Þjóðviljinn - 11.06.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 11.06.1953, Page 6
6) — ÞJÖÐVILJINN —; Fimmtudagur 11. júní 1953 lllÓðyiUINN Otgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósialiataflokkurinn. Hitstjórar: Magnús -Kjartansson (áb.), Slgurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Simi 7500 (3 línur). Áekriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakió. Prentsmiðja ÞjóðviijanE h.í. ánægjulsgur ftindur Þaó er stundum erfitt að átta sig á frásögnum blað'- anna af kappræðufundum fyrir þá sem ekki voru við- staddii sjálfir. Báðir aðilar birta með miklu yfirlæti frá- sagnir um ágæta frammistöðu sinna manna og hrakfarir andstæðinganna. En að þessu sinni þurfa sæmilega skýrir menn ekki annaö en lesa Morgunblaöiö til þess að sjá hvérnig fundurinn fór. Vanmetakenndin og ósigurinn skín út úr hverju orði og hverri setningu; blaðamönn- um Morgunblaðsins hefur beinlínis liöiö illa þegar þeir voru að semja fréttina. Það sem einkenndi fundinn sérstaklega umfram alla , fyrri kappræöufundi við Heimdall var þaö’ hversu vel var hlustað. Venjulegast hefur það verið framlag Heim- dallar til slíkra funda að baula og æpa og reyna þann- ig að ?núa rökræðum upp í æsingar; en á því voru engin tök á 'þessum fundi. Áheyrendur voru mjög prúöir og hlustuðu af fyllstu gát og einstakar tilraunir Heimdell- Inga til hrópyrða drukknuöu í andúð fundarmanna. Þessi staðreynd veröur ekki skýrð með neinu öðru móti en því aö reykvisk æska er nú að leggja niður fyrir sér vandamálin, ihuga og brjóta til mergjar, einnig þeir sem fylgt hafa Heimdalli til þessa. Þaö eru að verða straum- hvörf 1 stjórnmálum íslendingá, flokkabönd hernáms- flokkánna eru að slitna. Eimmitt þessi staðreynd hversu vel var hlustað, aö málflutningur sósíalista og Heimdell- inga fékk aö njóta sín til fulls, geröi þsnnan fund ánægju- legri og árangursríkari en nokkurn annan kappræöufund sem haldinn hefur veriö í Reykjavík milli þessara aðila. Dýrt aí kjésa vitiaust í desemberverkfallinu mikla urðu 20 þúsundir vinnandi manna og kvenna að leggja á sig þriggja vikna vinnu- stöövun og tekjumissi til þess að knýja fram nokkra leiö- réttingu á kjörum sínum. Þetta var neyðvörn alþýðuheim- ilanna gegn þeim ránskap sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa skipulagt á hendur vinnandi fólki með gengisfellingu krónunnar, bátagjaldeyrisbraski, skattpín- ingu sem ekki á sinn líka í sögu þjóðarinnar og vaxandi atvinnuleysi víöa um land. Gegn þessu reis verkalýðs- stéttin einhuga, djörf og sterk, undir forustu Dagsbrúnar og annarra traustustu og reyndustu samtaka aliþýöunnar. Þessi fylking alþýöunnar vann þýðingarmikinn sigur í desembei’verkfallinu. Og sá sigur vannst ekkí aöeins fyrir verkalýðinn sem lagði: á sig fórnirnar og stjórnaði þessari víðtækustu verkfallsbaráttu í sögu íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Ávextir sigursins féllu einnig í hlut þess fjölmenna launþsgahóps sem starfar á vegum ríkis og bæjarfélaga. Þannig var verkfallsbarátta verkalýðsins á þessum dimmu skammdegisdögum vetrarins háð í þágu allra íslenzkra launþega. Þaó verður aldrei nógsamlega minnt á þá staðreynd, að öil þau atriöi sem náðust fram í desemberverkföllun- um höfðu þingmenn Sósíalistaflokksins flutt í einu eða öðru formi á Alþingi. Þingmenn stjómarflokkanna, og mörgum tilfellum Atþýðuflokksins einnig, hindruðu framgang þeirra. Það þýddi þannig þriggja vikna verk- fall tuttugu þúsund íslendinga að flokkur alþýðunnar hafði ekki nægilegan þingstyrk til að knýja þessar sjálf- sögöu