Þjóðviljinn - 15.09.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15. september 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Bylting í kvikfjárrækt boðuð
" Kálflausar kýr og uxar mylkt — Egg úr
nýfœddum kvígum frjávguS
Notkun kynhormóna til að haía áhrií á frjósemi
og æxlun búpenings mun brátt valda byltingu í
kvikfjárrækt að sögn fremsta dýralífíræðings Bret-
lands.
I ræðu á fundi Brezka vís- áhrif í ákveðnar taugar í hei'
indafélagsins í Liverpool li síð-
ustu viku skýrði John Hamm-
ond, prófessor við háskólann i
Cámbridge, frá nýjungum í
fræðigrein sinni.
Stirtlur bera kálfa kostakúa
Hann skýrði frá því 'hvernig
frjóvguðum eggjum úr afbragðs
kúm er komið fyrir í kvígum
af lélegu eða meðal kyni. Kvað
hann myndi líða að því að þessi
aðferð yrði notuð til kynbóta í
stórum sfcíl.
í eg'gjakerfi nýfædds kvigu-
•kálfs eru um 70.000 egg en fá-
■títt er að kýr eigi fleiri en 10
kálfa ef náttúran er látin ráða.
JVteð því hinsvegar að örva
eggjaþroskann með hormóna-
gjöfum og setja frjóvguð eggin
í aðrar og lakari kýr sem síðan
ganga með kálfinn „ætti að vera
hægt að auka viðkomu úrvals
kúa eins og v'ðkoma nauta hef-
ur verið aukin með sæðingu“.
Mjólkurkýr bera holda-
kálfum
Pi'ófessor Hammond benti
einnig á það, að ekki væri þýð-
ingarlítið fyrir kjötlitla Þjóð
eins og Breta að geta látið
mjólkurkýr sínar bera kálfum
af ho’.dakyni.
iHann viðurkenndi að erfið-
leikar væru því samfara að
færa egg á milli kúa án þess
að gera á þeim uppskurð, vegna
þe'ss að líffæri n.autgripa sem
eru undir áhrifum hormóna-
gjafar eru mjög næm fyrir sýk-
ingu.
Nautgripahjarðir á eggstig-
inu fluttar með þrýst'-
loftsvélum
Þegar þeim vandkvæðum hef-
ur' verið rutt úr vegi mun að
á’iti prófessorsins „verða hægt
að flytja heiiar hjarðir hrein-
kynja nautgr'pa í frjóvguðum
tggjum livért á iand sem er
mtð þrýsliloftsfiugvé um nútím-
ans fyrir jafn marga shiilinga
og nú kostar sterlingspund að
flytja einn kynbótagrip“.
Sá tími er heldur ekki langt
undan, segir hann, að hægt
vérðj með hormónagjöfum að
tá frjóvgunarhæf egg úr ný-
faéddum kvígukálfum. Það mun
hraða ö.Uum kyntaótum .að mun
því að þá fæst nýr ættliður á
l.verju ári.
Ljósgjöf ræður fengitíma
.Einnig lýsti prófessor Hamrn-
ond því, hvernig hægt jer að
f.ýta eða seinka fengit'íma h;á
ám og ihryssum með því að
auka eða minnka birtuna á þeirn
hvérn sólarhring. Hann sagði að
þéssar birtubreytingar væru
eins og dulmálsskeyti og hefðu
Þar sem brœS-
anum sem stjórna því hve mik-
:ð af hormónum heiladingullinn
gefur frá sér.
Fryst sæði geymt i ár
Hann • kvaðst tengja mikisr
vonir við það að tekizt hefur að
geyma sæði í glysseríni fryst
niður í 79 gráða kulda. Margir
kálfar hafa þegar kómið í hein,-
i'in eftir sæðingu með sæði, sem
ge.vmt hefur verið á þennan hátt
í ' ár eða lengur. Prófessormn
sagði að þessi geymsludðferð
gerði það að verkum að hvef
dropi sæðis úr kynbótanautum
kemur að fullum notum. Hægt
er að þynna sæðið hundraðfEt
eg því tæknilega mögulegt að
sæða allar kýr í Bretlandi með
sæði ,,úr hundrað nautum eða
þar úm bil“.
