Þjóðviljinn - 19.09.1953, Síða 8

Þjóðviljinn - 19.09.1953, Síða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 19. september 1953 Rœða Harðar Ágústssonar Framhald af 7. síðu. málverk. Aðalatriði'ð er að menn hafi gleði af að herfa á þær. —» Og við skiijum ekki þaA fólk, sem iaítur heillast af fléttu í fornri ís- ienzkri vindskeið eða litgiit- inu í gömlum veggteppum. en virðist vera gersamlega lok- að fyrir áhrifum frá myndum okkar. Við skiljum, ekki for- gangsrétt litar í ull fram yfir þqnn í olíu. Önnur mótbára algeng er sú að auðveldara sé að mála á þann bátt sem hér gefui að iíta en hinn hefðbundna fíg- úratíva máta. í sömu andrá erum við settir eins og á sér- 'bekk og skör lægra meða! iistamanna. Við lítum h'ns vegar svo á, að hér sé alitaf um hina einu og sömu list að ræða, sem í aldaraðir hef- ur verið heillandi viðfangs- ef.ni háum seni lágum, yngri sem eldri. Þó gefur að skilja, að ungir menn leggja vandamálin öðru vísi niður fyrir sér en þeir sem eldri eru. Þeir sjá og skynja öðru vísi og því mála þe:r, höggva eða byggja öðru vísi. Sumir vilja leggja þessa eðlilegu llfssvörun út þem vanmat eða fyrirlitningu þeirra yngri á þeim eldri. •Slíkt er háskalegur misskiln- ingur og getur valdið trufl- un á eðlilegri framvindu list- . ar. Leyfið mér að taka enn eitt dæmi. Jón Stefánsson ritaði eitt sinn í grein um málara- list eftirfarandi: ,,Kona kemur inn í búð og vill kaupa hvíta könnu, sem <á að taka einn iíter. Henni eru sýndar margar könnur, m'smunandi að gerð. Þær eru ailar jafnhentugar og jafn- góðar að hella úr. Samt tekur konan eina könnu fram yfir hina af því að henni . þykir lagið fallegra á henni. Hér er sýnilega algerlega óhlut- kennd tilfinning fyrir formi sem ræður“. Þannig farast Jóni Stefáns- syni orð. — Eini raunverulegi mismunurinn á afstöðu Jóns og okkar er sá, að v:ð þurf- um ekki á mynd könnunnar að halda. Eins og hjá kon- unni og eins og hjá Jóni sjálfum í myndmeðferð sinni, látum við hina óhlutbundnu tilfinningu fyrir formi eina og hann orðar það, vera algjcr- iega einráða. Jón fær mynd- form sitt úr könnunni. Það kostar að / vísu ákveðna áreynslu að ná valdi á þessari mynd og fella hana inn á flötinn. Sumir sjá þar hið e;na og sanna kennimerki mál- verks. Við tökum hins vegar form- in hjá okkur sjálfum úr þeirri tilkenningu sem heitir að vera og finna til. Það má segja að við könn- um frekar ionri vídcf en ytri. Okkur virðist stundum sem þar búi órannsakaður og töfr- umslunginn- he;mur, sem býr yfir ótæmandi möguleikum. Ég iheld mér sé áhætt að fullyrða að könnun hans krefjist engu minni áreynslu eða sé á nokkurn hátt ógöf- ugri. Eða eigum vi'ð að sýna tónlistinni þá lítilsvirðing að álíta að manninum sé óhlut- stæð fegurðartjáning óeðli- leg. Stendur tónlistin ekki einmitt að sumu leyti næst innstu veru mannsins? Og er það ekki vegna þess að hún gefur nánast samband við hrynjandina sem virðist standa bak við alla hluti. Óhátíðlegar mætti orða þetta svo: Við álítum að form og litur búi eins og hljómurinn og tónfallið yfir sérstökum seið eða andlegum krafti. I viðjum eftirmyndar qru þau að einhverju leyti drepin í dróma. Það er eins og hún tefji leikinn eða sam- spilið. Þess vegna er henni sleppt. Þið skuluð því ekki reyna að sjá eftirlíkingu í þessum myndum. Hún er þar blátt áfram ekki til. Að lokum: Fyrir alla muni trúið samt ekki þeirri algengu fullyrðingu a'ð við séum frelsað fólk eins og það er