Þjóðviljinn - 11.06.1953, Page 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 11. júní 1953
I—♦—e—♦—♦—♦—♦—«—»—«—•—♦—♦—♦—♦—♦—♦—*—*—♦—*—*—♦
Þjóðareining gegn her í landi
StofiffilH Pverœiitgaféillg
MlBl «§SIt f §fglll€Í
NÚ EKU liðnir rúmlega
tveir mánuðir frá þvi að Ávarp
um þjóðareiningu gegn her í
landi var sent til þjóðarinnar.
Það var undirirtað 15 manns
úr ýmsum stéttum og stöðum,
körlum og konum, sem vildu
reyna að vekja þjóðina . til
hugsunar um hið alvarlega á-
stand sökum hersetunnar í
landinu, og jafnframt gera til-
raun til þess að sameina til
virkrar þátttöku alla andstæð-
inga hers í landi. Þetta tókst
mjög giftusamlega svo sem
þjóðarráðstefnan 5.-7. maí sl.
ber ljósast vitni. Þar mættu á
þriðja hundrað fulltrúar frá
54 félögum, og til viðbótar voru
þar áheyrnarfulltrúar, samherj-
ar okkar, enn fleiri.
Öllum, sem þar voru, ber
saman um að þar hafi eflzt
miklar vonir um sigursæla
sókn gegn helstefnu hernaðar-
ins og hinum rangsnúnu öfl-
um, sem nú stjórna þessu
landi, innlendum og erlendum.
Andspymuhreyfingin gegn her
i landi var hafin, og við hétum
þvi öll sem eitt að ganga fram
í anda Einars Þveræings, neita
afsali lands og erlendra yfir-
ráða, en stefna að vinsamleg-
um samskiptum við allar þjóð-
ir. Við hétum þvi að standa
við málstað Islands og endur-
heimta sjálfstæði landsins, sem
vissulega er stórlega skert. Það
fór varmi um hvers manns hug
og sá varmi hefur borizt út
um landsbyggðina og hlúð að
hinni þjóðernislegu kennd allra
góðra fslendinga.
Framkvæmdanefnd and-
spyrnuhreyfingarinnar hefur
fundið greinilega að fólk ósk-
ar að fylkja sér undir merki
okkar, en hefur ekki fengið
tækifæri tii starfa. Fjöldi
manna viðsvegar nm land hef-
ur skrifað okkur, pantað silf-
urmerkið Þveræing, og tjáð
sig í öllu reiðubúið til starfa.
í rauninni hefur staðið á
okkur að láta hina áhuga-
sömu samherja hafa verkefni.
Þetta hefur dafnað svo ört og
á svo skömmum tima, að ekki
hefur verið hægt að koma til
framkvæmda nema fáu af því,
sem við þurfum að efla S
framtíðinni. Nú er þó óðum
að færast í það horf, að við
getum eflt okkur til samein-
aðra átaka. Fyrirlesarar frá
andspyrnuhreyfingunni munu
ferðast um eftir því sem tök
eru á, við höldum samkomur
og fundi til þess að kalla fólk
til samstarfs, við séndum merk-
ið okkar Þveræing til allra,
sem þess óska. Viljum einnig
biðja sem flesta samherja að
gefa sig fram sem umboðs-
menn og selja merkið. En jafn-
framt þessu er hin mesta þörf
að efla hin félagslegu tengsl
milli fólks víðsvegar um land-
ið og framkvæmdanefndar and-
spyrnuhreyfingarinnar hér í
Reykjavík.
Nú þarf
að stofna Þveræingafélög
um land allt
Þau er hægt að stofna ein-
faldlega á þann hátt, að fólk,
sem er andstætt her í landi
og stofnun innlends hers, og
vill leggja orð og hönd að
verki í hinni nýju frelsisbar-
áttu, kemur sér saman um að
skrásetja sig til þátttöku í
andspyrnuhreyfingunni, - segj-
um 5 eða 8 manns eða þaðan
af fleira. Engin skilyrði um
skoðanir fólks í öðrum málum
eru sett, aðeins einbeitni gegn
hernaðarandanum og helstefnu
hans. Þegar Þveræingafélag er
stofnað, þarf að senda okkur
hér syðra tilkynningu um það.