Nyt úr kálfiansum kvígum
4500 lítrar
Með hormónagjöf hefur tetc-
ízt að gera kálflausar kvígur
mvlkar á sex vikum og nvtin
úf þeim hefur komizt upp í
4Ó00 litra.
Á sama hátt er hægt að gera
mylk unga uxa og kýr sem ekki
balda. Uxarnir mjólka þó litið
vegná þess hve spenarnir .V þeim
eru lítt þroskaðir. PróS'.s'.iu
Hammond lauk máli sínn með
þvi að segja, að þegar hægt
yrði að stjórna vexti júgra og
spena með hormónagjöfum
,,æí(i ekki aðeins að verða hægt
að gera iélegar mjólkurkvr »ð
goðum mjó kurkúm, heldur líka
að fa fu'.la málnytu úr uvum"
Skaltcr og verðfag lœkka í
Rúmeníu og Ungverialatidi '
10.000 vörutegundir lækkaðar í
verði um fimm til 60%
í síðustu viku kcm til framkvæmda verðiækkun á
10.000 vörutegundum í Ungverjalandi. Lækkunin á ein-
stökum vörum nemur frá fimm og upp í 60 af hundraði.
Omrelilll iiiun afnema arf-
geugi sæta I lávarðaddldinni
íhaldsmenn hyggjast koma í veg
fyrir að deildin verði lögð niður
með öllu
Stjórnmálamenn í London hafa það fyrir satt að. í há-
sætisræöu Elísabetar drottningar við þingsetningu í haust
muni íhaldsstjórn Churchills lofa umbótum á skipun lá-
varðadeildarinnar í brezka þingiinu.
42 ára gamalt loforð efnt
Liðin eru 42 ár síðan þrezka
þingið hét því að gera þá
breytingu á að sefa í efri deild-
inni yrði ekki lengur arfgeng i
brezkum aðalsættum en af
efndum hefur ekki orðið enn.
Ástæða íhaldsstjórnarinnar til
að eiga frumkvæði að þessari
breytingu á stjórnskipun Bret-
lands er sú, að íhaldsmenn ótt-
að ,að Verkamannaflokkurinn
hafi í 'hyggju ,að afnema lá-
varðadeildina með öllu ef hann
kemst aftur til valda. Vona
íhaldsmenn að ekkert verði úr
bundið við tvö ár og fyrir það
girt að hún igeti fellt eða frest-
að nokkru lagaákvæði varðandi
fjármál.
Ekkert hefur verið látið uppi
Framhald á 11. síðu
Það eru hin,ar margvíslegustu
neyzluvörur, sem lækkaðar eru
í verði. Einnig er igjald fyrir
rr.argskonar þjónustu lækkað.
Brauð, sykur, bjór
Af matvælum lækkar hvítt
hveitibrauð um 12%, heilhveiti-
bráuð um 14%, sætar kökur 10
til 30%, sykur 10%, ávextir
15% cg tojór lækkar 10 til 13%
í verði.
VefnaCan'ara, skór, sokkar
Af f.áthaðarvörum iækka fatá-
efni um 10 til 22.5%>, léreft um
40 t:l 60%, ullarteppi 20%,
bamafatnaður 10 til 30%, næ-
lonsokkar 10 til 30% og leður-
skófatnaður lækkar i verði um
10 til 40%.
Saumavélar, byggingarefni,
biómiðar
Múrsteinar voru lækkaðir í
verði um 30% cg annað bygg-
ingarefni um 20%. Saumavélar
lækkuðu 32.5%, útvarpstæki 10
til 20%, reiðhjól 30% og hús-
■gögn lækkuðu 10 til 20% í verði.
