Þjóðviljinn - 21.08.1953, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 21.08.1953, Qupperneq 5
Föstudagur 21. ágúst 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Mossadegh tekinn höndum Yer&ur áhœr&ur fyrir samsœrii — Kashani talim standa að imki uppreisnarmanna Síðdegis í gær var tilkynnt í Teheranútvarpinu, að Mossadegh hefði verið handtekinn ásamt þrem ráðherrum sínum. Áður hafði Sahedi, sem nú hef- ur tekið við embætti forsætisráðherra, skorað á hann að gefa sig fram við lögregluna. Fréttaritarar segja nú allt með kyrrum kjörum í Teheran, en hern aðarástandinu hefur enn ekki verið aflýst. Keisar- inn ætlaði að snua heimleiðis frá Róm á miðnætti í nótt sem leið. TeheranúU'arpið skýrði frá }/VÍ, að Mossadegh mundi verða ákærður fyrir samsæri um að setja á stofn ólöglega ríkis- stjórn. Fólkið sjálft mundi dæma hann fyrir gerðir hans. ^ Ástandið enn óljóst. Enn í gær var ástandið í Ir- an óljóst, en svo virtist sem uppreisnarmenn hefðu nú al- u , gerlega feng'ð yfirtökin og^ Kashani hefur VOÍdÍn Frétt um að Fatemi, utanrík- isráðherra í stjóm Mossadeghs, hefði verið tættur í sundur af múgi var bori.n til baka í gær, og sagt að hans væri enn leit- að. Hann var ekki meöal þeirra ráðherra sem liandteknir voru um leið og Mossadegh. Lögregl- an hefur handtekið um 200 manns, síðan uppreisnin hófst. fréttaritarar skýrðu frá því, að allt væri með kyrrum kjörum í höfuðborginni. Hins vegar hefur hernaðarástandinu ekki verið aflýst og bannið við því að f’.eíri en þrir menn safn’zt saman og útgöngubannið frá sólarlagi til sólarupprásar eru enn í gildi. Herráðsforingi ír- anska hersins sagði í gær, að iíkur væru á, að u.ndirróðurs- menn mundu reyna áð egna her inn til að skjóta á almenning, en her’nn mundi taka harðlega á öllum „skemmdarverkamönn- um og vinstrimönnum" sem reyndu að æsa til uppþota. 300 manns látið lífið. Uppreisnarmenn hafa nú yfir höndina i öllu landinu, en óvíst nema vopnaðir stuðningsmenn Mossadeghs geri þeim enn erf- itt fyrir sumstaðar. Um 300 manns hafa látið lífið í bardög- um. Fréttaritari aðalmálgagns brezka Verkamannaflokksins, Daily Herald í Teheran segir í fréttaskeyti til blaðs síns, að Kashani, fyrrum forseti þings- ins, áður vi.nur en síðar einn höfuðandstæðingur Mossadeghs, hafi staðið að baki uppreisn- inni. Kashani sé sá sem nú hafi fengið völdin í hendur, þó Sahedi hafi verið gerður að for- sætisráðherra. Kashani hefur lengí haft orð fyrir að hata Breta, eins og alla útlendinga. Á stríðsárunum var hann hand- tekinn af Bretum fyrir þjónustu við nazista, og Sahedi var þá einnig sakaður um samstarf við nazista. •^r Brezku blöðin orðvör Það er í samræmi við þessa skýringu að brezku blöðin ræða atburðina í Iran variega og forðast að spá nokkru um, hver þýðing þeirra verði fvrir sam- Bandaríkin ©in á þingi Sovéíríkin sammála hinum vesturveldunum um tilhögun stjórnmálaráðstefnunnar Bandaríkin eiga nú í vök að verjast á allsherjarþingi SÞ vegna ágreinings Vesturveldanna um samsetningu og tilhögun stjómmálaráöstefnunnar um Kóreu. Visjinskí fulltrúi Sovétríkj- anna hefur lýst yfir því að hann geti ekki fallizt á þá hug- mynd Bandaríkjanna, að í stjórnmálaráðstefnunni taki að eins' þátt þeir aðiiar, sem beina