Við sendum um hæl starfs-
grundvöll, vcrkefni, merki osfrv.
Heiðruðu samherjar. Takið
til starfa og myndið Þveræ-
ingafélög sem allra fyrst. Það
styrkir okkur sameiginlega i
hinni miklu sókn. Kallið góða
félaga ykkar til fundar um
málefnið, myndið félög á vinnu-
stöðvum, á heimilum, á skip-
um á hafi úti, tveir eða þrír
bæir saman um félag í sveit-
unum, alls staðar þar sem
grundvöllur er. Þannig stækk-
ar fylkingin, sem gengur
fremst í frelsisstríði Islands
gegn erlendum yfirráðum. —
Hleypið Þveræingafélögum af
istoikkunum (næsSu daga tog
næstu vikur um allt Island og
tilkynnið okkur samstundis
bréflega eða símleið. Hvert fé-
lag snýst í fyrstu sóknarlotu
gegn hernámsflokkunum í
kosningunum í þessum mánuði.
Það er fyrsta verkefnið.
Hátið okkar Jónsmessuhátíð
á þessu vori vera sóknarhátið
í anda Þveræings. — Með vin-
samlegri kveðju til allra Þveræ-
inga. G. M. M.
Pósthólf 1063
Reykjavík.
Stjérn spítaianea
eim ekki
fengizt til að hef ja
HvaS ávelwr lélagsstjóri!
Vöruskipta-
SBf
eg
Meira en þrjár vikur eru nú
liðnar síðan stjórn spítalanna
barst uppkast að kjarasamn-
ingi frá samninganefnd Starfs-
stúlknafélagsins Sókn og brátt
liálfur mánuður síðan gamli
kjarasamningurinn rann út.
Ekkert hefur þó verið gert af
hálfu félagsstjórnar og Alþýðu-
sambands til að greiða fyrir
málinu á eðlilegan hátt.
Þessi staðreynd er þeim mun
kynlegri sem vitað er að upp
sögn samningsins gamla var á-
kveðin og drifin í gegn af fé-
lagsstjórninni að áeggjan fuli
trúa Alþýðusambands og Full-
trúaráðs verkalýðsfélaganna.
35 ffiillj. króisa gieiddar
í tjónabætur á 10 ánim
Aðalfundur Almennra Trygg-
inga h.f. var haldinn þ. 5. þ.
m. í skrifstofu félagsins, Aust-
urstræti 10. Fundinn setti for-
maður félagsins, Carl Olsen,
konsúll, en hann hefur verið
formaður þess frá stofnun, 11.
maí 1943.
í yfirlitsskýrslu formanns
um starfsemi félagsins síðast-
liðin 10 ár gat hann þess, að
félagið hefur greitt alls 35 mill-
jónir króna í tjónabætur.
Iðgjöld félagsins á síðast-
li&iu ári námu 12% milljón kr.
í öllum deildum og höfðu aukizt
um tæplega 1 milljón króna
frá árinu áður.
Félagið tekur nú að sér
flestar tegundir trygginga, þar
á meðal líftryggingar, en Ná
þeim byrjaði félagið í júlí síð-
astliðið ár.
Stjórn félagsins skipa nú
þeir Carl Olsen, konsúll, for-
maður, Gunnar Einarsson,
prentsmiðjustjóri, varaformað-
ur, Jónas Hvannberg, kaupm.,
Kristján Siggeirsson, kaupm.
og Gunnar Hall, kaupmaður.
Forstjóri félagsins er Baldvin
Einarsson, og hefur hann ver-
ið það frá stofnun þess.
