Þjóðviljinn - 11.06.1953, Qupperneq 7
Fimmtudagur 11. júní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Með nokkrum beyg o-g kvíða
er stigið upp í flugvélina á
Reykjavíkurflugvelli. Það er
hópur ungra stuikna á aldrin-
um 17—18 ára, nokkrar roskn-
ar konur fast að sextugu,
þriðji hópurinn svo þar á milli,
það má því segja: ,,fólk á
öllum ,aldri“, því þar eru einn-
ig nokkrir karlmenn með í
ferðinni, eins og við, bæði ung-
ir o.g gamlir.
Flugþeman spennir á okkur
beltin og flugvélin hefur sig
til flugs. Ég hef valið mér
sæti við glugga. Mér er ekki
fyllilega rótt, en þeigar komið
er upp fyrir Hafnarfiall og
flogið yfir sumax’grænar sveit-
ir og dali Boi’garf jarðar, er
mér allur uggur og kviði horf-
inn. Það er glaða sólskin um
miðaftan í byi’jun júlí. Litir
og fegurð landsins sem flogið
er yfir taka hug minn allan.
Og þetta er mitt eigið ættar-
land: grænt, hvítt, blátt undir
gullroðnum skýjum.
Það er flogið út Húnaflóa
og eítir það utan við strendur
lands. Það sést inn á hvern
við okkur til hvíldar stundnr-
kom. Við erum sex sarnan í
litlu herbergi og höfum til um-
ráða hver fyrir sig efrj eða
r.eðri rekkju með hálmd.ýríu og
sameiginlegt borð ,_r stendur
undir glugganum, sem snýr ut
að höfninni í suðurátt. í her-
berginu eru ekki önnur þæg-
Svona vinnum við nú í síldinni
*
Úr lífi alþýðunnar
einasta fjörð. Við teljum á
fingrunum og fylgjum þeim
eftir unz komið er norður á
Kópasker við Axarfiörð, þar
setzt flugvélin eftir tveggja
stunda flug. Aldrei hef ég far-
ið jafn dásamlega ferð. Á
Kópaskeri fáum við okkur
kaffi og brauð á veitingahús-
inu. Þar er allt hreinlegt, gott
og ódýrt og kom það sér vel,
því margar voru með létta
pyngju eftir atvinnuleysi og
dýrt.'ð vetrarmánaðanna.
Frá Kópaskeri er svo haldið
í bifreiðum til Raufarhafnar,
fram hjá Leirhöfn, þar sem
loðhúfui’.nar eru gerðar, út
undir Rif um Blikalón og
Harðbak. Víða liggur vegui’-
inn yfir maiarrif, þakin brim-
-sorfnum rekaviði .milli lón-
anna.
Og um lágnættisbil er num-
ið staðar við stórt hálfbyggt
timburhús á Raufarhöfn, reist
niðri í fjörusandi áf.ast við
síldai’planið og brygjuna hans
Óskai’s Halldórssonar.
Við flýtum okkur inn með
handtöskur, rúmfatapoka og
kassa með búsáhöldum og
nesti, veljum oltkur lierbergi
í skálanum til íbúðar yfir síld-
artímann. Frammi í eldhúsinu
er kveikt á prímusunum, við
fáum okkur kaffisopa í flýti,
síðan tökum víð vinnufatnað
okkar upp og höfúm ailt ti’.
reiðu, því okkur er sagt að
von ‘ sé á síld einhvem tímn
nætur. Að þvrí íoknu léggjum.
indi, en það er hreint og
splunkunýtt, þiljað :nna».i með
ómáluðum panel. Frammi í
eldhúsinu hefur hver sinn
smáskáp til uniráða, prímus
og fi’ía oliu.
Varla höfum við hvílt okkur
meira en eina klukkustund
þegar verkstjórinn kemur i
dyragættina og segir okkur að
það sé að koma síld og biður
okkur að vei’a tilbúnar að
stundarfjórðungi liðnum.
Við sprettum allar upp í
skyndi, klæðum okkur í sam-
festing, lopapeysu, vaðstígvél,
með skýluklút vafinn um höf-
uðið, oKuborið pils, gúmmx-
hanzka og vmnuvettlinga utan-
yfir, það er nauðsynlegt að
vern.da hendurnar vel meðan
rauðátan er í síldinni. Þannig
útibúnar skálmum ,‘við niður
þryggjuna með hníf í annarri
hendi og disk í hinni til að
ausa mc-ð saltið.
Það er um óttuskeið, kl. er
3, þegar við stillum okkur við
saltkassana niðri á bryggj-
unni og bíðum eftir skipun um
■að byrja.
