Þjóðviljinn - 11.08.1953, Page 4
'4) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 11. ágúst 1953
Stephan G. Stephansson hefur, eins og inngrangur hans á þessu kvæði ber með sér, reynt frá upphafi dval-
ar slnnar í Anieríku, að brjóta til mergjar vandamál stóriðjunnar, vafalaust ekki sízt með tilliti til þeirra ör-
laga, er lslands biðu. Því hafði hann lagt orð í belg, er rætt var um það fyrstu áratugi aldarinnar að velta
erlendu auðmagni aðstööu tii fossavirkjana og stóriðju á fslandi og lætur fossinn segja í „FossaföUum“ (1910):
„Eg orðið gæti löstur mesti í landi
og lækkun þjóðar — öðrum þannig fer — >-
sé gamla Þóris • guUi trylltur andi,
. ' x sem geklí í fossinn, vakinn upp í mér.“
En það boðar liarui Iíka hvað fossiim og.stórtðjan geti gert, ef hvortveggjá, sé á valdi fólksins, í þjójjustú
fólksins. — „Drottins-orðið“ er ort 1919 þegar ,',fossamáIlð stendur sem hæst hér heima og er þrungin við-
vönm um að sleppa eigl stóriðju inn x Iandið, þar sem vélarnar séu á valdi auðmannanna og „fólkið á valdi
véla simia.“
Inngangur hans að kvæðinu hljóðar svo:
Þremur árum eftir að höfundur kom til Ameríku eða árið 1876, minntust Bandaríkin' aldaraf-
mælisins með alþjóðasýningu, er fór fram í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. „Dom“ Pedro var þá konungur
yfir Braziliu og einn af sýningargestum. Blöðum þeirra daga varð tiðrætt um hann. Meðal annars sögðu
þau af honum söguna, sem hér er rituð, það, sem honum átti að hafa orðið að orði, þegar farið hafði
verið eftir þeirri ósk hans, að sér væru sýnd heimkynni kolanámumanna.
Ríkið Pennsylvanía er kennt við Wil’iam Penn, forráðamaim kvekara-landnámsins í Vesturheimi.
í fulla öld, fyrst í New Jersey 1676, svo í Pennsylvaníu þangað til 1779, fylgdi það einsdæmi í land-
námssögu Bandaríkjanna hans stjórnarstefnu, að fullur friður hélzt mií i Indíána og aðkominna: „svo
að kvekarahatturinn og kvekarakápan urðu traustari hlifar en hjálmur og brynja“, eins og eönn sagna-
ritari Bandarikjanna kemst að orði um það.
Dom = Dominus .= drottnari.
I.
Verið hafði viljug fóm
vamingsboðsins, þjóðum sýnda,
þetta höfuð konungkrýnda —
fáséð þing hjá þjóðmúgsstjórn,
henni úr guðatölu týnda!
Langt að komu kynjin nýju:
kóngurinn frá Brazilíu!
Forvitin um forngrip slíkan
frelsisgyðjan. lyfti brún.
Öld var síðan afsór hún
sérhvern herra honum líkan.
Handa sér í góðu gengi
gullkálfana nýrri steypt
hafði nú — og land þeim leyft —
stórra gróðadáða drengi.
Svona skinu ei sæluljós
suður í löndum Dom Pedrós,
menning þeirra gróðagranna
geigaði á þrældóm stórvirkjanna —
dýrkuðu konung, mestan manna —
Vanderbilts ei vissu hrós!
Sofið er þar síð og lengur.
Sól fyrir norðan lönd þau gengur,
þó með blysin byggi að hálfu
Bandaríkin sömu álfu.
Fyrir afsal fríðindanna
falt er þar gullok stórvirkjanna.
II.
Undur, dýrð og dvergsmíð öll,
dásemd nýja í hverri höll
höfðu öðlings augum litið:
frelsi og lausn við staut og stritið,
lánsæld þá, sem fólkið fær,
í fyrrasumar kom ég á bóuda-
bæ. Eg sat inni í stofunni og
reykti sígarettur en bóeidi lá
afturábak á legubekk, hafði
hendurnar undir hnakka sér og
horfði á tæmar á sér, skeggj-
aður, greindarlegur, fremur lít-
ill vexti, dró seiminn þegar
hann talaði, ræ&inn, hætti aldrei
að tala, hafði alltaf ejtthvað
til að tala um, bryddaði upp á
þessu umræðuefni þegar hitt
þraut, íhugull á svip og keksn-
islegur í senn, kominn af léit-
asta skeiði, hár farið að grána.
Þú kemur úr Reykjavík; þar
hversu auðsins afli grær,
þar sem drottnar vélavitið.
Upptök þeirra efna horfði um
— í þeim skóg, er Penn réð forðum
konungs augun: afrek það
unnið ,af listum, hvernig að
koladyngju í dýpi svarðar
dældu úr skauti móður jarðar
fyrirvinnur starfa stórs —
í megingjarðir þessa Þórs
spenntar milli fjalla og fjarðar.
Eldri sagan öll úr skorðum —
annar leikur nú á borðum,
frá því Penn í fymsku hjó um
fyrsta tréð í numdum skógum.
