Þjóðviljinn - 26.11.1953, Blaðsíða 8
XIÓÐVILJINN — Fimmtudagur 26, nóvember 1953 —-
i.
ftLFUR UTANGARÐS 48. DAGUR
Bóndinn í Bráðagerði
XVI. KAFLI.
Jón snýr sér að andlegum efnum ng heim.ssekir
Hans Herratlóm
Þegar vonir mannsins í veraldlegum efnum, annaðhvort bregð-
ast með öllu, eða framgángur þeirra alltíeinu einhverstaðar
lengst liti í óvissu framtíðarininar, jafnvel ennþá leingra hndan
en þær, sem e:ga sér fyrst uppfyllíngu í öðru lífi, rekur stundum
að því, að manneskjan leitar sér halds við þær síðamefndu
helduren ekki neitt. Jón mundi alltíeinu eftir því, að það var
ekki einasta yoraldleg velferð sveitúnga hatis, er hann var ábyrg-
ur fyrir, heldur einníg sú ábyrgð, sem er ofar öllum efnis-
kenndum hagsmunum.
Það hefði orðið ógaman, ef ég hefði gleymt þessum prest-
bjálfa, sem kellíngarnar heima voru að klifa á, liugsaði Jón með
sér. Því ekki að reyna að þreifa eitthvað fyrir sér í þeim efnum.
Ef allt annað þrýtur er þó prestur betra en ekki neitt. Það er
líka það minnsta sem hægt er að gera fyrir þær, garmana. Ekki
er þeirra hérvist svo beysin, að þær séu ekki vel að því komnar
að eignast von í einhverjum guðsorðafroðusnakki.
Jón vissi gerla að ekki þýddi að snúa sér til veraldlegra
yfirvalda með slíkum erindrekstur. Hér var því ekki um annað
að velja en að labba sig á fund Hans Herradóms.
Hugdetta þessi hressti nokkuð uppá skapsmuni Jóns, sem
höfðu verið í bágara lagi eftir liinn þjáníngarfulla skilnað
hans við þíngkonuna. í fyrsta lagi hafði homum vart komið
dúr á auga fyrstu nóttina sökum íllþolandi sársauka í aug-
anu, sem hafði orðið fj’rir hinni óvægilegu snertíngu þíng-
konunnar, og í öðru lagi áttu hinar J'tri afleiðíngar hnefa-
Eöggsins sinn þátt í andlogu ástandi lians. Þegar hann leit
sjálfan sig í spegli um morguninn, hnykkti honum hastarlega
og lá við að trúa því, að hann hefði brejrst í umskiptíng. Hægra
augað var sokkið í bólgur miklar og með öllu ósýnilegt einsog
sól að baki þrumuskýja, en þarsem nefnt auga átti að vera
samkvæmt eðlilegum skapnaði andlitsins, var auk missmíðanna,
sem fyrr er getið, stærðar flekkur með því litarafti, sem
skyldast er tjöru. Jóni var því nokkur vorkunn, þótt hann
ætti í nokkru stríði við að játa, að það væri hann í cigin
persónu, er hann leit í glerinu. Af greindum ástæðum þótti
honum sýnt, að hann hlyti að sneiða hjá umgengni við sam-
borggra sína eftir því sem auðið væri, þartil útlit hans hefði
snúist til upphafs síns. Voru hugrenníngar hans, og alveg sér-
ílagi þær, sem hann helgaði þíngkonunni, í óblíðara lagi. Hélt
hann sig innan dyra hinn fyrsta dag og rej-ndi að drepa tím-
aan með því að láta sér líða í brjóst öðruhvoru. Prángarinn,
herbergisnautur hans, hafði kvatt kóng og prest, svo hann hafði
ekki annan íélagsskap en sínar eigin hugsanir. Þegar hann
svengdi, dró hann upp leifarnar af hákallinum og ryklíngnum
og dundaðf við að' na'sla í sig það sem eftír' var í skráp og
roði. Ásamt nokkurri sjálfsneitun yrði sú saðníng að endast
honum til næsta dags, því fjrrr mundi hann leggja sér sína
eigitr skó til munns helduren óæti það, seiíi hjálpræðið hafði
vppá að bjóða.
