Þjóðviljinn - 11.08.1953, Síða 10

Þjóðviljinn - 11.08.1953, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 11. ágúst 1953 eimilisþáttur I 't >#########################################################i###s> Engir hlírar Mittisþröngir og hlíralausir kjólar. eru komnir í tízku. Ef til vill væru þeir ekki eins vin- sælir, ef ekki hefði gengið hita- bylgja yfir. Tízkan fer oft eftir veðri, og þegar sumarið er kalt, eru varla margir, sem freistast til að eiga hlíralausa kjóla, hvort sem það er tízka eða ekki. En nú hefur veðrið verið þessari tízku hagstætt og margar hafa fengið sér svona Flegnip kjólar og hlírar Þær, sem eignast fleginn kjól, komast fljótt að raun um, að erfitt er að fást við hlírana á undirfötunum, því að það lítur ekki vel út, þegar hlíri hangir niður á handlegg eða sést í háismálinu. Saiunið bendla innan á kjólinn upp við öxl, festið annan endann og látið smeliu á hinn, síðan er lausu hlírunum á undirfötun- um smeygt undir og smellt, því auðvitað á að festa hinum helmingnum af smellunni inn- an á kjólinn. Þetta reynist vel og gott væri, ef allir tilbúnir kjólar væru þannig úr garði gerðir. Rafmagnstakmöi:lmn Þriðjudagur 11. ágúst Kl. 10.45-12.30 - 4. hverfl. Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar- götu, Bjarkargötu að vestan og Hringbrautar að sunnan. Cthreiðið Þjóðviljann t L kjóla. Þær, sem hafa saumað þá sjálfar, hafa cflaust komizt að raun um, að það er ekki auðvelt, því blússan verður að vera eins og steypt, til að vera ekki óþægileg éða renna niður, og það er ekki gott fyrir ó- lærða að- láta hána fara þann- ig. Það hafa heldur ekki allar þannig vöxt, að þessi blússa klæði þær, og þá er betra að halda sig að öðrum kjólum. Að hreinsa gólfteppl Það eru til mörg ráð vi'ð að hreinsa gólfteppi. Sumir nota fíntskobn hvitkálsblöð, sem burstúð eru yfir teppið. Ein af nýju aðferðunum er að sáldra sápudufti >-fir teppið og bursta síðan vel yfir með bursta. En þessa aðferð geta þær einar notað, sem eiga ryksugu, því annars verður ekki gott að ná duftinu upp úr teppinu aftur. Ódýrasta en ef til vill bezt er hið marg reynda húsráð að dreifa rökum notuðum teblöð- um yfir teppið og bursta síðan vel yfir með góðum bursta. Annars virðist árangurinn af hverri aðferðinni, sem notuð er verða sá sami, þar sem hvít- kálsblöðin, sápuduftið og te- ‘blöðin draga til sín rykið og gera litina skirari. Eru stofumax tómax, þeg- ax sólin skín í þær Þær íbúðir, sem staðsettar eru í austur, súðaustur eða suð- ur, hafa sól í stofugluggun- um meiri hluta dagsins fram undir kvöldið, og þegar í'búam- ir, sem vinna kannske þar sem ekki sést sólargeisli allan da.g- inn, koma heim er sólin farin úr gluggunum, og þá verða þe?r að hugga sig með því, að það sé heilsusamlegt, að hún skyldi skína þar meðan þeir voru úti. Þar með er ekki sagt, að gluggarnir eigi áð snúa í suð- vestur, um það verður fyrst hægt að segja, þegar það hefur verið rannsakað ýtarlega. Sum- ir eru heima á daginn, aðrir vilja heldur morgunsól í stof- urnar. En hve margir vilja þetta eða hitt? Til að fá hug- mynd um það, þyrfti að spyrja fólkið sjálft. Það var gert í Danmörku og 100 fjölskyldur svöruðu spurn- ingunum. Útkoman hjá þeim varð sú, að: 15% vildu sól um miðjan daginn, 80% vildu sól seinni hluta dagsins og á kvöld- in og 5% kvöldsólina. Rann- sóknin leiddi ennfremur í ljós að meir en heimingur íbúanna var ekki heima um miðjan dag- inn. Nú