Þjóðviljinn - 23.06.1953, Side 4

Þjóðviljinn - 23.06.1953, Side 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 23. jútií 1953 TII hræ Mörgu eru menn vanir úr Morgunblaðinu, ekki sízt hræsn- inni fyrir verkamönnum við hverjar kosningar, — milli þess, sem Morgunblaðsmenn níða þá fyrir hverja kaupbaráttu. Og menn venjast þessari hræsni sem öðru. Enn öllu má þó ofbjóða. Og það var gert, þeg- ar Morgunblaðið þóttist hafa samúð með Verkamönnum, af því þeim tækist ekki að gera byltingu og nökkrir menn hefðu fallið. Það er vart hægt að þjappa saman meiri hræsni í eina setn ingu en fyrirsögn Morgunblaðs- ins sl. föstudag. ★ Hver er samúð Morgun- biaðsins með fólki, sem er drepið? í þrjú ár hafa fasitasveitir Syngman Rhee og innrásarlierir Bandaríkjanna myrt yfir tvær milljónir kvenna og barna í Kóreu. Látlaust hefur írignii sprengjum yfir saklaust fólk. — Bandamenn Morgunblaðsins hafa brennt hundruð þúsunda kvenna og barna lifandi með napalmsprengjunum, — brennt þau í logandi benzíni. Hvar var samúð Morgun- blaðsins ? Morgunblaðið hiefur lofað öll þessi níðingsverk. Bandamenn Morgunblaðsins hafa skotið niður varnarlausa fanga fyrir að sjmgja söngva. Fangamorðin í Kóreu Vöktu hrylling um allan heim. — En á ritstjórnarskrifstofunum í Austurstræti var enginn hryil- ingur, aðeins fögnuður. Það er alltaf slæmt, þegar fólk er drepið. Það er harmleik- ur mannanna, sakir þess hvem- ig óviturleg þjóðfélagsskipan klýfur mannkynið í fjandsam- legar stéttir, að menn skuli drepa hverjir aðra. En Morg- unblaðinu ferst allra b’aía sízt að reyna að pressa út úr sér krókódílstlár yfir því. ★ Hvar er samúð Morgunblaðs- jng mcð mönnum sem rey na að gera bjitingu með fólki, sem berst fyrir þjóðfrelsi og gegn einræði? I fjölmörgum löndum heims herjast nú kúgaðar nýlendu þjóðir sömu baráttu og vér Islendingar háðum undir for- ustu Jóns Sigurðssonar eða Bandaríkjamenn á 18. öld und. ir forustu George Washingtons 1 Malajalöndum, í Indó-Kína, í Indónesíu, í Kenya-landi og vlðar er háð slík frelsisbarátta og víöa hefur þar þegar orðið þjóðfrebsisbylting gegn einræði framandi nýlendukúgara, hol- lenzkra franskra og enskra, sem höfðu jafn lítinn rétt til að ræna þau lönd og ráða þeim og danskir auðmenn oss Is- lendingum. Hver er samúð Morgunblaðs. ins með þsssum þjóðum? Morgunblaðið níð> þær dag- lega, flytur róg og lygar um frelsisbaráttu þeirra og fagnar því, er nýlendukúgararnir með amerískri aðstoð hella sprengj- um yfir fátækleg þorp þessa frelsisunnandi fólks og brenna allt upp, sem fyrir þeim verð- ur. I Og hver er samúð Morgun- blaðsins með verkamönnum, ef þeir eru kúgaðir og ef þeir skjddu reyna að gera byltingu? Islenzkir verkamenn þekkja þá samúð í verki af þrjátíu ára baráttu við það harðsviraða Morgunblaðsstríð, sem alltaf hefur neitað þeim um réttkm til áð lifa mannsæmandi lifi nema verkamenn hafi beitt því valdi, sem þeir höfðu í verk - föllum og kröfugöngum til þess að neyða Morgunblaðsiiðið til undanhalds. Og alltaf hefur þetta Morgunblaðslið þá beitt