Þjóðviljinn - 17.07.1953, Síða 1

Þjóðviljinn - 17.07.1953, Síða 1
Deildarfundir Sogadeild Sósíai; .staíé', ags Reykjavíkur heldur iund & venjuleg'um staá kl. 8.30 í kvöld. Stjórnin. Ands;tyrnuhreyfingin hvetur til samfylktrar baráttu til að knýja fram Þjóðaratkvæðagreiðslu um uppsögn herverndarsamningsins frá 1951 Framkvæmdaneínd andspyrnuhreyíingarinnar heíur ákveðið að heíja nú begar baráttu fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslu um uppsögn herverndarsamn- ingsins frá 1951, Heitir framkvæmdanefndin á alla íslendinga og öll samtök, sem fylgjandi eru uppsögn samningsins, að taka höndum saman til að vinna að framgangi þessa máls. 1 grein sem Gunnar M. Magn- úss, formaður hreyfingarinnar, ritar í Þjóðviljann í dag skýrir liann frá þessari merku sam- þykkt, og öðrum verkefnum, sem andspyrnuhreyfingin hefur sétt sér í næsta áfanga. Það á áreiðanlega hljóm- grunn meðal fólks úr öllum flokkum og stéttum að þjóðin fÓi sjálf að skera úr þvi, hvort segja skuli upp hernámssamn- ingnum. Hvað eftÍE annað hef- ur Sósíalistaflokkurinn borið fram kröfu um þjóðaratkvæði um örlagaríkustu sporin á leið til.hernámsins, en þessari kröfu hefur jaúian verið hafnað. Kröfunni um þjóðaratkvæða- greiðslu hefur verið hafnað af forvígismönnum hernámsflokk- anna vegna þess að þeir vissu um hina djúptæku andúð þjóð- arinnar á hernaðarbandalögum og dvöl erlends hers á íslandi. Og aadstæðingar þjóðarat- kvæðagreiðslu hafa bent til al- þingiskosninga og talið að fólk- ið sé samþykkt hernáminu vegna þess að meirihluti þjóðr arinnar kjósi fulltrúa hernáms- flokkanna. Þetta er þó gagnsæ blekk- ing. Tugir þúsunda íslendinga eru fylgjandi uppsögn á her- námssamningnum, enda þótt þeir séu ekki reiðubúnir að snúa baki við þeim stjórnmála- flokkum, sem þeir hafa fylgt. ^Alþingiskosningar eru í hugum mikils fjölda manna ekki atr kvæðagreiðsla um þetta mál sérstaklega, heldur um- allt annað. Þess vegna ber, að fagna frumlcvæði andspyrnuhreyfing- arinnar að samfylkingu um þá kröfu að hernámssamningnum verði sagt upp. Einmitt slík þjóðaratkvæðagreiðsla sýndi vilja þjóðarinnar, svo ekki yrði um deilt. Og engin frambæri- leg rök eru gegn þessari kröfu, svo framarlega sem því er ját- að, að meirihluti þjóðarinnar eigi að ráða örlagaríkustu mál- um hennar. fíölskum verkalýðsböðli J vikið úr ráðherrastöðu Maður úr vinstra armi kaþólska ílokksins innanríkisráðherra í stað Scelba ViÖ endurskipulagningu stjórnar sinnar hefur De Gasp- eri, forsætisráSherra Ítalíu, losað sig við Mario Scelba, hinn illræmda innanríkisráðherra sinn. í hinni nýju stjórn sóru embættiseiða Þeir eru allir ur Hvernig fara • Ráðherrar De Gasperi sína í gær. kaþólska flokknum og eftir kosn- ingaósigur hans og samstarfs- flokka hans styðst stjómin ekki við neinn fastan meirihluta á þingi. I \ Búkarestfarar? \ 1» Dr. Alexandrine fer í dagji jkl. 6 e. h. (að öllum lík-V jíindum). jJ Ji Gullfoss fer á morgun kl'i JÍ12 á hádegi. J. JÍ Arnarfellið fer á mánu- jj J,'dagskvöld kl. 11. Þeir, sem'J •Jfara með því verða að hafaí jjsvefnpoka meðferðis. j| W.WAVWWVW/WWJVW. Af fýrrvérandi ráðherrum sitj.a átta áfram í nýiu stjóminni Eins og áður er De Gasperi bæði forkætis- og ’ utanríkisráðherra. Sú breyting á stjóm.inni, sem mesta athygli vekur, er brottför Mario Scelba innanríkisráðherra. Hann var dyggasti Þjónn slór- jarðeigenda og stóratvinnurek. enda Ítalíu í ríkisstjórninni og var jafnan boðinn og búinn fil að senda rík-islögreglu sína á vettvang gráa fyrir járnum til að skjóta niður verkfallsmenn eða jarðnæðislaust sveitafólk sem krafðist skiptingar aðalssetr- ,ann,a. Einnig vai'ð Scelha frægur að endemum fyrir að láta menn •sína taka upp þá aðferð til að dreifa . hópgöngum oig fjölda- fundum að aka bílum sínum beint á fólkið. Framhald á 12. síðu. Þingmennskuofsöl fœra Mossadegh alrœSisvald i Iran 30 stjórnarandstæðinaar eftir á þingi, 56 stjórnarþingmenn hafa sagt af sér Þingió í Iran hefur nú veriö leyst upp á þann frum- lega hátt að' allir stuðningsmenn stjórnarinnar á þingi hafa afsalað sér þingmennsku. Eftir eru á þingi 30 stjórn- arandstæðingar en 56 þing- menn, sem studdu stjórn Mossadegh hafa sagt af sér. Er þingið því ekki lengur á- lyktunarfært og ekkert þing til í landinu eins og stendur. Hefur Mossadegh því fengið í hendiir alræðisvald með þessu