Þjóðviljinn - 19.09.1953, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.09.1953, Síða 4
E 4) — ÞJOÐVILJiKN — Laugardagur 19. t :>l 'nitk'r 1953 MB STEPHÁN G. STEPHÁNSSON: Má íslesizk Það, sem mig bítur stund- um mest, er i>etta íslenzka: „að vera eins og stórþjóð- irnar“, það er svo smáþjóðsál- arlegt að geta ekki hu-gsað neitt nema það næsta, sem maður sér fyrir sér, og sjá þó ekki kost og löst á því. Eg tek til dæmis fánamálið frægia, það er merkja-gleggst, en önnur eru því lík. Eg var ekki fanginn af því, þegar það var fitjað upp fyrst, það var að- flutt frá Norðmönnum. Eg get enn ekki hljóðað mig hás- an fyrir neinni flík á stöng. Þó veit ég, að þjóð-fánar eru nauðsynlegir sem kennimerki, og ber virðingu fyrir þeim. En einmitt af því þeir eru einkan- •lega kennimerki, ríður á, að þau séu sem ólíkust, einkuiu ríður smárri ag lítt-þekk;ri þjóð á að eiga sér einkenni- legan fána, helzt svo, að ó- kunnugum verði í fljótu bragði starsýnt á og spyrji: Iivers fáni er þetta? Maður ætlaði, að íslendingar sæju þetía. Nei, nei, um að hugsa að líkj- ast „stóru frændunum“, Dön- um, Norðmönnum, Svíum og jafnvel Englendingum. Fáninn þurfti endilega að vera íngi- ríður allrasysúr, enda varð hann það alitaf meira og meira, unz engir nema sér- fræðingar muna m’smun á honum frá öðrum óteljandi krossfána-fígúrum. Það er eins og íslenzkum stjórnmá'a- mönnum sé fyrirmunað að hugsa, oftast nær. Segjum þeir hefðu ekki viljað hafa „heiðni“ í „flaggi“ sínu, fyrst það fór ekki með „krossinn Krists“ — en viljað - þó ekki gerast tómar eftirætur, sizt merkja sig svo. nú. þa var himinninn þó eftir, af honum höfðu [að] vísu aðrir tckið sól, tungl og stjörnurnar, og auðvitað sneyðir að því, en þá átti ísland serstaklega „norðurljósin", sem .enginn hefur hrifsað enn, og „friðar- bogann“, sem á heima hvar sem regn íellur og só’ skín, Gg ónuminn af ölluin þjóðnn, verðugt merki þeirrar þjóðar, sem. ævinlega fór með friði yf- ir höfin, og nógu marglitt til að þóknast þeim augum, sem iglossinn gengur bezt í. 'Svona er nú mín lund um þetta mál og fleiri. Við erum á einu máli í því, að áslenzk járnbraut ætti að vera rafmögnuð, eins og ef- laust er auðvelt. Að hugsa sér jámbraut heima, rekna gufu- afli frá aðkeyptum kolum, kórónar 'alla jámbrauta-fá- fræði. Eftir því litla viti, sem ég hefi á afleiðingum járn- •brauta út um heim, vil ég enga slíka á íslandi, nema hún yrði byggð eingöngu til þjóð- nota, engum til gróða, og þá, þegar vit og þekking í land- inu sjálfu er því vaxin að vinna slíkt verk og lands-sjóð- ur á það fé á reiðum hönaum (í igulli eða verzlunararði), sem nægir til að borga þá á- höfn al’a, sem kaupa þarf er- lendis. Manns-vinnu ialla niá greiða með þjóðar-ávisunum á sjálfa sig, sem kallaðar eru bréfpeningar og gilda innan- lands, fyrir þá fær vinnumað- urinn nauðsynjar sínar fyrir verk sitt, og þjóðin verk hans í brautinni fyrir þær. En þver- öfugur er ég móti járnbrautar- þörf á íslandi, undir því fyrir- komulagi þeirra, sem enn