Þjóðviljinn - 01.12.1953, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 1. desemebr 1953
þlÓOVflUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurlnn,
Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfusson, Magnús Torfl Ólaísson.
Augiýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig.
19. — Síml 7500 ( 3 línur).
Áakriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 k? eintakið
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
_______________:_______________________________________________________/
Líf okkar og frelsi
Sú var tíðin að aleiga íslendinga var öndin í brjósti þeirra —
lífið sjálft og eitt, nakið og réttlaust. 'Jörðin sem þeir gengu á
var nýlenda fjarlægs þjóðhöfðingja, Stóridómur var réttlæti
þeirra,' einokunin var frelsi þeirra, örbirgðin var lilutskipti
þeirra, hungrið örlög þeirra. Um langan aldur var ekki annað
sýnna en þeir mundu einnig glata þessu eina sem þeir áttu eftir:
lífinu; þjóðin mundi deyja út. En í þeim heimslrluta sem við
byggjum hefur sjálfur máttur lífsins óvíða sannazt jafnáþreifan-
lega og í sögu Islendinga: við lifðum þetta allt saman af.
Svo sterk er frelsisþrá og sjálfstæðisvitund mannsins að ekki
var baráttunni um Jíf okkar fyrr lokið, með sigri, en við hófumst
handa um endurheimt þess frelsis og sjálfstæðis er við höfðum
verið ræntir fyrir meira en fimmhundruð árum. Síðan Baldvin
Einarsson, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson hófu baráttu sína,
-og innleiddu aftur mannlega reisn á íslandi, hefur frelsið ekki
einungis komið næst á eftir lifinu í vitund okkar, heldur hefir
það verið sjálft inntak þess: lífið og frelsið eitt hugtak í skynj-
un þjóðarsálarinnar. Þessi ikostur er raunar eina völ lítillar
þjóðar (ír berst fyrir rétti sínum. Aðeins fyrir þessa skynjun lífs
í frelsi, frelsis í lífi, uuðnaðist ofckur að vinna bug á ofureflinu,
sigrast á hverjum vanda — unz við stóðum á Þingvelli við Öx-
ará 17. júní 1944, fullvalda þjóð, ungir menn á morgni nýrrar
sögu, ekki aðeins fullvaldir í landi okkar heldur einnig og eigi
síður í hjarta okkar og draumi.
En þótt himininn væri svona heiður í hugum Islendinga, eft-
ir torsóttah fullnaðarsigur, þá var loftið lævi blandið. Hinn
blái litur íslenzks fagnaðar á Þingvelli 1944 var ekki litur
heimsins. Við fengum að kenna á því smám saman að við lifð-
um á tímurn heimsvaldastefnunnar, þeirrar stefnu sem telur
fullveldi smáþjóðar öfugmæli, þeirrar stefnu er af sjálfu eðli
sínu leitar færis á frelsi þess er minna má sín. Og þá kom það
á daginn, sem við máttum raunar vita fyrir, að ísland var ekki
íöðurland allra er landinu voru fæddir, heldur peningurinn og
valdið — í einu orði: auðvaldið. Islenzka auðstéttin tók sér
samstöðu með amerísku auðstéttinni og öðrum þeim öflum er'
berjast gegn fólkinu, hvar sem er í heiminum; gegn frelsis-
hugsjónum og sjálfstæðisbaráttu smáþjóða, gegn verkalýðs-
hreyfingu og sósíalisma. En sú alþýða er fagnaði einhuga á
Þingvelli 1944, sú alþýða er sá draum sinn rættan á völlunum
við Öxará, hún gætti þess miður í þeirri hversdagslegu bar-
áttu er í hönd fór að standa saman um sigur sinn. Auðstéttin
kom fram vilja sínum í höfuðatriðum. Þess vegaa sitjum við
uppi með her í landi í dag, með brotna stjórnarskrá, búum við
• efnahagslegt ósjálfstæði, horfum upp á minnkandi vinnuafl við
íslenzka. atvinnuvegi, vitum hernaðarmannvirki reist af íslenzk-
um höndum rísa á æ fleiri stöðum í landinu. Gieði okkar er brost-
in í svip, draumur-okkar á flóttáförum eftir tæplega tíu ár.
I dag eru liðin 35 ár síðan við náðum næstsíðasta áfanganum
í sjálfstæðisbaráttu okkar. Og við notum tækifærið til að rifja
upp með sjálfum okkur nöfn og verk þeirra manna er „fremst
á frárri skeið faldana drifnu skáru“ í sókn okkar til hins fyrir-
heitna frelsis. „Aldrei hefur nokkurt land sokkið jafndjúpt" og ■
Ísland á öldum niðurlægingar sinnar og áþjánar. Og það skulu
þeir vita, sem nú þykjast standa gleiðir yfir höfuðsvörðum okk-
ar, að kúgmiarsaga íslendinga brennur enn í brjósti íslenzkrar
alþýðu, að arfur þeirra er gáfu okkur frelsið á ný er lifaeidi
staðreynd í hjarta fólksins á Islandi í dag — þrátt fyrir allt.