leiðréttingar á kjörum fólksins fram á Alþingi. Þessi er árangurinn af því aö of fjölmennur hópur ís- lenzks alþýðufólks kaus stjórnarflokkana og dindil þsirra Alþýðuflokkinn, í síðustu kosningum. Svo dýrt er að kjósa vitlaust á kjördegi. Svo dýrt er það alþýöunni að setja ekki einn lítinn kross á réttan stað á kjörseðlinum. Þsssi reynsla ætti að kenna öllu heilskyggnu alþýðu- fólki gildi þess að láta ekki hlekkja sig aö þessu sinni. Fái hemámsflokkarnir ekki verðugan skell í kosningun- um 28. júní eru þeir ráðnir í að ráðast enn gegn lífskjörum alþýðufólksins. Það veröur aðeins hindrað með stórfelldu fylgishruni hernámsflokkanna allra og öflugri samfylk- ingu allrar alþýðu undir merkjum Sósíalistaflokksins. Stmnmur kjósenda í Vestm> Bandarísku flokkarnir á undanhaldi á ífalmr Frakklandi, Þýzkalandi og annarssfaoar Ríkisstjórn Atlanzh.afsbanda- lagsflokkanna á Ítalíu hef- ur beðið hinn herfilegasta ósig- ur. Sú er niðurstaðan af þing- kosningunum sem þar fóru fram á sunnudag og mánudag. Fyrir fimm árum, 18. apríl 1948, fékk kaþólskj flokkurinn hreinan meirihluta í báðum þingdeildum og með samstarfs- flokkum sínum í ríkisstjórn-; hægrisósí.aldemókrötum, frjáls- lyndum og lýðveldissinnum, 62,1% greiddra atkvæða. Nú tókst þessum sömu flokkum ekk; að ná 50% aíkvæða í kosningunum til fulltrúadeild- arinnar og þar með fór út um þúfur þaulhugsuð fyrirætlun þeirra um að tryggja sér ó- breyttan þingstyrk þrátt fyrir fylgishrun meðal kjósenda. í mestallan vetur var háð harð- asta þingdeila, sem um getur á Ítalíu, um breytingar stjórnar- flokkanna á kosningalögunum. Hvað eftir annað logaði þing- salurinn í handalögmálum og eftir. m.argra rriánaða þóf var kosningalagabreytingin loks af- greidd þegar forseti öldunga- deildarinnar lýsti hana fyrir- varalaust samþykkta meðan ein slagsmálin stóðu sem hæst. Með lagabreytingu þessari var ákveðið að flokkur eða kosn- ingabandalag flokka, sem fengi yfir helming greiddra atkvæða til fulltrúadeildarinnar, -skyldí fá 64 af hundraði þingsæta í deildinni. hund Kristjáns Albertson í Morgunblaðinu. En ekki var nóg .með það -að haldin væri risásýning með fölsuðum ljós- myndum í líkamsstærð til að útmála grimmd og ágengni Rússa. Kaþóiska kirkjan lét ALCIDE DE GASPERI, forssetis- ráðlierra sajnsteypustjórnar bamla rísku flokkanna á Italíu (sá ineð liattinn). Tiiraun hans til aö festa sig í völdimi með breytingu á kosningalöguniun mistókst lierfi- lega. ¥ Tm þetta löghelg.aða kosn- ^ ingasvindl var síðan kosn- ingabaráttan háð og nú hefur ítalska þjóðin lýst yfir van- þóknun sinni á bví. Þegar þetta er ritað hafa ekki enn borizt fregnir af endaniegri skiptingu atkvæða milli flokkanna • en víst er um bað að stjómarand- stöðuflokkunum til vi.nstri, kommúnistum og sósíalistum, hefur aukizt fylgi verulega, einkum þó hinum síðamefnda. Hinsvegar hafa stjörnarflokk- arnir allir tapað og hjá s.am- starfsflokkum kaþólskra í rík- isstjóminni er Um hreint hrun að ræða. Þingsætum þeirra í fulltrúadeildin.ni hefur fækk- ,að um meira en þriðjung eða úr '66 í 41. Kaþólskir, fiokkúr De Gasperj forsætisráðherra, hefur tapað 43 fulltrúadeildar- sætum og hefur nú 262. Alls hafa stjórnarflokkarnir 303 þingsæti af 590 í deildinni en það er taiinn alltof tæpur meírihluti fyrir st.jórn á Ítalíu. f öldungadeildinni hefur þing- sætum stjórnarflokkanna fækk- að úr 159 í 125 en öldunga- deildarmenn eru alls 237. auragangur stjómarflokk- ” anna og bá einkum ka- þólskra í kosningabaráttunni á Italíu var siíkur að fimum sætti og hefur ómurinn af hon- um jafnvel borizt hingað til íslands