Þjóðviljinn - 15.09.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.09.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. september 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ísienzkar mýrar vel fallnar til mótekju með stórvirkum véium A. Ording, hinn no'rski mó- verkfræðingur, sem hér var sumarið 1938 til þess að at-huga mómýrar, taldi íslenzkar mýr- ■ar vel fallnar til mótekju með stórvirkum vélum. Mómýrar hér hefðu að vísu þann igalla, að þær væru talsvert öskurík- ar, askan yfirleitt mun hærri ,en í mýrum, ,sem unnar voru i' Skandinavíu. Á hinn bóiginn hefðu íslenzku mýrarnar ýmsa kosti umfram skandinav<ísku mýrarnar. Stærsti kosturinn er sá, 'að mýrarnar eru að mestu lausar við seigar, stórar rætur af furutrjám eða öðrum hörð- um viðartegundum. Þær trjá- rætur og lurkar, sem eru í ís- •lenzkum mýrum eru af birki- kjarri og venjulega vel rotnað og molnað. Aðstaða til fram- ræslu mýranna er yfirleitt góð, cg þær eru svo stórar, að hægt er að koma við hvers konar stórvirkum tækjum og vélum við mótekjuna. Ording segir, :að það sé spurning, hvort ísland hafi efnd á því að láta þær mill- jónir hitaeininga, sem fólgnar eru í mónum, liggja ónotaðar í jörðu. Samkvæmt hans áliti ■kemur einkum til greina fram- leiðsla á eltimó með stórum, sjálfvirkum véium t. d. eftir Wielandsaðferð. Einnig gæti mótekja með fræsiaðferð og íramleiðsla á 'bríkettum komið til igreina, t- d. á Kjalarnesi eða hjá Búðum. Eina mýri taldi Ording hentuga til framleiðslu á mósalla, en það er Múlamýri. iMúiamýrin er mosamýri og tal- in mörg hundruð hektara að stærð og liggur fyrir vestan Mú’a (staðu.rinn ekki nánar tiltekinn). Ordin-g gerði ráð fyrir að við þessa mýri mætti byggja mósalla-verksmiðj u, sem framleiddi 5—10 þúsund bal’a á ári. Ur efstu lögum Eiðisvatnsmýrar við Katanes (1000 ha) er gert ráð fyrir að vinna mætti sem aukafram- leiðsu trefjaefni, nothæft 'í ■pokastriga og þess háttar igróf- an vefnað. Grasrótin og efstu lögin, rofið í þessiari mýri, er myndað af seigum trefjum af eriophorum að mestu. Neðri fög mýrarinnar eru mynduð af birkikjarri. Mótekja með Wie- landsvélum, . eða öðrum vélum af svipaðri gerð, hefur þann kost, að mólag frá mismunandi dýpt blandast saman og fram- leiðslan verður því tiltöluiega jöfn að igæðum. Wielandsvélar eru frcmur einfaldar í meðför- um; 4 menn þarf til þess að vinna við sjálfa vélina, scm framkvæmir mótekju, eltu og breiðslu á þurrkvöll. Auk þess þarf vinnu við að snúa mónum á þurrkvelli cg taka hann sam- an í hrauka. 'Gera má ráð fyr- ir, að mótekia hér á landr geti staðið í 60 daga "á sumri að minnsta kosti, og ef unnið er ■allan sólarhringinn eins og sjálfsagt er, fást ca. 1500 vinnu stundir á sumri til mótekjunn- ar. Ti/raunir til eltiinóviiirslu liér á landi Sumarið 1939 voru 'gerðar tvær tilraunir með móvinnslu með einföldum eltivélum hér á landi. Önnur á Akureyri, hin hjá Skarfhóli nálægt Hvamms- tanga. 