Settist þá með sáttu liði
sanngirnin að aldarfriði.
Blettur ei milli af blóði manns
bæjarins nýja og tjaldsins hans,
vesturheima húsbóndans:
höfðingjans á villiviði.
Heygðu öflin undirheima
upp með hverjum töfrum streyma,
innti ’túlkur ýkjusögull.
Öðling hlýddi konungþögull,
sá í huga hinztu brotin:
haugarofa fjársjóð þrotinn,
ræntar aldir af þeim fáu
örbirgðar í framtíð lágu —
stolnar erfð í stundarnotin.
Þannig lauk hann orði á:
„Undur margt er hér að sjá!
Feginn þægi eg þeirra líki:
þarfatæki í mínu ríki.
Sýnið mér nú hagi hinna,
handanna, sem þetta vinna,
fólkið á valdi véla sinna“.
III.
„Drottinsorðið‘.‘ enn er dýrt,
eins þar fjöldinn ræður landi.
Lítil þægð varð leiður vandi,
ósk, sem varð ei undanstýrt:
ofan á skraut að sýna sorpin
sín og hljóta að gegna því
ráðaleysi: að leiða hann 1
stóriðnaðarþræla þorpin.
Meðan hann eygði að enda slóðar
úthverfin í farsæld þjóðar,
var sem hug í heimalandi
hulin framtíð opin standi,
unz-á hverri braut og brú
— máluð ambátt orðin nú,
undir blóma beiskjufull —
mætti honum Mærþöll sú,
sem að auðnum grætur gull.
Sveina hópur hvataringur,
höfuð visin, dvergafingur.
Okursvegir ofanhálir,
úrkynjun og týndar sálir.
Bjáni í hverri bama kró,
bernskaður auðsins vöggugaldri.
Tannlaus skoltur, skynsemd sljó
skiptinganna á þroskaaldri.
Fylgjur raktar fram í ætt
fákæninga, sem við stritið
höfðu mannsmót, vöxt og vitið
— allt nema kergju — úr kyni þvætt.
Lengra sá hann — sveiíir falla!
Soninn garðmanns freistarinn
greip við bóndabæinn sinn,
flaug með hann til hæs’tu fjalla:
sýndi honum heila sveit,
hýsta bæi, yrk’tan reit,
friðaða menn og frjálsa alla!
Söluhundruð samantalin
sagði, að stæðu í vörzlu sín.
Sko, þér gull í greipum skín!
Gerðu þíná bæn til mín!
Skalt svo eignast allan dalinn.
i
Utar lengst í framtíð ’fjarri
fyrirbrigði sá hann stærri:
örbirgð fangna leiddi að leika
lystisemdin munaðsbleika.
Hásætin að hliðum öllum
hlógu við frá súlnapöllum.
Nauðdansarinn bar til brunns
böl og heiftir sínar, unz
eins og bylur bæri voðir,
blindur Samson hristir stoðir,
lætur vansmíð hreysa og halla
hrynja yfir sig og alla,
hrapaða saman rúða og ríka
ringla í kösum dauðra líka.
IV.
Dom Pedro úr djúpri þögn
draumasjóna vakti sögn:
„Aldrei verði í voru ríki
vinnumennskan yðra líki!
í því hliði að engill stæði,
allra bæna lengst ég bæði,
landið mitt þeim voða verði,
væri í nauð — með brugðnu sverði!“
(1919)
Það gerir ekkert til
verða allar fréttirnar til; þar
gerist allt; það held ég.
O, jæja, sagði ég.
Jú, sagði hann, þar gerist
allt; þar er öll menningin; hjá
okkur gerist ekki neitt.
Mér fannst endilega að hlát-
urinn ískraði niðri í honum þó
að hann væri grafalvarlegur í
rómnum, og um leið var eins
og vottaði fyrir grun um að
'þetta kynni að vera sannleikur
þrátt fyrir allt.
Ekki segi ég það ciú, sagði
ég.
Illa gengur þeim aö semja
vopnahlé í Kóreu, sagði hann.
Já, sagði ég.
Þeim kemur ekki saman um
fangamálið, sagði hann. Og það
er nú kannski ekki von að Sam
einuðu þjóðirnar vilji skila
þeim föngum sem ekki vilja
fara heim til sín aftur.
Nei, sagði ég, það er kannski
ekki von. (En þá er eftir aö vita
hvort satt sé að þeir vilji ekki
fara heim. Nýlega hafa marg-
ir fangar verið drepnir í Suð-
ur-Kóreu af því að þeir veifuðu
rauðum fánum og sungu bylt-
ingasöngva. Ekki hefðu þeir
haft á móti því að fara heim.
Eða fangarnir sem náðu yfir-
manni fangabúöa sinna á vald
sitt og neituðu að sleppa hon-
um fyrr en hann hafðj lofað
þeim upp á æru og trú að hætt
skyldi að reyna að neyða þá
til að gefa yfirlýsingar um að
þeir vildu ekki fara heim til
Norður-Kóreu.
Bóndi horfði sífellt á tæmar
Framhald á 11. síðu.