Hinn 6. júní s. I. var undir-
ritáður í Rio de Janeiro við-
skiptasamningur milli íslands
og Brazilíu, er gildir fyrir tíma-
bilið frá l. júlí 1953 til 1. júlí
1954. Samkvæmt samningnum
mun Brazilía leyfa innflutning
á saltfiski frá íslandi fyrir allt
að 36,5 milljónir króna og er
gert ráð fyrir, að Islendingar
kaupi aðallega kaffi og nokkr-
ar aðrar vörur fyrir sömu upp-
hæð frá Brazilíu.
Samningagerðina annaðist
fyrir Islands hönd Thór Thórs
sendiherra og undirritaði hann
samninginn ásamt untanríkis-
ráðherra Brazilíu.
rónlistarskóla Hafnar-
fjarðas: slitlð nýlega
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
var nýlega slitið að loknum
prófum.
Skólanum var skipt í tvær
deildir: barnadeild, og deild
fyrir reglulega nemendur í
hljóðfæraleik, og voru í báðum
alls 31 nemandi. Auk þess var
eins og undanfarna vetur, starf
rækt listdansdeild á vegum
skólans. Þar var kennari uog-
frú Guðný Pétursdóttir. Við
skólaslit léku nokkrir nemendur
einleik á píanó. Skólastjóri og
kennari var Páll Kr. Pálsson.
Hundur og hrafn
ar ónáðreudurnar
I Vatnsmýrinni skammt frá
Reykjavíkurflugvelli hafa að
undanförnu fjölmargar endur
gert sér hreiður og verpt. Eh
þessi staður ihefur ekki reynzt
næðisamur, því að hrafnar hafa
sézt ræna hreiðrin hvað eftir
annað. Einoig hafa menn oft
séð hund einn æða snuðrandi
um mýrina og flæma endurnar
af hreiðrum sínum. Er hér að
jafnaði um sama hundinn að
ræða, stóran, gráleitan loðhund,
sem mun vera í eigu Banda-
ríkjamanna til heimilis á Lauf-
ásvegi 49.
Enn er hægt
að gerast áskriíandi
að
úrvali úr
greinum og ræðum
Sigíúsar
Sigurhjartarsonar.
Nú or skammt þar til
úrvalið úr ræðum og
greinum Sigfúsar Sigur-
hjartarsonar Itemur út.
Margir áskrifendalistar
eru þegar komnir til út-
gáfunnar, en enn er hægt
að verða áskrifandi og fá
bókina á lægra verðinu.
Áskrifendalistar Iiggja
frammi í Bókaverzlun
Máls og menningar, Bóka-
verzlun KBON, skrifstofu
Sósíalistaflokksins Þórs-
götu 1 og á skrifstofum
Þjóðviljans, Skólavörðu-
stíg 19.
Það er óvenjulegur á-
hugí manna fyrir þessari
bók, enda mun hún verða
mörgum kærkomin. Efnið
er fjölbreytt, og mikils
virði hverjum þeim sem
áhuga hefur á þjóðféíags-
málum, í víðtækasta skiln
ingi þess orðs. Hverjum
sósíalista verður þetta ó-
missandi rit, og þeir
munu margir í hópi bind-
indismanna úr öllum
flokkum, sem finnast þeir
ekki mega án bókarinnar
vera.
Þetta er stór bók, um
430 blaðsíður. Verðið tii
áskrifenda er 58 kr. ó-
bundin en 75 kr. í bandi.
