Þjóðviljinn - 12.11.1953, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 12. nóvember 1953
IXFDR DTANGARÐS 36:. DÁGUR
Bóndinn í Bráðagerði
En afþví hann hafði einga mögulerka á því að gánga úr
skugga um hvernig veðri væri háttað í Vegleysusveit, og enn-
þá síður hvernig Jónsi stæði í stykkinu með búsýsluna, var
jafngott að hafa ekki alltof þúngar áhyggjur útaf svo fjarlægum
vandamálum, því ærið nóg hafði hann af þeim, er nærtækari
voru.
Fyrsta verk .hans þenna dag var að fre;sta þess að ná tali af
rikisstjórninni, ea hún reyndist morgunsvæfari en góðu hófi
gegndi svo hann kom þar að lokuðum bæ. Eigraði hann nokkuð
um útivið t'l þess að drepa tímann. Gaf sig á tal við mann
einn er hímdi kuldalegur útlits á torgi einu og virtist ekki vera
í kapphlaupi v!ð tímann einsog svo margir aðrir í þessari borg.
Ræddu þeir fyrst um tíðarfarið og einstaka óáran til sjós og
lands. Bar meðal annars að því talið, að Jón væri að biða eftir
því að ríkisstjórnin y:si úr rekkju, svo hann gæti náð af henni
tali.
Þegar bóndinn nefndi ríkisstjórnina, hrækti maðurinn útí
súldina og bað fjanda þann aldrei þrífast. Vissi hann þess eingin
dæmi, að sú stofnun hefði nokkru sinni Ieyst vanda eins eða
neins, en að hinu gæti hann leitt mýmörg dæmi, að margur ætti
um sárt að binda hennar vegna. Helstu afrek hennar í seinni
tíð væru þau að únga út ráðum og nefndum, og vafalaust búin
að setja heimsmet miðað við ráðherrafjölda. Hefði liann fyrir
satt að sum þessi afspreingi stjórnarinnar réðu öllu meira á
þjóðarheimilinu helduren sjálft foreldrið.
Rikisstjórn er þó alltaf ríkisstjóm, sagði Jón. Híngaðtil hefir
maður haldið, að það væri e'kki fyrir aukvisa að segja sjálfri
ríkisstjórninni fyrir verkum, fyrst við erum á annað borð lausir
við kónginn.
Maðurinn sagði, að uppvakníngar hefðu stundum reynst þeim
ofjarlar, er særðu þá fram. Nærtækasta dænfð því til sönnurtar
væri Fjáransráð, er að vísu hefði í skírninni hlotið veglegra
nafn, ea sjálft hefði ráðið með verkum sínum skráð hið síðara
gullnum stöfum á spjöld sögunnar. Væri ráð þetta æðst allra
r'áða í landinu, og fe;ngi einginn ráðið ráðum sínum nema
ráð þess kæmu til, rikisstjómin sjálf ekki undanskilin.
Ja, hver fjárinn! sagði Jón. Segirðu satt þá væri ráðlegt
c’ð heimsækja þetta Fjáransráð. Þú getur, vænti ég ekki, sagt
mér hvar það er til húsa?
Maðurinn sagði, að honum væri það útlátalaust, þótt það
væri hinsvegar vafasamur greiði við mann, sem ekkert hefði
til saka unnið.
Jón lét líkingamál mannsins einsog vind um eyru þjóta, því
hann var aldrei gefinn fyrir að frestá því, sem fram átti að
koma. Maðurinn gekk með honum á leið, svo hann færi ekki
villur vegar, og sýndi eingan lit á því að meta þessa þjónustu
sina til penínga. Mat Jón þessa greiðvikni mannsins að verð-
leikum og gaf honúm að sjálfsögðu ríflega í nef'ð að skilnaði.
Húsakynni Fjáransráðs reyndist sýndarmikil bæði að ummáli
og hæð. Or anddyri lágu stigar upptil hæða, en ekki hafði
Jón leingi sótt á brattann er á vegi hans varð maður sitjandi
á einu stigaþrep'nu. Jón staikk við fótum til þess að spyrja
hverju slíkt sætti, en áðuren hann fékk orðað spurnínguna,
varð honum litið hærra og sá þá að' uppgángap;-ýar -full af fólki
uppeftír öllu, leingra en séð varð með góðu mótjt, Voru marg'r
um hvert þrep og gerðu menn ýmist að sitja eða standa þarsem
þeir voru komnir. Var auðsær píslarvættissvipur á andlitum safn-
aðarins, sérílagi þeirra, sem eliki höfðu haft framtak í sér til
þess að fá sér sæti á einhverju þrepinu í tíma, og urðu þaraf-
leiðandi að standa uppá endann þarsem þeir voru komnir, sum-
ir ekki nema á öðrum fæti þarsem pláss var ekki fyrir tvo.
