Þjóðviljinn - 20.06.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.06.1953, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. júní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (ll' Hernámsliðið á aS fá raf- magn frá Soginu Til stendur á næstunni að láta bandaríska hemámsliðið á Kefiavíkurfiugvelli fá raf- xnagn £rá Sogsvirkjuninni. Jjína heÆur þegar verið lögð upp á flugvöllinn, og mun það eiga að heita svo fyrst um sinn að Sameinaðir verktakar fái það rafmagn, en síðan á að færa s.ig upp á skaftið og látia hemámsliðið einnig fá rafmagn. Notendur rafmagns á Sogs- virkjunarsvæðinu, se'm hafa orðið að búa við rafmagns- skömmtun, mun þykja þetta amdarleg ráðstöfxm, en ráð- herruleppamir spyrja ekki um slíkt. Akranes - KR Framhald af 8. síðu. leik lá við og við á Akranesi* en hætta skapaðist sjaldan. — Hættan var meiri við KRmark- ið er áhlaupin komu. Á 34. mín- útu gerði Pétur Georgsson 4. markið fyrir Akranes. Síðustu 10 mínúturnar höfðu Akurnes- ingar sóknkia í sínum höndum. Eftir gangi leiksins virðist sanngjarnt að KR hefði sett mark eða mörk, og eftir tæki- færum, sem misnotuðust, hefði 6:2 verið nær sanni. Hinsvegar, ef dæma á eftir því hvar knött- urinn lá meir í þessar 90 mín- útur, gæti jafntefli komið til greina. Framlína Akraness já- kvæð við markið. Það er ekki móg að geta leik- ið og haldið knettinum og kom- ið honum upp að vítateig mót- herjans. Það verður að sam- einast um að koma honum í ■markið, og j því lá fyrst og fremst orsökin fyrir því að KR setti ekki mark hjá Akra- nesi, og eins að Akranes setti mark hjá KR. Þeir áttu meiri hugkvæmni og kraft er að loka- átakinu kom. Annað eiga þeir líka í fór- um sínum sem KR átti ekki, en það var, að þeir eru oft fljótir að finna beinu leiðina fram með lágum jarðarsecidingum. 1 stað þesss velja KR-ingar oft- ast loftleiðir, sem vörn Ak- urnesinga veittist oftast aúð- velt að ráða við. Eitt er það enn, sem Akranes hafði fram yfir KR, og það er að leika knettinum strax og vinna þá oftast tíma. KR-ingar vilja oftast „dúlla“ svolítið við hann fyrst og tapa tíma. (Þetta gera öll liðin í Rekjavík). KR-ingar börðust allan tim- ann eins og hetjur og var oft mikill þraði í leiknum, sem var skemmtilegur á að horfa. Hafi dagskipan KR-inga ver- ið sú sama og í fyrra, að „loka“ " Þórði og Ríkharði, þá hefur khún farið út um þúfur að „mestu leyti, sérstaklega að því \ er snertir Þórð, sem sleit sig | lausan frá Steini hvað eftir : annað og skapaði hættu. Stein- 1 ar truflaði Ríkharð meira, en £ eins og spáð var hcr fyrir leik- ‘ inn, var það ekki nóg, lið Akra ness er orðið svo jafnt, og það sem verra er KR liðið er ekki Sýnishorn af kjörseðli uian kjör- lundar Alþýðuflokkurinn 2 i sinni beztu þjálfun, hverjum sem um það á að kensaa. Leikmenn. Þó lið Akraness sé jafnt er það þó framlínan sem er betri hlið þess. Allir -frískir og leikn- ir. Halldór átti ágætan leik, því Guðbjörn er eklci fyrir að draga af sér eða gefa eftir. Þórður Jónsson einnig. En beztu mennirnir voru þó Þórð- ur Þórðar og Ríkharður. Pétur ec frískur og á hörkuskot líka. Sveinn Teits og Guðjóa veita framherjunum ómetanlega að- stoð með ágætum leik og var Sveinn oft sérlega góður. Dag- bjartur er öruggasti maður varnarinnar. Ólafur Vilhjálms- son sleþpti nafna sínum Hann- essyni lítið lausum. Sveinn Benediktsson opnaði stundum og hleypti Sigurði Bergs full lausum. Magnús lék einn sinn bezta leik í marki. Allt liðið hefur það sameiginlegt að leita að manni fremur en sparka út í loftið. Bergur í markinu bjargaði því sem bjargað varð, og þýddi styrk fyrir liðið. Hver einstak- ur maður í öftustu vörninni lék betur en venjulega, en það nægði ekki til að hindra hraða og sóknarákafa Akraness. — Steinar hafði vanþakklátt verk, að gæta Ríkharðs, sem ekki tókst nema að nokkru leyti. Hörður Felixson vann mikið og truflaði margt áhlaupið