Þjóðviljinn - 19.09.1953, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 19.09.1953, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 19. september 1953 eiinItisJíáiíiiF ViHigœsir eftir MARTHA OSTENSO 41. dagur Látlausir hausthaftar Eftir fyrstu freg.num af ihaust- og vetrarhöttunum að ■dæma eru þeir eiíis litlir og látlausir og frekast verður á kosið. Það er svo að segja ekk- ert skraut á þeim; band, smá- fjöður eða dúskur er hámarkið og margir eru þeir alveg skrautlausir. Frönsku hattarnir þrír á myndunum eru einkenn- andi og það er að minnsta kosti ekki hægt að kalla. þá glannalega. Þe;r hafa þanti kost að þeir tolia vel á höfð- inu og eru með svo litlum börðum áð litil hætta er á að vinduiánn feyki þeim af. Flóki er algengasta efnið, en tauhattar koma e:nnig á mark- aðinn. I sumum höttunum er mjúkur, loðinn flóki sem minn- ir á skinn. Gerðirnar eru afar mismunandi. Mik'l áherzia er lögð á iblómsturpottasniðið og það er mikið notað við flíkur með Þsegilegir skór pokasniðinu, en hattarnir hafa tæplega meiri möguleika til vin- sælda en sjálf pokalínan. Hvort tveggja verkar fremur hlægi- lega. Á myndinni sést hógvær útgáfa af blómsturpottshattin- um og þó er erfitt að kalla hann fallegan. Þá er litli, slétti hjálmurinn fallegri og hann fer betur við allar mögulegar hárgreiðslur. Ef hann er bor- inn dálítið á ská og gerð brot í brúnina er hann býsna snot- ur og það er hægðarleikur að koma sér upp svipuðum hatti úr kollinum af gömium hatti. Þriðji hatturina er úr loð- flóka. Hann er grár með svört- um ýrum og sniðið minnir dá- lítið á hettu. Þetta lag er gott handa þeim sem hafa ekki klippt sig og hafa enn lokka 'eða hnút í hnakkanum. Þessir þrír hattar eru fyrst og fremst tízkuhattar sem sýna þá tízku sem reynt er að út- breiða. Það er ekkþ þar með sagt að maður sé neyddur til að nota einmitt hatta af þessu tagi. Þegar lengra líður á tizku Þáð er auðvelt að fá þægi- lega sumarskó en liið sama verður ekki sagt um lokaða skó til að nota á haustin þeg- ar rigning og súld er dag- legur viðburður. Þeir eru sjald- ati eins þægilegir. Einkum eru vandfundnir skór handa kon- um sem hættir til að fá bólgu i fæturna. Þær þola illa skó sem liggja of þétt að fætin- um. Beztu skórnir handa þeim eru opnir reimaðir skcr. Þeir hlífa vel og þá má .nota sem vetrarskó og það má reima þá eins fast og laust og manni sýnist. Svona skór voru tízku- tímabilið fara tízkuhúsin að sýna fleiri gerðir af höttum og þá má efiaust fin.na stóra hatta og skreytta hatta innan- um. COTNINN vantaði í eina klausuaa hér í þættinum á | miðvikudag og hér kemur hún j því öll aftur: skór fyrir nokkrum árum og ástæðan til þess að þeir eru enn við líði er sú að þeir hafa marga góða kosti, þótt útlitið sé ekki sérlega glæsilegt. Rafmagnstakmözkun Laugardag-ur 19. sept. 3Uv-pi; Hlíðarnar og Norður- . 