skyldi maður ætla, a'ð fjölskyldufeðurair hefðu notað tækifærið, og látið sín sjónar- m'ð ráða, en svo var ekki, því svörin voru mörg undirrituð af húsmæðrunum. Húsmæðurnar eru oftast heima um miðjan daginn og ættu þess vegna að vilja sól í stofurnar þá, en svo var ekki og er skýringin efa- laust sú, að húsmæður yfirleitt, hafa ekki tíma til að sitja inn í stofu um miðjan daginn. með nautgripi til Nykerk) höfðu aldrei séð þessi furðuverk nútímans, hvað þá komið inn í þau —! En öll Sandbofjölskyldan, nema Lars litli, sem var fæddur í Oeland, hafði ferðazt með lest. Og þótt sæmiieg vinátta væri á milli fjölskyldnanna að áliti frú Sandbo, þá var þó bil á milli þeirra sem aldrei varð brúað. Og af þvi að frú Sandbo hafði einu sinni átt- heima í þorpi, beið hún eftir Lindu í setustof- unni. Emma, feitlagin fimmtán ára stúlka, sem enn gekk í skóla hálfan daginn, var stillt og vandræðaleg í hreinum kjól, sem hún hafði verið látin fara í til hátíðabrigða. Hún fylgdi Lindu inn til móður sinnar án þess að segja orð. í rauninni fannst henni hún vera að kafna, þangað til kennslukonan var horfinn inn í stofuna til móður hennar. Gluggatjöldin voru 'dregin fyrir alla glugga nema einn í stofunni, þar sem frú Sandbo sat. Inni var purrt loft og þéfur af veggfóðri, eins og gluggamir hefðu ekki verið opnaðir síðan flutt var inn í stofuna. Og frú Sandbo minnti líka á veggfóður, með slétta og fellda réttu en hrjúft á röngunni. Á öllum 4 veggjunum vom stækkaðar ljósmyndir af einum eða fleiri ætt- ingjum Sandbofjölskyldunnar. Stærsta myndin var að Lúðvik heitnúm Sandbo, eiginmanni frú Sandbo. Linda gekk inn og heilsaði frú Sandbo mjög hlýlega. Húsmóðirin háfði setið í stirðlegum ljósbrúnum leðursófa með skrautlega flúruðum eikarlöppum. „Það gleður mig að sjá þig, ungfrú Archer,“ sagði frú Sandbo með sterkum norskum hreim í röddinni. „Fáðu þér sæti. Eg skal koma með kaffi. Stelpumar segja að þér líki vel hjá Garefóíkinu. Er það satt? Þú ert þá sú fyrsta, íþótt mér þyki leitt að segja það. En bíddu hæg — það síður á könnunni." 'Hún stikaði út úr stofunni án þess að bíða eftir svari frá Lindu. Kennslukonan settist fyrir framan myndina af Lúðvík Sandbo. Hann var með auga sem minnti á svarta skóhnappa. Það fór hrollur um Lindu. Hún settist í stól nær glugganum. Frú Sandbo kom inn með rjúkandi kaffi og litlar, skrautlegar kökur. Hún byi’jaði strax á að spyrja Lindu spjörun- um úr, ekki aðeins til að fá svör, heldur einnig til að sýna kennslukonunni hvað hún fylgdist vel með í heiminum handan við Oeland. „Ójú, Lúðvik, maðurinn minn, hann kom þangað oft og mörgum sinnum,“ sagði hún, þeg- ar Linda nefndi heimaborg sína. „Það er hann sem er þama á veggnum. Þetta var ómenni. Hamingjan góða, ég get ekki endurtekið það nógu oft, hvað ég er fegin að hann er farinn yfir um. Það sem hann gat þjórað, maðurinn sá. Það rann ekki af honum í sex ár.“ Hún smjattaði á kaffinu og þurrkaði sér um augun á svuntuhominu. „Var hann ekki góður \ið þig?“ spurði Linda blíðlega. „Góður? Hann? Hamingjan góða, hann fór með mig eins og hund. Nú líður mér vel, ég hef ekki mikil auraráð, en ég þarf ekki að taka við skítkasti frá honum, guði sé lof!“ Hún leit á myndina og Linda sá ekki betur en augu henr.ar væru angurvær. „Er frú Gare búin að fá nýju tennurnar? spurði hún því næst og leit með ákefð á Lindu. „Ekki held ég það,“ sagði Linda hikandi. „Það stendur víst til.