Yður er að batna í fætinum. Bráðuin
) getið þér farið að dansa.
) Sjúkllhgur: Það kalla ég mikinn bata; ég hef
) nefnUega aldreL getað lært það.