Þjóðviljinn - 25.11.1953, Side 8

Þjóðviljinn - 25.11.1953, Side 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 25. nóvember 1953 ILFUR UTANOARÐS 47. DAGT.'R Bóndinn í Bráðagerði að þíngkonan var að búast til brottfarar. Hnykkti honum ílli- iega við og flýtti oér til hennar. Á ég að trúa því, að þú sért að fara áðuren ballið er búið? spurði hann. Og meira að segja án þess að kveðja mig? Þíngkonan sagðist því miður ekki hafa tíma til þess að dvelja leingur, en hún gaf ekki upp neina ástæðu fyrir þeirri gleymsku sinni, að kveðja ekki og þakka fyrir skemmtunina. Þá er að taka því, sagði Jón án þess að æðrast. Og fyrst þú ert að fara, þá er mér ekkart að vanbnnaði leingur, svo það er jafngott, að ég gángi með þér dálítinn spöl. Það þekktist ekki í Vegleysusveit að sleppa kvenmanpi fylgdarlausum frá bæ undir nótt. Og til þess að ekki færi neitt á milli mála með tilgáng hans, fiýtti Jón sér að gánga eftir hatti sínum og fylgdi þíngkon- uvmi fast eftir útúr húsinu. Fékkst hann ekki um, þótt hún hreyfði mótmælum, því reynsla hans var sú, að ekki bæri að taka rnará á kvenlegri hlédrægni um skör fram. Þíngkonan hvotaði sporið, en híngað til hafði einginn kvenmað- ur geingið Jón af sér, svo honum veittist létt að halda í við hana og tók undir handlegg hennar eins og sæmdi riddaralegum fylgdarmanni. Hann hafði heldur einganveginn þreifað sig saddan á síðum þessarar fagurbyggðu konu, því snertíngar, sem heim- ilast á dansgólfi, veroa ætíð ópersónulegri helduren samskonar snertíngar undir öðrum kringumstæðum. Þú fyrrtist varla, gæskan, þótt ég styðji við þig, sagði hann léttur í máli. Það væii ailtof endasleppt að láta svo víena mey og þú ert, eigra eina og yfirgefna heimí ból einsog náttúrulausa piparkerlíngu Svo datt mér sísona í hug, eh he, að bjóða þér uppá, að /ið gömnuðum okkur obbólítið saman, svona undir fjögur augu. Nóg er nóttin, heillin! Og joað er varla hætta á því, að okkur leiðist hvort hjá öðru. Það kom nokkurt fát á þíngkonuna, og gerði hún lauslega tilraun til þess að lósa liandlegginn, sem Jón hafði tekið í sínar vörslur, en það reyndist ekki anðgert. Sagði fljótmælt að svo ósæmileg tilmæli væri ekki svaraverð. Það eru- heldur ekki orðin ein, sem skipta máli þegar svona stendur á ansaði Jón. Hér eru það verkin, sem eiga að tala, manneskja! Þíngkonan sagði, að síika framkomu hefði einginn kallmaður Teyft sér að hafa í frammi við persónu hennar allttil þessa. Þú meinar þó ekki, að þú hafir aldrei gamaað þér með kall- manni, einsog hverjum réttsköpuðum kvenmanni er eiginlegt? spurði Jón hissa. Þíngkonan lagði eið útá, að hún hefði aldrei á ævi sinni á- stundað þessháttar lífemi. Nú dámar mér ekki, sagði Jón. Ea segirðu satt, þá er meiren kominn tími til þess fyrir þig að kynnast þessháttar lystisemdum lífsins. Þíngkonan losáði handlegg sinn með rykk, sem Jón var ekki viðbúinn. Sagði með nokkrum þjósti, að framkoma' hans hæfði ekki siðuðum manni og í alla staði óviðeigandi, þótt ekki væri nema sökum aldurs. Ég er í fullu fjöri ennþá, ansaði Jón og þótti sér misboðið. Það er ekkerf uppá mig að klaga í þeim efnmn ennþá, það get- ur Gudda mín best borið um. Þíngkonan sagði ekki hlusta leingur á sVo ósæmilegt tal. Ætlaði að stínga af, en fylgdarmaður hennar var alltaf í vegi fyrir henni livert sem hún sneri sér. Eftilvill munaði Jón ekki svo milkið í meydóm þíngkonunnar þegar öllu var á botninn hvolft, en það var kominn í hann gáski, blandinn hálfkæringi, svo hann gat ekki neitað sér um þá skemmtun að rjála ofurlítið við kvenmanninn einsog kettlíngur, sem leikur sér að mús. ‘Ef þú vilt endilega fara með meydóminn með þér í gröfina, má ekki minna vera en að ég fái að þakka þér fyrir skemmtun- ina með kossi, hneggjaði Jón. Þér er óhætt að trúa því, gæskan, f-.