Þjóðviljinn - 20.11.1953, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 20.11.1953, Qupperneq 3
Konunglegar andlátsstundir 2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 20. nóvember 1953 Það varð til tíðinda í fljótum Bevers hafði iokið bæn sinm, þá var hann skjótt lost- iiu* dauðlegum krankleika og lagðist tegar li sængina hjá Jósú- enu, lét kalla Mauricium biskup að skrifta sér og tók síðan vors herra líkam og fal sig guði á hendur. Nú sem hann hafði skipt öllu sínu ríki, sem liann vildi að væri eftir sinn dag, og að gerðu testamento þeirra beggja, þá gáfu þau alla sína vini guði í vald. En þau tóku sæmilega hvort annað sér i faðm, í því er þau gáfu upp sín aj andir. En þeirra sálur fluttu englar tii him- inrikis vistar. Nú. var mjög harmaður þeirra dauði nær og fjarri. Gujon kon- ungur vildi eigi láta grafa þau í jörð sem annað fólk, heldur lét hann gera eina steinþró af mar- níara og lagði þau þar í, og voru síðan' borin til kirkju hei- lags Laurentii og voru niður sett með vegsemd mikilli og hai-mi vina sinna. Eftir það lét Gujon konnngur krúna sig til konungs yfir Mun- brak, .og öllu því landi, er faðir hans hafji átt. (Bevers saga). f dag er föstudagurinn 20. ^ nóvember. 325. dagur ársins. Alþýðublaðið hefur svofellda fyrirsögn á einum stað í gærmorgun. „Svartur blettur á Bandarík jumrm: Skuggi McCarthyismans'‘. Þetta minnir oss á söguna af skottinu sem einn góðan veðurdag tók upp á því að glefsa í hundinn.. Já, mikið rétt, þau fengu víst tiíbúinn áburð. TjTVAIIPSSKÁKIN 1. borð 11, leikur Reykvikinga er f2—f3 2. borð 11. leikur Akureyringa er Rf6—g4 STVRKIÐ basár Kvenfélags sósíalista sem haidinn verður 5 desember n. k. Munum sé skilað til basarnefndar- innar fyrir næstu mánaðamót. — Upplýsingar í símum 5625, 1576 og 7808. Sölusýning nokkurra yngri málar- anna er opin daglega kl. 2-7. Að- gangur ókeypis. Næturlæknlr er í Læknavarðstofunni Austur- bæjarskólanum. Sími 5030. Næturvarzla er í Ingólfsapóteki. Sími 1330. Þetta liaust varð það til tíð- inda í Fljótum, að Sigurður Bergssoni, búandi á Grindli hínum minna, strýkti pi'.t sinn, 12 vetra gamlan, vesalan að vexti og illa atlátinn, svo að liann fékk bana af. Var piltur þessi lineigður til að krytja sér af matarreitum, þá við vari komið, og föður hans ráðlagt ai hirta hann. Strýkti hann hann fyrst í bæjardyrum,. svo hanni af- . klæddi sig sjálfur, batt hann síðan á fótunum um bita og barði hann með vendinum, unz dró af hljóðin, og bætti þrisv- ar á vöndinn. Var þá, piltur- inn tekinn ofan, bar sig að ganga í' baðstofu og bað að gefa sér að drekka, deyði strax um kvöldið snemma. Var Sigurður tekinn til járna af sýslumanni og fluttur til Reynistaðar. Var þingaá um mál hans að Valla'aug fyrir sjálf jól. Kom þeim eigi sám- an, hverja refsingu hann skyldi fá, var þáð seit til lög- manns. i.