Þarfir magans iþýngdu honúm þó ekki' n'iúí'skör fram. Hitt
var .þýngra mótlæti, að innihald kyllisins þraut með öllu
snemma dags, 'en í það sótti hann bæði sálar og líkamlega fró-
un og fullnægíngu. Þegar það sund lolcaðist greip hami slík
óstillíug þegar leið á daginn, að hann varpaði allri varkárni
og hlédrægni fyrir borð og hætti sér út, þegar rökkva tók til
þess að kaupa neftóbak. Barst hann ekki meira á en nauðsyn
krafði, en slík hófsemi kom þó ekki að fullu haldi, sökum ljósa-
dýrðarinnar. sem allstaðar lýsti um stræti og torg. Fáein börn,
er hann gekk framá að leik, urðu svo hrædd er þau sáu hann,
að þau hlupu heim til mömmu og sögðust hafa séð ljóta kallinn
undir jörðinni. Frú ein, ríkmannlega búin, var svo slysin að
senda honum augnagotu undir götuljósi með þeim afleiðíngum,
að hún missti stjórn fóta siana og féll endilaung á götuna,
og svo brátt var manneskjunni að forða sér, að áðuren Jón
gat rétt henni hjálparhönd, var hún þess umkomin að flýja og
dró þá á eftir sér annan gángliminn. Jón flýtti sér að ljúka
erindi sínu til þess að valda ekki fleiri slysum og hafði það sér
til dundurs að hressa sig á kyllinum þartil hann gekk til náða.
Næsta dag reis Jón árla úr rekkju. Augnverkurinn hafði stór-
um rénað og missmíði andlitsins ekki meiri en svo, að greina
mátti að auga hans var ennþá á sínum stað, endaþótt umhverfi
þess væri jafnvel öllu meira hrollvekjandi helduren rosabaugur í
eldmistri sökum fágætrar litasamsetníngar. En afþví lánglund-
r
ÍÞRÓTTIR
RlTSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON
Stórsigur Ungverja í lands-
leiknum við Englendinga
Unnu meS 6 gegn 3 — Fyrsta sinn sem \
Englendingar biSa ósigur á heimavelli
Ungverska landsliöiö í knattspyrnu vann mesta sigur
sinn í gær á Wembleyvelli í London. Því tókst þaö, sem
fæstir töldu þaö líklegt til eftir jafntefliö viö Svía á dög-
unum: Puskas og félagar unnu stóran sigur á enska
landsliðinu og léku slíkan leik, aö aldrei var vafi á,
hver bæri sigur úr býtum. Rúmlega 100,000 vonsviknir
áhorfendur sáu enska landsliðið í fyrsta sinni bíöa ósig-
ur á heimavelli.
Miðframherjinn Hideg'kuti, sem áður hefur ieiidð vinstrl úlheyja,
setti tvö fyrstu mörk leiksins. Hann sést hér skalla í mark.
Það voru ekki liðnar nema 45
sekúndur frá þvi leikurinn
hófst, þegar Hidegkuti, sem
á'ður hefur leikið vinstri út-
herja, 'en nú var miðframherji,
setti fyrsta mark Ungverja. 21
rninútu siðar sendi Iiidegkuti
knöttinn aftur í mark Eng-
lendinga eftir spyrnu frá. hægri
útherja .
Mannaskiptin borguðu sig
Þá þegar var orðið Ijóst, að
Englendingar mundu verða að
taka á öllu sém þeir áttu til,
ef þeir áttu að gera sér von
um sigur. Og sú ráðstöfun Ung
verja að setja Hidegkuti í stað
Palotas, miðframherja sem
misnotaði níu tækifæri fyrir
framan mark Svia á dögunum,
hafði reynst eftir fremstu von-
úm.
Furðulegasta marlí Iciksins
Þriðja mark Ungverja setti
Puskas,- fjTÍriíði Ungverja og
tvímælalaust bezti leikmaður-
inn á vellinum, þrem mínútum
síðar. Það var furðulegasta
mark leiksins. Puskas var ekki
langt frá enska markinu, en
sneri baki áð því, }' :gar knött-
urinn var sendur til hans. Hann
náði knettinum með hælnum,
snarsnerist í hring á tánum,
„eins og ballerína," sagði í-
þróttafréttaritari brezka út-
varpsins, sendi hann með óverj-
andi skoti í mark. Þetta er ekki
í fjTsta sinn, sem Puskas kem-
ur mun.num á óvart á þennan
hátt.
