Þjóðviljinn - 10.06.1953, Blaðsíða 12
Á Keflavíkurflugvelli er veriB aS byggja:
AÓÐVIUVN
Miðvikudagur 10. júní 1953 :— 18. árgangur — 127. tölublað
armonriym
Stjórnarblöðin, Tíminn og Morgunblaðið, gerðu
bæði játningar í gær varðandi smán sína á Kefla-
víkurflugvelli.
Játuðu bæði blöðin að nokkru og staðfestu það
sem Þióðviljinn hefur upplýst á undaníörnum mán-
uðum. Þannig játar Morgunblaðið að 2700 íslend-
ingar hafi verið reknir í útlegð suður á Miðnes-
heiði til vinnu við erlendar herstöðvar, — en eins
og vænta rnátti gat Morgunblaðið ekki sagt sann-
leikann allan; þeir eru mun fleiri.
Pfbsgimbl. sagSi mfög kurteislega frá að byggja
ætfi uekkuE stórfeýsi á veilÍEum, mun Megglnn feaía
átí viS þa@„ að á sama tíma ©g Isiendingar búa í
al!sli@nar skúrum og hfölium svo feuuúmðum skiptir
í leykjavík einni samau. eg útSmsðas es kraiizt
á izmfæddum Eeykvíkingum, haía feundEuð bygg-
ingariðnaðarmanna verið ferakin suður á leflavíkur
flugvöll til að byggjfí á þessu sumri 28 þriggja
feæða blókkir — sem fever um sig er um 768 Ser-
metras að grunnfleti, — eða byggmgar sem sam-
svara samtals rúmum 800 smáíbáðum, eða húsnæði
yfir 4—5 þús. manns.
Hernámssmánin á Keflavíkur-
flugvelli hefur verið bannheil-
agt feimnismál landssöluflokk-
anna, allt frá upphafi. Allt sem
þeir hafa um framkvæmdir við
bandarísku herstöðvarnar sagt,
er einungis að játa réttar þær
upplýsingar er Þjóíviljinn hef-
ur áður flutt.
Fær að vera með.
Það þótti ekki praktiskt að
lofa blaði þriðja landssölu-
flokksins, Alþýðuflokksins, að
gera einnig játningar um her-
stöðvabyggingarnar. En Mogg-
inn var svo elskulegur að vita
um að AB-flokkurinn fær einn-
ig að vera með um skipulagn-
ingu á herleiðimgu íslenzks
vinnuafls, verkamanna, iðnað-
armanna og sjómanna suður í
sódóma bandariska hersins.
Mörgum mun þykja ekki ó-
fróðlegt að lesa þessa játningu
Hans G. Andersen, starfsbróð-
ur GuSmundar Guðmundssonar
hernámsstjóra, að gerðar hafi
verið ,,sundurliðaðar áætlanir
til nokkurra mánaða í senn í
samráði við Félagsmálaráðu-
neytið, Alþýðusamband Islands
og Vinnuveitendasamband ís-
lands um væntanlegan fjölda
íslenzkra starfsmanna."
Hér eftir ættu félagsmenn í
Alþýðusambandinu ekki að vera
í vafa um að þeir Helgi, verk-
fallsbrjóturinn ísfirzki, Jóei
klofningur og Sigurjón járn-
smiður eiga sæti í útlegðardóm-
stólnum er ákvarðar hverjir
skulu hráktir frá fiskveiðum,
landbúnaði og byggingu íbúðar-
húsa' yfir íslendinga og dæmd-
ir til að vinna við herstöðvar.
Eklti til Islendinga.
Allt frá dögum nýsköpunar-
stjórnarinnar hafa íslendingar
getað fagnað nýjum flutninga-
skipum árlega, íslenzkum skip-
um er áttu að „færa varninginn
heim.“ Einnig þessi skip eru
nú komin í þjónustu hins banda
ríska hers. Eitt af SÍS-fellun-
um flutti í vor sement til
Framhald á 11. síðu.
Þing S.-Kóreu krefsf stórsókn-
ar fzl Jalúfljóts þegar í staó
Itrekar andstöSu viS vopnahléssamninga
Þing Suður-Kóreu koni saman í gær á fund í Púsan
og samíþykkti að skora á ríkisstjórnina að láta þegar í
stað hefja undirbúning að stórsókn á vígstöðvunum í því
skyni að taka alla Norður-Kóreu herskyldi. Jafnframt lýsti
þingið yfir að tekið yrði imeð vopnavaldi á mióti þeim sem
kæmu til Kóreu til að annast fangaskiptin samkvæmt
samningi deiluaðilja.
Það kom einnig til tals á
þingfundinum, ,að gerður yrði
hernaðar&amningur við stjórn
Sjang Kajséks á Formósu og
samið um, að her hans hæfi
innrás á meginland Kína, jafn-
framt því sem her Suður-Kóreu
hæfi sóknaraðgerðir sínar. En
ályktun þess efnis var þó ekki
afgreidd.
Félagsfundur
sósíalisfa
á Akranesi
Sósíalistafélag Akraness
heldur félagsfund annað
lívöid, fimmtudag kl. 9 í
Stúkuheimilinu.
Einar Olgeirsson mætir á
fundinum og ræðir um stjórn
málaviðhorfið. — Stuðnings-
mönnum Haraldar Jóhanns-
sonar er heimill aðgangur að
fundinum á meðan húsrúm
leyfir.
Þingið skoraði á stjórnina að
gera allar nauðsynlegar xáðstaf
arnir til að treysta öryggi her-
sveita Suður-Kóreu, bæði á víg-
slöðvunum og að baki þeirra, og
verður þetta varla skoðað öðru-
vísi en sem ögrun við Banda-
ríkjamenn.