(VáÍ'i'ho3tóannáIl). Mlnnlngarspjöld Landgræðslusjóðt fást afgreidd f Bókabúð Lárusai Blöndals,, Skólavörðustíg 2, og á skrifstofu sjóðsins Grettisgötu 8 Bókmenntagetraun. Jón úr Vör orti á sínum tíma yísuna sem birt var í ,gær. Hvað segið þið þá um hana þessa: Oss hafa augu þessi íslenzk, kona, vísað brattan stíg að baúgi björtum iangt hin svörtu. Sjá hefur, mjöðnanna, manni minn ókunnar þínum fótur á fornar brautir fulldrenglega gcngið. Þeir kaupendur Þjóðviljans, sem vilja greiða blaðið með 10 kr. hærra á mánuði en áskrifendæ gjaldið er, gjöri svo vel að til- kynna það S síma 7500. 4 Landnemiim er blað unga fólksins. Nýtt hefti kemur út í dag eða á morgun. — Gamlir kaupendur: notið því tækifærið og borgið árgjald ykliar, þið sem eigið það eftir. Hinir noti einnig tækifærið og gerist kaupendur. Það er alira hagur, eins og gagnkvæm sldpti eru vön að vera. Edduslysið Þessar gjafir hafa borizt söfnun- arnefnd í Hafnarfirði: Raftækjaverksm. h.f. . . . kr. 10.000 Lýsi & Mjöl h.f......kr. 10 000 Bæjarútg. Hafnarfjarðar kr. 10.000 Jón Gíslason útgm....kr. 10.000 Akurgerði h.f. ,...... kr. 5.000 Medíwf# þökkum. Söfnunarn. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Mar- grét Kristjánsdótt- ir og Þórhaiiur Ellertsson, sjómað- Akureyri. ur, bæði á Siðastliðinn laug- ardag voru gefin saman i hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Ragnheiður Árna- dóttir, yfirhjúkrun- arkona á Akureyrarsjúkrahúsi, og Jóhann Snorrason, starfsmaður hjá KEA. Fyrra iaugardag gaf sér Pétur Sigurgeirsson saman í hjónaband í Akureyrarlcirkju ungfrú Signu Hallberg Hallsdóttur, Þórunnar- stræti 121 Akureyri, og Gunn- laug Búa Sveinssön, vélsmið Laug- argötu 3. — Ennfremur Ungfrú Helgu Rebekku Guðmann frá Skarði og Hermann Vigni Sig- tryggsson, framkvæmdastjóra. Einu sinni var vinkona, sam sagðist jafnan sjá fylgjur und- an vondum veðrum. Eitt kvöld sagði hún, að grár kálfur færi fram eftir húsun- um og drægi húð eftir sér. Kvað hún það boða norðanveð- . ur. Rættist þessi: spá hennar, enda hafa fleiri lika sagt, að veðurfylgjur væru til. og hafa þótzt sjá þær stundum. Hafa líka sézt nokkuð stórir ljósgeislar á himninum, í lag- inu eins og lampaljós, og hef- ur jafnan komið slæmt veður úr þeirri átt, sem þeir hafa sézt í. — (Magnús frá Ilnappa- völlum). FÉLAGAR! Komið r skrifstofu Sósíalistafélagsins og greiðlð gjöld ykkar. Skrifstofan er op- ln daglega frá kl. 10—12 f. h. og 1—7 e.h. -ij Kl. 8:00 Morgunút- varp. 9:10 Veður- fregnir. 12:10 Há- degisútvarp. 15:30 Miðdegisútvarp. — 16:30 Veðurfregnir. 18.00 Islenzkukenns’a I. fl. 18:25 Veðurfregnir. 18:30 Þýzkukennsla II. fl. 18:55 Iþróttaþáttur (Sig. Sig.) 19:10 Þingfréttir. 19:25 Har- monikulög (pl.) 19:35 Augiýsingar. 20:00 Fréttir. 20:20 Lestur forn- rita: Njálssaga; II (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 20 50 Tón- leikar: Ameríski karlakórinn Ra- dio City Glee Club syngur (pl.) 21:15 Dagskrá frá Akureyri: Leik- rit: Af sama sauðahúsi, eftir J. O. Francis. Leikstjóri: Guðmundur Gunnarsson. Leikendur: Guðm. Gunnarsson, Andrés Guðmundsson, Eggert Ólafsson og Sigurður Kristjánsson. 