Þjóðviljinn - 11.12.1953, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 11. desember 1953
þlÓOVIUINN
útgefandl: Sameintngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður GuSmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, GuS-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig.
1». — Sími 7500 <3 linur).
Áskrlftarverð kr. 20 á mánuði I Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Sameinandi afl
Eftir því sem nær dregur bæjarstjórnarkosningunum kemur
það betur í ljós að sú krafa sem öll stéttvís og þroskuð alþýða
Reykjavíkur gerir nú til andstöðuflokka Ihaldsins er að þeir
snúi bökum saman í komandi kosningabaráttu og leggi sameig-
inlega höfuðáherzluna á áð leggja núverandi bæjarstjórnar-
meirihluta að velli.
Hvar sem reykvískt alþýðufólk hefur staðið í flokki fram
til þessa er því nú ljóst hve brýn nauðsyn er á því að tekið
verði fyrir rætur þeirrar óstjórnar sem setur svip sinn á alla
stjóm sþæjarmálefna Reykjavíkur. Það er alræði reykvískrar
auðstéttar í málefnum bæjarins sem veldur- þeirri, hóflausu
eyðslustefnu sem leggur öllum almenningi í bænum sífellt
þyngri byrðar á herðar. Það er alræði og sérhagsmunastefna
auðstéttarinnar sem veldur því skipulagsleysi sem ríkjandi er
i byggingamálum bæjarins, stendur að hóflausri útþenslu
hans með tilheyrandi milljónaútgjöldum á sama tíma og ekki
cr hreyft við uppbyggingu gamla bæjarins. Það er alræði auð-
stéttarinnar og algjört sinnuleysi hennar um liag hins- fátæka
Tjölda sem er orsök þess að bæjarfélagið heídur að sér hönd-
um í byggingamálum meðan húsnæðisneyðin herjar alþýðuna
og íbúum bragga og annars heilsuspillar.di húsnæðis fer stór-
lega fjölgandi. Það er alræði auðstéttarinnar og algjört áhuga-
leysi hennar fyrir uppbyggingu heilbrigðs atvinnulífs í bænum
sem veldur því að atvinnutækjunum fækkar án þess að bæjar-
yfirvöldin hreyfi hönd til varnar og að stór hópur vinnandi
Reykvíkinga er hrakinn úr bænum til hernaðarvinnu suður á
Miðnesheiði.
Svona mætti endalaust halda áfram. Stórsyndir íhaldsmeiri-
hlutans blasa allsstaðar við. Og enginei heilskyggn alþýðumað-
ur eða alþýðukona í Reykjavík efast um að sama stefna gegnd-
arlausrar fjáreyðslu annars vegar og algjörs athafnaleysis í
hrýnustu hagsmunamálum reykvísks almennings hins vegar
verður mörkuð áfram á næsta kjörtímabili haldi íha'dið nú-
verandi valdaaðstöðu. Og þessa helstefnu íhaldsins vill fólkið í
bænum ekki kalla yfir sig að nýju, þessvegna rísa nú hærra
cn nokkru sinni fyrr kröfur almennings um að vinstri öflin
þjappi sér fast saman og nýti þannig alla þá krafta sem fyrir
hendi eru til þess að svipta íhaldið því alræðisvaldi sem það
hefur í stjórn Reykjavíkur og málefna hennar.
Þessúm óskum fólksins mæta forystumenn Alþýðuflokksins
með aígjörri neitun á viðræðum við Sósíalistaflokkinn um
samstarf. Og Þjóðvarnarflokkurinn þorir í hvorugan fótinn að
stíga en veitir afturhaldsöflunum mikilsverðan stuðning i raun
með hjásetu og fáheyrðum heigulshætti. Framsóknarflokkurinn
unir sér vel i flatsænginni með höfuðflokki yfirstéttarinnar og
er í harori samkeppni við hann um forustuna fj’rir afturhalds-
öflunum. ^Þannig bregðast þeir þrir flokkar við óskum alþýðu
um 'Samstarf og samfylkingu gegn Ihaldinu, sem þó reyna í
sifeíu að skreyta sig með vinstri fjöðrum og ihaldsandstöðu
þegár þöi'r eru að blekkja 'heiðarlegt alþýðufólk til fylgis við
kosningar.
Eini stjórnmálaflokkurinn sem hagar starfi sínu og stefnu
í samræmi við óskir og þarfir hins vinnandi fjölda, er því Sósi-
alistaflokkurinn. Han.n einn miðar stefnu sína og baráttu við
hagsmuni alþýðunnar og samstarfsviija hennar að sameigin-
legum áhugamálum. Sósíalistaflokkurinn er hið sameinandi afl
sem beitir sér fyrir og skipu’eggur þá samfylkingu fjöldans
sem einn getur velt úr valdastóli þvi steinrunna yfirstéttarvaldi
sem er að stefna málefnum höfuðstáðarins og íbúa hans í full-
komið öngþveiti. Þær þúsundir Reykvíkinga sem eru Sósíalista-
fiokknum sammála um nauðsyn samfylkingar gegn Ihaldinu
geta miklu ráðið um þróun þessara mála með því einu að
kjósa með Sósialistaflokknum að þessu sinni. Þannig og aðeins
þannig verður krafan um samstarf vinstri aflanna uadirstrikuð
svo skýrt að flokksbroddarnir skilji til hvers alþýðan ætlast
af þeim flokkum sem hún hefur stutt ög veitt brautargengi.
Ekkert annað væri jafn vel til þess fallið að kenna forkólfun-
um að virða vilja og óskir fjöldans um samstarf gegn því
spillta yfirstéttarvaldi Ihaldsins sem stjómað hefur Reykjavík
og væntir þess að halda enn völdum vegna sundrungar vinstri
aflanna.
RÍM.EÖERFHA
ISLAND
BILLEDER FR-A
ISLAND
ISLANDIA
VISÍAS -DE
IStANDlA
WJÁLMAR R. BAPÖARSON,arps.:
JólAAÍöfin 1953
FÆST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM
!
Raunhæfasta aðferðin
1 til að minnka dýrtíðina, er lækkun framleiöslukostnaöar. Árangurinn er kom-
inn í ljós: Þúsundir karlmanna og unglinga kaupa vönduð föt á aöeins kr. 890.00,
, dýrustu tegundirnar, og hafa sannfærzt u m gæöin.
Kynnizt hvers íslenzkur iðnaSur er megimgur
KlæðaverzlHB Andrésar Andréssonar h.f.
v--------------------------------------------------
Vöruk' á verksmsðjuverSi
JÓLAGJAFIR - BRÚÐARGJAFIR
Ljósakrójnsiir
Verð írá kr. 260.00
Vegglampar
Verð írá kr. 57.00, 60 gerðir.
Borðlampar
Verð írá kr. 85.00
Kertastjakar
Verð írá kr. 18.00
Veggkertastjakar
sem nú eru mikið í tízku
Alabasterborð- og
náttlampar
Mimmm ll
Bankastrœti 7. Sími 7777.