Þjóðviljinn - 14.10.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.10.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. októfcer 1953 - Lakk, leSur og gyllfar spennur Margar nýju töskumar eru býsna frumlegar, en flestar eru þær hentugar, sterklegar og rúmgóðar. Það er einkum ein- kennandi hvað þær eru sterk- legar; notuð eru sterk efni, töskurnar eru með breiðum ól- um og traustum hönkum. Þeim er lokað með stórum gylltum málmspennum og þær eru stangaðar með grófum sporum. Italska leðurtaskan er saum- uð með ljósum, grófum spor- um, hún er með pokasniði og ólin er færanleg, svo að bæði- má nota hana sem axlartösku og handtösku. Neðst á tösk- mmi eru gylltar myntir til skrauts. Ljósa geitarskinnstaskan er jafnsterkleg; það er auðséð á henni að hún endist vel. Tösk- unni er lokað á skemmtilegan hátt, speldinu er stungið bak- við breiða reim og litla speldið ér notað sem viðstaða. Tösk- unni er lokað án þess að spenn- ur eða smellur komi til. Þetta er gæðaleg taska og ein af þeim sem alltaf eru í tízku. Þetta voru hentugu töskum- ar. Loks sýnum við eina frum- lega tösku sem er í laginu eins og hattaskja. Hún er rauð og grænköflótt, með ól úr há- raúðu lakki og gylltum spenn- um. Hún er ekki beinlínis lát- laus, en hún er skemmtileg, þótt hún sé ef til vill mest við hæfi ungu stúlknanna. En hún útheimtir það, að hún sé notuð við einlita dragt eða- kápu. Svona fjörlega köflótt taska fer mjög illa við mynstr- aðar kápur. , i sn.’iJi.'jBsaasaE'a Ástarinnrás Eldhússvunta skylda — fyrir eiginmenn -Um það bil 1300 konur snúa nú til heimila sinna um allan þeim og þær eru staðráðnar í því að binda eldhússvuntu á eiginmenn sína. Það eru ko.n- ur frá 47 löndum, sem hafa rætt um hinar nýju hugmyndir í sambandi við stöðu eigln- mannsins á heimilinu. Á áttunda alþjóðaþinginu um heimilishald, sem haldið var í Edinborg, komust konurnar að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki kvenmannsverk að ryk- sjúga eða berja teppi, held- ur karlmannsverk, og það væri skylda eiginmannsins að losa konurnar við þetta erfiði. Allar voru sammála um að elsku eiginmennimir þyrft.u nauðsynlega að nota eldhús- svuntu og það komu fram til- lögur um, að húshald og mat- artilbúningur væru gerð að skyldunámsgreinum í skólum fyrir pilta. Rafmagnstakmörkun Kl. 10.45-12.30 Miðvikudatrur 14. október 3htfArfí Hliðarnar og Norður- nVvfll mýr|_ Kauðarárholtið, Túnin, Teigarnir. íbúðarhveríi við Laugarnesveg' að Kleppsvegi og «v®ðið þar norðaust”- ««<C. England verður nú fyrir nýrri innrás, því að það hefur frétzt í Belgíu og fleiri lönd- um Vesturevrópu, þar sem hjú- skaparlögin eru ströng, að lög- in í Englandi séu mannlegri á þessu sviði. Lögin í Belgíu mæla fyrir um þriggja ára bið- tíma eftir hjónaskilnað. 1 Eng- landi þarf annar aðilinn aðeins að hafa dvalizt 15 daga i !and- inu til þess að hjónaband geti farið fram og hjónabandið er viðurkennt í báðum löndunum. í Englandi getur fólk gifzt aft- ur 6 vikum eftir skilnað. Unga ástfangna fólkið frá Belgíu læt- ur sér venjulega nægja að fara til ensku hafnarbæjanna. og innrás þess hefur valdið mikl- um gistihúsavandræöum. Önn- ur lagafyrirmæli sem hafa örv- andi áhrif á þessi ferðalög eru þau, að í Belgíu þarf sam- þykki tforeldranna til hjóna bandsins, þangað til fólkið er orðið 25 ára. Einnig að þessu leyti eru lögin í Englandi mild- ari. Þar er miðað viö 21 ár. Auk fólks frá Belgíu kemur ástfangið fólk frá Hollandi og Sviss til Englands, og r.okkr- ir lögfræðingar í þessuni þrem löndum hafa það fyrir aðal- verkefni að vísa ástföngnu fólki á smugur í hjónabandslögun- um. Yilligœsir eftir MARTHA OSTENSO. 