Þjóðviljinn - 24.09.1953, Page 4

Þjóðviljinn - 24.09.1953, Page 4
4) — í>JÖÐVILJINN — Fimmtudagur 24. september 1953 Kveðja til Benjamíns Eggertssonar Flokkur þinn sendir þér beztu 'kveðjur og heillaóskir á sextugs- afmœlinu. Hann þakkar þér að pú hefur3 veikur, verið fuli- hraustum til fyrirmyndar um fórnfýsi og áhuga. Einar Olgeirsson. ★ Þeir eru ekki margir sem eiga slíka sögu og hann. Hann býr nú í herbergi nr. 1 í Elliheimilinu Grund. Fyrir nokkrum kvöldum leit ég inn til hans og bar upp íyrir honum fávíslega spurningu: — Hvar ertu fæddur? — Ég er fæddur á Bíldhóli á Skógarströnd. — Ertu alinn upp þar? — Nei, sagði hann og dró við sig svarið. Ég var fluttur þaðan tveggja sólarhringa gamall. að Heggstöðum í Hnappadalssýslu. — Hvernig stóð á þeim flutn- ingi tveggja daga barns yfir f jall- veg í annað hérað? — Foreldrar mínir voru vinnu- hjú á bænum, — og bóndinn taldi -skki vera pláss fyrir börn vinnu- bjúa á heimilinu. Það varð nokkur þögn áður ég bæri upp næstu spurningu. Ef þið hafið haldið að flutningur Bólu-Hjálmars nýfædds væri eitthvert einsdæmi í íslenzkri menningarsögu, þá skjátlast ykk- ur. — Varstu fluttur til einhverra skyldmenna? — Nei. Mér var komið fyrir hjá algerlega vandalausu fólki. ITm vorið fluttu foreldrar mínir að Hafursstöðum í Hnappadal og þangað fór ég til þeirra. Þar var ég um sumarið en um haustið fór ég til afa míns og ömmu, en þau áttu bæði heima á Hafursstöðum. Hjá þeim var ég í eitt og hálft ár. Hvað tók svo við? — Þá var ég fluttur á sveit föður míns, að Skiphyl í Hraun- hreppi í Mýrasýslu. — Og þar varstu . ..? — Þar var ég í 20 ár. — Og síðan . ..? — Síðan var ég verkamaður og sjómaður þangað til ég fór í bælið. Þið vitið það kannske ekki að Benjamín Eggertsson Benjamín Á. Eggertsson, sem nú dvelur í herbergi nr. 1 á Elli- heimilinu Grund, hefur legið rúmfastur í 22 ár; stundum all- þjáður, og einmitt þetta kvöld er ég leit inn til hans átti hann í stríði við þjáningakast. Þið verð- ið því að sætta ykkur við að frásögn hans af æviferli sínum verði ekki lengri að sinni. Það er raunar ekkert að segja, sagði hann: Fæddur er ég fátækur, fæddur til að stríða; fæddur er ég flækingur; fæddur til að líða. Frá Skiphyl fluttist Benjamín til Hafnarfjarðar og vinnufélag- ar hans tala um hann sem harð- duglegasta mann og bezta félaga sem þeir hafi kynnzt. Eins og fram kemur í kvæðinu hans: Horft yfir sextíu ár, hefur hann fengizt við sitthvað um dagana; var lengi sjómaður, og sagt hef- ur mér verið að slit fyrir aldur fram hafi átt þátt í að hann missti heilsuna, og hefur nú legið rúm- fastur í 22 ár. Tuttugu og tvö ár eru langur tími á sjúkrabeði. Þeir sem kunn- ugastir eru Benjamín segja að æðrur séu ekki að hans skapi, og þegar ég spyr hann hvort þessi tími hafi ekki verið lengi að líða svarar hann aðeins: Dagur og dagur, og nótt og nótt. í því stutta svari hans er falin barátta tuttugu og tveggja ára. Hinar löngu stundir undanfar- inna ára hefur hann stytt með Ijóðagerð. í fyrra kom út bók hans Arfaklær og í dag, á af- mælisdaginn hans sextugs, kem- ur út önnur Ijóðabók er hann nefnir Berjaklær. Það munu margir kaupa þá „afmælis“bók. Þar segir hann m. a.: Svo bölvaðir veri þeir aldir og ár, sem aumstaddan kúga og pína. Að eilífu brenni þeim svíðandi sár, það Satan má úrvalið krýna. Og þetta vill auðvaldið ennþá í dag, að eymdin og fátæktin dafni. Það óttast nú fólkið og framtíðarhag og frelsið hjá mannkynsins safni. Það hamast í fjörbrotum hérvistar kvöld, nú heiðrast ei ræninginn lengur, því samhjálpin manna, hin siðaða öld, með sigur af hólminum gengur. Þið heyrið að það er enginn vonleysistónn í lífsviðhorfi hans- Ég óska þessum sigurglaða manni til hamingju með sextugsafmælið. 