Þjóðviljinn - 24.12.1953, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 24.12.1953, Qupperneq 10
52)' — ÞJÖÐVTLJINN — Fínímludagur 24, degfímfoðr 19&3 Selma Lagerlof: *j£ • ■ Orlcigoliriiigiarliftsi r t 13. dagi’.r Liösforinginn íylgdist í fyrstu af áhuga með leitinni, en svo varó honum litið á bændurna og þóttist veröa var við þaö, að þeir litu giottandi hver á annan, eins og þeir væru þess fullvissir að hann fyndi ekki neitt. Sú varð líka raunin á. Þeir urðu að hætta að leita án þess aö finna hringinn. En þegar það kom í liós' beindist tortryggni liðsforingjans vitaskuJd að bændun- um. Sama máli gegndi um menn hans. Hvað var oröið af hringnum? Engilbcrt hafði auðvitað haft hann með sér þegar hann flúði. Hvar var hann núna? Enginn sá hershöfðingjann núna heldur, en menn fundu til nálægðar hans. Hann stóð í miöjum hópnum og benti á mennina þrjá frá Ólafsbæ. Þeir voru meö hringinn. Vel gat hugsazt aö þeir hefðu leitaö í vösum hins látna og fundið hringinn. ; Einnig gat hugsazt aö frásögn þeirra heföi veriði með öllu röng og allt hefði gerzt öðru vísi e-n þeir höfðu sagt. Þessir menn, sem voru úr sama þorpi og Bárður Bárðarson höfðu ef til vill vitað að hringurinn var í vörzlu hans. Þeir höfðu ef til vill fengið fregnir um að Báröur var dauður og þegar þeir hittu son hans í skóg- inum lraföi þeim dottið í hug, aö hann hefði í hyggju að flýja með hringinn, og þá hefðu þeir ráðizt á hann, drepið hann til þess að komast yfir dýrgripinn. Þeir sáu ekki annan áverka á honum en svöðusár á enninu. ívaissynir höfðu sagt að hann hefði komiö nið- ur á stein, þegar hann datt, en gat sárið ekki líka verið eftir .stóra lurkinn, sem Páll Elíasson hélt á í hendinni? Liðsforinginn stóð kyrr og horfði niður fyrir sig. Hann átti í harðri baráttu hið innra. Hann hafði aldrei heyrt annaö en gott um þessa þrjá menn, og hann átti bágt með að trúa því að þeir væru þjÖfar og morðingjar. Allir menn hans höfðu safnazt kringum hann. Nokkrir vora þegar búnir að lyfta vopnunum. Þeir gerðu ráð fyrir áð þeir þyrftu á þeim aö halda. Þá gekk Eiríkur ívarsson til liðsforingjans. — Við bræðumir og Páll Elíasson, sem er fóstursonur okkar og verður bráðum tengdasonur minn, skiljum vel hvað liðsforinginn og menn hans halda um okkur. Við lítum. svo á, að við getum ekki farið svo héðan, að liðsforinginn hafi ekkí Ieitað í vösum -okkar og fötum. Við þessi orð varð liðsforingjanum iítið eitt léttara um hjartaö. Hann mælti í mót. Bæði ívarssynir og iostursonur þeirra voru slíkir menn, að engum datt í hug að gruna þá. Ep. bændurnir vildu binda endi á þetta mál. Þeir fórii sjálfir að snúa við vösúm sínum, taka af sér skóna, og liðsforinginn gaf mönnum sínum merki um, að þeir ættu að fá vilja sínuin framgengt. Enginn hvingur fannst, en í litlum malþoka, sem ívar ívarsson var með á bakinu, fannst lítill pungur úr geitarskinfil. ; i — Eigið þið þennan pung? spurði liðsforinginn, þegar hann var búinn að skcða í hann og sjá að hann var tómur. ' Hefði ívar ívarsson svarað já, hefði málið ef til vill verið úr sögunni um leið, en þess í staö viðurkenndi hann með mestu ró: — Nei, hann lá