63. dagur var ógeðsleg, ruddaleg, með stór, dýi’sleg brjóst, með mjaðmir og axlir eins og á dýri. Hvemig datt henni í hug að gera samanburð á sjáJfri sér og Lindu. Tárin komu fram í augu hennar og runnu óhindrað niður kinnamar. Hún leit allt í einu til hliðar og sá að Elín var komin upp að hlið hennar. Elín hafði ekki verið ferðbúin þegar Júdit lagði af stað með hrossin. Júdit sá rauða hvarma hennar og þrútín augun gegnum gleraugun og allt í e;nu brauzt öll andúð hennar á Elínu út. Hún sleppti taumunum og snerist á hæli. „Farðu burt — tuskan þín. Horfðu ekki svona á mig eða ég slæ þig í andlitið“, hrópaði Júdit. Elín hörfaði undan um leið og Júdit sveiflaði handleggnum. „Júdit þó —“ stundi hún. „Hann sér til þín“. „Ég vona það — mér er alveg sama. Og þú skalt hætta að læðast í kringum mig og horfa á mig — annars færðu verra fyrir en þetta“. Hún sveiflaði' haiidleggnum aftur, hitti Elínu á kjálkann og hún féll við. Svo greip hún taumana aftur og þrammaði af stað. Elín brölti á fætur og kjökraði lágt. En það var ekki henni líkt að fara heim aftur. Hún elti Júdit, þurrkaði af sér tárin og strauk lófanum yfir aumu kinnina. Amelía hafði fylgzt með öllu úr hænsna- húsdyrunum. Hún leit í kringum sig og sá sér til hugarhægðar að Caleb var hvergi nærri. En Júdit var aftur búin að brjóta af sér fjötrana. Nú gat ekkert haldið aftur af henni. Caleb myndi aldrei hlífa Amelíu ef Júdit stryki. Mark Jordan fengi að vita sannleikann. Linda kæmist að ÖIIu saman. Caleb myndi spila út hátromp- inu sínu eins og hann sagði. Öskilgetið bam fékk ekki inngöngu í heim Marks og Lindu. Amelía hafði barizt fyrir því alla sína ævi, að hann fengi ekki að vita um uppruna sinn. Allt í einu fannst henni hún vera orðin örþreytt og ellisljó. Þau luku við að taka heyið saman. Caleb var heima við allan daginn, sagði hvatningar- orð, gerði að gamni sínu við Karl eöa sat þegj- andi í vagninum og horfði á landareign sína. Komið yrði skorið í næstu viku. Síðan kæmu þreskimennimir. Og eftir það yrði línið skorið. Allt gekk að óskum í ár eins og að undanfömu og þaxmig yrði það framvegis. Þetta var hin fullkomna hringrás: að plægja, herfa, gróður- setja, hhia að, uppskera, þreskja. Hvergi var að finna eins fullkomið samræmi og í ræktun landsins. Caleb gat verið fyllilega ánægður rneð árangur sinn í búskap og fjámækt. Elín, Júdit og Karl gengu heimleiðis um kvöldið svo örmagna af þreytu að þau fundu varla til hungurs, þorsta né hita. Heyskapnum var loldð og þau höfðu ekki fengið neina að- keypta hjálp. 3 Dagiim eftir átti Caleb erindi til Klovaczs. „Þú kemur með mér, Júdit", sagði Iiarm vih- gjaralega. ,„Viltu útbúa handa okkur nestis- pakka, marnnia. Við getúm ekki þegið neitt hjá heiðingjanum". Amelía var því fegin að Júdit ætiaði með honum, Þá væri hún laus við áhyggjur þann dag'nn. Hún flýtti sér að útbúa nestiskörfu, sem hún setti upp í vagninn. Og meðan Caleb var að spenna fyrir, talaði hún við Júdit. „Ef jiér er það ekki ljóst ennþá, þá verð ég að láta hann tala við þig sjálfan", sagði hún kuldalega. „Og það bætir ekki úr skák, hvemig þú fórst með Elinu í gær. Ef hann hefði séð til