kajl'lað, aígjöriega vissir ti okkar sök. Við erum um fram alt leitendur. og vitanlega spyrjum við okkur sjálfa eins og aðrir menn, sem reyna að taka líf sitt og starf alvar- lega: Stendur verk okkar eða fellur fyrir tímans tönn? En því væri leitin markvísari, að við ættum áhugasama fylgj- endur og stuðningsmenn, sem eggjuðu um leið og þeir héldu okkur í skefjum með heil- brigðri og skynsamlegri gagn- rýni, — að við hefðum þdg með okkur áhorfandi góður. Verið öll velkomin. ÍÞRÓHIR RITSTJÖRJ FRÍMANN HELGASON iiið í dag með 4 stigum? Verði veður hagstætt í dag og á morgun ætti frjálsíþrótta- keppnin milli Reykjavikur og utambæjaranna að verða skemmtileg. Vitað er að barátt- an um stigin verður hörð, og þeir sem bezt þekkja telja að heildarmunurino verði mjög lít- ill eða 4 til 7 stig og siunir á- líta, að jafntefli yerði. Gera má ráð fyrir að Reykjavik vinni styttri hlaupin én utanbæjar- menn þau lengri. í stökkum munu utanbæjarmean einnig vinna. I köstum er líklegt að Reykjavík verði sigursælli. Hvernig leikar fara innbyrðis í mörgum greinum er erfitt að spá og alltaf getur það óvænta skeð. Keppnin í fyrra milli þess- ara aðila endaði þánnig að Reykjavík vann, fékk 88 stig, em utanbæjarmenn 78. I dag hefst mótið kl. 2, verð- verður keppt i þessum greinum: 100 m — hástökki —kringlu- kasti — hindrunarhlaupi — Baráttan um metin Margir eru það sem spyrja: hvernær hætta íþróttamenn að bæta árangur sinn í hinum ýmsu greinum? Og sérfræðing- arnir svara oftast nær: Það er engin ástæða til að ætla að þroska einstaklingsins sé að verða lokið. Dæmin sanna líka að þetta er rétt, það „ótrúlega“ skeður í þessum efnum daglega. Hver hnekkir 5000 m. meti Hággs? En þegar metin fara að verða 10 ára eins og 5000 m. met Gunder Hággs, og ekkert skeð- ur virðist ákafinn færast í auk- ana að hnekkja þeim. Svo er um 5000 m. met Gunders. Sér- fræðingar telja þó að varla verði langt að bíða eftir að það met falli líka. Hágg hatði verið sá eini sem hafði hlaupið 5000 m. undir 14mín. (13.58.2). í ár bættist svo annar við, sovét hlauparinn A. Anufríéff, sem hljóp á tímanum 13.58.8. Anufríéff þessi, sem nefndur er bjarndýraveiðarinn frá Síberíu, byrjaði ákaflega vel í vor og var búizt við að hann mundi bæta met Hággs, en svo varð þó ekki. Svo hafa aðrir komið fram sem gefa fyrirheit um góðan árangur ef öll skilyrði eru í bezta lagi. 10 beztu árangrar á 5000 m. eru: 1942 Gunder Hágg Svíþjóð 13.58.2. 1953 A. Anufríéff Sovétr. 13.58.8 1953 Kuts Sovétr. 14.02.4 1953 G. Pirie England 14.02.6 1950 E. Zatopek Tékkóslóvakíu 14.03.0. 1953 Kovacs Ungverjal. 14.04.2 1952 H .Scliade Þýzkal .14.06.6 1952 A. Mimoun Frakkland 14.07.4. 1946 S. Wooderson Engl. 14.08.8 1939 T. Máke Finnland 14.08.8. 1952 V. Kasantséff Sovétríkin 14.08.8. Heimsmet frá 1934. í öllum þessum stöðugu á- rásum á metin hefur þó eitt staðið í senn 20 ár, esn það er met Glen Hardin í 400 m. grind sett 1934, — 27. júní i Stokk- hólmi, og er 50.6. Landi hans Charles Moore hljóp þá 27. júni s.l. í Los Angeles á 50.7. Á Olympiuleik- unum í Helsinki hljóp hann þá á 50.8 án þess nokkuð að taka nærri sér. Hefði hann vit- að hvað nærri hann var nýju meti hefði hann líklega getað bætt það. Nú er hanm hættur að iðka íþróttir svo hann mur. ekki hrófla við meti þessu. Næstj líklegi maðurinn er sá er hlaut silfurverðlaun á OL í fyrra Y. Lituijen frá Fiimland er hljóp þá á 51.2 en nú fyrir stuttu setti hann Evrópumet er haon hljóp þá á 50.7. Met Hardins var sett á þeim tíma þegar notaðar voru tré- grindur og ekki mátti fella meir en tvær grindur. Vildi maður fá met staðfest mátti ekki snerta neieia grind- ina á leiðinni. Eftir hlaup Hard- ins reis upp deila mikil um það hvort hann hefði soert lítið eitt eina grindina eða ekki. Hann fékk metið þó viðurkennt. 