Þjóðviljinn - 23.06.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.06.1953, Blaðsíða 6
g) _ JÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 23. júní 1953 JllÓffllílUINN | ðtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Simi 7500 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykiavík og nágrenni; kr. 17 annars staöar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Þa§ er kosið iisi intilsndðn her Baráttuaðfer'ðir hernámsflokkanna eru nú orðnar svo rlkunnar að það á ekki að vera vandasamt fyrir neinn að draga ályktanir og segja fyrir um áform þeirra. Það er t.d. alveg augljóst mál að eft/r kosn/ngar er það staö- föst ætlun þe'rra að stofna mnlendan her — ef fólk/ð tekur ekki svo alvarlega í taumana á sunnudag/nn kemur að hernámsflokkamlir lieykist. Menn muna enn áramótin 1948-1949. Þá lýstu forustu- rnenn þessara þriggja flokka yfir því með einkar ljósu orðalagi að' þeir stefndu að því aö kalla bandarískan her inn í landið, þeir teldu hernám sjálfsagt. Þegar mót- rnælin bárust hvaðanæva að varð hernámsklíkan skelk- uð; hún byrjaði aö sverja allt hvað af tók og hélt því áfram til kosninga. En þegar kosningarnar tryggðu þsss- um flokkum óbreyttan styrk, sneru þeir sér að hinu upphaflega verkefni og leiddu yfir þjóðina smán her- námsins í maí 1951. Nákvæmlega eins hefur verið farið að með innlenda herinn. Um síöustu áramót birtu forsprakkarnir í blöð- i;m sínum hinar augljósustu yfirlýsingar um það að þeir teldu sjálfsagt að stofna innlendan her, og þeir fóru ekkert dult með það að þessi her ætti bæði að veröa Jiður í Atlanzhafsbandalagskerfinu og jafnframt ætti aö h.agnýta hann til þess að berja niður verkalýðssamtökin í stórátökum. Þessar yfirlýsingar voru enn skýrari en skrifin um hernámið, og voru tilvitnanir í Morgunblaðið', Alþýðublaðið' og Tímann birtar á forsíðu í síðasta blaði. En þaö fór eins og fyrr; þjóðin reis upp til andmæla. Frá verkalýðsfélögum, kvenfélögum, menningarfélögum og öörum um land allt bárust mjög eindregin og ske- Jegg mótmæli. Og það' stó'ö heima: nú var byrjaö aö sverja. Morgunblaöið, Alþýðublaðið og Tíminn lýstu yfir því hvert í kapp viö annaö a'ð þau hefðu ekki meint nokkurn skapaðan hlut meö orðum sínum, jafnvel héldu þau því fram að greinarnar hefðu aldrei birzt! En á sama tíma hélt undirbúningurinn að herstofnun- inni áfram, og nú þegar hefur verið' komið' upp „verði“ á suðumesjum eins og rakiö' hefur verið hér í blaðinu, og þeir sem 1 þessum verði eru skýra svo frá að þeir eigi bæði að fá einkennisklæöi og vopn — eftir kosningar. Þannig heldur þetta áfram á nákvæmlega sama hátt og hernámið' sjálft. Það þarf ekki annað' en kunna að leggja saman tvo og tvo til þess að’ vita hvað framundan er: Ef hernámsfIokkarn/'r þrír halda fylgi sánu er það öruggt og víst að innlendinr her verður stofnaður þegar á þessu hausti. Eina ráðið t/1 þess að koma í veg fyrir herstofnun er að auka fylgli Sósíal/staflokksins. Þetta er ekk/ kosn/ngaáróður, eða ýkjur. Þetta er að- e:ns ályktun sem dregin er af reynslu síðustu ára. Og þeir sem ekk/ vilja draga slíka .