Þjóðviljinn - 11.12.1953, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 11.12.1953, Qupperneq 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 11. desember 1953 Alfuk utangarðs 61. DAGUR Bóndinn í Bráðagerði Endaþótt tíminn virtist nánast standa kyrr innan þessara veggja leið þó dagur til enda. Fángavörðurinn færði honum að éta fyrir nóttina, en framkoma lians og orð við þá athöfa ein- kenndust af þeirri tortryggni og varúð, er menn viðhafa ein- úngis í skiptum við þá tegund mannlegrar forherðítigar, sem alls má vænta af annars en góðs. Jón svaf þolanlega um nóttina þrátt fyrir tóbaksleysið, og þcgar hann vaknaoi morguninn eftir, gat hann hugleitt horf- mrnar í Ijósi þeirrar bjartsýni, er honum var eiginleg. Ef það er memíngin að halda mér hér innilokuðum einsog hrút í stíu, þá er að taka því eins'og öðru, sem að höndum ber með karl- mennsku, hugsaði hann með sér. Og ef til vill er hægt að venj- ast tóbaksleysinu þegar framí sækir. En svo var það alltíeinu árdegis, að fángavörðurinn heimsótti hann, og flutti honum þá frétt að samkvæmt skipunum frá hærri stöðum, væri bóndinn leystur úr prísundinni og frjáls að því að fara ferða sinna hvert á land er honum þóknaðist, þó með því skilyrði, að hann yfirgæfi höfuðborgina áðuren sólar- ihringur væri liðinn. Mér er ekkert að vanbúnaði, góðurinn, sagði Jón og lifnaði i öllum æðum. -Var honum brátt að kveðja kóng og prest ef svo kynni að fara, að réttvísin sæi sig um hönd. Að skilnaði fékk hann í sínar hendur ýmsa smámuni, er samkvæmt laga- legu ritúali höfðu verið teknir úr vösum hans við komuna. Endurheimti hann þar vasahnif sinn, rauðdropótta tóbaks- klútinn, snærisspotta og það sem mest var um vert, íkyllirinn góða. Helvískir ræningjarnir, sagði Jón, þegar hami sá muni sína. Það er eftir öðru, að fara í vasa manns og láta greipar sópa °g þykjast svo ekkert nema sakleysið sjálft, á meðan maður er að drepast úr tóbaksleysi. Þetta þætti léleg gestrisni í Veg- leysusveit. Fyrsta verk Jóns eftirað hafa endurheimt frelsi sitt, var að halda rakleitt til herbúða hjálpræðisins til þess að gánga úr skugga um að hafurtask hans væri þar ennþá víst. Hægðist honum, er hann komst að raun mn að svo var. Auðheyrt var, að húsráðendur voru ekki með öllu ókunnugir ástæðunum fyrir fjarveru hans og drógu einga dul á að þeir tortryggðu hann um byltíngarkennd áform gegn stofnuninni. Kostaði það Jón marga og dýra svardaga áðuren húsráðendur sannfærð- ust um, að hamn hefði ekkert slíkt í hyggju og mundi yfirgefa hjálpræðið að morgni. AQ)ví Jón hafði feingið sig fullsaddan á inniveru síðustu <’aga var jafngott að drepa tímann með því að rölta um stræti. Dólaði hann við að líta í búðarglugga og virða fyrir sér þann munað, sem þar var til sýnis. Flaug honum í hug, að gaman væri að kaupa einhvem smáhlut til þess að rétta Guddu þegar heim kæmi, þótt skotsilfur hans væri orðið í naumara lagi. Lagði hann liug á kaffikönnu, er hann sá i einum glugganum. Vár kanna sú forláta gripur, hvítglerjuð utan með / rós á miðju. Vildi líka svo vel til að með því að kaupa nefndan grip, Sló hann tvær flugur í einu höggi, þarsem gamla kaffi- kahnan í Bráðagerði var í þann veginn að sýngja sitt síðasta vers og þarafleiðandi óhjákvæmilegt að kaupa nýja könnu hvort eo var. Hafnaði því kjörgripur þessi í eigu bóndans, og hélt hann á henni í annarri hepdi umbúðalaust, enda eingin á- stæða til þess að dylja fegurð hennar og