því valdi. sem það þorði og gat, — eða hvort maei Mogg- inn enn öskur sitt eftir 9. nóv. 1932, er ekki tókst að svelta verkamenn alveg eins mikið og Ihaldið vildi? En hvað þá lun samúð Morg- unblaðsins við útlenda verka- menn, t.d. þýzka, er I>eir voru verst leiknir? Hvar var samúð Morgun- blaðsins, þegar ráðizt var á verkamenn Þýzkalands 1933, þegar þúsundir þeirra ivoru myrtar af brúnstökkunum méð ,hreinu hugsanimar“ (eins og Morgimblaðið kallaði þá), þeg- ar tugþúsundum þeirra var varpað í fangabúðir og pyntáðir þar í hel (,,landráðmenna“ eins og Mbl. kallaði t.d. Ossietsky, er hatin fékk Nóbelsverðlaunin). Hvar var samúð Morgunblaðs- ins með þýzkum verkamönnum, þegar samtök þeirra voru bönn- uð, flokkar þeirra ofsóttir og bannfærðir ? Morgunblaðið fagnaði og níddi verkamennina. Það lofaði brennuvarginn Göring fyrir ,dugnaoinn‘. Morgunblaðið gerð ist málgagn þeirra manna, sem viru böðlar þýzks verkalýðs og voru böðlar þýzks verkalýðs og Og Morgunblaðið fagnar í hvert sinn, sem það heldur að þýzku fasistunum og þýzku auðmönn- unum sé áð takast að leiða skelfingu fasismans yfir þýzku þjóðina aftur. Og hvernig var samúð Morg- unblaðsins, þegar spönsku verkamennimir risu upp gegn einræðisstjórninni 1934 eða vörðu lýðræði sitt gegn fasist- unum 1936? Morgunblaðið hatáðist við verkamenn, níddi jx'i og rang- færði baráttu þeirra. En það hældi böðlum þeirra á hvert reipi. -k Samúð Morgunblaðsins í síð- ustu viku var ekki með verka- mönnunum í Berlín, sem mót- mæltu mistökum embættis- manna og fengu þau leiðrétt. Samúð Moggans var ekki með mönnunum, sem ætluíu að gera byltingu því þá hefði Mogginn heimtað napalm-sprengjur á þá. Samúð Morgunblaðsins var ekki með fólki, sem féll, því Morgunblaðið grætur þurrnm tárum það fólk. sem fellur fyrir morðvopnum nútímans. Hræsnin, sem náði hæstum tónum í Morgunblaðinu, stafaði af því að vinur þess Göring getur ei lengur brennt, að átrún- aðargoð þess Hitler getur ei lengur myrt þýzka verkamenn hundruðum þúsunda saman, 'því hefðu þeir fengið að myrða og Þjóðareining gegn her í Iandi BURT MEÐ HERINN „Það er engin hætta á árás á Island“. Þannig hljóðuðu svör himia banda- rísku forráðamanna 1949, þegar rætt var um inngöngu íslands í Atlantshafsbanda- lagið. Þetta er að vissu leyti virðingarverð hrein- skilni, þó hún segi rejmd- ar ékkert annað eða meira heldur en hver maður með nokkumveginn óbrjálaða dómgreind gat sagt sér sjálf- ur, það var engin hætta á árás á ísland. En hver er þá skýringin á því ofurkappi, sem lagt var á það að fá ísland inn í þetta margumtalaða banda- lag. Skýringuna fengum við ekki í svörum hinna æfdú diplómata þar var hún vand- lega falin. En síðan hefur hún komið æ betur í ljós: Bandaríkin ætla sér og stefna markvisst að því að gera ísland að Möltu Norð- ur-Atlantshafsins. Hér verða gerðir flugvellir í tugatali á víð og dreif um gjörvallt landið. Hér verður komið upp víghreiðrum, ef til vill í hverri einustu sveit lands- ins. Hér verða byggð hafn- armannvirki í þágu hersins á eins