1 þessu sambandi má segja frá skritnu atviki á OL. í Los Framhald á .11. stðu sleggjukasti — langstökki — 400 m — 1500 m. Á sunnudag hefst keppni kl. 2 og verður þá keppt í þessum greisium: 200 m — stangarst. — kúluvarp — 5000 m — spjót- ■kast — þrístökk — SC0 m og 4 X100 m. Miðað er við lögheimili kepp- ertda um áramót síðustu við skipun þeirra í sveitir utabæj- armanna og Reykvíkinga. Liðin í knattspyrnuleik Þýzkaiands- fara Fram og úrvalsins á morgun Magnús Jónsson Kari Guðmundsson. Guðmundur Guðmundsson Sæmundur Gíslason Haukur Bjarnas. Guð.jón Finnbogasom Ríkarður Jónsson Bjarni Guðnason Óskar Rergsson Þórður Þórðarson Carl Bergmann Fram Halldór Sigurbjörnsson Gunnar Gunnarss. Reynir Þórðarson lA Val . . . . Víking Pétur Georgsson Gunnar Guðmannsson ÍA KR Sveinn Teitsson Sveinn Helgason Halldór Halidórsson ÍA Val Val Einar Halldórsson Guðbjörn Jónsson Val KR Heigi Daníelsson Val Steinn Steinsson, KR, Fram — Varameim: Guðmundur Jónsson, Halldór Lúðvíksson, Dagbjartur Grímsson, Birgir Andrésson. Úrvaí — Varameiui: Guðmundur Georgsson, KR, Hafsteinn Guðmundsson, Val, Hörður Felixsson, KR. N. B. Lið Fram er það sama og lók á „Stadion“ í Köln gegn úr- valsliði Miðrínar og sigraði 4:2. Norðmenn töpuðu á öllum „vígstöðvum" fyrir Dönum Um síðustu helgi kepptu Norðmenn og Dan:r á þrem stöðum laudsleiki í knatt- spymu, eða A-, B- og C-lið landanna. Úrslit urðu þau að Norð- menn töpuðu allsstaðar. Höfðu þeir raunar gert ráð fyrir því í B- og C-flokki en eftir frammistöðuna við Þýzkaland og eins við Finnland voru þeir bjartsýnir með A-leikinn sem fór fram á Ulleváll í Osló. Danmörk sigraði með áðeins einu marki sem talið var nokk- uð réttlát úrslit. Beztu l’ðin ullu vonbrigðum og leikurinn þótti heldur lé- legur. Markmenn beggja liði voru góðir, sérstaklega sá norski, sem átti gallalausan leik. Paul Andersen, sá er hingað kom með B1903 var bezti maður danska liðsins. Markið gerði miðherjinn Bent Söre.nsen á 31. mín. B-liðin léku á Idrættsparken í Kaupmannahöfn og fóru leik- ar svo að Danir unnu 3:1 (2:1) Fyrri hálfleikur var vel leik- inn af Dönum en í síðari hálf- leik sóttu Norðmenn sig. Dan- ir höfðu rejTidari leikmeun, 6 þeirra höfðu áður leikið i A-landsliði. C-liða leikurinn fór fram í Álaborg í Danmörku og end- aði 4:1. Það fór fyrir Norð- mönnum eins og fleiri góð- um mönnum að þeir héldu í horfinu í 20 mínútur og gátu varizt að fá nema eitt mark í fyrri hálfleik og þar með var draumurinn búinn. Danir voru leiknari, fljótari og hreyt'- anlegri. Svíar eftir Eftir leikinn á Ullevál er staðan um norræna b'karinn þessi: Svíþjóð 5 5 0 0 21-6 10 Noregur 5 3 0 2 15-7 6 Danmörk 5 1 0 4 7-12 2 Fin.nland 5 1 0 4 6-24 2 Þetta var sem sagt fyrsti sig- ur Dana i keppninni að þessu sinni. Eftir eru aðeins leikirn- Jir: Finnland-Danmörk og Sví- þjóð-Noregur. Damnörk er efst í B-lands- keppninni i ár, þó eru leikir sömu landa sem að framan getur óleiknir í B-keppninni. Danmörk 2 2 0 0 6-1 4 Noregur 2 2 1 0 4-4 2 SvJþjóð 2 10 12-42 Finnland * 2 0 0 2 2-5 0

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.