vænleik. Var ekki Jaust við, að vegfarendur litu hann dáh'tið skjálgu augnaráði, en Jón var laungu ónæmur fyrir augnagotum og víngsaði könnunni á gaungunni. Á götuhomi einu nam hánn staðar og beið þess að komast yfir þann farveg, sem ökutæki höfðu forréttindi framyfir gáng- andi menn. Rólaði þá maður einn á snið við hann, og var það eitt útaf fyrir sig ekki í frásögur færandi, en maðurinn kom Jóni einhvernveginn kunnuglega fyrir sjónir, en það var ekki fyrren hann var kominn framhjá að það rann upp fyrir Jóni hvar og með hverjum hætti hann hefði séð hann fyrr. Að honum heilum og lifandi var þessi einginn annar en náúngi sá, er hafði étið á hans kostaað hinn fyrsta dag hans í borg- inni. Eftilvill var hann loðnari um vánga, húfuderið niðurlútara, buxnaskálmarnar slyttíngslegri og skórnir jaskaðri helduren þegar fundum þeirra bar saman, en þessi afbrigði í útliti mannsins blekktu þó ekki bóndann. Bíddu kunníngi! kallaði Jón og tók viðbragð, en annaðhvort heyrði hinn ekki eða sá einga ástæðu til þess að taka þetta ávarp til sín. Jón beið ekki boðanna en hljóp á eftir manninum, Scom að honum aftanfrá, lagði höndina á öxl hans og bað Jiann að heyra sig um hálft orð. Sundmeistaramó! Reykjavíkur .. RÓTTIR RITSTJÓRl. FRlMANN HELGASON Helga Haraldsdóttlr setur met í 100 m skriðsundi Á þriðjudagskvöld íór Sund- meistaramót Reykjavíkur fram. Var keppt í fjórum karlasundum og tveim kvennasundum og mátti það naumast færri sund- greinar vera á sjálfu meistara- móti höfuðborgarinnar. Árangur í ýmsum greinum var nokkuð góður og yfirleitt betri en á meistaramótinu í fyrra og vaknar Þá sú spurnincr hvort þegar sé farinn , að koma fram árangur af hinum breytta æf- ingatíma sundfélaganna en hann er nú á ákjósanlegum tíma eða frá kl. 7-—8.30 e. h. alla daga nema laugardaga og sunnudaga. í þessum tveim kvennasundum var aðeins einn fulltrúi reyk- vískra kvenna og gat Það ekki minna verið! Hins vegar lét þessi eina, sem var Helga Har- aldsdóttir úr KR ekki sitt eftir liggja, þar sem hún bætti met Kolbrúnar Ólafsdóttur í 100 m frjálsri aðíerð um 1.3 sek. Sem gestur í þessu sundi keppti hin vinsæla Suðurnesjastúika, Inga Árnadóttir; og náði líka. ágætum tima. ----------- I 200 m br’ngusundinu voru tvær Suðurnesjastúlkur og sigr- aði önnur þeirra á ágætum tima og góðu sundi. Var það Vilborg Guðleifsdóttir, en báðar voru stúlkurnar úr KFK (Knatt- spyrnufélagi Keflavikur). I 100 m skriðsundi, kar!a voru skráðir 10 keppendur en aðeins 5 komu til leiks. Pétur Krist- jánsson synti á góðum tíma og virtist ekki taka mikið á. Gvlfi Guðm., sem varð nr. 2, er efni- legur sundmaður. 1 400 m skriðsundi var Helgi Sigurðsson í sérflokki' af þeim 3 Ægismönnum, sem kepptu, og synti á ágætum tíma keppnis- laust. í 200 m bringusundi kepptu 3 ungir menn sem allir náðu góðum tíma og var Torfi Tóm- asson Æ. þeirra beztur. Annars var þátttakan lítil, a3- eins 15 keppendur í svo itóru móti sem meistaramót Reykja- víkur í karla og kvennaílokkum á að vera. Allar tilkynningar fóru fram gegnum hátalarakerfi Sundhall- arinnar og er gleðilegt til þess að vita að búið er áð ganga frá þessum útbónaði, og ætti það að auka aðsókn að sund- mótum. Hljómlist skemmti á- horfendurh bæði á undan keppni og eins er hlé varð í sambandi við sundknattleikinn. XJrslit í einstökum greinum, (fyr'sti Reykvíkingurinn jafn- framt Reykjavíkurmeistari 1953); 100 m frjáls aðfcrð kvenna: 1. Helga Haraldsdóttir KR 1.14.0 (met), 2. Inga Árnadóttir KFK 1.16.3 200 m bringusund kvenna: 1. Vilborg Guðleifsdóttir KFK 3.19.1. ' 2. Helga Haraldsd. KR 3.24.0. 