Þjóðviljinn - 26.11.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.11.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 26. nóvémber 1953 — elnolisþáÉtur Um þorskalifur og þorskahrogn Það er erfitt að sjóða þorska- lifur, •nema lyktin finnist um allt hús. Norskur niðursuðu- fræðingur gefur okkur hér nokkur heilræði — sem eiga einnig að koma í veg fyrir að lýsisbragð verði ^af lifrinni: Þorsk’ifrina á helzt að taka úr fiski sem slægður er lifandi, og hún má ekki hafa legið leng- ur en sólarhring. Það á að skola hana í sjóð- heitu vatni, áður en hún er sett yfir eld í kringlóttri nið'- ursuðudós, t.d. undan fiski- •bollum, grænum baunum. Dós- ina má aðeins nota einu sinni. Yfir þorskalifrina er lagður sundurskorinn laukur, • epla- sneiðar (þegar epM fást) og teskeið af sykri. Lifrin er soð- i.n í eins litlu vatni og hægt er og í stundarfjórðung. Vatnið á næstúm að vera gufað upp þeg- ar lifrin er soðin. — Með þessu móti verður ekkert lýsisbragð af lifrinni og engin lykt verð- ur af suðunni. Börn hafa mæt- ur á lifur sem soðin er á þennan hátt. Og hún er mjög góð ofaná brauð. Falleg dragt og fíflalegur hattar ‘Hátturinn er svo fíflalegur, 1 að við tölum ekki um hann; um dragtina er öðru máli að gegna. Það er ljómandi dragt, hlý og góð þegar kólna fer í veðri. Flestir kysu sjálfsagt heldur að hún væri með löng- ' 'um ermum, enda hentar það ■ okkur betur á þessari breidd- : argráðu. Dragtin er saumuð úr ljósbrúnu ullarefni sem i minnir á jersey. Hún er svo 1 mjúk og létt að það má auð- 1 veldlega nota hana undir 1 kápu. Það er hægt að bretta kragann niður, og þegar búið er að hneppa jakkanum er hann alveg sléttur og Iaus og ekki aðskorinn í mittið. Líka • er hægt að hafa jakkann ( kragalausan. Auk lauks og epla nota margir piparkorn og lárviðar- lauf í suðuvatnið með lifrinni. Soðna lifur þarf að borða inn- an sólarhrings til þess að kom- ast hjá lýsisbragðinu. Þess vegna er ekki hægt að gera góða lifrarkæfu úr þorskalifur. Geymið tómar niíursuðudósir til að sjóða lifur í. Þorskahrogn er því aðeins hægt að nota að þau séu ó- frjóvguð, þ. e. a. s. laus við glæru komin. Á þau þarf einn- ig helzt að strá teskeið af sykri og lauksneiðum. Ný hárgreiSsía og hálsmál Breiða V-hálsmálið er einnig notað á vetrarkjóla, einkúm þó á ermalausa. kjóla, sem notaðir eru yfir blússur. Þetta hálsmál fer ekki öllum vel og það er ekki sérlega hlýlegt, svo að þar er. rétt að forðast það á hvers'da'gskjó’a. •— Takið eftir stutta hárinu, það eru lausar bylgjur fram á ennið og hárið strokið upp fi'á e'yrunum. Þessi hárgréiðíria er hentug og fer vel á grófu hári, sem ekki er of ljóst. ' Silfurreíir aftur Silfurrefir hafa ckki verið í tízku í mörg ár, en nú hafa þeir aftur rutt sér braut, eink- um er skinnið notað í kraga á dragtir og kápur. Ef einhver á gamlaa ref, sem er slitinn og þvældur, er ef til vill hægt að klippa ha.nn í sundur og gera úr honum nýtízku kraga. TIL LIGGUB LEIÐIN 19. L SAKAMÁLASAGA eftir HORACE MCCOY 1 í þessum sal. Er hann staddur hérna, Geneva? Er hann hérna?