Á þessum myrku skammdegisdögum finnum við hvernig þjóðin
ei hægt og hægt að þoka sér aftur saman um málstað sinn,
um frelsi sitt og hamingju. islenzkt fólk er stundum tómlátt á
yfirborði, en því verður þeim mun lieitara um hjartarætur þeg-
ar andstæðingar þess hafa ögrað því til viðoáms. Gleði þessa
dags er fólgin í þeirn vissu.
Aldrei var það ljósara en nú að líf og frelsi Islendinga er eitt
hugtak. Sá skilningur fylkir okkur saman til allra þeirra átaka
■sem nauðsynleg eru til að vernda hvortveggja — unz draum-
urinn gengur á ný í björtu ijósi tm vellina við Öxará.
Fyrir 10 árum:
Þrír stærstu flokkar þmgsins samein—
ast um að bera fram frumvarp að stjórn-|
arskrá íýðveldisins íslands
Fyrir réttuvi 10 árum, 1. deseviber 1943, birtist í blöðunum söguleg yfir-
lýsing frá þremur stœrstu flokkum Alþingis. Var hún svohljóöandi:
„Þingflokkar Framsóknarflokks, Sameiningarflokks alþýðu — Sósí-
alistaílokksins og Sjálfstæðisflokkseru sammála um að stofna lýðveldi
á íslandi eigi síðar en 17. júní 1944og hafa ákveðið að bera fram á Al-
þingi stjórnarskrárfrumvarp milliþinganefndarinnar í byrjun næsta
þings, enda verði Alþingi kallaðsaman til reglulegs fundar eigi síð-
ar en 10. janúar 1944 til þess að afgreiða málið.
Alþingi, 30. nóvember 1943"
Alþýðuflokkurinn skarst hins vegar úr leik og hafði samþykkt á miðstjórn-
arfundi skömmu áður að áður en þetta skref yrði stigið yrði að rœöa við Dana-
konung.
Meö þessari ákvöröun var stigiömjög mikilvœgt spor til að tryggja lýð-
.veldisstofnunina 1944, og það er holltaö minnast þess nú og bera þróttinn
sem þá gagntók þjóðina saman við niðurlægingu hernámsflokkanna 10 árum
síðar.
í.
\ ■
i iiK wnnmo
* Samkvæmt samningi vorum við Vinnuveitendasamband íslands, at- vinnurekendur í Haínarfirði, Árnessýslu, Akranesi, Keflavík og í Rang- árvallasýslu, verður leigugjald fyrir vörubifreiðir frá og með deginum
í dag og þar til öðruvísi verður ákveðið, sem hér segir: f
Dag\r. Eftirv. Nætur- & helgid.v.
Fyrir 21/? tonns bifreiðir 47.98 55.75 63.51
— 2V2 til 3 tonna hlassþunga 53.57 61.64 69.10
— 3—31/2— _ 59.13 66.90 74.66
— 31/2.' — 4 —. — 64.71 72.48 80.24
1 1 1 70.27 78.04 85.80
Allir a$rir taxtar eru óbreyttir. Reykjavík, 1. desember 1953.
VömMlastöðm Þróttur, Vöruhíiastöð Haístazfjarðar,
Reykja'sák. Hafnarfirði.
Vörubílstjérafélagið Mjölnlr Bilreiðasföð Akransss,
Arnessýslu. Akranesi.
Vömbílastöð Kollavíkur, Bilstjórafélag Bangæinga,
Koflavík V Hellu
Góð kanp
Amerískt prjónasilki kr.
57.00 í kjólinn. Gluggatjaida-
efri frá kr. 13.95 ineterinn.
Þurrkudregill kr. 6.95 meter-
inn. Nokkrar góðar og ódýrar
manchettskyrtur d. m. fl.
ódýrt.
Verzlunin Bjólfur,
Laugaveg 68, sírni 82835.
I ð; a,
Lækjargötu 10 B
Vönduð, ódýr þýzk
raímagnstcsid
Iðja,
Jhækjargötu 10 B
SK^AÚTGCRÐ
RIKISINS
Esja
Ödýrir
telpukjólar
Telpukjólar úr Everglaze
og f'.eiri fallegum efnum.
Verð kr. 50.00—30.00 ó
aldur 1—5 ára.
Seljast í dag og næstu daga
á Egllsgötu 22.
íðja,
Lækjargötu 10 B
Ódýrir
rafmagnsofnar:
1500 w þriskiptir kr. 177,00
1000 w þrískiptir kr. 157,00
750 w kr. 119.00
Iðja.
Lækjargötu 10 B
vestur um land í hringíerð hinn
5. þ. m. Tekið á móti flutningi
t:l áætlunarhafna vestan Ak-
ureyrar í dag og á morgun. Far-
seðlar seldir á fimmtudag.
Skaflíellinffur
Munið haapdrætti Þjóðviljans
til Vestmannaeyja á morgun.
Vörumóttaka dagiega.
Iðja.
JÁekjargötu 10 B
Lampa? og ijósakrómis
Ið j a9
Lækjargötu 10 B