Gjald fvrir þvott v.ar lækkað
um 10 til 15%, verðiag á veit-
ingum á veitingahúsum 6 til
15% Oig verð aðgöngumiða að
bíóum og leikhúsum var lækkað
um þriðjun'g.
Bændum gefn'r eftir
skattar
Sama dag og þessi verðlækk-
un kom til framkvæmda ’í Ung-
verja’.andi var birt í Búkarest
tilkynning frá rúmensku stjóm-
inni um lækkaða skatta á bænd-
um. Nemur lækkunin 20 til 50
af hundraði cig er jöfn á sam-
yrkjubændum og bændum setn
búa einkabúskap. Skatta’ækk-
unin nær aftur fyrir sig til
síðustu áramóta. Ríkisstjóraiu
segir að með skattalækkunlnni
sé ætlunin að ýta undir land-
búnaðarframieiðsluna og bæta
með því lífskjör þjóðarinnar.
Súrefni Sianla
Enski hlaupagarpurinn Rog-
er Bannister, sem er Úekna-
nemi, skýrði fundi brezka
vísir./daféiagsins um daginn
frá þeirri hugmjnd sinni, a®
langhaupurum yrft; ekkert ó-
mögulégt ef þeir fengju a®
nota súrefnistæki á h aupun-
um.
„Fjallgöngumenn skirrftust
ekki við að nota súrefrJisíæki
tii að komast upp á Everest-
fjall. Ef hlauparar gætu gert
h'ift sania myndu metin fjúka
eins og fis“, sagfti Bannister.
„Það er siftfræðilegt úrlausn-
arefni, hvort slíkt sé eyfilegt
í iþróttum".
í tilraunum á stgmyr.si
hefur komið í ljós að menn
urðu uppgefnir eftir átta
mínútur þegar þeir önduðu
að sér venjulegu andrúmslofti
en virtust geta haldið áfrám
endalaust þegar þeir fenga
66% súrefrt’.
BRÚARSMÍÐl í NORÐUR-KÓREU
slíku ef skipan
verður breytt.
déildarinnar
Brezka nýlendustjórnin i
Kenya hefur veitt innbormim
lögregluþjóni 1125 kióna verð-
laun fyrir að skjóta tó'i bana
bróður sinn, sem talinn var með-
limur. í Má-má mótspyrnuhreyf-
ángunni gegn Bretum. Bróðir-
inn var grunaður um að vera
valdur að morði föður þeirra.
Sömu völd
Það mun vera ætlun brezku
ríkisstjórnarinnar að láta lá-
varðadeildina hafa sömu völd
og henni voru ákveðin 1911 þeg-
ar vald hennar til að fresta
framkvæmd laga, sem neðri
deildin hefur samþykkt, var
Aðstoðarframkvæmdastjóri
endurreisnarstofnunar SÞ í Kór-
eu, Bretinn sir Artliur Rucker,
sagði blaðamönRum í London í
síðustu v'ku að fjárdráttur væri
svo algengur meðail embættis-
manna stjórnar Syngmans Rliee
í Suður-Kóreu að enigin leið
væri að ábyrgjast það að veitt
aðstoð kæmist nokkrn sinni til
þe'rra, sem mesta þörf hafa fyr-
ir hana. „Þetta er svikamylla“,
sagði sir Arthur. „Ekki einn ein-
asti embættismaður fær svo
mikil laun að hann geti lifað á
þeim“.
Síðan vopnaJhléð komst á í Kóreu hefur verið tekið til óspilltra málanna við endurreisnina í
Norð’úr-Kóreu. Eitt af því sem mest áherzla er lögð á er að gera við brýrnar en varla nöfckra*
einasta er heil eftir loftárásir Bandaríkjamanna. Á myndinni sjást kóreskir og kínverskir veirk-
frseðingar að leggja nýja járnbrautarbrú á gamla stöpla nærri Kaesong,