tiltæki stuðningsmanna sinna. Mossadegh á við vaxandi fjárhagsörðugleika að stríða vegna þess að Bretum hefur Framhald á 12. síðu Sovétráðherrum vikið frá Útvarpið í Kíeff skýrði frá því í gær að innanríkisráðherra sovétlýðveldisins Ukrainu hefði verið vikið frá störfum. Mað- ur þessi tók við embætti í npríl og tekur nú fyrirrennari hans aftur við stöðunni. Einnig hef- ur verið skipt um dómsmála- ráðherra í Eistlandi. Eru manna skipti þessi sett í samband við þá ásökun blaða i Sovétríkjun- um á hendur Lavrenti Bfria, hinum afsetta innanríkisráð- herra Sovétrikjanna, að hann hafi komið persónulegum trún- aðarmönnum sínum í áhrifa- stöður. Pravda, málgagn miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétiíkj- anna, skýrir frá því í gær að Búlganín landvarnaráðherra hafi ávarpað fund flokks- • Framhald á 12. síðu Á þriðja hundrað manns sækja Ðúkarestmótið af íslandi Stutt viðtal við fararstjóia am þátttöku okkar í f jórða heimsmóti æskunnar Fjórða heimsmót æckunnar fyrir friði og vináttu stendur í Búkarest dagana 2.-16. ágúst. Undanfarna mán- uði hefur farið fram víðtækur undirbúningur vítt um lönd unnir þátttöku þjóöanna í þessari mestu friöar- og menningarhátíö er haldin. hefur veriö. íslenzka undir- búningsnefndin er nú aö leggja síöustu hönd á verk sitt, en þaö var -ekki fyrr en í fyrrakvöld sem loks tókst aö tryggja þátttakendu.m héð'an farkost út yfir pollinn. Nú eru Búkarestfarar komnir á græna grein, einnig varö'- andi þaö atriði. Þjóöviljinn sneri sér í gær til formanns undirbúningsnefndar og fararstjóra hópsins, Inga R. Helgasonar, og spuröi hann frétta af undirbúningnum og þátttöku okkar í hátíðinni. Nótt ug dagur lögð saman Það er mikið verk falið í þessum undirbúningi öllum? Já, það hefur reynzt meira en áhorfðist í fyrstu. Sjálfur undirbúniogurinn hófst i marz í vetur, og hefur hann haldið áfram síðan þótt aðalstarfið hæfist raunar ekki fyrr en um mánaðamótin síðustu. Þá opn- aði xmdirbúningsnefndin skrif- stofu í salnum á Þórsgötu 1, og hefur þar síðan verið þrotlaus ön.n frá morgni og fram á miðjar nætur —- og starfsmenn margir. Það þiurfti áð setja saman sýningu, liafa margs- konar samband við þátttakend. ur varðandi vegabréf, fargjöld og fleira, skrifa tugi ef ekki hundruð bréfa í allar áttir, senda skevti út um öll lönd — og svo að útvega farkost, en það reyndist meiri erfið- leikum bundið en nokkum m'átti óra fyrir. Farkosíurinn: allt er gott sem endar vel Já, maður hefur heyrt að al- þjóðleg flugfélög hafi jafnvel verið sett á annan endann? Upphaflega var gert ráð fyr- ir því að þátttakendur yrðu ekki fleiri en svo að þeir kæm- ust með Gullfossi og Drottn- íngi R. Helgason i.ngutini i venjulegum áætlunar- ferðum. Þó varð brátt sýnt að útvega yrði sérstakan farkost. Var rætt við skipafélög hér heima, en engin von sgefin um. að hægt yrði að flytja þátttak- endur suður á meginlandið. Þá snerum við okkur til undirbún- ingsnefndarinnar í Búkai’est. — Hún athugaði málið vel og vendilega og benti okkur á að máske fengist skip í Noregi, einnig fengum við fyrir henn- ar milllgöngu samband við ho!- lenzkt flugfélag. En á báðum þessum stöðum var veiðin sýr.d en ekki gefin, og gengu nú skeytin og bréfin fram og til baka í stríðum straumum. — Horfði nú i!la um hríð. Kom þá togarinn Elliðaey til sög- unnar, einnig flutningaskipið Arnarfell sem reyndar hafði verið athugað um áður. Höfum við undanfarinn hálfan mánuð eða svo haft bæði þessi skip í takinu. Varð skipaskoðunar- stjóri, sem reyndist okkur sér- staldega lipur, og síðar ráð- herra að gefa leyfi til áð við færum með öðru hvoru þessu skipi, ef fullnægt væri vissum skilyrðum, því um hreinan und- antekningarfiutning er að ræða, ef ég má orða það svo. Það var ekki fyrr en í fyrradag sem leyfi frá ráðherra lá fyrir, og héldum við þá fund í nefnd- inni. Varð það úr að við tækj- um Arnarfellið. Leggur það af stað úr Reykjavíkurhöfn kl. 11 á mánudagskvöldið og skilar okkur til Warnemúnde í Þýzka- landi, eftir rösklega 5 sóla.- hringa siglingu. Er nú verið að slá upp kojum í lest skipsin i, útvega lífbáta og björgunar- belti til viðbótar, einnig dýn- ur, en sjálf verðum við að leggja okkur til svefnpoka. Við verðum líka að aðstoða við framreiðslu og uppþvott um borð — e.n hva.ð er það! Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.