“ Geneva kinkaði kolli brosandi. „Hvar er hinn hamingjusami ?“ spurði Rocky. „Hvar er hann? Rísið upp, skipstjóri, svo að við sjáum yður —“ Al’ir áhorfendur teygðu úr hálsinum og skim- uðu í kiingum sig. „Þama er hann —“ hrópaði Rocky og benti út í hinn enda salarins. Maður nokkur var að stiga yfir grindumar og gekk nú yfír gólfið í áttina til Genevu. Hann steig ölduna. „Sogið eitthvað, skipstjóri —■“ sagði Rocky og ýtti hljóðnemanum til hans. „Ég varð ástfanginn af Genevu um leið og ég leit hana augum“, sagði skipstjórinn í hljóð- nemann. „Og nokkrum dögum seinna bað ég hana að hætta í dansinum og giftast mér. En hún neitaði, því að hún vildi ekki svikja félaga sinn; og ég gat ekki annað gert en bíða og vona. Nú er ég fegin að hún er úr leik og ég get varla beðið eftir hveitibrauðsdögunum —“ Áheyrendur skellihlógu. Rocky dró hljóðnem- ann til sín aftur. „Sendið hinni væntanlegu brúð' silfurskúr, herrar mínir og frúr —“ Skipstjórinn þreif hljóðnemann aftur og bar hann upp að vörunum. „Engar peningagjafir, gott fólk“, sagði hann. „Ég get sjálfur séð fyrir henm —“ „Blessaður einfeldningurinn“, sagði Gloría. Það var engin silfurskúr. Ekki fleygt ein- um einasta skildingi. „Þið sjáið hvað hann er hógvær“, sagði R.ocky. „Ea ég býst við að mér leyfist að trúa ykkur fyrir því, að hann er skipstjóri á Pacific Queen, sem liggur við akkeri hérna fyrir utan. Það fara bátar út á höfn á klukkutíma fresti allan daginn og ef ykkur langar til að draga fisk á djúpmiðum ættuð þið að slást í förina með skipstjóranum —“ „Kysstu hana, maður“, kallaði einhver úti í sal. Skipstjórinn kyssti Genevu, leiddi hana síð- an út meðan áheyrendflr öskruðu og klöppuðu. „Þetta er önnur giftingin sem þakka má maraþondanskeppninni“, sagði Rocky. „Gleymið ekki hátíðahöldunum hér í næstu viku; þegar Vee Lovell og Mary Hawley, nr. 71, verða gefin saman hér á staðnum. Leikið -—sagði hann við hljómsveitiaa. Basil Gerard kom út úr búningsherberginu, klæddur venjulegum fötrnn og gekk að borðinu til að herja út síðustu níáltíðina. Rocky settist á pallinn og sveiflaði fótun- um. „Varaðu þig á kaffinu mínu —“ sagði Gloría. „Allt í lagi, allt í lagi“, sagði Rocky og færði bollann til. „Hvernig er maturinn ?“ „Ágætur“, sagði ég. „Tvær miðaldra konur komu til okkar. Ég hafðí oft séið þær sitja í stúkusætum. „Eruð þér íorstjórinn“, spurði önur þeirra Rocky. „Ekki beinlinis“, sagði Rocky. „Ég er vara- forstjóri. Hvað er ykkur á höndum?" „Ég er frú Higby“, sagði konan. „Þetta er frú Witcher. Getum við talaö saman í næði?“ „Hér er eins gott næði og hvar aeinars stað- ar“, sagði Rocky. „Hvað er ykkur á höndum?“ „Við erum forseti og varaforseti —“ „Hvað er á seyði? spurði Soks Donald, sem kom að rétt í þessu. „Þetta er forstjórinn", sagði Rocky og hon- um iétti sýnilega. Konumar tvær litu á Socks. „Við erum frú Higby og frú Witcher", sagði frú Higby. „Við erurn forseti og varaforseti í Siðgæðisbandalagi mæðra —“ „Æ, æ“, sagði Gloría í hljóði. „Já?