Þjóðviljinn - 20.11.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.11.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 20. nóvember 1953 9 úrvalsbæknr koma 1 Mál og menning tók upp þá nýbreytni í fyrra að gefa ut í einu lagi níu bækur, sem félagsmönnum var gefinn kostur á að velja um, þrjár eða fleiri, fyrir einstaklega lágt verð. Þessi nýjung vakti athygli og hlaut vinsældir félagsmanna, og sumar bækur úr þeim flokki eru nú með öllu ófáanlegar. í dag kemnr út nýr bókaflokkur, jafnvel enn fjölbreyttari a3 efni og glæsilegri að frágaitgi. * - t Bækurnar eru þessar: 1. VESTLENDINGAR eftir I.úftvík Kristjánsson. I riti þessu,'sem verður í tveimur bir^dum er rak- in saga hinnar stórmerku framfara- og menningar- vakningar í Breiðafirði og á Vestfjörðum á tímabilinu 1830—1860. — Hér sjáum við fólkið sem stóð að baki Jóni Sigurðssyni og skóp sögu aldarinnar. Höfundur bókarinnar, Lúðvík Kristjáns- son ritstjóri Ægis, er kunnur fyrir ritstörf sín, ekki sízt hina vinsælu ævisögu Knuds Zimsens, Við fjörð og vák og Úr bæ í borg. 2. tSI.ENZKA HÓÐVELÐIÐ eftir Björn Þorsteinsson. Þjóðveldið forna er glæsi- legasta tímabil íslenzkrar þjóðarsögu. — Bókin rek- ur þróun þess í skýrum dráttum fram til ársins 1264 og bregður á .það ljósi nýrrar þekkingar í sagnfræði og þjóðféiagsvisindum. — Höf- undur þessa rits, Björn Þorsteinsson er orðinn kunnur bæði sem fræðimaður og rithöfundur. Að loknu prófi í íslenzkum fræðum hér við háskólann stundaði hann framhaldsnám í sagnfræði í Bretlandi ög hefur gert merkilegar rannsóknir á i'erzl- unarviðskiptum Islands og Bretlands fyrr á öldum. ■ 3. EF SVERÐ ÞITT ER STUTT skáldsaga eftir Agnar Þórðarson. Þessi nýja skáldsaga Agn- ars gerist í Reykjavik á okkar dögum. Höfuðper- sónan er ungur maffur af borgaraættum sem tek- ur við fyrirtæki eftir föður sinn og. kemst að því að hann hefur verið flæktur ‘í fjármálahneyksli og 5 rauninni ' aldrei verið frjáls maður. Sonurinn á um , að veija að halda áfram ,á . sömu braut eða veita viðspyrnu og fá uppreist fyrir iminningu föður síns. 4. HUÐARBRÆÐUR eftir Eyjólf Guðmundsson Eyjófur Guðmundsson á Hvoli er þjóð- kunnur fyrir endurminningar sínar, ritin Afi og amma, Pabbi og mamrna og Lengi man til lítilla stunda. Nú kemur i ’jós að hann hefur einnig fengizt við skáldskap. Frumdrögin að sögunni Hlíðarbræður hef- . ur Eyjólfur gert laust eftir aldamótin, en endurritað hana fyrir nokkrum árum.'Hún gerist i sveit nálægt aldamótum og segir frá árekstrum sem áttu sér stað milli gamla og nýja tímans • um það leyti sem ungmennafélagshreyfingin með ýmsum nýj- ungum var að berast út í sveitirnar. 5. LIÓÐAÞÝÐINGAR eftir Helga Hálfdánarson Höfundur er iskenzkum lesendum að góðu kunnur þótt, ekki hafi enn birzt á prenti nema fá sýníshorn af kvæðum hans, þýdd- um og frumsömdum, og munu margir hyggja gott til að fá fleira að sjá frá hendi þessa orðhaga og formsnjalla skálds. I ljóðaþýðingum Helga er leitað viða til fanga, en sérstöku ástfóstri íiefur hann tekið við stórskáldin ensku á fyrra helm- ingi 19. aldar, Keats, Shelly, Byron og Wordsworth, og íslenzkað sum af mestu og frægustu kvæðum þeirra. Einnig hef- ur hann þýtt nokkrar af sonnettum Shake- speares, og þrjú af leikritum hans, en söngvar úr þeim og fleiri leikritum Shake- speares etu I bókinni. 6. IRSKAR F0RNSÓ6UR, þýddar og valdar af Hermanni Pálssyni. írskar og íslenzkar forn- sögur skipa öndvegissess í miðaldabókmenntum Svrópu. Fræðimenn háfa fært að þvi skynsam’eg rök að íslenzk sagnalist eigi rætur sínar að rékja til Irlands, enda yrði '> uppruni hennar torskýrð- ur með öðrum hætti. — írskar fornsögur eru hér í fyrsta sinn kynntar íslenzkum lesendum, og þýddar beint úr frummálinu. Hermann Pálsson, norrænuffEéðirigiif óg lektor við háskólann í Edinborg, mun vera fyrsti Islendingurinn sem lagt hefur stund á keltnesk fræði. Hann hefur valið sögurn- ar til útgáfu og ritar ýtarlegan inngang að bókinni um irskar fornbókmenntir. 7. CHAPLIN eftir Peter Cotes og Thelma Nilailaus. Margar bækur hafa ver- ið ritaðar um þennan einstæða snilling, vinsæl- asta listamann sem uppi hefur verið. Bók sú er nú kemur á íslenzku er ein hin nýjasta, gefin út í Lundúnum 1951. Skipt- ist hún i tvo meginþætti, sá fyrri er ævi- saga Chaplins, mjög söguieg, sá síðari fjall- ar um list hans. Þá eru í bókinni margar ljósmyndir úr kvikmyndum Chaplins og einkalífi, skrá yfir allar kvikmyndir hans og sýnishorn úr ritum hans. — Magnús Kjartansson, ritstjóri, hefur þýtt bókina. 8. LÍFIÐ BÍÐUR, skáldsaga eftir Pjotr Pavlenko. • i — Ný sovétsknldsaga sem gefur ljósa hugmynd um það riiikla átak er sov- étþjóðirnar gerðu til að reisa land sitt úr rúst- um eftir siðustu heims- styrjöld. — Höfundurinn hlaut fyrir. hana Stalín- verðiaun 1947. Hún hef- ur verið þýdd á ýms erlend mál. — Geir K ristjánsson, ritstjóri MÍR, þýddi söguna úr frummálinu. 9. TALAÐ VIÐ DÝRÍN, eftir Konrad Z. Lorenz. Hér er á ferðinni óvenju merkilegt og skemmti- legt rit, er kom fyrst út á þýzku 1950, en hefur síðan verið þýtt á mörg mál og hvarvetna orðið mjög vinsælt. IJöfundur- inn er austurrískur og einn kunnasti dýrafræðingur sem nú er uþpi. — Allt er hann segir frá birtist í uýju ljósi, fær lif og ]it, jafnvel nokkrir smöfi.-þar í keri veiða heill heimur furðu- verks. — ,§imon .Jóh. Ágústss.on, próffsjsor, hefur -þýtt'’ bfekina' -og Finnur Guðmonds- son, náttúrufræðingur, ritar formála fyrir henni. Hún er skreytt fjölmörgum skemmti- legum teikningum eftir, höfundinn. Bókabúð Móls ©g menningar opnar eftir hádegi i dag í nýjum húsakynnum á Skólavörðustíg 21 Lítið inn í nýju verzlunina — Skoðið nýja bókaflokkinn Mál og menning Skólavörðustíg 21, sími 5055.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.