Nú dámar mér ekki, sagði Jón hissa. Hvernig stendur á öllu
þessu fólki ?
Þú hlýtur að vera lángtað kominn, sagði maðurinn á neðsta
þrepinu. Kunnugum er þetta daglegt brauð á þessum stað.
Satt er það, að ég er lángtað komimý svaraði Jón. Og margt
iurðulegt hefir borið fyrir augu og eyru þó ég hafi ekki dvalið
ieingi í þessari Babýlon, en þetta stíngur allt annað út.
Maðurinn sagði, að það væri ekki nema rétf og skylt að
virða sveitamönnum það til vorkunnar, þótt þeim kæmi stiga-
mennska af þessu tagi dálítið spánskt fyrir sjónir. Afturámóti
væri hún öllum, sem til þekktu, eðlileg og sjálfsögð, og af mörg-
um talin til menníngarauka.
Það er og, ansaði Jón. Hún er mörg menníng'n. En heldur
finnst mér stigamennska þessi lítilmótleg borin saman við þá einu
og sönnu stigamennsku. En með leyfi að spyrja. Er það ekki
hér, sem þetta Fjáransráð á he:ma ?
Maðurinn sagði, að afþví hann væri sveitamaður væri hægt áð
% ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRI. FRÍMANN HELGASON
Handknattleiksmótið
Enska deildakeppmn
Orslitin í hraðkeppnismóti
H.K.R.R. á sunnudagskvöld
urðu þau að Víkkigur vann
Fram 11:9 (4:3), Valur vann
FH 5:4 (2:4ýKR vann Ármann
7:6 (4:3), og Þróttur vann ÍR
9:4 (4:2).
Orslit.n voru svo leikin á
mánudagskvöld og léku fyrst
Víkingur og Þróttur og vann
Víkingur 11:6, og síðan KR og
Valur og vann KR með 11 mörk
um gegn 2. Til úrslita léku Vík-
ingur og KR og vann Víking-
ur eftir tvísýnan og jafnan leik.
með 8 mörkum gegn 7.
í kvennaflokknum fóru leikar
svo að Fram vann Val 3:2.
Yfirleitt eru félögin komin í
litla æf'ngu og því fullfljótt að
fara útí keppni. og ef til vill
er móti þessu ofaukið.
Dómararnir tóku heldur lin-
lega á hinni nýju reglu. Er
sýnilegt, ef sjá á hver áhr f hún
hefur, að taka. verður miklu
harðara á öllum brotum þó ekki
sé hægt að slá neinu föstu um
það hvernig handknattleikurinn
stendur, ef dæma á út frá þessu
móti. Til þess er þjálfunin of
stutt sem að baki l;ggur.
Hn:gnun? .
Óneita-nlega liggur það í loft-
inu að handknattleikurkm sé að
komast eða só kominn í
„kreppu“ cg það er álit margra
að svo sé. Það versta er þó að
handknattleiksmenn virðast
farnir að trúa því að v:’ð þessu
sé ekkert að gera. Þeir kvarta
hver við annan um fámenni.
Dómararnir fá ákúrur fyrir að
stjórna ekki leikjum í anda
leiks og reglna. Þetta er alvar-
legt ástand. Menn eru farnir
að halda því fram að leikurinn
sé leiðinlegur og skýtur þar
nokkuð skökku við, því að áður
þótti hann skemmtilegur, og
svo mikið er vist að handknatt-
leikur hefur dregið fleiri til sín
en nokkur önnur íþróttagrein.
Þetta er ærð umhugsunar-
efni öllum þeim sem eyða kröft-
um sínum í að viðhalda og
þroska þessa íþrótt. . , : j
Deyfð H.K.R.R.
Ekkert heyrist frá leiðandi
ánnemimgar svna nvja
kvikmynd frá Oiympíu-
leikunum í Helsingfors
1952
Glímufélagið Ármann hefur
skemmti- og spilakvöld í sam-
komusal Mjólkurstöðvai-innar,
Laugavegi 162 næstkomandi
föstudagskvöld kl. 9 síðdegis.
Fundurinn hefst á Því, að
spiluð verður fé'.agsvist, síðan
verður sýnd mjög góð kvikmynd
frá Olympíuleikjunum í Helsing-
fors,. sem hefur ekki verið
sýnd hér áður, sumt af mynd-
inni er -sýnt mjög hægt, svo að
stíll og tækni hinna mestu af-
reksmanna heimsins í iþróttum
sjáist sem bezt. Þorsteinn Ein-
arsson, íþróttafulltrúi, mun út-
skýra myndina. Að lokum verð-
ur dansað til kl. 1.
mönnum hvað til bragðs skuli
taka til að firra vandræðum.