21:45 Frá útlöndum (Benedikt Gröndal, ritstjóri.) 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 2210 Út- varpssagan. 22:35 Dans- og dæg- urlög: Lee Conitz og hljómsveit hans leika (pl ). Krossgáta nr. 232. Lárétt: 1 maturinn 7 ryk 8 nýta 9 töðuvöllur 11 á fötum 12 kam- ar 14 ending 15 nafn 17 haf 18 töluorð 20 kamburinn Lóðrétt: 1 lýsingarorð 2 kristni 3 greinir 4 eldsneyti 5 réttindi 6 verkfæri 10 skst. 13 formæling 15 nem 16 stafurinn 17 ritstjóri 19 ending Lausn á nr. 231 Lárétt: 1 drepa 4 ló 5 fá 7 ana 9 fól 10 LIB 11 las 13 rá 15 sú 16 salli Lóðrétt: 1 dó 2 enn 3 af 4 lofar 6 Ásbrú 7 all 8 als 12 afl 14 ás 15 si Skipadeild S.l.S. Hvassafell er 5 Helsingfors. Arn- arfell er í Genova. Jökulfell lest- ar á Vestfjörðum. Dísarfell er væntanlegt til Reykjavíkur í dag frá Leith. Biáfell er á fsafirði. Eimskip. Brúarfoss fór frá Boulogne í fyrradag til Rotterdam og Ant- verpen. Dettifoss kom til Lenín- grad á sunnudaginn. Goðafoss fór frá Reykjavík á miðnætti í nótt til Hull, Hamborgar, Rotterdam og Antverpen. Gullfoss kemur til Reykjavíkur árdegis í dag frá Leith. Lagarfoss fór frá Kefla- vík í gærkvöldi til New York. Reykjafoss er í Reykjavík. Sel- foss fór frá Isafirði í gærmorg- un til Siglufjarðar, Akureyrar og Húsavíkur. Tröliafoss fer frá R- vik í kvöld til New York. Tungu- foss er í Kristiansand. Röskva fór frá Hull 17. þm. til Reykja- víkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Reykjavik. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðu- breið er á Austfjörðum á norð- urieið. Skjaldbreið er á Skaga- strönd á leið til Akureyrar. Þyr- ill er í Reykjavík. Skaftfellingur á að fara frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Söfnin eru opins Þjóðminjasafnlð: kl. 13-16 ásunnu- dögum, kl. 13-15 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Landsbólcasafnið: kl. 10-12, 13-19, 20-22 alla virka daga nema laugar- daga kl. 10-12 ög 13-19. Llstasafn Einars Jónssonar: opið frá kl. 13.30 til 15.30 á sunnu- dögum. Náttúrugripasafnið: kl. 13.30-15 á sunnudögum, kl. 14-15 á þriðjudög- um og fimmtudögum. Dagskrá Alþingis föstudaginn 20. nóvember kl. 1.30 Neðrideild Innflutnings-, gjaldeyris- og fjár- festingarmál ofl. Krabbamelnsfélag Reykjavikur. Skrifstofa félagsins er í Lækj- argötu 10B, opin daglega kl. 2-5. 3ími skrifstofunnar er 6947. Ritsafn lóns Trausta Bóhaúfgáfa Guðjóns 0. Sími 4169. Og ég kyssti samstundis hina heilögu tá er potaði sér fram undan skikkjunni. En i sama bili stakk hundkvikindi nokkurt trýninu fram undan klæðafaldi hans heii- agleika. Hann hóstaði ákaflega og var all- ur þrútinn, minnti helzc á blásna blöðru- Ugluspegill, sagði páfinn, þú hinn heims- frægi læknir: getur þú læknað minn hund af kvefl hans og hóstakjöltri? Ugluspegill gerði hlé á frásögn sinni og tók sér vænan teyg af ölkönnunni: — Og er ekki að orðlengja það að ég gerði hund- kvikindið