liggur ieiíin
„AÐKOMUMAÐUR" skrifar:
; „Kæri Bæjarpóstur. Eg vil hér
; með biðja þig um að benda á
| það ófæra ástand, að ekki
skuli vera opið eitt eiaasta
náðhús í allri höfuðborginni
| fyrir þá sem eru á ferli að
i hæturlagi eða eftir kl. 11 á
kvöldin. Hverju sætir þessi ó-
. hæfa? Er yfirleitt ætlazt til,
að menn svívirði húsveggi ná-
; grannans eða miðja götuna,
eins cg sjá má til drukkinna
i manna, þótt um bjarta sumar-
nótt sé? — Eg er ekki kunn-
ugri þessum bæ ea svo, að séu
slíkir staðir til, þá eru þeir
það fjarri almannafæri að ég
; hef ekki rekizt á þá, nema
; þennan eina í Bankastræti,
sem varla er opinn lengur en
venjulegan bíótíma; síðan
harðlæstur. Maður skyldi ætla
að menning þessa bæjarfélags
krefðist þess, að slík-u væri
kippt í lag. Hvar eru nú heil-
brigðisyfirvöldin, fegruaarfél-
agið — eða Oddfellowar? -—
Aðkomumaður“
Hér vaníar bæði ráðhús og náðhús — Eyðilegging
skrautgarða — Afgreiðslutími flugfélaganna —
Hvern er verið að jarða?
NOKKRIR húseigendur hafa
komið að máli við mig og
kvartað undan því, að algengt
sé, að krakkar (eða fullorðn-
ir?) fremji spjöll á görðum við
hús að nóttu til. Mun sumum
garðeigendum hafa verið gert
brogað lífið að undanförnu,
þegar þeir hafa nýlega verið
búnir að .kosta fé og tíma til
að búa garða sína undir sum-
arskrúðið. Trjágreinar eru
brotnar, troðið á nýstungna
bletti, aHskcaar rusli hent inn
á gróðurreitina o. s. frv. —
Þetta nær vitanlega engri átt,
og beita verður öðrum brögð-
um til að fá unglinga og full-
orðið fólk til að bera virð-
ingu fyrir umhveríi .sínu, en
þeim að hóta lögreglunni. Eyði
leggingarhneigðin er samt
sterkari en svo hjá furðu stór-
um hóp, að annað ráð dugi en
hótanir. — Hvað geta svo
'garðeigendumir gert ? Eiga
þeir að fara að hækka girð-
ingarnar umhverfis garðana
og strá glerbrotum í vegg-
hleðsluna? Nei, fyrir alla.
muni ekki. Það myndi gera
illt verra. Bezt er að kenna
ungum sem eldri að bera virð-
ingu fyrir öllu því, sem grær,
og að sjálfsögðu mega liinir
fullorðnu ekki öfundast svo
yfir „lóð nágrannans", að þeir
leyfi börnum sínum eða sjálf-
um sér að koma ósæmilega
fram við saklaus blómin og
trén — eða girðinguna um-
hverfis.
iSÖMULEIÐIS kom maður til
mín, sem sagði, að slæmt fyr-
irkomulag væri á afgreiðslu-
tíma flugfélaganna. Hann átti
von á sendingu með flugvél
að norðan, en þegar flugvélin
var komin og hann ætlaði að
fara að taka á móti pakkan-
um á afgreiðslunai, var allt
lokað og læst. Hann fék,k ekki
sendinguna fyrr en daginn eft-
ir; en það kom sér af ein-
hverjum ástæðum mjög illa
fyrir hann að fá hana ekki
strax og hún kom, svo hann
gat ekki stillt sig um að
kvarta undan þessu fyrirkomu
lagi og vonast til, að bót verði
á ráðin.
LOKS vill gömul kona biðja
Bæjarpóstinn um að skila því
til Ríkisútvarpsins, að hún
óski eftir því, að tekið sé fram
í dagblöðunum, hverra jarðar-
förum verði útvarpað, hvaða
prestur jarðsyngi og klukkan
hvað athöfnin hefjist, ná-
kvæmlega. Sagði gamla konan
að fólk á hennar aldri stytti
sér oft stundir við að hlusta.
á jarðarfarirnar í útvarpinu;
og þótt þær væru ekkert
skemmtiefni, þá hefðu þær á
sér helgiblæ, sem kæmi sér
og sínum líkum í notalega,
rólega og jafnvel rómantíska
stemningu. Hún komst að
vísu ekki nákvæmlcga svona
að orði, en þetta mátti þó
skilja á henni, gömlu kon-
unni. Beini ég þessu hér með
til hlutaðeigandi yfirvalda,
vinsamlegast.