“ „Stendur til?“ hreytti frú Sandbo út úr sér. „Hún býst ekki við neinu — ekki frá honum. Hún hefur átt von á þessum tcnnum í fimm ár, meðan ég hef fengið tvennar, og fyrir hvað á ég að kaupa tennur? Gare gamli — hann á nóga peninga til að kaupa tennur upp í hundrað nautgripi. Karlinn minn var ómemai, en hann var ónízkur. Hann sagði löngu áður en tennum- ar á mér urðu ó;nýtar: Slgríd, taktu nokkra dollára og farðu til tannlæknis.“ Hanii var allt- af örlátur — alltof örlátur.“ Hún leit saknaðar augum á myndina ög stundi. Nú var angurværð- in í augnaráðinu augljós. -Lindu fannst þettá skemmtilega skrýtið. Frú Sandbo dró stólinn sinn nær Lándu og hnyklaði ibrýnnar. Hún lækkaði röddina. „Segðu mér — hvémig er að vera þama? Kúgar hann þig lika?“ „Nei, hann hefur ekki skipt sér af mér,“ sagði Linda. „Caleb Gare er þrjótur,“ sagði frú Sandbo raunamædd og hristi höfuðið. „Eg vorkenni veslings konunni að vera gift svona manni.“ ,Hvers vegna lætur hún sér þetta lynda?“ „Já — „frú Sandbo hikaði. ,,Þú skalt ekki hafa iþað eftir mér, en þ&ð er sagt að hann hafi einu sinni sagt við einn íslendinginn að hann vissi dálítið um haria. Meira veit ég ekki. Hvað heldur þú, ungfrú Archer? Eg held húni sé logandi hrædd við hann.“ Linda lét enga sfcoðun í ljós. Frú Sandbo skipti um umræðuefni, reis siðan hátíðleiga á fætur til að sýna Lindu búgarðinn og gefa henni frelsl til að fara sinna eigln ferða um allt. Lindu geðjaðist vel að Sandbosystkinunum. Þau höfðu upphaflega verið tíu, en aðeins átta vom heima. Það vom stórbeinóttir unglingar, alvarlegir og vinnusamir. Dóra, elzta dóttirin, ■var gift og bjó fyrir norðan Latts Slogh. Sveitin sem frú Sandbo talaði um með hreykni, hafði fengið atvinnu I borginni. Það var von á hon- um heim í maí. i Emma, elzta dóttirin sem heima var, gerði mikið af þ\i að hugsa. Að minnsta kosti horfði hún ævinlega niður fyrir sig og á hraustlegu andliti hennar var óræður svipur. Linda horfði á hana ganga upp stiginn og teyma kúna Rósa- belhu Stórvaxna stúlkan gekk silalega áfram eins og kýrin. „Um hvað er þig að dreyma, Emma min?“ kallaði Linda, sem var sezt á steinþrep hjá stöðlinum. Emma leit vandræðalega upp. 1 Linda togaði hana niður á þrepið til sín. „Um hvað ertu að hugsa, Emma?“ spurði 'hún aftur. En Emma roðnaði hastariegar en nokkru sinni fyrr, og Linda gerði sér ljóst, að væri 'hún að hugsa um eitthvað, væri það betur ó- sagt. Emma þagði en og reis á fætur til að mjólka Rósabellu. Hugsanir hennar voru of djúpar til að hægt væri að finna þeim búning í orðum. Þegar Linda vor horfin, fór Emma að grátá af geðshræringu. Kennslukonan var of falleg og of góð. Hún þoldi ekki að umgangast hana. Þessi áhrif hafði koma Lindu til Oeland. 8. Á laugardagskvöldi gekk Linda heim gegnum fíngerða þoku, sem steig upp úr mýrunum fyr- ir norðan. FGKMT oc camnl Dóniariun (viS ákæröa, 60 ára gamlan): — Dóm- urinn hljóöar um 30 ára fangelsi. Áka-rói (me5 tár í augum): — En herra clóm- ari, ég iifi ekld svo lengi að ég geti afplánað dóminn. Dómárinn (vlngjamlega): — Láttu það ekki fá á þig, þú reynir að gera þitt be/.ta. — Símskeyti frá Bjössa, kona góö. — Nú jæja. Náði liann prófinu núna? — Nei, en hann er mjög ofarlega á lista þeirra, sem féllu. — Ef Sliaicespeare værl meðal vor hér í dag, væri liaiui talinn mjög merkur maður. — Já, því að þá værl hann yflr 300 ára gamall.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.