117 ví ll mýr^ Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir, íbúðarhverfi við Laugarnesveg að Kleppsvegi og srvæðið þar norðaustur af. Ilvítir kragar, flibbar og blússur liafa þann leiða galla að verða fljótlega óhrein, hversu oít sem maður þvær sér, en reyndu að væta bómull í dálít- litlu kölnarvatni eða rakspritti, nuddaðu háls og hnakka rösk- íega með henni og púðraðu síð- hálsinn með ögn af hvítu talk- úmi. Það bætir ótrúlega mikið úr skák. Efnið endist líka leng- ur, þegar ekki þarf alltaf að vera að sjóða það og nudda. hann byrjaði tvítugur að sýna einhvern vilja- styrk væri ógerningur að ráða við hann tuttugu og fimm ára. Hann yrði að finna einhver ráð . . Caleb gekk áfram í kvöldrökkrinu þrekinn og álútur eins og hann væri hluti af jörðunni. Og um leið var hugur hans hafinn yfir hin leiðinlegu smáatriði sem einkenndu fjölskyldu hans. Framundan lá silfurgrár línakurinn — auðugur , fagur, sterkur. Hann var fullkominn og krafðist alls — og gaf allt á móti. Gróður jarðar var hið eina sem átti skilið virðingu og auðmýkt. Fyrir norðan hann lá kviksyndið, svart og óhugnanlegt með ótal botnlausum pyttum. Aronson ætti að afgirða þetta óþverralega land sem nú var í eigu hans. ■* 2. Mark og Linda ákváðu að hittast heima hjá Sasidbofjölskyldunni þangað til Klovaczfólkið kæmi heim. „Kennslukonur verða að gæta velsæmis", sagði hún hlæjandi við Mark. „Og ég má ekki við því að fara út af línunni. Það kæmi í veg fyrir að ég gæti unnið fyrir mér það sem eftir er skólaársins". „Það væri skemmtilegt", sagði Mark. „Eg á einhvers staðar dálítið af peningum í poka- horninu". En Linda vildi ekki hlusta á hann. Hún ætl- aði sér að gegna störfum sínum það sem eftir var kennslutímbilsins. Hjá Sandbofólkinu voru greinar kirsuberja- trjánna að sligast undan þunga dimmrauðra berjanna. Sveinn tíndi ber í krukku handa Lindu og hún og Mark átu þangað til þau voru crðiu þurr í kverkunum. Frú Sandbo fannst gaman þegar kennslukonan og „pilturinn" hennar komu í heimsókn og hún bar þeim oft kaffi og eitthvert góðgæti. Frú Sandbo var góðhjörtuð í eðli sínu og þegar hún fór að venjast komum Lindu hætti hún að spyrja hana spjörunum úr. Kennslukonan og Mark gengu yfir að Latts Slough og þar itrupu þau og tindu örlitla svarta snígla af steinunum. Linda kom auga á litlar vatnaliljur, en það var of mikil leðja kringum þær til þess að hún gæti náð þeim. „Þær myndu deyja fljótlega", sagði hún við Mark um leið og hún hafði fast land undir fótum. „Já, og þær eru lítið annað en slímugar rætur“, nagoi haan hughreystandi. Þau gengu lengra og settust á dálitla gras- flöt við endann á skóglendi Gares. Litida breiddi úr þunnum, víðum kjólnum þar sem hún sat og Mark lagðist út af endilangur, skyggði annarri hendi fyrir augun og stakk upp í sig grasstrái. Linda liorfði á grasið í kringum sig. Suð- amdi skordýr svifu um loftið, svört og smá- vaxin eins og dálitlar örður i sólskininu. Öðru hverju sveif tígulegt fiðrildi framhjá með út- breidda vængi. Suðandi býlluga sentist inn í flugnahóp og settist síðan letilega á litskrúð- ugt blóm, án þess að hafa hugmynd um þá ókyrrð som hún hafði valdið. Nokkrum metr- um fyrir neðan þau var grá mauraþúfa og um hana iðuðu maurarnir í sífellu. Hún var eins og sjálfstæð, agnarlítil veröld, morandi af lífi. . „Mark“, sagði Linda lágt. ,,A hverju and- artaki er eitthvað að fara — fara“. „Og koma, Linda“, sagði hann. „Eg veit það ekki. Við getum ekki hindrað þessa för — við erum þess ekki megnug. En ikomuua getum við