Þingið 'skoraði einnig á stjórn-
ina, að láta alla þá kóreska
fanga, sem sagðir eru ófúsir
heimferðar, en flytja kínverska
félaga þeirra til Formósu, þvert
ofan í það samkomulag sem nú
hefur verið gert.
Radford flotaforingi, yfirmað-
ur herafla Bandaríkjanna á og
við Kyrrahaf og nýskipaður for-
maður bandaríska foringjaráðs-
ins, og Taylor hershöfðingi, yfir-
maður 8. bandaríska hersins í
Kóreu gengu báðir á fund Syng-
mans Rhee í gær í Seúl.
Samninganefndirnar komu
saman á fund í Panmunjom i
gær og stóð hann aðeins í 12
mínútur. Búizt er við, að nokkra
fundi verði að halda áður en
fyllilega er gengið' frá vopna-
hléssamningunum. Sambands-
foringjar vinna að því að endur-
skoða markalínuna milli herja
deiluaðilja.
Blöðum um allan heim var
tíðrætt um samningsgerðina í
Panmunjom í gær og kom sam-
hljóða álit þeirra fram í þeim
orðum franska borgarablaðsins
Le Monde, að „í kóreska harm-
leiknum væri Syngman Rhee
þorparinn". Dagblað fólksins í
Peking sagði, að tilboð Eisen-
howers um hernaðarbandalag
I'-amhald á 3. síðu.
Stalíngrad sýning
I gærkvöld var opnuð í
Keflavík myndasýning um end-
urreisn Stalíngradborgar, við
prýðilega aðsókn.
Flutti Oddbergur Eiríksson
erindi um för sína til Stalíngrad,
og síðan var sýndur fyrri hluti
kvikmyndarinnar Orustan um
Stalíngrad.
í dag verður sýningin opnuð
kl. 6. Sverrir Kristjánsson sagn-
fræðingur flytur erindi, og hefst
það kl. 8,30. Að því loknu verð-
ur sýndur síðari hluti kvikmynd
arinnar.
Undanfarið hefur Þjóðviljinn birt hinar athyglisverð-
ustu frásagnir um ýmsa helztu þætti landsmálanna, og
hver hafa orðið viðbrögð hernámsblaðanna ?
S.l. sunnudag sannaði Þjóðviljinn stór-
íelld vísvitandi ósannindi upp á ríkisstjórn-
ina og jaínframt milljónarán það sem
menn og úívegsmenn verða fyrir. Þjóðviljinn
lagði fram óvéfengjanlegar sannanir fyrir
því að norskir sjómenn fá miklu hærra verð
fyrir fiskinn en hér er greitt og að munur-
inn er birtur af milliliðaokrurum.
Hvað segja hernámsblöðin um þessar stórathyglis-
verðu staðreyndir? Þau þegja.
Fyrir skömmu birti Þjóðviljinn frásögn um
opinbera skýrslu norsku stjórnarinnar, þar
sem sannað var að verðbólgan á íslandi
hefði. vaxið um það bil ferfalt hraðar hér síð-
an 1949 en í helztu viðskiptalöndum okkar.
Sá geysilegi munur getur ekki stafað af öðru
en óstjórn og ránsskap.
Hver verða viðbrögð hernámsblaðanna þegar stjórnar-
farið á íslandi er þannig metið af sjálfri norsku ríkis-
stjórninni? Þau þegja.
Fyrir nokkru skýrði Þjóðviljinn frá því að
Norðmenn hefðu falazt eftir því að kaupa hér
á landi 10-12 þúsund tonn af óverkuðum
saltfiski og ætluðu síðan sjálfir að fullverka
hann til þess að fullnægja hinni geysilegu
eftirspurn á heimsmarkaðinum. Þjóðviljinn
skýrði enn fremur frá því að ríkisstjórnin
myndi hafa í hyggju að verða við þessu, -—
því hún bannar sem kunnugt er fullverkun
á fiski á sama tíma og Norðmenn keppast
við og hafa ekki undan.
Hvað sögðu hernámsblöðin um þessa afhjúpun sem
birtir í skýru ljósi allt afurðasöluhneykslið ? Þau þögðu.
Fyrir skömmu skýrði Þjóðviljinn frá því að
hin illræmdu Esbjergviðskipti hefðu verið í
senn féfletting og eyðilegging á mörkuðum;
Thorsararnir og Vilhjálmur Þór hefðu í bróð-
erni hirt á aðra milljón króna í milliliðaokur
en fiskurinn hefði verið þannig á sig kominn
þegar hann kom til ítalíu að hann hefði stór-
eyðilagt mannorð íslendinga. Þessi viðskipti
hefðu þannig verið aðferð til að losna við
lögboðið fiskmat og hirða skjóttekinn gróða
á kostnað varanlegra hagsmuna íslendinga.
Þetta er ófögur saga og vakti mikla athygli. En
hernámsblöðin þögðu.
Fyrir nokkru skýrði Þjóðviljinn-frá því að
Samband íslenzkra samvinnufélaga hefði
stofnað sérstaka deild til þess að greiða fyrir
hernámi landsins og hirða stórfelldan gróða
af niðurlægingu íslands.
Og enn þegja hernámsblöðin.
Þessi þögn er að vísu skýrari en nokkur
orð. Hún sannar að þessi blöð standa uppi
algerlega berskjölduð, þau eiga enga vörn,
enga réttlætingu; þau geta ekki einu sinni
gripið til ósanninda og blekkinga sér til af-
sökunar. En er ekki kominn tími til að leysa
þá menn frá völdum sem þannig hegða sér
og kjósa eina flokkinn sem ber hreinan
skjöld og aldrei hefur hvikað í nauðsynja-
málum þjóðarinnar.
C-listinn er listi Sósíalistaflokksins