1) Tilraunin á Akureyri: Mó- eltivélin v.ar af gerðinni Anrep- Svedala No. II, keypt hingað notuð frá Noregi að tilhlutun Helga Valtýssonar, sem sá um þessa tilraun. Undirstaða vél- arinnar var járnvaign með plankapalli fyrir rafmótor. Skúffulyfta v.ar til aðflutnings á mó úr gröfinni, 10 m löng. Vélin var rekin af 40 hestafla rafmótor. Snúningshraði e,lti- vélarinnar er 240—260 sn/m. Þegar vélin var til'búin, var orðið mjög áliðið sumars og 'þótti ekkf táka því að flytja hana út í mýri til vinnslu og var henni því komið fyrir á Oddeyrartanga. Flutt voru að vélinni nokkur bilhlöss af mó til tilraunavinnslu. Vélin vann þá 9000 kg. ,af blautum mó á klst., en það mundi samsvara 20—30 tonnum af þurrum mó á dag með 10 klst. vinnu. í fullum rekstri 1 mýri þarf starfslið að vera 15 menn. 2) Tilraúnin hjá Hvamms- tanga. Vélin var smíðuð að nokkru leyti hjá Jensen & Ol- sen Maskinfabrik i Esbjerg og að nokkru leyti hjá Héðni h.f. ií Reykjavík. Vélin kostaði alls tæpar 20 þús. krónur og :af- kastaði 25 tonnum af þurrum 1 kaíla þeim úr rlt- inu „lslenzkur mór*‘ sem hér er birtur skýrlr Óskar B. Bjarnason efnaverk- fræðingur frá íil- raunum sem geröar hafa verið liér á landi með móvinnslu með vélum, og ýms- um lielztu aðferðum til hagnýtingar þessa verðmæta jarðefnis. mó á dag með 15 manna starfs- liði og 10 klst. vinnudegi. Út um vélastútinn kemur óslitinn móstrengur, 1 m á hverjum 12 sekúndum, eða 500 fjalir á klst. Hver fjöl vegur 20 kg. að meðaltali blaut, en þurr hér- umbil 7 kig. 143 fjalir gera 1 tonn af þurrum mó. Fýrir hvert tonn af þessum mó þurfti hérumbil 20 fermetra þurrk- VÖI'l. Sumarið eftir (1940) var nokkuð unnið af eltmó í smá- um vélum, sem smíðaðar voru af Sigurlinna Péturssyni, tré- smið. En þetta sumar var ákaf- lega votviðr.asamt, og mis- heppnaðist móvinnslan því með öllu og varð því lítið úr mó- vinnslu með vélum eftir það. Sjálfvirkar móvinnsluvé'ar Á seinni árum hafa verið ■mikið notaðar svonefndar Wie- lands vélar til mótekju. Þær 'grafa móinn sjálfar og elta hann og leggja hann frá sér til þerris. Afköst þessara véla eru mjö-g mikil, og þær eru þvánær sjálfvirkar, svo iað lítinn mann- af'lia þarf við þær. Þorkell Clementz lýsir því til dæmis i; frásögn frá Svíþjóð 1918, að við móvinnslu hjá bænum Vis- landa sé tekið upp með e'inni Wielandsvél með 3j.a mann.a á- ihöfn sem svari 70—80 tonnum af þurrum mó á dag og skili vélin mónum frá sér ibreiddum á þurrkvöll. Á þessum stað var framleitt móduft eða „mómél“, eins cg það er nefnt í skýrslu Þorkels Clementz, og notað til kynd- ingar og til framleiðslu 'í brik- ettum. Framleiðsilukostnaður mómélsins var talinn 9 kr. sænskar, en söluverð 12 kr. Verksmiðjan stóð á mýri, sem var 200 ha. að stærð, og var talið, að mórinn mundi endast verksmiðjunni í 30—40 ár með 20 þús. smáiesta framleiðslu á ári. Wielandsvélar 'geta igrafið 5 m djúpt O'g 1 m breitt með- fram framræsluskurði. Þær ■taka frá öllu stálinu samtím- li'S O'g flytja þannig að eltivél- inni blandaðan mó frá efri og neðri lögum mýrarinnar. Þess ar vélar eru reknar af 65 hest- afla rafmótor og geta framleitt 'Um 75 tonn af mó á dag (=600 rúmm. í gröf). Slíkar vélar hafa verið mikið notað- .ar t. d. i Danmörku síðan 1940. Eftir stríðið hefur móvinnsla með véíum verið tekin upp af miklum krafti 4 írlandi. Á síð- ustu 4—5 árum- hafa verið byiggðar þar þrjár raforku- stöðvar með samtals yfir 100 þús. kw. afli, reknar eingöngu með mó sem eldsneyti. Hjá Portarlington-stöðinni, sem var tilbúin árið 1950 eru notaðar vélar líkar þessum, með graf- skóflulyftu, eltipressu og keðjuflytjara, ,sem skilar mó- kögglunum frá sér á völlinn. Hver vélasamstæða vegur 40 tonn og gengur á beltum. Á hverri vél