hindrað — við getum hindrað allt sem gerist í sjálfum okkur“. En Mai’k vildi ekki vera alvarlegur. Hann velti sér á hliðina, tók utanum hana og þrýsti höfðinu upp að brjósti hennar. „Vertu ekki að þessu, Linda mín. Þú hefur rekið alla al- varlega þanka burt frá mér. Ef eitthvað yrði til að taka þig frá mér, þá veit ég ekki hvað um mig yrði. Ég hef alltaf verið svo einmana, Linda — rétt eins og útlagi á eyðieyju. Þú get- ur ekki ímyndað þér hvernig mér leið. Stundum var ég farinn að óttast að ég væri ekki til“. Hún kyssti á hár hans og strauk fingrunum yfir sólbrenndan hálsinn á honum. „Þannig verður það aldrei framar", hvísl- aði hún. Hún laut áfram og lagði andlitið við hár hans. „Nú erum við eitt, elsku vinur minn“. TÓLFTI KAFLI 1. Síðla dags í júlí áður en sláttur hófst kom nautgripahjörðin heim til bæjar, baulandi og boðandi cveður. Hjörðin sem var lengra burt leitaði skjóls með hrossunum undir klettun- um. Birtan var föl og óeðlileg eins og hvítur eldsbjarmi. Himinninn var öskugrár og skýin tætingsleg. Suðið í engisprettunum var eina hljóðið sem heyrðist. Amelía var að lú í garðinum og hún strauk hendinni yfir rakt ennið. Það var óþolandi heitt og mollulegt. Hún leit til vesturs á óveð- ursskýið sem hafði verið að vaxa undanfam- ar tíu minútur. Nii var það orðið eins og risa- stór sótflelvsur sem breiddi úr sér til norðurs og suðurs. Amelía sá bregða fyrir leiftrum í því. Allt í einu brá fyrir grænleitum bjarma. Um lsið var oins og geysilegt tóm myndaðist milli himins og jarðar. „Hagl“, tautaði Caleb hljóðlaust um leið og hann kom út úr hlöðunni. Hann vildi ekki segja það upphátt. Það gat liðið hjá. „Hagl“, sagði Amelía við sjálfa sig og bar höndina ósjálfrátt upp að brjóstinu. Hún leit við og sá Caleb. Hann gekk fram- hjá henni án þess að mæla orð, rétt eins og ekkert óvænt væri í nánd. Marteinn var að stækka svínastíuna. Hann renndi sér niður af þakinu og rak -öll svínin inn. Síðan rak hann allar kýmar í hús. Linda hafði verið að lesa, og hún lagði frá sér bókina þegar hún heyrði þrumuhljóð. Það hafði dimmt snögglega og svo birti aftur. Hún yrti á Elínu, sem var að baka brauð í eld- húsinu. „Það virðist vera óveður í nánd“. Hún stóð í dyrunum og horfði út. Júdit var að snúast kringum kindurnar og reyna að koma þeim inn í fjárhúsin. Pési hljóp geltandi í kringum þær. Linda hlaut að taka eftir heillandi fegurð stúlkunnar: tígulegum hreyfingum þessa há- vaxna, unga líkama; beinum, festulegum herð- um ,sem svart hárið hmndi niður á; tíguleg- um hálsinum og ögrandi barminum. Sagt er að fátt spari eins mikinn tíma og ást við fyrstu 'sýn. Eg trúi því alís ekki að ég eigi skilið núll í stæiðfræðlnni. Ég ekki lieldur, en þetta er lægsta einkunniu sem hægt er að gefa. Ef rektor tekur ekki aftur það sem hann sagði í morgun þá fer ég úr skólanum. Hvað sagði hann? Hann sagði mér að fara úr skólanum. Rukari er samræðuBnillingur sem klippir hár og rakar skegg af og til. Kona í Birmingliam í Englandi sagði fyrir réttl að maðurinn hennar hefðl gert sóiana á skónum hennar glerháia, svo hún annaðhvort dytti og meiddl sig — eða dræpist hreinlega.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.