Það er verið að ,.landa“ úr
vélskipi, sem liggur við bryggj-
una. Sióménn í olíustökkum
aka síldarvögnunum upp eftir
þryggjunni og losa úr þeim í
kassana. Og fyrr en allir kass-
ar eru fullir af síld má enginn
byrjá. En þá er líka éins og
stýfla sé tekin úr farvegi, allar
hendur á lofti, með ■ þvílíkum
hraða1 að vart fæj- auga á fest.
Þó eru nokki’ar sem ekkj haf-
■ast að, og er ég’ ein af þeim.
Við bíðum eftir að matsmaður-
inn kom; og segi okkur til, en
hann hefur mörgum að sinna,
og mér leiðist að bíða. Ég fer
því að lita í kringum mig og
horfa á handbrögð þeirra sem
nSestar mér ^standa. Hægra
megin við mig er dökkhærð,
lítil snarleg stúlka. Hún er
auðsjáanlega vön. Ég veiti því
eftirtekt hyernig hún grípur
síldin.a úr bingnum í kassan-
um, leggur hana á kassabrún-
ina, sem er um þverhandar
breið, sneiðir hausinn af í einu
handtaki, dregur slógið út í
öði’u, kastar henni aftur fyrir
sig í stampinn og grípur þá
næstu með svo ótrúlegum
hraða að ég fæ ekki áttað mig
á neinu og lít til þeirrar sem
er vinstra megin við mig, en
hún er þá nýliði eins pg ég og
hefst ekki að. Ég reyni samt
að hausskera nokkrar síldar,
en þá kemur matsmaðurinn.
Og auðvitað var allt öfugt: Ég
hef skorið hausinn of þvert af,
ekki dregið slógið nógu vel út,
og hann sýnir mér hvernig
bezt megi koma viðbi-agði á
hnakkann og skera hausinn
hæfilegá skáhallt af rétt neð-
an við tálknin og í einu hand-
bragði að ná slóginu út með
hálfflötum hnifnum, kasta
henni síðan af-tur fyrir sig í
stampinn sem er vinstra meg-
in. Svo þegar hann er fullur,
sé síldinni >ausið yfir í bjóðið,
seni er hægra megin og salti
ausið yfir og henni velt upp
úr því, svo hún verði hæfilega
stöm, þegar henni er raðað of-
an í tunnuna. Þá skal strá
salti á tunnubotninn, taka síð-
■an síld með vinstri hendj úr
bióðinu og yfir í þá hægri og
r.aða þannig í tunnuna að á
víxl snúi haus og sporður, að
mátulega margar séu í hverju
la-gi, og að mátulega miklu
salti sé stráð mill'i laganna, því
það er skammtað mátulega
mikið í hverja tunnu. Svo þarf
að gæta þess vel að taka ekki
nem-a góða síld, hún má ekki
vera of mögur. ekki rifin eða
ki’amin, þá er henni fleygt í
vinnslu og vei’ksmiðjan lekur
við hcnni. Matsmaðurinn hef-
ur nú sýnt mér öll vinnubrögð-
i.n og lagt fyrir mlg í tunnu-
botninn, svo fer hann til þeii’r-
ar næstu og nú er um að gera
að vanda sig og muna allar
reglui’nar.
Ég er rétt búin að leggja
neðstu lögin í mína tunnu þeg-
ar sú svarthærða hægra meg-
in við mig h'rópar „tunna“.
Hurí er þá ekki einungls bú-
in að fylla tunnuná heldur hef-
ur hún einnig skorðað hérumbil
30—10 cm háan hring ofan á
tunnuna og raðað i hann svo
kúfurinn stendur upp af.
„Hring, — hring“, er kallað
■skammt frá. Þá er hún líka
búin .að fylla tunnu, en ég i’étt
að 'byrja. Þær eru fljótar, þær
vönu. Eg má spjara mig ef ég
á að verða hálfdrættingur við
þær.
„Tunna — salt — síld“ er
hrópað og ungir sjómenn
hvolfa úr síldarvögnunum og
fylla kassana fyrir framan
okkur. Það er gljáandi stinn
síld alveg nýveidd. Nokkrir
sjómenn labba niður bryggj-
una og til þeiri’a er kallað:
„Viltu brýna hnífinn minn?“
Jú, alveg siálfsagt, og þeir
brýna jafnt fyrir ungar sem
Nú
BREGÐOM vlð okkur
til Raufarhafnar með
r.túlku, sem kallar. sig
Sylgja, og vinnum þar
á plani nokkra stund.