“ hrossum ekki lógað? „Við erum hér með samþykkt", sagði frú Higby og rétti honum samánbrotið skjal. „Hvað býr á bak við þetta?“ spurði Socks. „Ekki annað en þetta“, sagði frú Higby. „Siðgæðisbandalag okkar hefur fordæmt daas- keppnina —“ „Andartak", sagði Socks. „Við skulum koma inn á skrifstofuna til mín og ræða saman um þetta Frú Higby leit á frú Witcher og liún kinkaði kolli „Gott og vel“, sagði hún. „Komið þið líka, krakkar — þú líka Rocky. Hæ, hjúkrimarkona — taktu burt þessa bolla og diska—“ Hann brosti til ikvennanna tveggja. „Eins og þið sjáið“, sagði hann, „þá le>fum við krökkunum ekki að gera neitt sem getur- sóað orku þeirra. Þessa leið, frúr —“ Hann gekk á undan framhjá pallinum, að skrif stofu sinni, sem var í einu horni hússins. Á leið- inni þóttist Gloría hrasa. Iiún slengdist utaní frú Higby, þreif báðum höndum í höfuð hennar. „Ö, afsakið — fyrirgefið þér —“ sagði Gloría og. leit niður á gólfið til að aðgæta um hvað liún hafði hrasað. Frú Higby sagði ekkert en leit illilega á Gloríu um leið og hún lagfærði á sér hattinn. Gloria hnippti í mig og deplaði augunum. „Munið það krakkar, að þið eruð vitni —■“ hvíslaði Socks um leið og við gengum inn á skrifstofuna. Skrifstofan hafði áður verið and- dyri og var mjög lítil. Ég tók eftir því að hún hafði lítið breytzt, síðan vio Gloría höfðum komið til að láta skrásetja okkur í kcppnina. Eina breytingin var sú, að Socks hafði fest upp tvær nýjar myndir af nöktum konum. Frú. Higby og frú Witcher ráku strax augun i þær og litu þýðingarmilTlu augnaráði hvor á aðra. „Fáið ykkur sæti, frúr“, sagði Socks. „Hvað var það nú aftur?“ „Siðgæðisbandalag mæðra hefur fordæmt þessa danskeppni", sagði frú Higby. „Við höf- mn úrskurðað, að hún sé auðvirðileg og lítil- lækkandi og hafi spillandi áhrif á þjóðfélagið. Við höfum úrskurðað að það verði að loka henni“. „Loka henni?“ „Þegar í stað. Ef þér neitið, leitum við til borgarstjórnarinnar. Þessi danskeppni er sið- laus og spillandi -—“ „Ykkur skjátlast alveg, góðu frúr“, sagði Socks. „Það er ekkert siðlaust i þessari sam- keppni. Þátttakendur eru stórhrifnir. Þau hafa öll þyngzt síðan keppnin hófst —“ „Ein stúlkan í danskeppninni er barnshaf- andi“, sagði frú Higby. „Ruby Bates. Það er glæpsamlegt að stúlkan skuli vera á hlaupum og þönum allan daginn, komin að falli. Enn- CttNJ' OC CftMWi I Dómarinn (hjá tannlækninum): Getið þér svar- ið að draga út tönnina, alla tönnina og ekkert ncma tönnina? Hún: Fyrlr aðeins tveimur mánuðum var ég alveg dauðskotin í Georg. Nú þoli .ég ekki að sjá liann. Skrýtlð livað karlmenn eru fljótir að breytast. Hann: Vikum saman hefur mig langað til að spyrja þig einnar .spurningar. Hún: Og mánuðum saman hef ég haft svarið á re:ðum höndum. Ég áttl oinu slnni hugsjón. Og hvérnig fór með hana? Ég glftist hennl. uL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.