ð híngaðtil hefur kvenþjóðin ekki fælst flipana á Jóni í Bráða- gerði. En þegar ílantí 'gerði sig líklegan til þess að láta verkin tala, brást þíngkonan við einsog valkyrju sæmdi. Rétti hún bóndan- um þvílíkt hnefahögg beint á hægra auga, að hann saup hvelj- ur af sársauka. Varð honum fyrst að bregða báðum höndum fyrir andlitið og barst lítt af. En á meðan sá þíngkonan sér leik á borði og hvarf honum útí myrkrið. Bölvuð tæfun tautaði Jórr sárreiður. Það er ekki um neitt að villast, að hun er jóir.frú! Og svo þíngkona ofaná allt saman. Þegar svo er, þá er ekki við betra að búast. Og það var rislágur maður, sem lötraði heimi herbúðir hjálp- ræðisins.í skjóli næturinnar, með hönd fyrir auga. '%C ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI. FRtMANN HELGASON Þing KSÍ: Hugsanlegt að Norðmenn eða Danir keppi hér næsia sumar Þing Knattspyrnusambands íslands var haldið hér í Reykja vík um helgina. Var þing þetta fjölmennara en nokkru sinni áður. Komu fulltrúar frá þess- um aðilum: ísafirði, Siglufirði, UlA, Vestmannaeyjum, Akur- eyri, Reykjavík, Hafnarfirði, Suðurnesjum og Akranesi, sam- tals 25 fulltrúar með 32 at- kvæði. Auk þess voru á þing- inu íþróttafulltrúi ríkisins, Þor- steinn Einarsson; framkvæmda- stjóri ISÍ, Hermann Guðmunds- son; gjaldkeri ÍSl, Gísli Ól- afsson; form. dómarafélagsins, Guðbjörn Jónsson, og ýmsir úr föstum nefndum sambandsins. Er gott til þess að vita að knattspyrnumenn skuli fjöl- menna svo til þings KSÍ, því að þar á að leiða til lykta sam- eiginleg mál knattspymu- manna. Eftir að þingið hafði verið sett kvaddi Hermann Guð- mundsson sér hljóðs og flutti þinginu kveðju ISÍ. Þá fhitti form. KSl, Sigurjóp Jónsson, skýrslu sambandskis, en Björg- vin Schram las reikninga þess. I KSÍ eru nú '10 héraðssam- bond og ráð með samtals 36 félög. Stjórnin hélt 29 lokaða fundi og segir orðrétt í skýrslunni: ,,....og hefur þetta verið eitt mesta starfsár í sögu sam- bandsins eins og skýrsla þessi ber með sér“. Urðu miklar umræður um skýrsluna. Var gagnrýndur sá undirbúningur er hafður var við móttöku þjálfárans Köhlers og hve illa hann notaðist. Ennfremur voru störf landsliðsnefndar gagn- rýnd en nefndin starfar á á- byrgð stjórnar KSl. Þá var og gagnrýnd stjórn utanferðar landsliðskis á sl. sumri. Fundið var og að því fyrir- komulagi um þjálfun landsliðs- ins sem viðhaft var síðasta keppnistímabil. Keppa Norðmenn liér í sumar? I skýrslunni er þess getið að Akranes hafi fengið leyfi til að bjóða heim knattspyrnu- flokki um mánaðamótin maí- júní (og mun sá flokkur vera þýzkur). Þá hefur Valur sótt um leyfi til að fá hingaö þýzk lið úr öðrum aldursflokki er komi í júní. — Þá er frá því sagt að Noregi hafi verið boð- ið til landskeppni í knattspyrnu um mánaðamótin júní-júlí en endanlegt svar hefur ecin ekki borizt frá Noregi. I umræðum upplýsti formaður KSÍ að ekki væri ólíklegt að Danir kærhu ef Norðmenn gætu það ekki. Víkingur og Fram hafa líka ,sótt um leyfi til að taka á móti liði eins og venjulega en beiðn- in ekki formlega komin til KSl. ' Stjórnarkjör. Síðari ,dag þingsins fór fram stjórnarkjör og fór það þa.nn- ig að Sigurjón Jónsson var endurkjörinn formaður sam- bandsins. Eanfremur voru end- urlcjörnir í stjórnina þeir Guð- mundur Sveinbjörnsson og Björgvin Schram, en fyrir í stjórn eru Ragnar Lárusson og Jón Magnússon. Svar Alþýðnflokksins Framhald af 1. síðu ur sannazt. Þessi andstæðu sjónarmið birtast einkar skýrt í bréfinu. Náið samstarf Kefur átt sér stað Síðari hluti samþykktar flokksstjórnar Alþýðuflokksins „að um samstarf milli þessara stjórnmálaflokka geti ekki ver- ið að ræða“ er vægast sagt bamalegur. Þetta samstarf, sem flokks- stjórn Alþýðuflokksins segir að geti ekki átt sér stað, hefur átt