á stígnum skammt þaðan serh Engil- bert datt. Ég tók hann upp og setti hann í malpokann; því að hann virtist heill og ónotaður. — En hringunnn lá einmitt í svona pung, þegar prófasturinn fleygði honum í Engilbert, sagði liðsfor- inginn og nú hafði skugginn aftur færzt yfir andlit hans. Og nú verður ekki hjá því komizt., að þið ívars- synir komiö með mér til lénsmannsins, nema þið kjósiö heldur að fá mér hringinn af frjálsum vilja. Nú var þolinmæði bændanna á þrotum. — Liðsforinginn hefur engan rétt til að taka okkur höndum, sagði Eiríkur ívarsson. Um leið greip hann spjótið sem lá hjá Engilbert til að ryðja sér braut og bróðir hans og tengdasonur fylgdu honum eftir. Heiðarbæjarmenn hörfuðu skelfdir undaji, en liðsfor- inginn hló af ánægju yfir því að geta gefið reiði.sinni útrás í athöfnum. Hann dró sverð sitt úr slíðrum ög hjó spjótið sundur. En það var c-ina hemaðaraðgerðin sem framkvæmd var í þessu stríði. Menn liðsforingjans tóku í hann og þrifu vopnið af honum Svo stóð á að Karelíus lénsmaður hafði einnig talið heppilegast að leggja af stað út í skóginn þennan sama morgun. Hann hafði kornið í Ijós á veginum á réttu aiidartaki. Og þá upphófust nýjar rannsóknir og nýjar yfir- heyrslur, en árangurinn varð sá, að Eiríkur ívarsson, ívar bróðir hans og Páll fóstursonur þeirra, voru teknir höndum og fluttir í fangelsi, grunaðir um morð og ^ptn. VII. Því ber ekki að neita að hjá okkur í Vermalandi voru skógarnir víðlendir á þessum tíma, akramir litlir, jarðirnar stórar en stofurnar þröngar, vegimir mjóir en brekkurnar brattar, dyrnar lágar en þröskuldamir háir, kirkju’-nar lágreistar en messurnar langar, ævi- dagarnir fáir en áhyggjurnar óendanlegar. En samt sem áður voru Vermlendingar engir barlómsmenn eða þurradrumbar. Aö vísu eyðilagði frostið útseeðið, viilidýr grönduðu skepnunum og barnaveikin börnunum, en lengst af ent- ist þeim gcða skapið Hvemig hefði annars farið fyrir þeim? En þetta stafaði ef til vill af því að til var huggari á hverjum bæ. Til var einn sem kom til ríkra jafnt sem snauöra, sem aldrei brást né þreyttist. En látið ykkur ekki detta í hug, að þessi huggari hafi verið af hátí'ðlegum upprima, svo sem guðs orð, hrein samvizka eða ástarsæla. Látið ykkur ekki detta í hug heldur að það hafi verið eitthvað auðvirðilegt, svo sem drykkjuskapur eða teningskast. Það var saklaust og hversdagslegt, það var ekkert annað en eldurinn, sem brann í stónni á vetrarkvöldum. Að hugsa sér, hvað hann gerði hlýlegt og heimilis- legt í hverri stofu, hversu lítil sem hún var. Og hann OC CAMMM Afsakið, heria prófessor, en þér snúið hattinum öfugt. Hvað vitió þér um hvert ég œtla? * * * ABSTRAKTT.IST Hafið þið heyrt sögnna af mann- inum sem fór á listsýningu, og liafði áður iofað konunni ainni að kaupa oitthvað faliegt handa honni. Eftir vandlega skoðun á- la-að hann að kaupa mynd nokkra sem vlrtist helzt eiga að sýna sveitalandslag. Er hann siðan kom heim með mj’ndina varð koruui hans hreint ekkert glöð. Þetta er dálítið eySllegt landslag. sagöi Uún. í>að þyrfti að vera svo- lítið melra lif í því. Og hún lót ekki sitja við orðin tóm. llún hafði