en byggði ekki eins upp og oft áður. Gunnar og Þorbjörn voru beztu menn framliaiunnar. Hörður Óskars er of seinn. Hraði Ólafs naut sín ekki. Sig- urður Bergsson hafði oft tæki- færi með knöttinn vegna þess hve frír hann var, en hann notaði það oftast heldur illa. Dómari var Hannes Sigurðs- son og dæmdi vel.' Áhorfendur voru urn 4000, og veður var hið bezta. Límborið Kjósendur í Reykjavík, Skag-a- firði, Eyjafirði, N-Múlasýslu, S- Múlasýslu, Rangárvallasýslu og Árnessýslu, sem kjósa fyrir kjör- dag skulu skrifa c á kjörseðilinn. Kjósendur í einmenningskjördæm- unum skulu skrifa nafn fram- bjóðanda Sósíalistaflokksins. Skrá yfir þá er annarsstaðar í blaðinu. iíiokkunnnS Félagar! Komið í skrifstofu Sósíalistafélagsins og greið- ið gjöld yltkar. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10-12 f.h, og 1-7 e.h. niður, en tími óhjákvæmilegs friðar nálgast. Hinir nýju imper- íalistar, er ætla sér að undiroka þjóðir, munu komast að raun um iað þeir komu of seint til sög- unnar.“ Kris.tinn ákærði að lokum frammi fyrir friðarhreyfingu heimsins hernaðarsinna Banda- ríkjanna fyrir áform þeirra að leggja undiir s.ig ísland og beindi áskorun til verkalýðs og mennta- manna Bandaríkjanna að sýna sams konar hetjudug og Rósen- bergshjónin, Hovvard Fast og margir aðrir hugaðir drengir, fiara eftir áskorun Einsteins og rísa upp gegn þeirri ofbeldis- og yfirgiangsstefnu sem McCarthy- isminn er svart tákn fyrir um allan heim. Egyptaland lýSveÍdi Lýst var yfir í Kairó i fyrrad. að Egyptaland hefði verið. gert að lýðveldi. Mohamaed Naguib hers- höfðingi, sem farið hefur með völd næstum síðan Fiarúk kon- ■ungi var steypt af stóli, verður ibæði forseti og forsætisráðherra. Hafnarfirði er flutt í Góðtemplarahúsið, simi 9273. Allir stuða- ingsmenn Magnúsar Kjartanssonar eru hvattir til að hafa sem bezt samband við skriístofuna þá fáu daga seip eftir eru til kosninga. Bandarisk hreinsun Framhald af 5. síðu. umboðsmaður í Evrópu fyrir Kristlegt félag ungra manna í Bandaríkjunum. Erlendir höf- undar eins og Frakkinn Jean Paul Sartre verða einnig fyrir barðinu ó þessari ritskoðun Bandaríkjastjómar. New York Times víkur að hreinsun bókasafnanna í rit- stjórnargrein og segir að hver frjálhuga Bandarikjamaður hljóti að skammast sín fyrir slíkt at- hæfi ríkisstjórnar sinnar. Erlend- ar þjóðir hljóti að efast um að þeir sem stjórna þessu séu með öllúrii mjalla. Framhald af 12. síðu. anlegt, hvers vegna bandaríska herstjómin hefði látið undir höfuð leggjast að gera ráðstaf- anir til að hindra Rhee í skemmdarverki hacis við vopnahléssamningana. Niehol kvað það hafa verið sýnt fyrir mörgum vikum hvað til stóð og þess hljóti bandaríska her- stjórnin að hafa verið vör ekki síður en aðrir. Framhald af 7. síðu. þar sem hann gagnrýndi harð lega þá fyrirætlun afturhalds- ins a& gera Island að aðila í ■hernaðarbandalagi og bjóða hingað erlendum her. Svipað- ar skoðanir létu ýmsir aðrir flokksbræður hans í ljós, svo sem Gylfi Þ. Gíslason. En eldmóður Hannibals í baráttunni gegn ásælni Banda ríkjanna átti sér ekki langan aldur. Eftir kosningamar lagði hann niður skottið og samþykkti ásamt Gylfa og öll- um öðrum þingmönnum Al- þýðuflokksins hernámssamn- inginn við Bandaríkin. Ef stefna Hannibals gagnvart bandarísku ásælninni ætti að ráða í framtíðinni, yrði banda- ríski herinn hér til eilífðar- nóns. Marshallstefna Alþýðu- flokksins. Ekki hefur verið neinn é- greiningur innan Alþýðuflokks ins um afstöðuna til mútugjaf anna frá Bamdaríkjunum, á- samt öllum þeim skilyrðum, sem þeim fylgja. Eitt þessara skilyrffa er það, að Bandarík- in fái að hafa eftirlit með fjárfestingu hér á landi, og hefur verið settur á stofn sér- stakur banki, Framkvæmda- bankinn svonefndi, undir stjórn handariska starfsmanns ins Benjamíns Eiríkssonar til þess að stjórna fjárfesting- unní hér á landi, segja fyrir um