Þjóðviljinn - 28.11.1953, Síða 8

Þjóðviljinn - 28.11.1953, Síða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 28. nóvember 1953 iLFUR UTANGARÐS 50. DAGUR Bóndinn í Bráðagerði viki aftur að sálusorgaraleysinu í Vegleysusveit þá væri þar vissulega um alvörumál að ræða. Að vísu væri þeir ófáir, sem útskrifuðust á ári hverju í teólógíunni, en fæstum þætti fýsilegt að þjóna drottni norður þar. En með hinu gæti hann glatt bónd- ann, að hann hefði ákveðið að skrieppa á næsta sumri í vísitasíu- ferð norðurí Vegleysusveit með kirkjulegri lesníngu og yfir- saungvum, svo þessi fjarlægu sóknarbörn hans þyrftu ekki með öllu að fara á mis við fagnaðarborðskapinn. Verið þér ævinlega velkominn, sagði Jón. Það verður áreið- anlega upplit á kelHnguaum okkar, þegar þér riðið í hlað. En um prest er það að segja, að við erum eingu nær nema við fáum prest, sem er náttúraður til búskapar, því skepnuvit verður prestur i Vegleysusveit að hafa, hvað sem öðru viti liður. Hans Herradómur sagði, að ein væri sú krafa ofar öllum öðrum kröfum, sem gera yrði til þjónustumanna kristinnar kirkju, að þeir væiru nægilega heitir í trúnni. Ef safnaðarbörn sin í Vegleysusveit legðu annan sikilníng í hlutverk sálnahirða sinna, væri ekki að undra, þótt þeim héldist ílla á kirkjulegri forsjón. Satt er það, ekki varð hann ellidauður í embættinu hjá okkur, þessi siðasti, sagði Jón. Ég hefi aldrei tamið mér það, að tala ilia um náúngann að ástæðulausu, en við það stend ég, að skepnuvit hafði hann ekki, þótt hann væri kannski nógu góður til síns brúks, og þaráofan allra geðugasti maður. Og ég er á því, að hann hafi ekki kunnað svo ílla við sig, þegar öllu var á botninn hvolft. Það var maddaman, sem réði því að hann sótti burt. Það var alltaf strok í henni, og eftirað þetta kom fyrir með maddömuna og músina, héldu henni eingin bönd. Mú — músina! endurtók Hans Herradómur, og það var ekki laust við að andlit hans leingdist ívið meira helduren hæfði svo geistlegri persónu. Ég veit þess eingin dæmi úr allri sögu kristninnar, að svo lítilfjörleg skepna hafi hlutast til um kirkjuleg málefni. Einusinni verður allt fyrst, ansaði Jón. Það er annars saga að segja frá því hvemig þetta vildi til með músina og mad- dömuna. Hún spilaði stundum á kirkjuorgelið í for- föllum organistans, ég á við maddömuna en ékki músina, því það mátti hún eiga, að henni lét það að spila á hljóðfæri. En þér nefnduð mús, sagði Hans Herradómur, og það leyndi sér ekki, að honum var nokkur forvitni á því að frétta hvaða aðild téð skepna hafði átt að kirkjulifi í Vegleysusveit. Einmitt, sagði Jón. Ég sagði mús, afþví það var mús, sem kom öllum þessum gauragángi af stað. Þegar hér var komið var hann kominn í eðlilegt viðræðuskap. Dró upp kyllinn, nudd- aði hann rækilega og bauð Hans Herradóm í nefið, hvað hann þáði af lítillæti, þaráeftir fullnægði Jón þörfum síns eigin nefs. Nú skuluð þér fá að heyra söguna um músina og maddömuna, sagði hann svo. Músartetrið hafði semsé tekið sér bólfestu í kirkjuorgelinu, og var henni það ekki láandi enda tiltölulega friðsæll staður í seinni tíð. En svo rak að því, að klerkur komst ekki hjá því að messa. Gott ef hann þurfti ekki að afdjöfla tvo eða þrjú únglínga um leið. Maddaman spilaði á orgelið, og var rétt byrjuð á fyrsta sálminum, þegar mýslutetrið þoldi ekki átroðnínginn og lagði á flótta. Og hvert haldið þér að hún hafi farið annað en beina leið uppundir maddömuna, enda ekki í kot visað. Einsog gefur að skilja, var maddömunni ekki gefið um gestkomu þar af því tagi. Þarna rauk hún uppaf stólnum í miðju versi og rak upp þvílíkt skaðræðisvein, að maður gat látið sér detta í hug, að hann hefði gleypt illan anda ef þetta hefði ekki viljað til í kirkju, og áðuren maður hafði tíma til þess að depla auga, lagði hún sig endilánga á gólfið, beint í