er 6 manna áhöfn 'Og er unnið í 8 klst. vöktum ■allan sólarhringinn yfir sum- arið, og framleitt með hverri vél ca. 20 þús. tonn af mó með 30% raka, Vélamar eru reknar af tveim rafmótorum, öðru.m 40 kilówatta, hinum 25 kílów.atta. Vélarnar eru smíð- aðar á írlandi. Ein" sl k véla- samstæða er talin þurfa 240 'ha. mýri, til þess að undan- færi sé nóg í óslitinni vinnslu. Þetta stór mýri á að endast í 31—33 ár með þvl, að tekin séu 20 þús. tonn á ári. í Sovétríkjunum haf.a ný- lega verið smíðaðar móvinnslu- vélar, sem afkast.a 200 rúmm. ■af mó úr gröf á klst. hver sam- stæða. Jafnframt er talið, að vélar þessar séu miklu full- komnari en eldri móvélar, séu t. d. miklu sparneytna.ri á orku ‘Oig þurfi minni mannafla. Sprautuaðferðin Sprautuaðferðin til vinnslu á mó er á þann veg, að vatni er beint á móinn með sterkum dælum, og er hann losaður með þvi móti. Móleðjan fer fyrst 'gegnum dælu og tætara, en er síðan látin safnast 'i stóra þró og þaðan er henni dælt á þurrkvöll. Móleðjan inniheldur enn meira vatn en við venju- lega voteltu eða 95—97%^ Þurrkvöllurinn barf að vera síóttur grasvöllur, sem liggur nokkuð hátt með sendnu und- irlagi þann’g, að vatnið geti si'gið fljótt niður. Aðferð þessi var fundin upp í Rúss- landi cg mikið notuð þar. Að- ferðin er einkum hentug ij mýr- um, þar sem mikið er af stein- um O'g stórum lurkum úr hörð- um viði, scm va'da skemmdúm á vélum, og því erfitt að beita venju’egum grafvélum og elti- vélum. Vatns- cg leðjudælur þær, sem eru notaðar við þessa aðíerð til móvinnslu, þurfa að vera mjög afkastamiklar, eða yfir 100 tonn á klst. Fræs'aðferðin Fræsiaðferðin er þannig, að rutt. er ofan af nokkuð stórri spildu, t. d. 100x30 m. Síðan er yfirborðið s’éttað qg valtað oig mórinn tekinn frá yfirborði og niður eftir þannig, að ca. 2 cm þykkt lag er loáeð af ■ö’lu yfirborðinu með fræsara eða heríi. Mólagið, sem þannig er losað og tætt upp, er látið þorna þar sem þaþ er komið, áður en næsta lag er losað. Mónum er snúið með sérstök- um snúningsvélum, cg þegar vatnsinnihaldið er komið niður í oa. 50%, stundum 30%, er því sópað saman með skúff- um, sem festar eru framan á dráttarvél. Vegna þess, að mór- 'inn er tættur sundur í smá- köggla eða mola, tekur þurrk- un tiltölulega skamman tima. Þurrkatíminn er annars mjög mislangur, fer eftir veðurfari. Ef aðeins er þurrkað niður í 50% vatn, getur því verið lok- ið á hálfum degi, ef blástur er, annars tekur það frá 1—4 daga. Við fræsunina sjálfa þarf líka þurrt veður. Það er aug- ljóst, að fyrir þessa vinnslu þarf mýrin að vera ræst vel fram. Brikcttuframle ðsla Fræsiaðferðin er venjulega tengd brikettuframleiðslu, og' er .mórinn há vélburrkaður nið- u.r í 10-—12% vatn, áður en hann er pressaður. Bríkettu- framleiðs’an getur farið fram allt árið um krinig, en siálf mó- tekjan, með hverri aðferð sem er, hlýtur ætíð að verða sum- arvinna. Hægt ,cr að búa til bríkett- ur úr mó mcð um 20% raka og án þess að nota neina vél- þurrkun, ef unnið er eftir Severin Petersens aðferð. Loft- þurrkun niður í 20—25 7o hef- ur fongizt með því, 1. að mór- inn er vel mulinri, 2) yfir- borðið er valtað og sléttað, áð- ur en mónum er dreift á það til þerris og 3) mómylsnunni er safnað saman með sogum. Aðferð'n er í stórum dráttum þessi: Landið er ræst vel fram og rofið fluct iburtu. Yfirborð- ið