Tókst ekki að hemja
Puskas
Enda þótt enska vömin legði
sig alla fram til að halda
Puskas í skefjum, tókst það
ekki. Allan leikinn voru bak-
verðir Englendinga á þönum
eftir honum, en það kom fj-rir
ekki.
Englendingar sækja sig
Nú höfðu Ungverjar slíka
j'firburöi, a£ þeir tóku að
hægja á sér. EngJendingar
sóttu sig þá og settu tvö rnörk
og gerði Mortensen annað.
Þetta örv'aði E.iglendinga mjög.
og enda þótt Ungverjar settu
enn eitt mark í fyrrri liálfleik,
(það var Boszik, sem það
gerði), gerðu Er.glendingar sér
vonir um, að í seinni hálfleik
mundi þeim ganga betur. Þeir
höfðu í fyrstu lagt höfuSá-
lierzlu á vörnina, en ætluðu
sér nú að reyna sókn í stað
varnar.
Gagnsólm Ungverja
Eftir fyrri hálfleik stóðu leik
ar sem sagt 4:2 Ungverjum í
vil. I byrjun seinni hálfleiks
hófu Englendingar sókn með
hröðum áhlaupum, en sú sókn
stóð ekki lengi, Ungværjar
höfðu af nógu að taka og svor-
uðu með gagnsókn, sem stó'ð
allan leikinn út. Og þeir unnu
einnig seinni hálfleikinn með
2:1 og úrslitin urðu því 6:3.
Yfir'burðir Ungverja
Öllum bar saman um eftir
leikina, að sigur Ungverja hefði
verið fyllilega réttmætur. For-
maður brezka knattspjrnusam-
bandsins sagði eftir leikinn, a'ð
yfirburðir Ungverja hefðu m.a.
lýst sér í leikni þeirra að senda
hraða snúningsknetti inn fjrir
vörn mótherjanna, örskjótura
sendingum og ótrúlega snöggx
um upphlaupum.
Drengilegur leikur
Fyrirliði Englendinga hældi
Ungverjum fjTÍr drengilegaa
leik og sagði þá hafa átt sig-
urinn skilið með þeim marka-<
mun sem varð. Þeir væru tví-
mælalaust bezta liðið sem Eng-
lendingar liefðu keppt við. Að-
spurður sagðist hann ekkert
hafa út á leik enska liðsins að
set ja; betra li'ðið hefði unnið,
og það væri allt og sumt.
„Drengirnir“ tárfelldu af
fögnuði
Formaður ungverska knatt-
spyrnusambandsins, sem var i
förinni, var svo hrærður afi
leiknum loknum að hann mátti
várt tungu hræra. Hann sagði
að allir ungvcrsku drengirnir
hefðu tárfellt af fögnúði í leikg
lok.
Aðspurður sagðist hairn
halda, að það hefði átt megin-
þátt í ósigri Englendinga, aS.
þeir reyndu að leika megin-
landsknattspyrnn í stað þessl
að halda sér viö eigin leikað-
T’uskas, fyrirllði Ungvérja og
vinstri innlierjl, sem sýndi enn í
ffær, að J»áð er ekki að ástaðu-
lausu að hann er kallaður „beztj
kiiattspyrmunaður heirns."
ferðir. Leikurinn liefði þá farið
öðruvísi, þótt liklegt væri, að
Ungverjar hefðu samt unnið
sigur.
Mestu hrakfarir síðan 1
1881 '■
Þetta eru mestu hrakfarir,
sem enska landsliðið hefur orð-
ið fyrir síðan 1881, þegar það
tapaði með 6:1 á útivelli í leik’
á móti Skotum. Það er athj'gl-
isvert, að nær allir leikmenrt
ungverska landsliðsins eru úf
sama knattspj'rnufélagi, Hon-
ved í Búdapest.
Verðugir fulltrúar I
þjóðar sinnar
Eftir sigúrinn í gær verðut!
Framhald á 11. síðu.