mörgum stöðum og þurfa þykir. Og síðast en ekki sízt, erlent fjármagn flæðir inn í landið til þess að virkja náttúruauðlindir landsmanna. Ekki fyrir fólkið, Sem hér býr, heldur til að kosta og halda uppi þessari mjög svo þýðingar- miklu herstöð. Enda þótt hver verkfær íslendingur verði tekinn og settur í setu- liðsvinnu eins og nú stefnir, nær það skammt. Amerískt verkafólk verður flutt ina Ög í kjölfar þess kemur svq hið raunverulega setulið, ekki fáein hundruð heldur hundruð þúsunda. Og þegar svo er komið væri hægt að hugsa sér að fleirum en Vatnsleysustrandarbæadum þætti þröngt fyrir dj'rum. En þá er markinu náð. Þá og fyrr ekki eru ,,varn- irnar“ fullkomnar, þegar hernaðarmaranvirki yfirfull með tilheyrandi morðtækjum mynda eina samfellda keðju frá fjöru til fjalls hringinn í kringum allt land. Þá er ,,The Roek“ (eins og Banda- rikjamenn kölluðu ísland í síðasta stríði) orðinn hið traustasta hjól í hernaðár- vél USA. Héðan má svo(. í fyllingu tímans, gera árás- ir austur á bóginn og efa- laust með „mjög góðum ár- angri“. En þá er liætta á árás á ísland og þá er öll- um heimi Ijóst, hverjir hafa kallað hana yfir land okkar. íslenzku þjóðina skiptir þetta engu, hún verður þá ekki lengur til. Hún þurrk- ast gjörsamlega út i því haf- róti, sem fylgir slíkri bylt- ingu. Hún týnist á örskömm um tíma. — Þannig verður þróuain, ef ekki verður nú þegar rönd við reist. Og nú vil ég spyrja ykkur, sem hæst talið um varnir og varnarleysi: Er það þetta sem koma skal, eða hafið þið bara aldrei reiknað dæmið til enda? Ef það síðara væri nú raunin, vildi ég í allri vinsemd mælast til þess að þið settuð upp dæmið að nýju. Góðir íslendingar fá aldrei nema eitt svar út úr þessu dæmi: BURT MEÐ HERINN. Þessvegna er lífsnauðsyn að efla hina vaxandi and- spyrnuhreyfingu gegn hern- um og veita frambjóðendum hennar brautargengi í kosn- ingunum. Minnumst þess að formaður andspymuhreyfing arinnar er í baráttusæti á C-listanum. Með því að kjósa hann undirstrikum við ósk oltkar: Burt með her- mn. Þjóðin býr sig undir dómsúrskurðinn — Ráðherr- ann, sem var ,,íullirúi íslands" á íslenzkri grund. INNAN TÆPRAR VIKU mun þjóðin hafa kveðið upp dóm sinn. Dóminn yfir þeim mönn- um, sem ráðið hafa sköpum hennar undangengið kjörtíma- bil; dóminn yfir þeim flokkum, er svikið hafa langflest og veiga- mest kosningaloforð sín frá haustinu 1949, þegar það var tal- in „kommúnistalygi“ að til mála gæti komið að selja landið í hendur Bandaríkjunum. Jafn- framt þessum dómi mun þjóðin kjósa sér örlög sín um ófyrir- sjáanlega framtíð. UTANBÆJARMAÐUR, sem hing að til hefur oftast fylgt „Fram- sóknarmönnum“ að málum, sök- um þess að hann hreifst á unga aldri af baráttuhug örfáira um- bótamanna i þeirra hópi (hverj- ir nú eru ýmist gengnir fyrir ætt ernisstapa ellegar dagaðir upp í pólitísk nátttröll), komst ein- hvernveginn þannig að crði við þann er þetta ritar, nýlega: „Eg er í rauninni hissa á því, að stjórnarflokkarnir skuli þora að brenna, hefði Morgunblaðið fagnað. Hræsnin á að dylja