Þjóðviljinn - 25.11.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 25.11.1953, Page 6
6) —- ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 25. nóvember 1953 - þlÓÐVIUINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Gu!t- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson, Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 18. — Sími 7500 (3 línur). Askriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrennl; kr. 17 mnnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. < j Kjör bátasjómanna Sjómannafélögin víða um land hafa nú sagt upp báta- samningum sínum og renna þeir úr gildi um næstu ára- mót. Mun öllum landsmönnum fuilljóst að þessi upp- sögn er ekki gerð að ástæðulausu. Kjör bátasjómanna hafa um langt skeið verið langt fyrir neðan það sem sæmilegt má teljast. Bátaútvegurinn er mikilvægasti þátt- urinn í atvinnulífi íslendinga, frá honum koma mestar gjaldeyristekjur og hann veitir mesta átvinnu. Gengi hans er því að verulegu leyti undirstaþ?i,„ðnnarra athafna í landinu. En nú er svo komið að æ erfiðara er að fá sjó- menn til starfa á flotanum, og er-það eðlileg afleiðing lé- legra kjara og öryggisleysis. Hafa meira að segja komið fram tillögur um það að bátaflotinn væri að verulegu leyti mannaður erlendum sjómönnum, og er vart hægt að ■hugsa sér naprara háð um stjórnarfarið í landinu. Um síðustu helgi héldu fulltrúar sjómannafélaganna ráðstefnu hér í Reykjavík og komust að sameiginlegum niðurstöðum um baráttu sína fyrir bættum kjörum og kröfur þær sem fram voru bornar. Var samþykkt þeirra birt í heild i blaðinu í gær, en meginhluti hennar er það að sjómenn krefjast þess nú aö fiskverð þaö sem þeim verður greitt nemi kr. 1.30 á kíló af slægðum þorski með haus. Er þetta algert nýmæli í samningum sjómanna, til þessa hafa þeir ekki haft neinn íhlutunarrétt um fi'skverðið. Hefur verið mikil óánægja með þessa skipan mála, og stjórn Alþýðusambandsins hafði verið falið fyrir tveimur árum að gæta réttar sjómanna en ekkert í því gert, og er það eftir öðrum störfum hennar. En hvað merkir þessi. krafa um kr. 1.30 fyrir kílóið af þorski? Greiðslan til sjómanna er nú miðuð við kr. 1.05 og.þarna er því utn að ræða 25 aura hækkun á kíló. En málið er ekki svo einfalt. Síöan bátagjaldeyrisfyrirkomu- lagið var tekið upp hafa sjómenn verið sviknir um samn- ingsbundinn rétt sinn. Þeir eiga réttilega sinn hlut af end- anlegu fiskverði en hafa ekki fengtð hann, kúfurinn sem orðið hefur af bátagjaldeyrisokrinu hefur runnið til út- vegsmanna, fiskiðjuvera og heildsala. Telja þeir sem kunnugastir eru að endanlegt verð á þorski, að meðtöldu bátagjaldeyrisfénu, hafi raunverulega orðið um kr. 1.30 á þessu ári. Krafa sjómanna er þannig ekki um hækkun á fiskverðí því sem nú gildir, heldur aðeíns um hitt að þeir fái þaö verð sem þeim ber réttilega, að þeir fái sinn hlut óskertan og refjalaust. Er vart hægt að bera fram áanngjarnari kröfu. í þessu sambandi er vert að minna á það að norskir sjómenn hafa nú árum saman fengið mun hærra verð fyrir fiskinn en íslenzkir stéttarbræður þeirra, og verður sá munur ekki skyrður meö neinum skynsamlegum rök- um. Það má segja að deilan um kjör íslenzkra bátasjómanna sé jafnframt barátta um sjálfstæði íslenzkra atvinnuvega. Á að halda áfram að búa þannig að þessari atvinnugrein að sjómenn neyðist til að flýja hana og hverfa til nei- kvæðra framkvæmda í þágu erlends stórveídis? Á enn að halda áfram þeirri þróun aö gera efnahag íslands klafa- bundinn annarlegum athöfnum erlendra manna? Um þetta snýst sjómannadeilan, og því verður hún stórmál þjóðarinnar allrar, mikilvægur þáttur 1 sjálfstæöisbar- áttu íslendinga. Ekki verður annað skiliö en að útvegs- ménn hljóti að hafa fyllsta skilning á kröfum sjómanna; áð Öðrum kosti eru þeir að kasta rekunum á atvinnu- rekstur sinn. Og því ætti sjómannaídeilan að veröa auð- íeyst •— ef stjórnarvöldin eru þá ekki staðráðin í því að ganga af íslenzkum atvinnuvegum dauðum. Baráttueining verkalýðsins er trygging friðarins s Ávarp frá þriðja þingi Alþjóðasambands verkalýðs- iélaganna WFTU, til verkalýðs og verkalýðssam- taka í löndum Evrópu Þriðja þing Alþjóðasam- bandsins ávarpar ykkur í naini 88 milljóna og 600 þúsund verkamanna er hér eiga full- trúa. í þriðja sinni á þessari öld dragast óveðursskýin saman yfir Evrópu. Hið alþjóðlega afturhald, með stjórn Adenauers að verk- færi, reynir nú að endurreisa veldi fasistanna og hernaðar- sinnanna í Vestur-Þýzkalandi, og gera það að framsveitinni í árásarfyrirætlunum sínum. Bonnstjómin hraðar nú, sem verða má, stofnun hersveita, byggir herskip og