albata á þremur dögum. Föstudagur 20. nóvember 1953 — ÞJC»VILJINN — (3 k innlendum slóðum Kafli úr menningarsögu fhaldsins í miðri Reykjavík Þið skuluð ■ ekki láta fyrir- sögnina villa ykkur til að halda að ég ætli að fara að skrifa um vini mína og ykkar á Arnarhóli, þessa samborgara okkar sem lögreglan aumkast stundum' yfir og hýsir í kjall- aranum þegar þeir eru órðn- ir uppgefnir á að sofa undir kössum eða bátum. Nei, það er allt annað fólk sem ég ætla að spjalla við ykkur um í dag; fólk sem horgar alla sína skatta og skyldur til Reykja- víkurbæjar — og er þó út- lagar í miðri Reykjavík. k Það var nokkru eftir að hin virðulega þrenning, Sjálf- stæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur, fagnaði ákafast aðild að marshailaðstoð, að Sjálfstæð- isflokkurinn ákvað að Reykja- víkurbær hætti með öllu þeim íbúðarbyggingum sem Sósíal- istaflokkurinn hafði knúið bæ inn til að framkvæma á und- anförnum árum. Með marsh allsamningnum voru erlendum stjórnarvöldum fengin yfirráð yfir því hvemig Islendingar ráðstöfuðu fé sínu og hvað væri framkvæmt á Islandi. Samkvæmt erlendu valdboði hafði verið ákveðið að banna Islendingum að byggja íbúðir. Sérstök stofnun, fjárhagsráð, f.ékk það hlutverk að fram- fylgja því banni. En þrátt fyrir bann þriflokk- anna og húsbænda þeirra er- lendra hélt Reykvíkingum á- fram að fjölga og þörfin fyr- ir nýjar íbúðir hélt áfram að vaxa. Og hvert átti húspiæðis- laust fólk sem vilditfá að búa í húsum með böm sín að snúa sér nema til sjálfrar bæjar- stjórnarinnar ? Borgarstjórinn í Reykjavik, herra Gunnar Thoroddsetn, fékk margar heimsóknir. Borgarstjórinn í Reykjavík er ráðagóður maður. Allt í einu mundi hann eftir því að til var holt eitt sem Herskóla- kamp nefndist. Þar höfðu er- lendir stríðsmenn búið. Næst þjóðveginum (Suðurlands- brautinni) var ena röð gam- alla hermannabragga. Þarna væriþetta fólk bezt geymt, það væri þá ekki að flækjast fýrir í hverfum betri borgara. Og borgarstjórinn upphóf sína raust og sagði; Þið megið byggja þarna í holtinu bak við hermannabraggana. k * Hinum hamingjusömu mona- mn sem borgarstjórinn hafði leyft að byggja yfir sig var vísað til húsnæðismálafulltrú- ans, frá húsnæðismálafulltrú- anum til skipulagsins (Það voru oft mörg spor) og þar fengu þeir mann til fylgdar inní Herskólakamp. Sá horfði fagmannlega á lioltið 3Íðan merkti hann fyrir lóðum. Hús- næðisleysingjarnir vörpuðu öndinni léttar; nú loks máttu Jveir byrja að byggja sér sama- næðisleysingjanna fram að þessu, höfðu þó ekki vcrið nema* einskonar æfing undir þá göngu sem framuíjdan var. Úr hverju átti að byggja? Þið megið byggja úr hverju sem þið getið náð í sagði borgar- stjórinn og brosti sínu slétt- asta brosi. Og hann hét að tilkynna fjárhagsráði að hann hefði af mildi sinni veitt þóss- um mönnum leyfi til að byggja. Næst var gangan í fjárhags- ráð. Þar fengu húsnæðisleys- ingjarnir svar hins bandaríska valdboðs, flutt af íslenzkum vörum: Þið fáið ekkert bygg- ingarefni. Það fólk sem berst fyrir lífi sínu gefst ekki upp fyrir einu neii. Það kemur aftur og knýr á. Eftir óteljandi göngur I fjárhagsráð gerðist einhver starfsmaður hugsandi og sagði eftir langa þögn: Þekkið þið engan sem á bragga? Þekkið þið engan sem á síld- arbát? Það þarf ekki leyfi til að gera við bragga. Það þarf heldur ekki leyfi til að gera við síldarbát. ★ Og nú hófst ný ganga til að finna mann sem átti bragga, mann sem átti síldarbát. Svo hófust aftur göngur í fjár- liagsráð. Jú, þeir fengu fjóra poka af sementi í einu. Hvað lialdið þið að sporin hafi orð- ið mörg áður en komið var í eitt hús, mörg hús!? Og fólkið hélt áfram að viða að efni í hús sín. Það fékk sement sem veitt var til við- gerða á bröggum, timbur sem átti að fara í síldarbáta, um- búðakassa, mótatimbur, 1— og loks var komið 1 liús. Nú munu húsin vera um 70 tals- ins. En það þarf fleira en húsin. Það þarf götur, vatnsleiðslur, rafmagn, frárennsli. Þarna fannst gömul sorpleiðsla frá dögum hersins. Það voru líka leifar af vatnsleiðslu frá sama tíma. Og íbúarnir liófust handa og grófu um langan veg, ruddu grjóti, sprengdu klappir, til að komast í sam- band við þessar erlendu leifar. Og borgarstjórinn og starfs- menn hans höfðu góð orð um að allt kæmi þetta; vatn. frá- rennsli, rafmagn, götur, skipu- lag. ★ Og íbúarnir gengu á fund borgarstjóra, þeir hafa ræi’.t við allskonar stjóra. Þeir hafa fengið góð orð, — eei hvorki götur, vatn, frárennsli né skipulag enn þann dag í dag. Fyi-ir kosningamar í vor mátti borgarstjóri ekki vera að snúast í þessu. Svo komu sumarfrí: — ,,Þegar hann Jó- hanues kemur aftur úr sumar- fríinu verður skipulagt hjá ykkur“. (Skyldi þessi Jóhann- Það er til heilbrigðissam- þykkt með mörgum góðum og sjálfsögðum fyrirmælum. En í smáibúðahverfinu við Suð-ur- landsbraut er víðast hvar vatns laust mestan hluta dagsins, í efstu húsin kemur jafnvel ekki vatn á næturnar! Það er ekki liægt að þvo þvotta-. Ef ekki er hægt að bræða snjó eða safna vatni af húsþökunum er stundum ekki hægt að þvo bömunum áður en þau leggj- ast til svefns. Heilbrigðdsnefnd- in þvær hendur sínar. Borgar- stjórinn situr gljákembdurr við tárhreint borð í skrifstofunni á horni Austurstrætis og Póst- hússtrætis. Borgarlæknirinn er doktor að nafnbót í læknavís- indum — og er að byggja við Boulevard Bingó. ★ Er þetta fólk kannski ein- hverjir svikahrappar sem hafa snuðað bæin.n um tilskyldar greiðslur? Ekki hefur vérið kvartað um slíkt. Það borgar sin iitsvör, fasteignagjöld (húsaskatt. vatnsskatt, lóða- skatt), já jafnvel skipulags- gjald, — í hverfi sem enn ekki hefur unnizt tími til að skipuleggja !*! Hvað segja hátívirtir sam- borgarar í öðrom hverfum Reykjavíltur. Ætlast þeir til þeíjs að fólkið í smáíbúða- hverfinu við Suðurlandsbraut greiði alla sína skatta og skyldur til Reykjavíkurbæj- ar án þess að fá neitt það í staðinn sem aðrir borgarar bæjarins njóta? Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur í öll þessi ár launað dugn- að þessa fólks og fómir með því einu að neita því um jafnrétti við aðra bæjarbúa. En finnst ykkur ekki kom- inn tími til að þetta fólk fái lóðaréttindi, skipulag, götur, vatnsleiðslur, frárennsli o.s. fr\r. alveg eins og ibúar annarra hverfa hnfa fengið? Er ekki kominn tími til þess að þetta fólk hætti að vera mannréttindalausir útlagar í miðri Reykjav'k? — J. B. lærinn byggi 800 íbútir Framhald af 1. síðu. byggingaíramkvæmd- anna". Rannsókn sem sósíalistar knúðu fram á húsnæðismálunum í Reykjavík árið 1946 le’iddi í ljós að árleg íbúðarþörf í Reykjavík væri 600—700 nýjar íbúðir. Það er stutt síðan bæj- arstjórn samþykkti að þessi væri íbúðarþörfin. Þetta mun þó vera alger lágmarkistala, eftir þá þró- un sem orðið hefur í húsnæðis- málum höfuðstaðarins síðan 1946. Árin 1945 og 1946, árin sem sósíalistar* höfðu áhrif ; ríkis- stjórninni og nýsköpunarstjórn- V in sat að völdum voru byggðar 541 ibúð fyrra árið en 634 síð- ara árið, en strax á næsta ári féll tala nýrra íbúða niður í 468, og fór lækkandi eftir ;að bygg- ingabanninu og lánsfjárbanninu var skellt á af Sjálfstæðisflokkn- um og Framsóknarflokknum, og komst ta'.a nýrra íbúða allt nið- ur í 284 ár'ð 1951. 1800 konur og börn í bröggum Braggaíbúðum hefur hinsveg- ar alltaf fjölgað en ekki fækkað á þessum árum. Árið 1946 voru íbúar þeirra 1303, þar af konur og börn 926. Árið 1950 var íbúatala bragganna komin upp í 2210 manns þar af 1612 konur og börn. Eftir manntal- inu frá 1952 er tala braggabú- anna nú 2400, þar af um 1800 konur og böm. Því fólki sem neyðist til að hafast við í gömlum hermanna- bröggum hefur því fjölgað um nær he’ming frá því 1946. Óhæfum íbúðum fjölgar Árið 1946 v.ar fjöldi af þeim braggaíbúðum er teknar höfðu verið til íbúðar dæmdur óhæfur. Nú eru braggamir 7 árum eldri og þeim mun úr sér gengnari og lélegri en þá. Auk þess eru svö kjallarar, hanabjálkaloft, skúr- ar, sumarbústaðir, jafnvel kart- öflueymslur og allskonar kofar sem notaðir eru til íbúðar. Á- standið í húsnæðismálunum hef- ur því aldrei verið vérra en nú. í Sök íhalds og Framsóknar Sökin á þessu 'iíggur hjá þeim flokkum er bera ábyrgð á bygg- ingarbanninu frá 1948 og iáns- fjárkreppunni, Sjálfstæðisflokkn- um og Alþýðuflokknum, sem e'nni.g stóðu saman um .afnám húsaleigulaganna og slepptu þar með okrurunum lausum á það fólk sem ekki á sjálft íbúðir. Dýrt andarihald Sósíalistaflokkurinn hefur frá upphafi barizt af öllum kröftum gegn íbúðabyggingabanni banda rísku flokkanna og árið 1951 náðist sá árangur að smáíbúðir voiru gefnar frjálsar.' En þó var þess enginn kcrstur að tnega byggja smáíbúðir í sambygging- um, heldur nrðu það að vera dreifðar smáíbúðir. Afleiðingin af þeirri stefnu Sjálfstæðisflokks- ins er sú að götur og lagnir kosta bæinn tugi milljóna. Mal- argötur i smáíbúðahverfið múnu kosta bæinn 15 mil’j, kr. og fullgerðar malbikaðar götur 60 biillj.' kr. Fyrir