3. B. ★ Veturinn 1918 réðist ég til sjó- róðra suður í Grindavík. Var §g þá lítt harðnaður unglingur og óvanur öllum sjóverkum, en sjór- Alþýðublaðið braut á þriðju-’ daginn reglu sem það hefur trú- lega fylgt á annan áratug. Það birti mynd af verkamannabústöð- unum í Vesturbænum, sem byggðir voru á sínum tíma af Byggingafélagi alþýðu undir for- ustu Héðins heitins Valdimars- sonar. Sú skýring fylgdi mynd Alþýðublaðsins að íhaldið hefði „barizt gegn þessari ráðstöfun fyrir bættum húsakosti alþýð- unnar“. Þessi frásögn Alþýðublaðsins um afstöðu íhaldsins til laganna um verkamannabústaði er full- komlega sannleikanum sam- kvæm. Þau lög voru sett fyrir forgöngu verkalýðshreyfingar- innar en gegn harðvítugri and- stöðu íhaldsins. Það barðist gegn þeim með kjafti og klóm eins og öðrum hagsmuna- og menning- armálum verkalýðsins. Það hefur verið, er og verður háttur íhalds- ins að beita sér gegn hverju um- bóta- og menningarmáli alþýðu þar til það hefur náð fram að ganga. Þá hikar íhaldið ekki við að eigna sér umbæturnar og leggur mikla áherzlu á að láta fenna yfir fyrri spor. En af einhverjum ástæðum vantar framhaldið í frásögn Al- þýðublaðsins um verkamanna- bústaðina í Vesturbænum. íhald- ið stóð fast gegn lögunum og barðist gegn byggingu- þessara hentugu íbúða en beið samt ósig- ur. Verkamannabústaðirnir í inn sóttur £f kappí. Þá voru ekki vélar í skipunum til að létta erfiðið, heldur voru árarn- ar knúðar. eftir þvi sem hver hafði mannskap til. Var ég hepp- inn með það, að þarna voru ■þaulvanir sjómenn og harðdug- legir ræðarar, sem bættu að fullu upp liðléttinginn. Þar ’ var einn ungur maður, sem ég hafði aldrei séð áður, hár o-g glæsilegur, bar hann af þeim öllum hvað hárðfengi ag dugn- að snerti. Það var Benjamín A. Eggertsson. Hann varð brátt sjálfkjörinn Framhald á 11. síðu. Vesturbænum risu af grunni og fjöldi verkamanna átti kost í fyrsta skipti á ævinni að eignast mannsæmandi íbúð með mjög hagkvæmum kjörum. Þótt íhaldið biði þannig ósigur tókst samt að hefta starfsemi Byggingafélags alþýðu. Það verk var unnið af forkólfum Alþýðu- flokksins. Þegar Alþýðuflokkur- inn skreið inn í „þjóðsíjórnina“ með íhaldi og Framsókn 1939 gerði hann þá kröfu til sam- starfsflokka sinna að starfsemi Byggingafélags alþýðu yrði stöðvuð með því að svipta það rétti til lögboðins framlags af ríkisfé sem ætlað var til bygg- inga verkamannabústaða 'iögum samkvæmt. Við þessari kröfu Alþýðu- flokksins urðu samstarfsflokkar hans af ljúfu geði. Þar með var sú myndarlega byggingarstarf- semi stöðvuð sem þetta braut- ryðjendafélag í byggingu verka- mannabústaða hafði haft með höndum. íhaldið hafði fengið vilja sinn fram fyrir forgöngu Al- þýðuflokksforingjanna. Síðan hefur Byggingafélag al- þýðu ekki getað starfað að því að bæta húsakost alþýðunnar í Reykjavík, þrátt fyrir aðkallandi nauðsyn sem farið hefur vaxandi með hverju ári. Er það ein af mörgum ástæðum til þess hörm- ungarástgnds sem ríkjandi er í húsnæðismálum reykvískrar al- þýðu. Hefði Alþýðublaðið átt að reynast svo hreinskilið að segja söguna til enda og draga ekkert undan, þegar það öðlaðist loks hugrekki til að minnast á þátt Byggingafélags alþýðu í bygg- ingamálum höfuðstaðarins. Þjóðviljinn væntir þess að þessi nauðsynlega viðbót við skýringu Alþýðublaðsins með myndinni af verkamannabústöð - unum í Vesturbænum verði ekki til þess að ritstjóri Alþýðublaðs- ins missi alla stjórn á skapsmun- um