Við höfum hér í Reykjavík
ráð eitt mannmargt, sem heitír
Handknattleiksráð Reykjavíkur.
Er markmið þess fagurlega orð-
að í 2. grein starfsreglna þess
á þessa leið m.a.: ,Markmið
H.K.R.R. er að útbreiða og auka
þekkingu á handknattleik og
annast aðalstjórn . þeirra mála
í Reykjavík".
Eg hef grunað þetta ráð um
mikla deyfð Vægast sagt, og að
það geri sér ekki sameiginlega
grein fyrir því, hvernig málin
standa. Það leikur einnig grun
ur á að fulltrúamir líti frem-
ur á sig sem fulltrúa félaga
s'tina en, fulltrúa íþróttarinnar,
ef þeir þá láta sjá sig til um-
ræðu um málin.
Ef forustan er dauf og á-
hugalaus er varla við því að
búast að „óbreyttir liðsmenn"
taki sig fram um hlutina. Hér í
Reykjavík hefur handknattleik-
ur stað'ð með blóma og verður
því að krefjast þess að forráða-
menn greinarinnar viti hvað
heoni líður og beiti sé fynr
því „að útbreiða og auka þekk-
ingu á handknattleik“ me'r en
verið hefur. Ekki er hér átt
við að H.K.R.R. eigi eitt sök
á ástandinu, það er ýmislegt
utanaðkomandi sem hefur sín
áhr'f, svo sem einangrun, skort-
ur á góðum kennurum, húsnæð-
isleysi (litlir salir), áróður
gegn handknattleik o. fl.,
Verður ekki farið nánar útí
þessi mál hér að sinni en senni-
lega mun aðalfundur H.K.R.R.
verða bráðlega og verður fróð-
legt að frétta hvernig sá fund-
ur. tekur á málinu. Gefst þá
tækifæri til að ræða þetta nán-
ar. (Aðalfundurinn átti að hald.
ast 15.—20. sept s.l. samkv.
reglum H.K.R.R.).
mti
ÚrsUt 7. nóv. s. 1.:
I. deild:
Bolton 6 — Portsmouth 1
Burnley 2 — Sheffield Utd 1
Charlton 2 — Huddersfield 1
Liverpool 2 — Manch.City 2
Manch.United 2 — Arsenai 2
Middlesbro 3 — Woives 3
Newcastle 4 — Cardiff 0 i
Preston 2 — Blackpool 3
Sheffield W. 3 — Aston Villa 1
Tottenham 2 — Chelsea 1
W.B.A. 2 — Sunderland 0
W.B.A. 17 13 2 2 47-21 23
Wolves 17 10 5 2 44-26 25
Huddersfield 17 10 3 4 33-19 23
Burnley 17 11 0 6 38-20 22
Bolton 16 8 5 3 42-30 21
Charlton 17 10 0 7 41-34 20
Blackpool 16 8 3 5 33-26 19
Cardiff 17 7 5 5 20-22 19
Sheff. Wed 18 8 2 8 33-39 18
Tottenham 17 8 1 8 29-29 17
Arsenal 17 6 4 7 33-32 16
Manch.Utd. 17 4 8 5 21-24 16
Aston Villa 16 7 1 8 24-27 15
Preston 17 7 1 9 41-27 15
Newca&tle 17 5 4 8 29-35 14
Liverpool 17 4 5 8 32-44 13
Sheff. Utd 16 5 2 9 '24-34 12
Portsmouth 17 4 4 9 35-46 12
Manch.City 17 4 4 9 21-36 12
Middlesbro 17 4 4. 9 25-40 12
Chelsea 17 4 : ) 10 27-42 11
Sunderland 16 4 : l ■ 10 34-45 10
II . deild :
2 Nottingh. 17 10 3 4 ■ 4 0-2 3 23
3 Donc. 17 n 1 5 28-17 23
5 Birmingh. 17 8 5 4 38-22 21
6 Rotherham 18 10 1 7 30-29 21
8 Blackb. 16 6 6 4 29-26 18
9 Lincoln 17 7 4 6 27-21 18
10 Leeds Utd 17 6 6 5 38-23 18
22 Bury 17 2 6 9 18-38 10
Getraunaspá
35. leikvika. — Leikir 14.
ember 1953.
Arsenal-Bolton 1
Blackpool-Tottenham 1
Cardiff-Manch. Utd 1
Shelsea-Burnley
ManchlCity-Newcast'.e x
Portsmouth-Preston (x)
Wolves-WBA 1 (x
Blackburn-Nottingham
Bury-Leeds
Doncaster-Birmingham (1)
Lincoln-Rotherham
nóv-
2'
(2>:
9
2
9
2
Kerfi 24 raðir.
þVOTTAÐUFTlf)
ÖEYSIR
gefur beztu raun'.