hlutdefld hafa átt í striðinu. Af staða Sovétríkjanna er ákaf- 3ega svipuð afstöðu Bretlands og brezku samveldislandanna. Visjinskí hefur lagt til að eftir- farandi ríki eigi fulltrúa á ráð- stefnunn: Bandaríkin, Bretland Frakkland, Sovétríkin, Kína, Indland, Pólland, Svíþjóð, Burmg., Norður-Kórea og Suður Kórea. Fulltrúi Kanada hefur 3ýst yfir, að enda þótt ekki sé gert ráð fyrir því í 'þessari til- lögu, að Kanada eigi sæti á ráð stefnunni, geti Kanadastjórn vel sætt. sig við þessa áám- setningu. Selv/yn Lloyd, formaður brezku nefndarinnar á þinginu, talaði í stjórnmálanefndinni /í gær og sagði þá, að það ætti ekki að vera óklevft að komast að samkomulagi um hvaða ríki taki þátt í ráðstefnunni. en það er ljóst, að samkomulag verð- ur ekki ,ef Bandarikin láta ekki af þeirri kröfu, sem þau béra ein fram allra stórvelda vest- urs'ns, að í ráðstefnunni taki þau ein ríki þátt, sem her hafa átt í Kóreu, og ekkert í ræðu bandariska fulltrúans, Lodge, í gær benti til þess að þau hefðu breytt um skoðun, nema að því Ieyti að þau hafá neyðzt til að fallast á að Sovétríkin taki þátt í ráðstefnunni. band Bretlands og Irans. Brezka útvarpið vitnaði í tvö írcnsk biöð, sem bæði töluðu í gær um. að þjóðfrelsisbarátta Irans mundi halda áfram. 1 tyrkneska útvarpinu i gær var sagt, að Tudehflokkurirm, sem er vinstrisinnaður og hefur verið kenndur rið kommún- isma, hafi ekkert látið til sín taka, meðan á stjórnarbylting- unai stóð. Þó flestum fréttariturum og stjórnareriadrekum í Telieran beri saman um, að uppreisnar- menn séu nú orðnir fastir í sessi og stuðningsmenn Mossa- deghs geti enga von gert sér um að ná völdum aftur, skýrði fréttaritari Agence Fi-anee Presse' i Bagdad frá því, að þvi færi fjarri, að almenningur í íran hefði fallizt á stjórnar- skiptin. Búizt er við þvi, að keisarinn komi aftur til Irans í dag, það var ætlun hans að leggja af stað frá Róm á miðnætti í nótt sem leið. Sahedi hershöfðingi' heihisótti skrifstofur utanríks- ráðuneytisins í Teheran í gær. Hann flutti starfsmönaum ráðu neytisins ræðu og sagði þar, að vegna stefnu Mossadeghs hefði samband írans við önnur lönd versnað mjög. Það væri verkefni embættismannanna af bætá' úr því. Ean er Óvist um skipun ráðhcrra í stjórn Sahe- d's, c-ii tal'ð víst, að Nasrullah Entezam, aðalfnlltrúi Irans hjá. SÞ muni taka við utanríkisráð- h erraem bæt tinu. Tíí Marokkésoldáit seítar af Framhald af 1. síðu. valdalausan, hafa þeir auðsjá- anlega óttast áhrifavald hans. 'Guillaume hershöfðing'i, land- stjóri Frakka í Marokkó, flaug til Parísar í fyrrakvöld, og Bid- ault, utanríkisráðherra gaf hon- •um heimild til þess að setia sol- dáninn af. Guillaume flaug til Marokkó um morguninn og gekk í gær á fund soldáns til að til- kynna honum ákvörðun frönsku stjórnarinnar. Soldáninn neitaði að beyigja sig og var þá það ráð tek.ið að flytja hann og tvo syni hans nauðuga í útlegð til Kor- síku. Var flogið með þá þangað þegar í gær. ^ Höllin umkringd. Höll soldánsins í Rabat hefur að undanfömu verið umkringd af frönsku herliði, búnu skrið- drekum og öðrum vopnum. Allar slmalínur til hallarinnar hafa verið rofnar síðan Frakkar neyddu soldáninn til að undir- rita samninginn um „stjórnar- bót“. I dag er helgidagur