á sínum yngri ár- um lært dálitið í teiknun, svo hún hún tók slg nú til og múlaði tvær manneskjur á göngu á veginun. Nokkm síðai- bar svo við að mál- arinn kom í heimsókn, og rak hann fljótlega augun í myndina. Frúin brá þá við og sagði: Ég tók mér það bessaleyíl að breyta myndlnni yðar ofurlítið. Ég bætii við hana tveim manneskjum sem ganga eftir veginmn. Hvaða vegi? spurði málarinn. Veginum á myndinni, svaraði írá- in 2>að er englnn vegnr. M>-ndin er af h \itl. og þér hafið málað míuin- eskjurnar belnt í kjaftlnn á hon- um. e * * Hversvegna haía svo margir Skotar kimnigáfu? Vegna þess að hún cr g’jöf. Þegar eplín f ást Nú eru epli komin á mark- aðinn og það er um að gera að nota. sér þau, eftir því sem efnin leyfa. Au'ðvitað er allt- af hægt að búa til hinn sígilda eplagraut en líka er hægt að breyta til í framleiðslu þeirra. Rej-nið til dæmis að búa til eplaábæti með eplagraut i botn- inum á skáliimi, lag af mak- rónum ofaná og rjóma efstan. Þetta er mjög bragðgott og Skemmtilegur kattur Tau og prjónles hvort með öðru er mjög í tízku. Mjög ber á því í húfum og höttum, og á myndinni er eirni slikur húfu- hattur. Sniðið minnir á alpa- húfu. Húfan er höfð úti í ann- arri hliðinni. Hún er frá Deli- on og er gerð úr apaskinni og prjónlesi. fljótlegt að búa það til. Það er handhægt, ef til er afgang ur af eplagraut, og Jæztur er ábætirinn ef hann er búinn til rétt. áður en byrjað er að borða, forréttinn. Ekki má heldur glejana að borða eplin ósoðin. Hægt er að afhýða eplin, skora þau i bita og blanda appelsínubitum. Mátulegt er að nota eina app- elslnu á móti 2-3 eplum- Sykri er stráð yfir þetta nokkru áður en það er boroa!; þá sí- ast appelsínusafinn inn í epla- bitana, Þctta er mjög bragð- gott og það er einfalt og fljótlegt. Ef meira stendur til má bera rjóma með þessu og til hátíðabrigða má einnig blanda söxuðum hnetum í allt saman. En allra hægasta aðferðin við að framreiða epli er að bera bau fram eins og þau koma fyrir sem ábæti. Oft hættir fólki við að nota þau í alls konar grauta og libæti en gleyma því að ný, hiá epli eru hollur og góður réttur. Heimilisþátturinn 1 óskar öllum lesend- um sínum gleðilegra jóla. Köflóft efm em npplifgandi Köflótt efni eru hentug, þeg- ar maðjir þarf að lífga upp gömul eða daufleg föt. Stór köflóttur trefill, sem notaður er við einlitan gráan kjól, get- ur sett allt annan sríp á kjól- inn. Ef hann er settur imdir boðanginn eins og sýnt er á myndinni, og beltið haft yfir honum hinum megin, kemur skemmtilegur skásvipur á kjól- ■ / y >Kjf s.r-/ * * r /S fS-SSSS , sr - ■ - ■ ' ' :■/' r/sss■■•■_■ inn og hann er ekki lengur dauflegur. Stórar þríhymur eru einnig mikið notaðar, og þær geta aiveg hulið biússu, sern maður er orðinn leiður á- Oft eru sjölin notuð með töskum úr sams konar efni, svo að úr þrí verður samstæða. Á myndiioni er sýnd köflótt taska skemmtileg í laginu og auk þess mjög rúmgóð. Köfl- ótt sjöl, stólur og töskur eru tilvaldar jólagjafir, og einkum er auðvelt au búa til bæði stól- ur og sjöl sjálfur. Töskur út- heimta meiri vinnu og leikni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.