sínum. Það væri illa farið enda ekki tilgangur þessa stutta greinarkorns. xeguro haustsins, íiugubardagi. — Failegasta þoka í heimi, — Áberandi sœlgætishillur. EKKERT er fegurra og frið- sælla en mildur haustdagur. Ef til vill er skýjað loft, en það er blæjalogsa, göturnar ryklausar, því að hann rigndi í gær og sjórinn eins og matt gler, sem fer dökknandi eftir því sem nær dregur sjóndeild- arhringnum. Sem ég sit og dá- sama þessa 'kyrrlátu fegurð, kemur heljarstór maðkafluga og flýgur suðandi í stórum hiingum krdngum mig. Ef til vill er hún líka að dásama haustið, en húa er hvorki fög- ur né kyrrlát þessi hlussa, og nú býst ég til að koma henni út. En það er ekkert áhlaupa- verk eins og allir vita, sem lent hafa í maðkaflugustríði. Hún er bersýnilega ákveðin í að setjast að í herberginu mínu og ég sé að hér dugar ekkert minna en baðhand- klæði. Og þessari viðureign lyktar með því að flugan hverfur, einn öskubakki liggur brotinn á gólfinu, en hvað iim það. Þegar ég legg af stað í vinnuna er glugginn harðlok- aður og ég labba mig út í haustkyrrðina fullviss um það að ég hafi lokað allar óvið- komaadi verur úti. — ÞAÐ BR ekki fyrr en undir miðnætti þetta sama kvöld, þegar ég ligg í rúminu og les af ákafa miklum undir lampa- ljósi, að ég heyri eitthvert annarlegt suð. Og' það er sama árans maðkaflugan sem er komin á stjá og farin að dansa á nýjaleik. Nú er hún meira að segja mun æstari en hún var í morgun, súðið háværara, hringirnir krappari og flugið hraðara. Hún er svó æst að hún hikar ekki við að fljúga á fullri ferð framan í mig, í hárið á már, hálsinn og handleggina. Satt að segja er ég logandi hrædd við hana, en aldrei skal það verða sagt um mig, að ég hafi flúið úr her- berginu mínu vegna einnar maðkaflugu, og því upphefst nú flugustríð mikið, sem lykt- ar með því að flugan liggur að vísu í valtium og hefur fali- ið fyrir handklæði, en ég verð að játa það að yfir höfuð- svörðum hennar stóðu auk vígmóðir og dasaðir eftir þessa næturorustu. ÞAÐ VAR dásamlegt veður í fyrrakvöld, dálitið svalt, en blæjalogn og tunglið eins fullt og það getur frekast orðið. Þegar ég leit út um gluggann um miðnættið, fannst mcr Reykjavík eins og einhver æv- intýraborg, silfurhvít. og eins og á floti. En nokkru síðar var mér aftur litið íit og þá höfðu orðið undarleg umskipti. Tunglið var horfið borgin horfin, ekkert sást eiema þoka, svo fíngerð og þétt að ég gat varla grillt í götuljósin, en hún hafði samt orðið fyrir á- hrifum frá tunglinu um leið og hún huldi það sjónum, því að hún var á litinn eins og þegar tunglsljós fellur á speg- ilslétt vatn. Ég hef aldrei á ævi minni séð jafn fallega þoku. arpóstur! Ég á tveggja ára dóttur, sem ekki er' í frásög- ur færandi, og þarf ég auðvit- að að hafa hana með mér, þegar ég geri matarinnkaúþ dagsins. En leitt þykir mér til þess að vita að aldrei er ég komirja inn úr búðardyrunúm fyrr en barnið er farið að hrópa og kalla: „Mamma, mamma, go nammí, mamrna, gott“, o.s.frv., þó svo að cg hafi - aldrei fmstazt til þess að láta undan og gefa hetmi sælgæti eins og ég sé þó svo' margar mæður gera. En það er von að bömin biðji um þetta, þar sem 'ekkert er eins áberandi í búðinni og einmitt sælgætishillumar. En nú er það eindregin ósk mín til kaup- manna, og þó alveg sérstak- lega KRON, að færa sælgætis- hillumar svolítið úr augsýn barnanna. Með því myndu þeir létta af okkur miklum leiðind- um, en hljóta í staðinn, mikið lóf okkar. — Móðir“, (jj mín, tveir fílefldir karlmenn, MÓÐIR SKRIPAR: „Kæri Bæj

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.