tíðk- asf í heiminum, og um annað er enn ekki að tala. Járn- braufir er a og ö í. auðvaldi og örbirgð landanna, systur samsteypnanna og fóstrur fjárglæfranna. Um það er ekki að villast. Þeir, sem á endan- um eignast þær, hafa aldrei lagt 5 cent af 100 í þær. Svo er það í Bandaríkjunum, sagt fyrir rétti af sjálfum þeim. Allar eru þær svikabyggingar, vísvitandi, verkeigandans og eigendanna, sem stjóma, þegj- andi þjófa-brögð. Hlutir og veð í þeim eru seld, ekki eftir sannvirði verksins, heldur eft- ir lögmálinu „allt; sem á verð- ur lagt“ — all that the traffic bears —' sem sé, verði hægt að toga út úr þjóðinni svo hátt flutningsgjald, að ágóðinn af eins dals hlut svari vöxtum af 100 dölum, án þess að farið sé svo hátt, að flutningar verði frágangs-sök margra, sökum getuleysis að borga fyrir, því það væri brautinni tap, nú, þá er stofnféð, einn dalur, gerðiu: að 100. Svo þegar brautir fara á hausinn, og með þessu lagi igera þær það allar, fyrr eða síðar, af þeirri einföldu á- ■stæðu, að framleiðsla og notk- un rís ekki undir álögunum takmarkaiaust, þá verður rík- ið að taka við þrotabúinu og balda uppi háum flutnings- igjöldum á almenning, til þess að hlutir verði ekki einskis- virði né ávaxtarlausir, þó þeir rými. Látum hlutina falla um ■helming, Oig ég sé eigandinn, stjómin greiðir, mér iað kostn- aðarlausu, vöxtu af $ 44.50 og út í það endalausa, sem ég aldrei gaf neitt fyrir, sem aldrei voru til. Svona eru járnbrautir byggðar. Svona fara ' Þðer óhjákvæmilega. Tókstu eftir, að jafnvel í skýrsl um Björns K. voru jámbraut- artekjur alls -staðar lækkandi? Það er rétt. Svona er Það um allan heim og verra. Ég hef sagt þér orsökina og hún gref- ur um sig framvegis. Svona járnbrautar-slysi vildi ég forða íslandi, en það verður ekki, ani menn. út í hana bráðlega. ,,Stórvelda“-fyrir- komulagið, sem apa á, hlýtur að hrynja bráðlega, og skárra ko.ma í staðinn. Þá er Islandi eftirherman óskaðlegri. ekki fyrr. Enn er eitt: Járnbrautir steypa í sig, eða eyðileggja, . vatma- og sjóflutninga hvers lands, ódýrustu flutninga-tæki fólksins, eignast eða bendla „línumar“ við sig, múta, og standa móti öllum framförum í þá átt, þurfa að koma á kné því, sem er svo auðkeppt við þær. Yrði íslandi það þarft? Jámbrautir eiga einn versta þátt í spilltri stjórn og illri löggjöf í hverju landi. Má ís- f. lenzk þólitík við því? Járn- brautir eru undirstaða, alls gróðaæðis og bláloftsverzlun- iar. Er á það bætandi heima? Ég hef ekki sagt nema íátt eitt af því, sem ég. hugsa og þykist úita, að afleiðingin 'yrði, •og óþörfin sé, heima, á járn- ■braut, enn sem komið er: Af öllum, sem um það mál hafa ritað, með og mót, er lands- verkfræðingurinn víst járn- brautaheimskastur, hvernig sem á því stendur. Að minnsta kosti þyrftu íslendingar að járn’orautavitkast ibetur, t. d. komast fyrir stjórnarfyrirkomu- lag brauta í Sveitz, því Ijúgi ekki bækur og blöð, sem ég hef séð, bá er fyrirkomulag þar skást. Annars getur maður orðið afturhaidshneyksli við að