eins og þeir liafa orðið varir við serrt lesið hafa lang- ekki sitt eftir iiggja frekar en fyrri daginn. Allt frá kardín- álum og erkibiskupum nið- ur í sóknarpresta í fámennustu sóknum var klerkastéttin látin hóta fólkí eilífum vítiskvölum ef það kysi vinstri flokkana. Það er til marks um hnignandi vald kaþólsku kirkjunnar .að j Eríend | tíðin di meir.a en þriðjungur kjósend.a í jafn rammkaþólsku landi og Ítalía er hafði þessar hótanir að engu og kaus þá flokka, sem létu sér nægja að benda á leiðir til að Iosa ítalska .alþýðu úr kvölum íátæktar og skorts í þessu lífi en létu aðra um að lofa umbun handan við gröf og dauða. Ekki einu sinni kosningasvik í stórum -stíl nægðu kaþólskum til sigurs enda þótt þau væru óspart reynd. í einni kjördeild í Róm reyndust 227 látnir menn, 342 brottfluttir og 335 fluttir til út- landa á kjörskránni. Kaþólskir höfðu hópa manna, oft presta, munka og nunnur, til að greiða atkvæði tvisvar eða oftar með því að afhenda þeim kosninga- skírteini slíkra kirkjugarðs-at- kvæða. Ttflfeð slíkum og þvílíkum að- .ferðum var kosningaþátt- tökunni komið upp í 94% en. stjórnarflokkarnir höfðu sagt að 90% þátttaka nægði sér til. sigurs.. Sú spá rættist ekki, ó- vinsældir ríkísstjórnarinnar sáu fyrir bví. ítaiska þjóðin: hefur hafnað löghelguðu kosn- jngasvindli, hún hefur lýst v.an- trausti á hesnaðarstefnu A- b.andalagisins og þeirri stefnu í atvinnumálum sem er þess valdandj að milljónir m.anna á ftalíu ganga stöðugt atvinnu- lausar. Lýðskrumsflokkunum. til hægri, konungssinnum og nýfasistum, hefur srðið minna ágengt en margir óttuðust, kon- ungssinnar hafa heldur bætt aðstöðu sín,a en nýfasistar hafa tapað síðan í bæja- og sveit.a- stjórnakosningum í fyrra og hitteðfyrra. De Gasperi reynir vafaíaust að mynda. stjórn á ný en ef hún á ekki: að ver.a gersamlega mattv.ana verður hann að leita út fyrir gömlu stjórnarsamstéypuna. ív kosningabaráttunni hafnaði: hann stjómarsamstarfi við konungssinna en eftir er að vita ’ hvort eins fer og Pietrp Nenni, foringi Sósíalistaflokks Ítalíu, spáði fyrir kosningarn- >ar. Ilann sagði fyrir að kosn- ingabreiia stjórnárfjokkanna myndi mistakast og kvaðst álít.a að De Gasperi myndi leita til sósíalista um stuðning. Nenni, sem er íoringi friðar- hreyfingarinnar á ítalíu og fékk friðarverði.aun Stalíns 1952, sagði erlendum blaða- mönnum í Róm að flokkur sinn krefðist þess að ítalía yrði losuð undan „drápsklyf jum hemaðarbanda.laga“ og tæki úpp „hlutleysissteínu en ekki einangrun“, sem auðvelda myndi lausn ,alþjóðlegr,a deilu- máia með samningum. Komm- únistaflokkurinn og Sósíalista- flokkurinn á Ítalíu nöfðu kosn- ing.abandalag í kosningunum 1948 en buðu nú fram hvor í isínu lagi. Hinsvegar er í fullu gildi samriingur þeirra um ná- ið samstarf í stjórnmálum og verkalýðsm álum. Oðru er nær en ,að sigur vinstri flokkanna í kosn- ingunum á Ítalíu sé einangrað fyrirbrigði. Hann er nýjasta og skýrasta dæmi þess ,að straum- urinn liggur nú aftur til vinstri. i stjórnmálum Vestur-Evrópu. 1 lok heimsstyrjaldarinnar síð- ar; unnu vinstri flokkar hvern kosning.asigurinn á fætur öðr- um. Kommúnistar urðu og hafa isíðan óslitið verið stsersti flokk- ur Frakklands. Verkamanna- flokkurinn brezki fékk í fyrsta sinn hreinan meirihluta á þingi. Bandalagi vinstrj ílokkanna á Ítalíu óx ásmegin jafnt og þétt og svipaða sögu var .að segja frá hinum smærrj ríkjum áif- unnar. Hvarvetna urðu aftur- haldsöflin skelfingu lostin við þessa þróun og hétu á auðvald Bandaríkjanna sér til fullting- Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.