ályktun geta sjálfum sér um kennt, ef illa fer. Stundum flytur Morgunblaðið fregnir um gull í tunnutali, sem ,,kommúnistar“ fái frá ,,Rússum“. Einn daginn skýrir Her- steinn frá því í Vísi að hin fátæklegu hljóðfæri Lúðrasveitar verkalýðskis séu fengin að „austan“, og láðizt að geta þess að þau eru ekki lengra að en frá Vík í Mýrdal og Vestmannaeyj- urn! í gær hugleiddi sami blaðamaður í leiðara Vísis um ekia. litla milljón, sem sósíalistum hafi nýlega borizt erlendis frá! Timinn og AB jórtra sömu tugguna. Það furðulega er að Hersteinn & Co. skuli ekki þreytast á þessum furðusögum. Þeir eru ekki orðnir margir sem trúa þeim. Fimmtungur þjóðarinnar fylkti sér um Sósíalistaflokkinn í síð- ustu kosnitigum. Miklum hluta þjóðarinnar er það kunnu.gt af sjálfsreynd, hvernig fátækt alþýðufólk hefur byggt upp stórar hreyfingar með fómfýsi 'og samheldni, jafnt lítil verkalýðs- íéiög og stóra stjómmálaflokka. Þetta fólk skilur hvers virði verkalýðshreyfingin er, að hún er ein af lífsnauðsynjunum og ekki hin sízta. Þetta fólk kemur enn og leggur fram skerf sinn í I/osningasjóð Sósíalistaflokksins, í vitund þess að kosningasigur þess flakks er sigur fólksins í baráttu þess fyrir bættum kjör- um, sigur í sjálfstæðisbaráttu Islendinga. VeiflS ábyrgSarmönnum rikjandi sfjárnar stefnu þá ráSningu sem faeir eiga skiiiS AFLRAUNAMAÐUR sem eitt sinn ferðaðist með trúðum fram og aftur um Bandaríkin og sýndi fantabrögð við hrifn- ingu rekur nú hótel í Reykja- vík með sérréttindum. Fyrir nokkru siðan lét þessi upp- gjafatrúður sér til hugar koma að banna blökkumönn- um aðgöngu að veitingasölum sínum sem væm þeir óæðri verur. Auglýsing um það var fest á vegg í húsi hans: lit- uðurn (!) mönnum bannaður aðgangur! Þetta mentalítetsvitni vakti veröskuldaða fyrirlitningu og maður sem tók á sig rögg og reif niður hina ljótu auglýs- ingu hlaut að launum svo ein- dreg)ia þökk almenningsálits- ing að hótelstjórinn þorði ekki annað en hætta við málsókn gegn hinum framtakssama mótmælanda sem túlkaíi þung an hug fólksins til fyrirtækis- ins. Um þa'ð þrifaverk að af- má auglýs'nguna hugsuðu margir á þá l'eið að „allir vildu Lilju kveðið hafa“. Hið furðulega fyrirtæki hjns lítt siðaía hótelstióra sem virtist halda að hótel hans væri í Aiabama en ekki við Austurvöll h’aut maklega and- styggð og óbeit og þótti mörg- um maður með s'íkt innræti væri bet.ur fallinn til ameriskr- ar herforustu í Keflavík en að reka gistihús með opinberitm ívilnunum í Reykjavík. Re:ði og viðbjóíur almenn- itigsálitsins gerðu hóte’hald- aramun ómögu’egt að halda til streitu áformi sínu um a'ð gera ríkisstyrkta stofnun sina að hreiðri kynþáttahaturs og h:ð miður þrif’ega innræti varð aí byrgjast í eigin barmi. 