Og af þvi tilefni má
niinna á að stulkur á
öllum aldri ættu að
vera duglegri að
senda greinar ur lífi
alþýðunnar, það veitir
ekki af að kynna
starfsheim konunnar
og k jör. Seiidið grein-
ar til rítstjórnar Þjóð-
j viijans, Skólavörðustíg
> lí), Reykjavik. 100 kr.
J verðíatm veitt fyrir
5 beztu greinina hverja
viku.
gamlar, enda ei’um við allar
álíka fallegar í sildarstökkun-
um.
Eftir tæpar tvær stundir er
búið að salta alla þá síld, sem
tekin verður úr þessu skipi og
það er fárið með afganginn,
sem ekki .hefur staðizt matið
yfir í' verksmiðju til bi’æðslu.
Sól er nú hátt á lofti. ÞaS
er miður moi’gunn. Litlir hvít-
ir vélbátar „stíma“ út á höfn-
ina og hverfa bak við eyjuna
þar sem skarfakálið vex í
friði og næði fyrir ágengni bú-
penings, en áður fyrr varp æð-
arfuglinn þar, en síðan síldar-
verksmiðjan tók til stai’fa og
hinn mikli vélskipafloti bnmar
með hávaða og skellum út og
inn á höfnina hefur fuglinn
styggzt og er með öllu horfinn.
Við höldum nú heim í-skál-
ann, skilum verkstjóranum.
túnnumerkjum okkar fyrir
innleggskvi'ttun, er við fáum í
staðinn, þvoum olíupilsin og
stigvélin úr sjó og nú megum
við hvíla okkur stundarkorn og
fá okkur bita, áður en næsta
skoi’pa byrjar, en okkur er tjáð
að þess muni ekki langt að
bíða. Og það fer svo, efti.r
tveggja stunda hvíld er annað
skip komið inn sökkhlaðið.
Þetta ætlar að byrja vel. Laust
fyrir nónbil er fyi-sta dags.verk-
inu lokið. Sjórinn er enn speg-
ilsléttur, en örlítið kul leggui’
utan ,af sléttunni og grár skýja-
bakk; yf.ir hæðabrúninni vest-
an við höfnina rennur saman
við svarta reykjarmóðuna frá
síldarverksmiðjunni.
Við sjóðum okkur nýj;a síld
til kvöldverðai’. Og eftir stund-
arhvíld kallar sumarkvöldið
okkur og við förum nokkrar
saman út í 'góða veðrið og
göngum upp á hæðai’brúnina.
Máskj siáum við vestur á Mel-
rakkasléttuna, en útsýnin nær
skámtnt, hærri þolt 'skyggja á,
e.n næst liggia grösugir dalir,
enigir bæir sjást þar og mætti
því halda að hér sæist inn á
engjalönd eyðijarða. Og vissu-
lega hafa einhver býli þama
á hásléttunni verið lögð í eyði.
Við ei’um notalega þreytlar
eftir dagsverkið og kvöldgöng-
una. Loftið er hreinna og tær-
ara hér en fyrir sunnan og
engum dettur svefn í hug.
Skapið er létt, þetta hefur ver-
ið góður dagui’. Við hvílurri
okkur jstundai'koiii á viðar-
bunka undir skálanum og horf-
um út á spegilslétta höfnina.
Ekkert skip liggur inni, þau
ei'u öll farin út á veiðar. Út
um opinn glugga berst söngur
ungu stúlknanna, það eru dæg-
urlög og óstarsöngvar og leik-
ið undir á gitar. Það er Helga
litla, sem leikur á gitarinn. Hún
er yngst allr-a og segist setla í
tónlistai'skóla í h.aust og vera
dugleg ;að vinna sér inn pen-
inga í sumar. Og hver veit
hvað úr henni kann að verða.
Og hver veit hvað býr í ungu
síldarstúlkunum, sem dansa,
syngja og h'æja. þegar við
hinar eldri viljum sofa.
En ef einhverjum skyldí
detta í hug svefnværð þess.a
nótt, þó hefur hann aldrei áð-
ur vei'ið í síld á Raufarhöfn.
Sól er gen-gin til viðar og
næturkulið leggst í bakið á
okkur síldai’konunum, sern
sitjum úti undir timburskálan-
um sem nú skelfur undir dansi
unga fólksins, því drengimir,
sem vinna á „planinu“ eru lika
komnir inn í stóra eldhúsið og
þar eý nú dansinn stiginn.
„Það verður víst ekki svefn-
samt í nótt“, segir einhver, er
við göngum upp háar tröppur
inn í svefnskálann. Og hverjum
dettur slíkt i hug í síld.
Sylgja.