and- æfa járnbrauta-framsækjend- um, ég sé það á því, að. jafn- vel svo. gætinn og góður. mað- ur sém biskupinn er, ruglast í jafn ólikum hugtökum eins og „trú á landið“ og ótrú á nú- tíðar-járnbrautum um það eru þó. Annars, eins ag þú getur nærri, er ég einkis-manns óvinur né áhangandi þar 'heima. Það er engu ,að þakka nema árafjöldanum og fjar- lægðinni. En svo ég leggi mig upp. Mér er hlýj.ast til Land- varnar-flokksins, hann kemst næst, að ég held, því sem fyr- ir mér vakir. Sjálfstæðisflokk- urinn er meira en viðsjáll — „ísafoldar“-liðið í honum er ó- traust, sbr. bræðinginn, og nú ver hún mál þrímenninganna, með að eta eftir Einari í „'Lög- réttu“ sömu ástæðurnar, sem hún áður amlaði á móti, með- ian Eggerz hafði völd, sem sé: að ganga verði að konungs- kostunum. því stjómarskrá og fánastaðfesting þoli enga bið. Mér er Ijóst, að „ísafold“ beY eiginhagskápuna á báðum öxl- um. Tvívegis hefur Sjálfstæð- isflokkurinn eyðilagt sitt eigið mál, þegar aðeins virtist herzlumunur til sigurs — með ■að taka Biörn í stað Skúla forðum, og Einar fyrir Eggerz nú, sem sé: gera Dönum það til geðs að senda þeim afslátt- armenn' fyrir reynda einhuga, bara einhverri einkamála-sam- suðu f hag. — — — STEFHAN G. STEFHANSSON var alla ævi áhugamaður um íslenzk málefni. Sérstak- lega var honum sjálfstæðisbaráttan hug- leikin, eftir að iiún tók að yfirskyggja önnur baráttumál í landinu. 1 bréfkafla þeim sem hér er birtur er vlkið nokkuð að þeim málum, einnig fánamálinu, en þó einkum að jámbraut- arhugmyndinni sem um þetta leyti var á baugl með lslendingum. Stephan þekktl járnbrauta- félög í Ameríku af misjafnrl reynslu, og segir út frá því að hann vilji enga járnbraut „á Islandi, nema hún yrði byggð eingöngu til þjóði nota“. „Járnbrautir eru a og ö í auðvaldi og ör- birgð Iandanna, systur samsteypnanna og fóstrur fjárglæfranna“. Iíemur fram í þessum ummæl- um, sem hvarvetna annarstaðar, hinn glöggi skilningur sósíalistans Stephans G. Stephans- sonar á eðli einkaauðmagns, og hin sívökula tilfinning hans um hamingjurétt fólksins. Bréfið er ritað Jónl frá Sleðbrjót árið 1915. NÝ'LEGA OPNAÐI Kjartan Guðjónsson málverkasýningu í Listvinasalnum við Freyju- götu. Kjartan er lesendum Bæjarpóstsins að góðu kunn- ur, því ,að hann sá um Bæjar- póstinp. um alllangt skeið og skreytti hann þá með skemmti- legum teikningum sem nutu mikilla vinsælda. En Kjartani , er fleira til lista lagt en að - skrifa skemmtilegan Bæjar- í póst; það getið þið sjálf geng- ið úr skugga um með því að skoða þessa fyrstu sjálfstæðu sýningu hans. Bæjar.pósturinn ; hvetur ykkur eindregið til að lát,a þessa sýningu ekki far-a í framhjá ykkur. — Og á leið- inni niður í bæ, ættuð þið að koma við á sýníngu Búkarest- ■ fara á Þórsgötu 1. Þar eru 'sýnd-ar ýmsar gjafir sem sendinefndinni voru gefnar í ferðalaginu og þar er 'geysi- mikið af ljósmyndum af ís- lenzku þátttakendunum. sem vekja mikla ánægju . sýningar- gesta. •—• Næsti áfangi verður svo niður á Grundarstíg í húsakynni