'Eftir þá ráðningu er hótel- haldarinn hlaut er degi ljósari sú hyldjúpa fyrirlitning sem stjórnarvöld landsins hljóta að hafa fyrir íslenzku fó'.ki í landinu er þau ganga svo langt í þjónkun við þau vopn- uðu aðskotadýr sem þau hafa fengið til íslands þvert ofan í andstyggð landsmanna á allri hermennsku, að þau setja í nýiegri reglugerð um eftirlit me'ð öryggi skipa þau lákvæði, sem lögbjóía þann ameríska hátt að mis- muna mönnum eftir litarrafti. Varla hafa verið sett sví- virðilegri ákvæði í ís'.enzk lög og ástæðulausari en þsssi. Þau hljóða svo: „Ef á skipi er saman að staðaldri livítir menn og menn af öðrum kyn- stofnum, skulu, ef ástæða þyk- ir til, vera sérstakir svefn- klefar handa hvorum, svo og skulu þeir vera sér um sal- erni. Ef hitiir þeldökku menn matreiða handa sér sjálfir, skal þeim ætlað sérstakt eld- hús“. (LetuVbr. mín). Sem sé: .,ef ástæða þykir“ skulu vera sérstalcir svefnklef- ar en líkast til þarf alls ekki neina svefnklefa handa b’ökku mönnum, það mætti iáta þá sofa í verkfæragejTnslum eða úti undir berum himni, um salerni er enginn fyrirvari, ekkert ,,ef ástæða þykir“, það er ský’.aust kveðið:- , skulu þeir vera sér um salerni"; að Hkindum er lunningin sæmi- legust fyrir „the lesser breeds“, þá blökku. E'dhús skulu þeir hafa sér ef þeir matreiða sjálfir, varla getum vií ætlað þá óhæfu að hinir kynjireinu hvítingjar eigi a'ð slafra matinn í sig með óhrein um. ÆJtli þeir eigi ekki að éta upp úr e'num dalli úti á þil- fari, þeir svörtu ? Það er ómögulegt að finna aðra skýringu á svona löggjöf en viðleitni til að þægja á- ’eitnum aðila sem sumum stjórnmálamönnum er tamt að nefna ,okkar voldugu vina- þjóð í 'vestri". En slíka laga- setningu réttlætir ekkert. Hví hefur ekki oröið storm- ur mótmæ’a alþýðunnar til að feykja um koll þessu smekk- lausa tiltæki rikisstjórnarinn- ar? Eru íslendingar orðnir svo volaðir og sljóir að láta stjórnarherrum sínum haldast uppi að troða á öllu sem rétt- lætir tilveru íslendinga sem þjóðar og svívirða alla mann- dómsgrein í þeim? Nýskeð hef ég séö greinar- gerðamefnu um mál þetta í þjóðlausu blaði, Morgunbl., að nafni, þar sem amerískur má-1- staður er alltaf hafinn yfir ís- lenzkan. Greinargerð sú var frá samgöngumálaráðuneytinu sem mun bera ábyrgð á um- ræddri reglugerð. Þar er fyrst leitast vi'ð að velta á- byrgðinni yfir á nokkra ó- happamenn sem einhvern tíma sátu í einhverri nefnd og voru annaðhvort svo sljóir vits- munalega eða siðferðislega vankaðir að láta hafa sig til að undirbúa boðskapinn um kynþáttahatur sem nú er í lög leitt. Hér þykir ekki á- stæða til að eyða skotfærum 'á vanaræðamenn þessa en einhversstaðar hefur verið til þess bent að í nefndinni hafi setið fyrrverandi leiðtogi land- mannaklíku sem hafði lireiðr- að um sig í embættum sjó- mannasamtakanna, en þa'ð hlýtur flestum að vera ljóst hversu fáránlegt ætlunarverk það er að reyna að láta svo sýnast sem sjómenn séu þeir ódrengir yfirleitt að þakka svona löggJöf. þá þekki ég iHa fyrri félaga mína til sjós ef það tekst. Næst er reynt að afsaka hina ómannlegu reglugerí með því að prenta í greinarger'ð- ina ákvæði úr danskri lög- gjöf þar sem segir svo sam- kvæmt Morgunblaðinu: „Vistarvérur Iiúðdökkra (FARVET) skipverja. 22. gr. Ef 'hluti skipshafnar er að staðaldri húðdökkir menn skulu þeim fengnir sérstakir svefnklefar og salerni, skilin frá þeim vistarverum, sem Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.