móð- urætt. Eci þá var það Jón í Bráðagerði, sem varð fyrstur til þess að átta sig og láta hendur standa framúr ermum. Ég vissi strax uppá hár hvert ég átti að snúa mér til þess að hand- sama kvikindið, enda tókst mér fljótlega að króa hana af, þarsem hún átti sér einga undankomuleið, og hafa hendur í hári hennar, ég á við mýslunnar 'en ekki maddömunnar, og afþví þetta var í kirkju sleppti ég kvikindinu lifandi útum- gluggann. Þegar maddaman raknaði við afsagði hún að taka í orgelið framar, svo við urðum að sýngja orgellaust það sem eftir var messu. Ég hlýt að átelja það, hvað þér talið gálauslega um svo slysa- legan atburð, sem þaraðauki átti sér stað í guðs vígðu húsi, sagði Hans Herradómur í vandlætingartón, sem risti þó grytnnra en efni stóðu til. Ég vona, að þér hafið þó ekki i nefndu tilfelli villst útfyrir takmörk kristilegs velsæmis. Það getið þér bölvað yður uppá, að ég gerði ekki, sagði Jón hressilega. Mér hefur ekki híngaðtil orðið villugjarnt í sliku landslagi, og hver hefði átt að ikoma til skjallanna nema Jón Aðalfundur Knattspyrnufél. Vals Gunnar Vagnsson endurkosinn formaður Á miðvikudagskvöldið var að- alfundi Knattspyrnufélagsins Vals haldið áfram. Á fyrri fundi lagði stjórn og nefndir fram skýrslur og reikninga. Hefur starfsemin verió mikil og margþætt. Framkvæmdir á landi félagsins hafa verið miklar og undirbúningur að nýjum mannvirkjum í uppsigl- ingu. íþróttaárangur hefur verið góður, fyrst og fremst vegna þess, að í æfingum og leikjum hefur þátttakan verið meiri en nokkru sinni fyrr- Á fyrri fundi komu fram tillögur, sem vísað var til nefnda, en á síðari fundinum skiluðu nefndimar álitum. Var í fyrsta lagi samþykkt tillaga og áskorun um tilhögun sjálf- boðavinnu við eignir félagsins. Þá var samþykkt tillaga um aukið starfsmannalið við leið- beiningar í yngri flokkum. I þriðja lagi var lagt fram nefnd- arálit um skemmtanalíf í fé- lagsheimilinu á vetri komanda og voru tillögur nefndarinnar samþykktar einrónia eftir nokkrar umræður. Afhehtur vár bikar, sem gef- Ihfn var af nokkrum Vestmanna eyingum til keppni í knatt- spymu milli H. fl. Þórs og Týs í Vestmannaeyjum og Vals. Þá var rætt um knattspyrnu- dómaramál og félagsmenn hvattir til að taka virkan þátt í dómarastörfum- Á fundinum mætti formaður Víkings, flutti ávarp og af- henti verðlaun fyrir „Five a side"-keppnina, sem haldin var i tilefni af 45 ára afmæli Vik- ings í sumar. Ennfremur var Þorsteinn Einarsson gestur fundarins og skýrði kvikmyndir frá OL i Helsingfors. Flutti hann mjög gott erindi um íþróttir og í- þróttamennt, og var gerður góður rómur að ræðu fulltrú- ans. Samkvæmt gamalli venju af- henti Úlfar Þórðarson þeim manni, sem hann persónulega taldi að hefði staðið sig bezt fyrir félagið í sumar, svolitla viðurkenningargjöf. Helgi Daní- elsson fékk að þessu sinni Úlf- arsverðlaunin. í stjóm voru kosnir: Gunn- ar Vagnsson formaður, Bald- ur Steingrímsson, Björgvin Torfason, Einar Halldórsson, Guðmundur Ingimundarson og Þórður Þorkelsson. Unglinga- leiðtogi var kosinn Páll Guðna- son. Magnús Helgason og Jón Bergmann voru kosnir endur- skoðendur. 1 fulltrúaráð voru kosnir: Ól- afur Sigurðsson, Hólmgeir Jóns- son, Andreas Bergmann, Frí- mann Helgason, Bjarni Bjarna- son, Jón Sigurðsson, Hrólfur Benediktsson og Jón Eiríks- son- Tenmann þjálfar norsku göngu- mennina Norski skíðaþjálfarinn Ten- mann, sem hér var 1952 og þjálfaði göngumenn okkar und- ir OL í Osló, þjálfar nú norsku göngumennina, sem eiga að keppa í heimsmeistaramótinu í Svíþjóð í vetur. Hefur hann undanfarið verið uppi í Finn- mörk og þjálfað þar. Nú er hann staddur í Lille-Hammer, en þar æfa göngumennirnir. Oddur Pétursson, sem er ný- farinn til Sviþjóðar með keppni i HM fyrir augum, hitti Ten- mann í Osló. Oddur var þá á leið til Váládalen, en þangað eru þegar