sér stað. Alþýðuflokkurinn og Sós'alistaflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjóm ís- Iands í tvö ár, 1944-1946. Sam- starf flokka í ríkisstjórn er eitt nánasta samstarf sem orðið getur milli stjórnmálaflokka. Slíkt stjórnarsamstarf sam- þykkti stjóm Alþýðuflokksins haustið 1944. Það þýðir því ekki að vitna í neinar, sízt afvegafærðar, umræður um til- raunir til sameiningar þeirra verklýðsflokka, sem störfuðu í landinu fyrir 15 ámm, til þess að reyna áð spilla samstarfs- möguleikum Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins nú. Reynsl- an hefur sýnt að samstarf þess- ara flokka getur átt sér stað og hefur átt sér stað, bæði um rikisstjórn og um stjórn Al- þýðusambandsins á sama tíma. Það geta verið ýmsir gallar á því samstarfi sem þá var, frá beggja sjónarmiði, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að samstarf hefur getað átt sér stað. Alþýðan mun tryggja samstarf Hins vegar er þörf á miklu betra og nánara samstarfi .nú og það samstarf mun verka- lýður Islands kný.ja fram að lokum, hvort sem flokksstjórn Alþýðuflokksins vill eða ekki. Sjf'ilft höfnuinarbréf Alþýðu- flokksinins er sönnun þess að flokksstjórn Alþýðuflokksins er ljóst hversu veik afstaða henn- ar er og hversu hrædd hún er við óbreytta fylgismeun sína. Og hún mun fá að sanna það að samstarfstilboði Sósíalista- flokksins verður tekið af alþýð- unni, þótt flokksstjórn Alþýðu- flokksins sé ekki starfhæf fyr- ir sjúkleika sakir. Varamenn voru endurkosnir, þeir Ingvar Pálsson, Geir Jóns- son og Haraldur Guðmundsson. Endurskoðendur: Hannes Sig- urðson og Haukur Eyjólfsson. Margar tillögur komu fram og samþykktir og verður þeirra getið síðar. Enska deildakeppnin Úrslit í I. deild sl. laugardag: Bolton 2 — Chelsea 2 Burnley 3 — Aston Villa 2 Charlton 0 — Wolves 2 Liverpool 1 — Arsenal 2 Manch. Utd. 4 —• Blackpool 1 Middlesbro 0 — Manch. City 1 Newcastle 1 — Portsmouth 1 Preston 2 — Sheffield Utd 1 Sheff. Wedn. 2 — Sunderland 2 Tottenham 1 — Huddersfield 0 W.B.A. 6 — Cardiff 1 1. deild W.B.A. 19 14 2 3 53-23 30 Wolves 19 12 5 2 47-26 29 Huddersf. 19 11 3 5 35-20 25 Burnley 19 12 0 7 42-24 24 Bolton 18 8 6 4 47-36 22 Blackpool 18 9 3 6 35-30 21 Charltca 19 10 1 8 42-37 21 Manch. U. 19 6 8 5 31-26 20 Arsenal 19 8 4 7 39-36 20 Cardiff 19 7 5 7 22-34 19 Preston 19 9 1 9 46-29 19 Tottenham 19 9 1 9 30-30 19 Sheff. W. 20 8 3. 9 35-43 19 Aston V. 19 8 1 9 31-32 17 Newcastle 19 5 6 8 30-36 16 Manch. C. 19 5 5 9 22-36 15 Chelsea 19 5 4 10 31-45 14 Sunderl. 18 5 3 10 39-49 13 Sheff. U. 18 5 3 10 25-36 13 Liverpool 19 4 5 10 35-49 13 Portsm. 19 4 5 10 37-50 lo Middlesbro 19 4 4 11 28-46 12 II. deilil 1 Leicester 19 10 7 2 46-23 27 ■2 Doncaster 19 12 2 5 33 2 0 26 8 Luton 19 7 7 5 31-28 21 14 Bristol Rov 19 5 8 6 38-32 18 15 Fulham 19 6 5 8 41-41 17 19 NottsCounty 19 5 4 10 22-42 14 Getrannaspá 37. leikvika. Leikir 28. nóv. 19c3. Arsenal Newcastle .... 1 Aston Villa-Charlton. .. . (x) 2 Biackpool-Bolton . ...... (1) x Chelsea7Preston ..... Huddersfield-Burnley .. 1 Manch. City-WBA ..... Portsmouth-Manch.Utd . (1) 2 Sheff.Utd-Tottenham ... 1 Sunderland M'ddleshro . 1 Bristol-Leicester . .. d> Doncaster-Luton ...... 1 Notts Co-Fulham ...... Kerfi 16 raðir. Vamfofseti og fram- kvæmdasijóri tSf fara lil Stokkhélms í dag 1 dag fara þeir Guðjón Ein- arsson varaforseti ISl og Her- mann Guðmundsson framkv,- stjóri sambandsins til Stokk- hólms. Ætla þeir að sitja af- mælisfagnað sænska íþrótta- sambandsins sem varð 50 ára á þessu ári, en afmælishátiðin er um mánaðamótin. Áður hafði forseti sambandsins Ben. G. Waage farið sömu erinda. Má því segja að sendi- og full- trúasveit íþróttamanna sá ekki hunnskmnð í betta sinn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.