Þjóðviljinn - 23.06.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.06.1953, Blaðsíða 10
_ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 23. júoí 1053 Tékknesk tízka hefur hlotið alþjóða viðurkenningu. Þetta er þó ekki svo að skilja, að tízkunýjungar frá Prag geti keppt •við æsandi Parísarhugmyndir. Tízkufrömuðirnir í Tékkósló- vakíu eru nefnilega ekki að reyna að æsa eyðslusjúka yfirstétt, heldur eru þeir að skapa falleg og hentug föt hana alþýðunni. Það er ekkert æsandi við jerseyblússurnar tvær eða dragtina á þessum myndum. Það eru flíkur sem framleiddar eru í fjöida- framleiðslu og eru mjög ódýrar og það er úr nógu að velja. Pottablóm geta verið lifs- hcettuleg íbúðinni og aðgæta hvað get- ur verið hættulegt fyrir for- vitinn, skrícandi snáða. Þótt hann sé undir stöðugu eftirliti, þá þarf hann ekki nema eitt andartak til þess að ná í hættulegan hlut. Aðgætið 'líka, hvað þið hafið í neðstu skáp- unum. Skóáburður er eitraður. Mörg börn háma haun í sig með beztu lyst og verða mjög veik af því. Takið áburðinn úr neðstu hillunum í eldhúsinu, þangað til barnið er orðið nógu stórt til að skilja að hann sé eitraður. Þangað til er bezt áð fjarlægja alla hættulega hluti. Þetta lætur í eyrum eins og ýkjur, en ef þið lítið á snáð- ann á teikningunni, skiljið þið fcyrja áð skríða, er skynsam- 3egt að líta í kringum sig í Mota átiIluEr til að draga málið á langina 4 SpítaSastjérnir hafa ekki enei saaii m starfsstélkurnar Loks s. 1. mánudag lét stjórn Ríkisspítalanna af því verða að taka upp samningaviðræður við fulltrúa starfsstúlknanna, sem vikum saman höfðu beðið með samningsuppkast sitt fullgert. — Raímagnstakmörkun Kl. 10.45-12.30 Þrlðjudagur 23. júní Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- argötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðahoitið með flugvallar- tvæðinu, Vesturhöfnin með örfir- t&ey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Ekki munu fulltrúar spítalanna hafa á þessum fundi borið fram nein frambærileg rök gegn kröf- um stúlknanna né getað bent á neitt atriði í samningsuppkast- inu, sem ekki væri fullt sann- girnismál. Hins vegar var sam- kvæmt ósk fulltrúa spítalanna frestað framhaldi samningaum- ræðna um sinn þar eð mat hafði ekki farið fram á fæði og öðru því er spítalarnir láta starfsfólki Framhald á 11. síðu. A.J.CRONIN: Á annarle gi*i striliafl dálítið bólgin, varírnar blóðrauðar eins og sár. Hann andvarpaði þungt. IJann vissi að Manúéla hafði haft rétt að mæla. Manúela! Ætlaði konan aldrei að koma? Hann kreppti hnefann. Svo þaut hann skyndi- lega út úr herberginu og niður stigaan og hrópaði nafn hennar „Manúela! Manúela!“ Það var örvæntingarhreimur í þessu hrópi og það barst gegnum autt og dimmt anddyrið, borð- stofuna, eldhúsið. Hann fékk ekkert svar. Hann hrópaði og hrópaði og í tómu eldhús- inu þagnaði haan allt í einu og skildi hvern- ig í öllu lá. Óttinn hafði gripið Manúelu. Hún hafði flúið. Svipur hans breyttist hægt og hægt. Hann var aleinn — þegar frá var talin gamla markgreifafrúin, sem hlaut að vera sofandi núna — aleinn með Mary í þessu heillum horfna húsi. Andartak stóð hann grafkyrr. Frá eldavélinni heyi’ðist mall í súpu. Utanað heyrðist í froskum og það var eins og þeir væru að hlæja. Allt í einu kom festusvipur í augu hans. Hann fleygði af sér jakkanum. Svo tók hann fulla vatnskrukku sem stóð á borðinu. Hann hélt döggvaðri leir- krukkunni í fanginu og flýtti sér upp á loft. Hún lá. eins og hann hafði skilið við hana, rauðar varirnar aðskildar og andardrátturinn var mjög ör. Hann byrjaði að losa um föt hennar. Fingur hans voru stirðir og ískaldir, en nú skulfu þeir ekki lengur. En hjartað titraði í brjósti hans, gagntekið dauðans ang- ist. Hún var svo fáklædd, líkami hennar var svo léttur, fötin féllu að henni eins og köngur- lóarvefur. Hann lagði flíkurnar hennar á stól- ina, kjólinn sem virtist jafnfíngerður og hún sjálf; sokkana hennar sem urðu að engu í höndum hans. Svitinn spratt fram á enni hans, nefið var eins og meitlað í stein. En hann hélt áfram. Haon vissi hvað í húfi var; hann varð að berj- ast við hitasóttina. Hörund hennar var eins og ihvítt silki, brjóst hennar risú í feimnu sakleysi. Skuggar féllu á máttvana líkama hennar og huldu að mestu nekt hennar. Yfir henni allri var einhver hátíðlegur hreinleiki. Loks þreif hann ábreiðuna af rúminu, tók mjúklega utan um hana og lagði hana á svalt lakið. Um leið og hann hreyfði hana til, færði hún handlegginn máttleysislega til eins og hún vildi aftur Ieggja hann á sinn stað — utanum hálsinn á honum. Um leið lyftust þung augna- lok hennar og hún fékk meðvitund