þín, hefði hann ekki hlíft þér. Þér er bezt að gæta þín, Júdit". Júdit fór með ólund í þungu skóna sem Caleb hafði keypt handa henni fyrr um sumarið. Þeir voru enn sem nýir, því að hún hafði neitað að fara í þá. Júdit settist upp I vagninn við hlið Calebs án þess að yrða á hann eða Amelíu sem kom út til að kveðja þau. „Þetta er fallegt hey — mjög fallegt hey", sagði Caleb og benti á stakkana með svipunni sinni. „Enginn af íslendingunum á svona fal- legt hey — eldd einu sinni Bjamason það er ég viss um. Við höfum verið mjög dugleg .— mjög dugleg". Fleira var ekki talað á leiðinni. Júdit horfði á köngulóarvefina glitra í sólskininu og sá að laufm vom farin að fá á sig gulan og rauðan haustlit. Sumarið var að taka enda — ef til vili var allt að taka enda. Það kom yfir lianá sljóleiki, hún varð hokin og liendurnar hengu máttleysislega niður. Eftir reiðikastið við Elínu daginn áður var eins og eitthvað hefði dáið hið innra með henni. Það var eins og sál henn- ar væri í þungum svefni. Þegar þau komu til Klovacz, lá Anton í rúm- inu. Rödd hans var svo veik að varla heyrðist til lrans. Júdit fór út strax og hún var búin að heilsa honum og sk;ldi þá eina eftir. Hún sat í eldhúsinu og talaði við stúlkumar og’ hreifst af fegurð þeirra og aðlaðandi frám- komu. Hún háfði aðeins séð þær e:nu sinni áður úr f jarlægð í Yellow Post. Henni var ekki ljóst að stúlkumar dáðust jafnmikið að henni, svo að hún var mjög feimin og vandræða- Ieg. Þær fóm að taka til matinn og Júdit sá að þær lögðu tvo aukadiska á iborðið. Hún roðn- aði þegar hún hugsaði um nestiskörfuna í vagninum og enn einu sinni fann hún til fyrir* litningar á Caleb. Hún flýtti sér að segja stúlkunum að leggja ekki á borð fyrir þau, því að þau þyrftu að flýta sér heim. Inni í svefnherberginu sat Caleb næstum klukkutíma á tali við sjúka manninn. Caleb fór að öllu með gát. Jafnvel deyjandi mönnum þurfti að sýna kurteisi. >rÉg er búinn að líta á heyið, Anton", sagði hann blíðlega. „Það er mikið af illgresi í þvi, Þú verður að læra að rækta það, Anton“. Svo talaði liann iengi um ræktun þess og kom með ótal ráðleggingar. Anton bylti sér eirðar- laus í rúminu. „Það er þýðingarlitið fyrir mig að gera á- ætlanir fyrir næsta ár vinur rninn," sagði hann brosandi við Caleb. „Hvaða vitleysa — hvaða ritleysa, Anton. Þú verður kominn á kreik fyrr en varir — já. fyrr en varir. Mundu það, að hreinsa völlintt strax og búið er að slá. Þú ættir að geta haft e;ns gott hey og ég næsta ár. Landið þitt er alveg eins gott og mitt, Anton — alveg eins gott. En heyið núna er lítils virði. Það borgar sig varla að slá það — borgar sig varla." Caleb lyfti ibrúnum, hallaði sér aftur á bak í stólnum og yppti öxlum með raunasvip. UtMT OC CAMPt* llaður nokkur í Ameríku á tvo syni. Annar er koniinn út i pólitíkina, Hinn virðist aetla að fara í hundana líka. Jóndi: Ég vii giftast konu sem gctur búið til góðan mat og haft heimilislegt i kringum sis', en ekki einni af þessum dömum sem ekkert geta nema skemmt sér. Simbi: Gott, komdu heim með mér og littu á hana systur mína. Hún er víti til vamaðar. Hun: Ó, þú ert svo selnn að átta. þlg. Haitn: Ég skll ekki almennilega hvað þú átt vlð. Hún: Já, það er einmitt það. T»eir segja að hsegt sé að meta skapgerð nútíma- stúlkunnar eftir klæðaburðinuni. O jæja, það cr þá ekki nilkll skapgerð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.