er valtað vandldga með þu.ngum valtara. Þvínæst er •heflun framkvæmd með þar til gerðri vél, , sem dregiri er af traktor. Heflivéiin (fræsivél- in) snýst 1200 sn/m. og skefur og tætir 1—1.5 cm. niður í yf- irborðið, valtar og strýkur flötinn jafnóðum og kastar mylsnunni aftur frá sér á flötinn, pressaðan cg strokinn. Mylsnan er síðan ekki hreyfð, fyrr en henní er safnað sam- an fullþurri með sog’un með loftdælu. I tilraunavinnslu ná- lægt Sorö hefur tekizt að þurrka tvö mólög á dag n’iður í 20% raka mcð þessari aðferð. Við bríkettuframleiðsluna er mórinn fyrst sáldraður og mul- inn frekar, siðan er honum safnað í trektmyndaðan geymi cg þaðan rennur mómylsnan niður i pressuna, sem slær því sem næst 1 föflu á sek. 1 pressa igetur framleitt 30—40 tonn á sólarhrinig með 16 klst. vinnu, eða 10 þús. tonn á ári. Til þess þarf landrými fyrir fræsivélina að vera 350 dek- arar. (Samkvæmt frásögn Sveinbjörns Jónssonar, bygg- ingameistara 1936). í Sösdala í Svíþjóð var árið 1940' byggð bríkettu- verksmiðja, sem framieiðir 50 þús. tonn af bríkettum á ári. Unnið er eftir svonefndri Peco-aðferð. Þar er móirinn. unninn með fræsiaðferðinni en ekki loftþurrkaður nema niður í 50%. Bríkettufram- leiðsla fer fram á þennan hátt: Mórinn er fyrst malaður og sáldaður. Það grófasta úr mónum, sem ekki fer gegnum sáldið, er notað til kynd'ng- ar undir kötlum en fer fyrst gegnum þurrkará, sem hitað- ur er með reyk frá kötlun- um. Mómylsnunni frá sáldinu er blásið gegnum þurrkara sem samanstendur ,af 5 síva.In- ingum með hilaslöngum. Eftir að mórinn hefur farið í gcgn-. um fyrsía sívalninginn, skilst hann frá loftstraum í trekt O'g er síöan bláslð með loftstraumi gegnum næsta sívalning cg er þanriig þurrkaðux úr 50% raka í 10%. ;Fyrstu 3 sívalning- arnir eru hitaðir með lágþrýsti- gufu frá túr.bínu, en hinir 2 síðustu eru 'hitaðir mcð þétti- varma frá igufunni, sem fæst úr mónum við þurrkun í hin- um 3 fyrstu. Þesslr tveggja stiga Peco-þurrkarar eru mjög hitasparneytnir. Notkunin er 400—450 kcal. fyr:'r kg. af vatni, sem eimað er úr món- Framh. á 11. síðu. lækr-ir ín memoriam Bjami Gddsson var Reyk i víkingur í 'báðar ættir cg fædd ur hér í höfuðstaðnum, 19 júní 1307. H.ann varð stúden 3 328, en lauk embættisprófi læknisfræði á afmæiisdaginn r. nn 1934. Um haustið sama ár s gld; hann til Kaupmannahafn- r,r ti! framhialdsnáms. Vann r snn á sjúkrshúsum i Dan- r örku cg stuttan t'lma i Þýzka- '•mdi. Um skoið var hann að- r oðarlæknir i sjúkrahúsiim t Fundcrs cg Frederikshavn. Þeg- c,r stríðinu l.aúk hvarf hann I pim til ísl-ands og st.urdað' 3 -aknisstörf í Reykjavík. Árif 1147 fór h.ann til E.anmerkur rg 'iinn 13. nóv. s.á. varði hanr diktorsritgerð við Kaupmanna- haínarháskc’a Um mæausaxli. í 5 vetur var ég sambekk- ingur Bjarn.a Oddsscnar í Menntaskólanum. Mér er hanri minnisstæður scm e:nn mesti fjörkálfur bckkjarins. Eftir stúdentspróf urðu samfundirnir ekkl tíðir. Bekkj;arbræðurnir hittust sjaldan í hóp, venjulega á 5 ára fresti, þegar árgangur- Bjarni Cdílsson inn minntist stúdentaafmæl's- ins, síðast í vor, 'þegar fcgnað var a’darf jórðungsafmcéli. Ég furðsð' rr.'ig a-ritaf á bvi; á þess- um fundum okkar, hve Bjarni Oddsson breyttist Ktið. Hann v.ar nú orðinn lærður doktor og Fiair'i'ald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.