farnir áð koma menn, sem ætla að taka þátt í heims- meistarakeppninni. Svíar með flesía landsleiki í knatt- spyrnu Á keppnistímabili því sem er að líða hafa Svíar leikið 11 íandsleiki eða fieiri en nokk- ur önnur þjóð í Evrópu. Noregur kemur næst með 10 leiki. Fjóra leiki hafa þeir unnið: Skotland, Frakkland, Danmörk og. Finnland, gert 4 jafntefl-i gegn Finnlandi, Noregi, Spáni og Ungverjalandi. Þrem leikjum hafa þeir tapað. f leikjum þessum hafa þeir notað 31 mann úr 13 félögum. Aðeins tveir leikmenn hafa leikið alla leikina en það e þeir Kalle og Sven Ove Sven- son frá Helsingjaborg. 10 leik- menn hafa leikið aðeins einn le'k. Handknaitleíks- meistaramót Reykjavíkur Nú er tekið að síga á síðari hluta þessa móts og er KR þar með mesta sigurmöguleika. Þeir hafa unnið alla leiki sína. Valur hefur nsest hæstu markatölu en hætt er við að Víkingur verði þeim erfiður í skauti' en þau keppa á morgun. Ármenningar mega muna sinn fífil fegri en þeir hafa ekkert stig hlotið í mótinu. Eru það mest ungir menn, sem hafa Þó flestir leikið nokkuð í meistaraflokki. Þrótt- ur, þó ungur sé í þessari íþrótt, á vel frambærilegt lið í meistara- flokki, en leikmennina vantar meiri reynslu eins og sjá mátti t. d. á leiknum við Víking á fimmtudagskvöld. Þeir byrja á því að gera 3 mörk, en í hálf- leik hefur Víkingur aðeins 1 mark yfir, 6:5, en i síðari hálf- leik gerir Víkingur 1 mörk og Þróttur 3. Fram hefur verið nokkuð mis- jafnt í leikjunum; tapaði fyrir Í.R sem ef til vill er lakasta liðið. Dómarar mótsins hafa yfirleitt verið strangir og tekið hart á armhindrunum og vísað mönn- um úr leik vegna endurtekinna brota. Allt miðar þetta í þá átt að fegra og laga leikinn. Eftir leikina á fimmtudag standa st'gin þannig: KR 4 leiki: 8 st, Valur 4 leiki: 7 st„ Vik- ingur 4 leiki: 6 st. Fram 4 leiki: 5 st„ Þróttur 5 leiki 2 st„ ÍR 5 leiki 2 st„ Ármann 4 leiki Ö stig. • Næstu leik'r verða annað kvöld 29. nóv. og keppa þá: Val- ur-Víkingur, Þróttur-Ármann og Fram-KR. EÓP kosinn formaSur í 19. sinn Aðalíundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur Aðalfundur K.nattspyrnufé- lags Reykjavíkur var haldinn fimmtudaginn 19. nóv. sl- Stjórn félagsins gaf ýtarlega skýrslu um starfsemina á lifnu ári, en hún hefur verið mjög fjölþætt og blóníleg. Hefur íþróttástarfið aukizt daglega síðan hin.n ágæti íþróttasalur félagsins við Kaplaskjólsveg var tekinn í notkun. KR hefur á starfsárinu verið sigursælt í flestum greinum íþrótta og keppsndur frá fé- laginu hafa skipt hundruðum, t.d. tóku 196 KR-ingar þátt í knattspyr.nukeppnum á síðast- liðnu ári, en knattspyrnudeild- in er nú stærsta og öflugasta deild félagsins. Formaður húsnefndar, Gísli Haildórsson, las upp reikninga íþróttaheimilisins og eru eign- ir þess umfram skuldir nú 1.5 millj- króna. Hann skýrði enn- fremur frá þvi, að nú væri á- kveðið að setja trégólf i íþrótta skálann í stað leirgólfsins, sem þessu verki hinn 15. des. nk. og ætti því að vera _ lokið 15. jan. Með þessari breytingu verður flest öllum deildum fé- lagsins gert: mögulegt að æfa að öilu leyti í skálanum. I stjórn KR voru kosnir: Erlendur Ö. Pétursson formað- ur í 19- sinn, og meðstjórn- endur Ari Gíslaso.n, Einar Sæ'- mundsson, Haraldur Bjömssoh, Gunnar Sigurðsson, Ragnar Ingólfsson og Gísli Halldórs- son. —- Endurskoðendur voru kjör.nir Eyjólfur Leós og Sveinn Björasson. Formenn hinna ýmsu íþrótta- deilda á komandi starfsári eru þessir: Fimleikadeild: Árrii Magnússon; fr jálsíþróttadeild: Ásmundur B jarnaso.n; glímu- deild: Matthías Sveinssoti; handknattleiksdeild: Magnús Georgsson; hnefaleikadeild: Birgir Þorvaldsson; knatt- spyrnudeild: Sigurgeir Guð- mannsson; skfðadeild: Her- mann Guðjóosson; sunddeild: verið hefur. Myndi byrjað á Magnús R. Gíslason.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.