vonbrigðin yfir að vélabrögð arftaka þeirra skuli ekki tak- ast. Samúð Morgunblaðsins er sem fyrr með þýzku fasistun- um, — en krókódílstárin með fórnarlömbum vélabragða >eirra. Jón Þórðarson frá Borgarholti láta þjóðina ganga til kosninga, eftir allt sem á undan er gengið. — Þeir þorðu ekki að láta hana njóta réttar síns, þegar þeir seldu hana undir erlend yfirráð hér um árið; vissu sem var, hvernig' sú atkvæðagreiðsla mundi fara. — það.er áreiðan- legt, að þeir treysta því nú, að þjóðin sofi.“ ÞANNIG fórust þessum von- svikna framsóknarmanni orð. Og hann hefur mikið til síns máls. Það er engum blöðum um það að fletta, að stjórnarflokk- arnir, kratar og annað landsölu- hyski treystir á það eitt — að þjóðin sofi; að hún hafi ekki cnn komizt til skilnings um það, hvað við hana hefur verið gert; að hún sé jafnvel þegar orðin svo dáleidd af margföldum blaðakostsáróðri Bandaríkja- agentanna, glansmyndaloddar- anna, marsj allhj álparómaganna og þeirra „fulltrúa Islands“, sem hafa „vinsamlega umgengni“ við hernámsliðið suður með sjó (og spila Bingó) — að engin hætta sé á því héðan af, að hún spyrni við fótum og segi: hingað og ekki lengra. EN grátbroslega kom Mogginn upp um sig og sína, þegar hann var að réttlæta spilamennsku Bjarna Ben. þar syðra í forsíðu- fregn þ. 7. þ. m. — Með feitletr- aðri grein gerir hann beint og óbeint tilraun til að afsaka dvöl utanríkisráðherrans hjá „hers- höfðingjanum á Keflavíkurflug- velli“ og segir, að ráðherrann hafi svo sem verið að „leysa úr ýrnsum vandamálum" o. s. frv. En í lokin segir svo, orðrétt: „Sjálfsagður þáttur í því er að fulltrúar íslands hafi vinsam- lega umgengni við þá, er vand- ann eiga að leysa með stjórn- völdum landsins*. — Menn taki eftir orðalaginu: Fulltrúar ís- lands! Það er engu líkara en verið sé að ræða um sendimann hjá erlendu ríki, eða ennþá lágt settari opinberan skutilsvein, „fulltrúa“, sem állra náðarsam- legast fái að ganga fyrir sér hátt settari og valdameiri persónu. Það er að vísu mikill sannleikur í slíku orðalagi hjá Mogga, og sannast þar, að oft ratast kjöft- ugum satt á munn, kannske þeg- ar þeir sízt vilja. EN ALDREI hafa þeir menn, sem undanfarið kjörtímabil hafa talið sjálfa sig þess umkomna að vera „fulltrúar“ íslendinga og notað valdaaðstöðu sína fyrst og fremst til þess, jafnt utan þings sem innan, að ofurselja okkur herveldissinnum, — aldr- ei hafa þeir verið jafn óttaslegn- ir sem nú. Og það er ekki að ástæðulausu. Innan tæprar viku mun þjóðin hafa kveðið upp sinn dóm. Og jafnframt þeim dómi mun hún kjósa sér örlög um ófyrirsjáanlega framtíð. FLUGFARÞEGI skrifar: „Eg þakka framkvæmdastjóra Flug- félags íslands hin greinargóðu svör hans við spurningum mín- um. Það gladdi mig að fá það upplýst, að hvorki félagið né starfsmenn þess áttu neinn þátt í þeirri tilraun, er eitt dagblaðið gerði til að draga það og starf- semi þess inn í pólitískt dægur- þras. Mín persónulega reynsla af þjónustu félagsins er með Framihald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.