3. Jón.a Margeirsd. KFK 3.41.4. 100 m frjáls aðferð karla: 1. Pétur Kristjánss. Á 1.02.8. 2. Gylfi Guðmundss. ÍR . 1.05.1. 3. Guðjón Sigurbj. Æ 1.07.5. 400 m skiðsund karla: 1. Helgi Sigurðsson Æ 5.09.5. 2. Magnús Guðm. Æ 6.36.5. 3. Guðjón Sigurbj. Æ 6.36.5.’ 200 m baksund karla: 1. Rúnar Hjartars. Á 1.21.7. 2. Öiti Ingólfsson ÍR 1.21.8. 200 m bringusund karla: 1. Torfi Tómasson Æ 3.00.4. 2. ó’afur Guðm. Á 3.03.3. 3. Ottó Tynes KR 3.06.8. Ármann varð Reykja- víkurmeistari í sund- knattleik Úrslit Sundknattleiksmóts Reykjavíkur fóru fram að aflok- inni keppni í einstaklingsgrein- um. Áttust þar við KR og Ár- mann sem hvorugt hafði tapað leik til þess tíma. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en heldur tilþi'ifalítill og náðu Ármenningar aldrei veru- legu.m tökUm á leiknum. Þó er það Ármann sem á fyrsta tæki- færið en ólafur Diðriksson „brennir af“ og sama kom fyrir Leif Eiríksson úr KR. Það er ekki fyrr en hinn gamli og réyndi Sigurjón Guðjónsson (Dalli) kemur til skjalanna, en hann skorar óverjandi. Raunar gleymdi vörn KR að hindra. Leifur jafnar úr langri send- ingu sem hann fleytir viðstöðu- laust og óvænt í markið, 1:1. Leifur á enn tækifæri en „brenn- ir“ af. Nokkru fyrir leikslok gerir Ólafur Diðriksson mark fyr ir Ármann og standa leikar 2:1 í hálfleik. I síðari hálfleik ná Ármenn- ingar betri samleik og eru í raúninni óþekkjanlegir frá fyrri hálfleik. Því miður verður leik- urinn harðari og dómarinn, Ari Guðmundsson, er ekki að sama skapi strangur, og skemmdi það leikinn. KR-ingar sýna nú ekki þann röskleik £em fyrr og kemur meir fram að þeir cru ekki eins sundfærir og leíknr og Ar- menningar. Clafur syndir upp hægra megin, gefur knöttinn yf- ir til Péturs sem skorar, 3:1. Næst er það Magnús Thorvald- son sem gerir mark fyrir KR afi mjög löngu færi. Standa nú leik- ar aðeins 3:2 en þar með hafði KR sett öll sín mörk. Einar Hjartar eykur töluna upp í 4 e'ftir góðan undirbúning frá Ol- afi Diðrikssyni. Siöttá markið gerði svo Sigurjón Guðjónsson eftir hornkast. Pétur Kristjáns- son syndir upp hægra megin. gerir misheppnaða tilraun til að skjóta i stað bess að senda knöttinn til Einars Hjartarsonar sem var frír v.instra megin, Auknabliki síðar endurtekur sama atvik si" og minnugur fyrri mistaka sendir hann Einarf knöttinn sem skorar sjöunda og siðasta mark Ármanns. Aðrir leikir mótsins fóru þannig: Árm.(A)-ÍR 5:0 — .Æ-Á (B) 2:0 KR-ÍR 6:3 — - Á-(A)-Á(-B) 8:0 KR-Æ 4:0 — KR-Á(B) 2:0 Æ-f.R 5:0 — ÍR-Á(B) 5:0 Ármann-Ægir 7:3. Reykjavíkurmeistarar Ár- manns eru: Stefán Jóhannsson, Sigurjón Guðjónsson. Theodór Diðriksson, Ólafur Diðriksson, Rúnar Hjartarson, Pétur Krist- jánsson og Einar Hjartarson. Nílarsund á Þor- láksmessudag Um 30 sundmenn hafa til- kynnt þátttöku í fyrsta ,,mara. þonsundinu"' í Níl 23. des. n. k. Verðlaunin í þessu 42 km- sundi nema samtals tæpum. 100 þús. kr., þar af mun sigur- vegarinn fá um 23 þús. auk viðurkenningar frá Naguib for- sætisráðherra Egypta- Blaðið A1 Misri í Kairo stendur fyrir þessu ,,maraþonsundi,“ en- ætl- unin mun vera að keppa fram- vegis í því árlega. Myndin sýnlr keppnl í fjölbragðaglímu, en heimsnielstaramótið í þelrrj íþrótt fer fram í Tokio í Japan dagana 24.—27. apríl n.k.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.