verst stadda fólkið er eina vorin að bærinn byggi leiguibúðir. Hér að framca hefur lauslega verið rakið upphafið á fram- söguræðu Guðmundar Vigfús- sonar fyrir tillögunni um bygg- ingu S00 nýrra íbúða á tveim árum, og er hér ekki rúm til að rekja ræðuna nánar að sinni, en máli sínu lauk Guðmundur með því að leggja áherzlu á að það væri ekki nóg til að út- rým’a versta lieilsuspillandi hús- næðiuu, sem byggingafélög verkamanna, samvinnubygg- ingafclög og einstaklingar gætu Þióðviuinn Hver maður, kona, piltur eða stúlka úr alþýðustétt væru í raun- inni alveg varnarlaus í lífsbarátt- unni ef ekki nyti við samtaka al- þýðunnar bæði á sviði dag egra hagsmunamála og þjóðmálanna. Dýfmætast allra varnartækja okkar er blaðið, sem aldrei hef- ur brugðizt hvað sem'á hef- ur gengið, Þjó’ð- viljinn. Þess vegna myndum við varnarhring um Þjóðviljarini í 12 síðum. — Heldur en að þurfa að minrika blaðið okkar ’ eða missa neitum við okkur um ýmsa hluti, við sem erum þjálfuð i því frá fæð- ingu, að neita okkur um svo margt vegna frekju og ágengni þeirra, er gera út auðvaldsblöðin til að blekkja okkur til fylgis við sig. Þess vegna kaupum við og seljum happdrættismiða Þjóðviljans með- an nokkur miði er til. Kristján Fr. Guðmundsson. Frumvarp um kosiimgabandalög Framhald af 12. síðu ræðustól og mótmælti úrskurð- inum. Hótaði hann því, í nafnf þingflokks Sjálfstæðisflokksins, að sá f’okkur mundi hugsa sér til hreyfings með einhverjar breytingar á kosn.'ngalögum, fyrst þetta frumvarp ætti að fá að fara i nefnd! Var frumvarpinu vísað til 2. umr. með öllum greiddum atkv. gegn einu (Jón Pálmason) og til allsherjarnefndar. Frumvarpi Al- þýðuflokksins um samskonar kosningabandalög í sveitastjóm- arkosningum var einnig visað til 2. umr. og allsherjarnefndar. NÚ ERU 15 DAGAR ÞAR TIL DREGID VERDUR 1 HAPI’DBÆTTI ÞJÓÐ- VILJANS Sölimienn og þið aðrir, sem liaf- ið undir höndum happdrættis- blokkir: Munið að í dag og á morgun eru skiladagar happdrætt- isins og nú eru ekki eftir nema 15 dagar þar til dregið verður. Afgreiðsla hapjrdrættisins er á Þórsgötu 1 og 'Skólavörðustíg 19. Símar 7500, 7510, 81077. gert í byggingamálum, lieldur yrði bærinn sjálfur einnig að gera stórátak. Eina ráðið til þess að koma fátækasta fólk- inu —: sem oft. er í lélegasta. húsnæðinu — í madnsæniandi íbúðir, væri að bærinn byggði íbúðir til að leigja því eftir efnum og ástæðum þess. Nú væru horfur á að eitthvað yrði rýmkað til í byggingamálum (ef lánsf járskertur ætti þá ekki eft- ir sem áður að eyðileggja þá rýmkun) og væri því ástæða til þess að nota aukið bygg- ingarefni á hinn skynsámleg- asta hátt, einmitt með því að bærinn byggði ibúðir j'fir verst stadda fólkið. Að umræðum lokaum sam- þykkti íhaldið með sinum 8 at- kvæðum, — að viðhöfðu nafna- kalli — að vísa tillögu Gnð- mundar frá, til bæjarráðs. Fulltrúar hinna fokkanna,- 7 greiddu allir atlrvæði gegn því.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.