Handíðaskólans. Þar var í igær opnuð merkileg grafísk sýning á verkum 56 málara frá 12 löndum. — Loks gefst ykkur kostur á að líta inn í Listamannaskálann á Haustsýninguna, þar sem fimm málarar sýna verk sín, og þar er fróðlegt að litast um. — Auðvitað er ykkur frjálst að byrja á því að skoða sýninguna í Listamanna- skálanum, halda síðan upp í bæinn o,g enda á málverka- sýningu Kjartans. Hvpra leið- ina sem þið farið, verður þetta ánægjulegur leiðangur. og ég efast um ,að þið getið varið helginni á betri hátt. ★ AJÍiNA SKRlfFAR: „Það er tvennt sem mig langar til að biðja Bæjarpóstinn að kcma á framfæri fyrir mig. Það er mikið óhagræði fyrir, okkur húsmæður að geta ekki íengið keypt nýtt hveitibrauð um leið og við kaupum í mat- inn á morgnana eða sækjum miólkina. Flestar reynum við að ljúka nauðsynlegum morg- — Hveitibrauð á morgnana — Heimrekstur aí leik- Málverkasýning bæjarpóstsins — Fleiri sýningar völlum — Um misheyrnir uninnkaupum áður en við þurfum að elda matinn, en kringum mig koma bveiti- brauðin aldrei í búðimar fyrr en undir hádegi. Bezt væri auðyitað að geta fengið ný brauð með morgunkaffinu, en ef það er óhugsandi, þá ætti það að vera lágmarkskrafa að við gætum fengið ný hveiti- brauð úr því.að klukkan er níu á morgnana. — í öðru ilagi er ég mjög óánægð með það, , að eftirlitskonurnar á stóru barnaleikvöllunum, skuli ekki segja bömunum þegar þau þurfa að fara heim að borða. Það ætti þó að liggja í augum uppi að börnin eiga að fara heim til sín úr því að klukkan er tólf á hádegi og kiukkan sex til sjö á kvöidin. Það er mjög óþægilegt fyrir okkur húsmæðurnar, að þurfa iað sækja börnin út á leikvöll á hverium einasta úegi, ,af því iað þáu hafa ekki vít á því sjálf að spyrja hvað klukkan er. Þessar eftirlits- konur eru ráðnar til að líta eftir leikvöllunum og mér finnst , að það væri ekki til of mikils ætlazt að þær rækju krakkana heim að borða.'elnk- um um hádegið þegar húsrrtóð- irin á allra erfiðast með að komast að heiman. Eg veit að allar mæður yrðu mjög fegn- ar þessari ráðstöfun. — Anna“. ★ SKELFING getur mér oft mis- heyrzt. Eg minnist þess hvað ég fór stundum flatt á því í skóla, þegar ég var uppi og einhver miskunnsamur Sam- verji hvíslaði að mér. Ábóti varð hóndi, skeifugörn varð skrúfgangur og allt eftir því. Og enn misheyrist mér. 'Síðast um daginn heyrðist mér 'Bóka- búð ís'afoldar auglýsa eftíjf- farandi í útvarpinu: „Falleg- ir karlmenn til sölu“. Eg taldi víst að þetta væri misheyrn og þarna hlyti að vera átt við taflmenn. Fyrr I sumar kross- brá mér líka, þegar þulurinn romsaði upp’ úr sér:. „Ég er kvenpils. Ég or . kiólaefni. Ég er nærföt“. Svo varð mér ljóst að um var að ræða vnrrt- ing sem heitir Ég er — eða — Jaeger. Annars g'etur það gert mann ruglaðan að hiusta á .allar tilkynningamar í útvarp- inu. Eg skil ekki hvernig aum- ingja þulirnir sem lesa þetta halda sönsum, þegar hlustend- ur fá mera en nóg af að heyra þessar romsur út tmdan sér.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.