andartak. ,,Það var mér líkt“, sagði hún loðmælt, ,,að vera þér til óþæginda". Áður en honum gafst tími til að svara, var hún fallin í sama dvalann aftur. Hann náði í vatnið og fór í flýti að þvo nak- inn líkama hennar. Örvæntingarhugsanir þutu um huga hans .Hann hugsaði: Ég verð að bjarga henni. Ég skal bjarga henni. Ef hún deyr þá dey ég líka. Það skiþtir engu máli. Ekkert skiptir máli nema það eitt að heani verði bjargað. Hörund hennar varð kaldara við aðgerðir hans, rakt af vatni, sem lá eins og dögg milli brjósta hennar. Hann taldi sér trú um að and- ardráttur hennar væri lítið eitt rólegri; hann snart slagæðrfía í hálsinum með gómunum og reyndi að finna þess merki að slátturinn væri hægari. Hið eina sem máli skiptir er það að hcnni batni, hugsaði hann. Þessi orð komu fram í huga hans hvað eftir annað unz þau gagntóku sál hans alla — og stigu sem þögul bæn upp í hljóðan, starandi næturhimin. Hann fleygði frá sé handklæðinu, lagði á- breiðuna yfir hana og stóð hjá henni. Svo datt honum eitthvað í hug því að hann fór niður í eldhúsið, hellti sjóðandi súpu í skál og kom upp með hana. Þegar súpan hafði kóln- að lítið eitt, ljTti hann þreyttu höfði hesinar mjúkléga og gaf henni að drekka. Ösjálfrátt, eins og maður milli svefns og vöku, drakk hún súpuna í löngum teygum. Honum létti við að sjá hana teyga þunna súpuna. Hann varð aftur vonbetri. Haan lagði frá sér tóma skál- ina og settist niður við hlið hennar. Hann hallaði sér áfram, tók um hönd hennar og lét fingur hennar hvíla í lófa sér. Hann sat þarna þögull og óhreifanlegur eins og bjarg og lét styrk sinn streyma til liennar. Mínúturnar liðu hjóðlaust áfram. Þessi næt- urvaka fyllti hann kynlegri hamingju. Vonin tók sér bústað í brjósti hans. Hann hafði heit- strengt að bjarga henni. Fyrir utaCi heyrðist enn í froskunum. Einhver næturfugl flaug með vængjatáki framhjá glugganum. Tunglið leið áfram, varpaði silfurbjarma inn í herbergið, síðan hvarf það. Og alla þessa löngu, þöglu nótt, vakti hanti hjá henni og annaðist hana. XX. Kertin brunnu niður í stjakana, dagurinn rann upp, bjartur og fagur, það fór þytur um trjálaufin eins og þau væru að teygja sig eftir svefninn, og Súsamia Tranter gekk rösklegum ekrefum niður hlíðina fyrir ofan Los Cisnes. Híin var rjóð í ldnnum. Henni fannst að vísu fullsnemmt að koma til hans í heimsókn. Það var vissulega árla dags. En um leið og hún sleit upp blóm og festi það í hnappagatið 4 jakkanum sínum, hugsaði hún: En er nokk- uð athugavert við það? Við erum starfsfélagar. Hann er að borða morgupverð — og það er friðarsvipur á andliti hans. Ef til vill bros- ir hann til mín. Og svo verðum við samferða til þorpsins. Já, það var henni hamingja að vinna með Harvey að slíkum málstað. Að vísu var hið versta nú liðið hjá og veikin var í rénun. Far- sóttinni ætlaði að Ijúka jafn snögglega og hún hafði byrjað. Óg þrátt fyrir illspár Rodgers voru .yfirvöldin farin að láta til sín taka. Að vísu ekki á sama hátt og kristilegur mannúðar- félagsskapur liefði gert. Nei, engan veginn. En samt bar það árangur. Það voj’u komnir verðir til Hermosa og her- læknir; það var búið að grafa hina dauðu, sótthreinsa húsin, búið að setja á stofn bráða- birgða sjúkrahús og búið að einangra þorpið. Hennar biðu færri verkefni en hún hefði kosið. En þó var þetta göfugt starf. Og að fá að vinna með Harvey! Já, í því var hamingjan fólgin, hamingja sem dró jafnvel úr áhyggjum hennar vegna bróðurins. Það amaði eitthvað að Róbert. Hún vildi ekki að hann tæki þátt í baráttunni gegn farsóttinni. Það var ekki í hans verkahring. Hann var ekki nógu hraust- ur til að hann mætti eiga smitun á hættu. En að borfa á hann sljóan og verklausan dag eftir dag, að undanskildum þeim fjörkippum sem hann tók þegar nístandi augu Rodgers Gllikf OC CftMWll A: Ég: vildi g-efa 1000 krónur til að þeltkja staðinii þar sem ég á að deyja. B: Hvaða áivegju hefirðu af þvá? A: I»á inundi ég aldrel koma þangað. Herramaður kom þar að sem flakkari einn var að láta hund sinn sýna ýmsar llstir gegn gjaldi, og höfðu safnazt allmarg:ir áhorfendur. Herra- maðurlnn vék sér að flakkaranum og: spurði hvernig: liami færi að þvi að kenna hundinum þessar listir. Ég á sjálfur luind, sagði hann, en hef aldrei g-etað lcennt lionum neitt s.ein heitið getur. Ja. aðalgalduriun er nú sá að kunna eltthvað meira en hundurinn, svaraði þá flakkartnn. Frú Hanita: Þér getið ekld ímyndað yður hve selniii maðurlnn mlnn er matvandur. l'að er airnii munuriiin eða fyrri maðurlnn minn seni borðaði hvað seni ég; bar fyrir hann. Frú Maria: Sn hann dó nú líka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.