það, hvað mörg hús megi byggja, ihva'ð mörg skip megi kaupa, hvað margar verk- smiðjur megi reisa og hvað þær megi framlei&a o. s. frv. Ennfremur fá Bandaríkin, samkvæmt Marshall-samningn um, að segja fyrir um það, hvert gengi krónunnar megi vera, hve há fjárlögin megi vera, hve miklu útlán bank- anna megi neiha o. þ. h. Þá hafa hernámsflokkarnir skuld- bundið sig til þess, til endur- gjalds fyrir múturnar, að sjá svo um, að alltaf verði fyrir hendi nægilega ódýrt vinnuafl á íslandi handa Bandaríkja- mönnum til hernaðarfram- kvæmda. Hefur rikisstjórnin rækt þetta hlutverk sitt svo dyggilega, að horfur eru á því, að Bandaríkin græði á verka- mönnum, sem vinna við hern- aðarframkvæmdir þeirra hér á landi, eins mikið fé á tveim- ur til þremur árum og öll Marshaltframlögin nema. Taglhnýtingar Vilhjálms Þórs. Eins og allir vita, hefur Al- þýðuflolckurinn lengi gesigið kaupum og sölum á hinum pólitíska hrossamarkaði. Borg araflokkarnir hafa keypt fyigi hans við stefnu sína á víxl gegn staðgreiðslum í feitum embættum, bitlingum og ým- iskonar fríðindum. Samband ísl., samvinnufé- laga, sem upphaflega var stofnað af aiþýou Islands til baráttu við vald tillitsiausra braskara og fjárplógsmanna, sem féflettu landsmenn misk- unnarlaust, hefur fyrir löngu verið gert að flokkstæki Fram sóknarflokksins. Ef Framsókn hefði ekki a’firrá'ð yfir SlS, væri hún sennilega úr sögunni fyrir löngu. Ráðamenn SlS eru og hafa lengi verið ráða- menn Framsóknarflokksins. Sá, sem nú ræður mestu í SÍS er Vilhjálmur. Þór. Þessi mað- ur gerði fyrir nokkmm árum bandalag við voldugustu brask araklíkur Sjálfstæðisflokksins. Hefur klíka Vilhjálms þannig fengið 'kvóta í saltfisksvindli SlF-klíkunnar, en Björn ÓI- lafsson viðskiptamálaráðherra kvóta í olíuflutningi Oliúfé- lagsins h.f., en Björn er hlút- hafi i því félagi. Hanníbalsdeildin í Alþýðu- flokknum hefur haft náin mök við Vilhjálm Þór óg klíku hans undanfarið, eins og áður er drepið á, þegið af henni lán til útgáfu Alþýðublaðsins og gert við hana kosningabanda- lag. Jafuframt hefur Alþýðu- flokkurinn og mláigögn hans tekið að sér að verja fjár- glæfra- og hneykslismál Fram sóknarforkólfanna í SlS og Olíufélaginu h.f. Þannig varði það olíuhneykslið' fræga 1950, og lét verðgæzlustjórann, Pét- ur Pétursson, nota embættis- aðstöðu sína til þess að leyna hneykslinu. Vegna skeleggrar baráttu Þjóðviljans, var þó ekki hægt að leyna hneyksl- inu. Pétur Pétursson varð að víkja úr embætti, og Vilhjálm- ur Þór og félagar hans voru dæmdir til að greica nærri tvær milljónir króna. Nú hefði mátt ætla, að Al- þýðuflokkurinn skammaðist sín fyrir afstöðu sína í þessu máli. En það er nú öðru nær. Pétur Pétursson er í framboði fyrir Alþýðufltíkkinn í kosn- ingunum í sumar, og Alþýcu- blaðið virðist vera staðráðið í að verja olíuhheyksli það sem komst upp fyrir nokkrurn dögum, og skýrt er frá á ö'ör- um stað í blacinu. Þetta eina mál sýnir það glögglega, að þeir, sem krefj ast þess, að almennar velsæm- isreglur gildi í opinberum mál um. geta ekki kosið Alþýðu- flokkinn. i • • i Honum er ekki að treysta. Hér hafa verið rifjuð upp örfá atriði var'ðandi þau mál, sem sumir hafa álitið að yllu ágreiningi innan Alþýðuflokks ins. Af þessum fáu dæmum er auðsætt, að enginn ágreining- ur er um málefni innan flokks ins. Sá ágreiningur, sem þar er, stendur eingöngu um menn og klíkur. Alþýðuflokkurinn er enn sama afturhaldshjáleigan, og hann hefur verið undanfarin 15 ár. Honum getur engian hugsandi alþýðumaður e'ða fylgt lengur. Sósíalistaflokkurinn er nú eini flokkur alþýðunnar á ís- landi. Um hann ber íslenzku alþýðufólki að fylkja sér í kosoingunum 28. jímí í sumar. Sex drukknci, '* fimm börn Sex manns, íimm þeirra börn, drukknuðu nálægt Boden í Sví- þjóð í fyrrad. þegar bát hvolfdi, Fimm börnum tókst að bjarga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.