hernaðarflug- vélar og eykur framleiðslu alls konar hernaðarnauðsynja. Framleiðslugeta Vestur-Þýzka- lands er tekin í þjónustu her- væðingarinnar og hershöfðingj- ar Hitlers, dæmdir stríðsglæpa- menn, eru látnir lausir. Adenauer, studdur af ame- rísku imerpíalistunum, og í samráði við stjómir Vestur- veidanna, lætur ófriðlega og dregur engar dulur á hefndar- fyrirætlanir sinár. Stefna hans er stoðug ógnun við baráttu- einingu verkalýðsins og samtölc hans. Striðsæsingamennirnir sem óttast vöxt friðarhreyfing- arinnar, grípa nú til skemmd- arverka og ævintýramennsku. BRÆÐUR! ógnir og hörmungar síðustu styrjaldar eru ykkur enn í fersku minni, — píslarfangels- in í Buchenwald og Ausch- witz, rústir Stalingrad og Cov- entry, eyðing Lidice og Ora- dour, þær milljónir manna, ■kvenna og bama er böðlar Hitlers myrtu og kvöldu. Við höfum daglega fyrir augum fórnariömb styrjaldarinnar, ör- kumlamenn, ekkjur og munað- arleysingja og menn er tapað hafa öllum tengslum við fjöl- skyldur sínar í æðisgangi styrjaldaráranna. Ný styrjöld, ef til hennar kemur, yrði hið örlagaríkasta áfall er fyrir mannkynið gæti ko.miá. Gjöreyðingartækin, atom- og vptnissprengjumar, myndu gjöreyða heilum ríkj- um. Styrjöld, er færir verka'ýðn- um böl og þjáningar, færir ó- hemju gróða í hendur auð- manrianna. Þetta er ein af á- stæðunum fyrir því að fram- leiðslugetu auðvaldsríkjanna er einbeitt að styrjaldarundir- búningi og þjóðunum haldið í stöðugum ótta við nýtt og enn ægilegra blóðbað. Fuligilding Parísar-Bonn sátt- málans mundi auðvelda og hraða mjög endurhervæðingu Þýzkalands. Endurhervæðing Vestur- Þýzkalands er alvarleg ógnun við friðinn í Evrópu og þar með heimsfriðinn. Framar öðru er hún geigvænleg ógnun við velferð þýzku þjóðarinnar. Stríð það sem imperíalistarnir undirbúa nú af svo miklu kappi myndi óhjákvæmilega leiða þýzku þjóðina í glötun. Verkamenn í Vestur-Þýzka- landi! Við skorum á ykkur að vinna af alhug' að sköpun baráttu- einingar verkalýðsins, sköpun samíylkingar allra lýðræðis- afía sem vilja vinna að vernd- un friðarins í Evrópu og þar með í öllum heiminum. Gleymið því ekki að á ykkar herðum hvílir sú skylda að hindra viðgang fasistanna og hernaðarsinnanna í Þýzka- landi. Sósíalistar, kommúnistar, kristilegir og flokkslausir verkamenn, við heitum á ykk- ur, takið höndum saman við vei^camenn annarra Evrópu- rikja. Einangrið ykkur ekki frá hinni voldugu baráttu verka- lýðsins sem getur hindrað all- ar fyrirætlanir stríðsæsinga- mannanna. ' Verkamenn og verkakonur í Evrópu! Öruggasta vörnin gegn styrj- ■aldarfyrirætlunum afturhalds- ins er baráttueining verkalýðs- ins. Styrkið eininguna í sam- tökum ykkar, sýnið hugrekki og festu í baráttunni gegn fas- ismanum, gegn undirbúningi nýrrar árásarstyrjaldar. Stand- ið í bróðurlegri einingu með verkalýð Vestur-Þýzkalands sem berst gegn árásarfyrirætl- unum Adenauers. Það getur oltið á afstöðu ykkar hverja leiðina Þýzkaland velur, leið hervæðingar og styrjaldar eða leið friðar og vináttu milli þjóðanna. Það er skylda okkar allra að hjálpa friðaröflunum í Vestur- Þýzkalandi í baráttu þeirra gegn hervæðingarstefnunní og jafnhliða að styrkja friðarvið- leitni verkalýðsins í Þýzka al- þýðulýðveldinu. Sameinumst í baráttunni gegn fullgildingu hernaðarsátt- má’ ans sem Eisenhower og Ade- nauer eru að heimta af þing- um Frakklands, ítaliu, Belgíu og Luxemburg. Hindrum hin- ar glæpsamlegu fyrirætlanir mannanna sem vilja feta í fót- spor Hitlers. Sameinuð erum við vald sem getur hindrað allar tilraunir árásarseggjanna. Verndum friðinn og þjóðlegt sjálfstæði. Lifi ein'ng verkalýðsins um víða veröld. Vín, 21. okt. 1953. Krefjast 50% kauphœkk- unar Félag opinberra embættis- mann.a í hæstu launaflokkum i Brctiandi hefur krafizt 50% kauphækkunar til handa fé’ags- mönnum. Fulltrúi fjármálaráð- herra bauð í gær 3% hækkun. Bifrelðaelgendur Tökum aö okkur réttingar og bílamálun. Fljót og vónduð vinna. SkodaverkstæðifS (við Suðurlandsbraut fyrir ofan Shell). Sími 82881. Sjómannaféiag Beykjavíkur Huglýsing um stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur Kosning stjórnar fyrir félagið hefst kl. 13 í dag, miðvikudaginn 25. nóv., og stendur yfir til dagsins fyrir aðaifund, er haldinn verður í janúar næst- komandi. Hægt veröur aö kjósa alla virka daga kl. 15.—18. Veröi kosning iátin fara fram á öörum tíma, verö- ur þaö auglýst sérstaklega. Kjörskrá, ásamt skuldalista liggur frammi í skrifstofunni þann tíma, sem hún er venjulega opin. Reykjavík, 23. nóv. 1953. Kjörstjórnin. \------------------------i------------

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.