múhameðs- manna og er þá venjan að höfð- ingjar þeirra komi saman til að hyll.a trúarleiðtogann. í gær tóku ,að streyma til Rabat ættar- höfðingjar ásamt liði sínu, en þeim var fyrirskipað að bíða utan borgafhliðanna eftir frekari fyrirmælum. Lýsit var yfir út- göngúbannj i 'borginni miili sólar. lags og sólarupprásar. ^ Bandamenn hittast. Guillaume landstjóri flaug frá Rabat til Casablanca, þar s.em E1 Glaoui dvelst og hittust þeir á flugvellinum. E1 Glaoui hefur saínað um si-g hirð ættarhöfð- ingja, sem fylgja h-onum og eru þeir á fjórða hundrað talsins. Ít Hlægilegur íyrir- sláttur. Franska stjórnin reyjidi í gær að halda því fram, að hún hcfði 'þvi aðeins sett af soldáninn til að koma i veg fyrir þorgara- i&yrjöld og blóðsúthellingar í landinu, en hætt er við að fáir fallist á þá skýi'ingu. Sannleik- urinn er sá, eins og -getið var í brezka útvarpinu 'í gær, að franska stjói-nin hefur enga heimild til þess að setja soldán- inn af. •fc Þokkaleg vernd það. Það var árið 1912, að Frakkar neyddu þáverandj soldán til að undii'rita samning um, að Frakk- ar tækju að sér „vernd“ lands- ins. Þessi nauðungarsamninigur er það eina sern Frakkar geta réttlætt dvöl sína i landinu með og í honum er ekki gert ráð fyrir neinni heimild þeim til handa til afskipta af því hver ge-gni soldánstigninni. Núvei'andi soldán hefur farið með völd siðan 1927, hann var frarnan af talinn Frakkavinur af þjóðfrelsishreyf- ingunni, en síðan 1943 hefur hann staðið æ fastar gegn yfir gangj Frakka. jc Arabaríkin mótmæla. í fyrrakvöld komu fulltrúar sex Arabaríkja hjá SÞ saman á fund d New York og eftir fund- inn var gefin út yfirlýsing, 'þar' sem Frakkar voi'u vai'aðir við þvá, að alvarlegar afleiðingar mundu hljótast af ef soldánum yrði vikið frá. Fulltrúar 16 Araiba- og Asíuríkiia hiá SÞ ræddu iatburðina í Marokkó í gær, og einn þeirra, fulltrúi Sýr- lands, fór þess á leit á kvöld- fundi stjórnmálanefndarmnar að hún tæki þá til meðferðar. liggur {eiðin 1» M.s. Dronníng Álexandríne fer frá Reykjavík til Færeyja og' Kaupmannahafnar 1. sept. n.k. Farþegar sækj farseðla í dag. Frá Kaupmannahöfn fer skip- ið 25. ágúst til Færeyja og Reykjavíkur.—Flutmngur ósk- ast tilkynntur sem fyrst til skrifstofu Sameinaða í Kaup- mannahöfn. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen (Erlendur Pétursson) Hefkaupanda að 2. til 3. herbergja íbúð á hitaveitusvæðinu, mikil útborgun. 'íiatfmi Ólafsson, hrl., Vonarstræti 12. Menntamálaráðherra Sovét- ríkjanna upplýsti á fundi Æðsta ráðsins í siðustu viku, að á þessu ári mundi samanlögð upp- lög bóka, sem þiar eru gefnar út, nema allt að 1.000.000.000 eintaka. Það sva.rar til fimm bólva á hvern borgara í landinu. m Bóistruð húsgögn Séfaseft og stólar fyrirliggjandi Hásgagnabólstrim Þorkels Þorleifssonar, Laufásveg 19. — Sími 6770 Verknámsdeildir skólans starfa yfir mánuðina janúar, febrúar, marz n.k. í tveim deildukn bæðii fyrir stúikur og pilta.—Kennslugreinar þær sömu og s.l. vetur. Nemendur er voru í skólanum s.l. vetur og ætla að setjast í annan bekk, sendi umsóknir sem fyrst. Umsóknir skuiu sendar til undirritaðs fyrir 1. oktober. Páll A^alstemsson, Skólastjóri, , |?fj'T j«

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.