Þjóðviljinn - 15.01.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.01.1954, Blaðsíða 12
Snjóflóðm halda Brennerskarð lokað— 114 lík haía fundizí í Austurríki Snjóflóðin í Ölpunum halda áfram. í Austurríki höfðu í gær fundizt 114 lik, en 16 var sakriað, og manntjón hefur einnig orðið í Sviss, Þýzkalandi og ítalíu. Flestir þeii'ra sem farizt hafa í Austurríki eru frá fjaUa- þorpinu Blonz í Vorarlberg. Þar og í öðrum nálægum þorp- um vinna hundruð manna að björgunarstarfinu. Mörgum mönnum, sem legið höfðu und- ir snjónum í aUt að tvo sólar- hringa, hefur verið bjargað. í>að hefur torveldað björgunar- staríið, að snjókoma hefur ver- ið mikil og ný flóð hafa runnið. Fimm þorp í Vestur-Austurríki eru nú á kafi í snjó, og Brenn- erskarð er lokað. Samgöngur á landi hafa teppzt og hefur verið varpað lyfjum, matvælum og teppum úr flugvélum til fólks í af- skeicktum íjallaþorpum. Manntjón hefur einnig orð;ð af völdum snjóflóða í öðrum hlutum Alpanna, um 20 manns hafa farizt í Sviss, 4 í Þýzka- landi og í gær fréttist um mann- tjón í ítölsku Ölpunum, en ekki vitað hve margir fórust. §agan af Sólrúiftit Þjóðviljanum barst í gær skáldsaga eftir Dagbjörtu Dags- dóttur: Sagan af Sólrúnu — en hún kom raunar út fyrir jól, og hefur þegar verið kynnt í útvarpi og sumum blöðunum. Saga þessi, sem mun vera frum- srrrð höfundar síns er 325 síður að lengd en útgefandi er ísa- foldarprentsmiðj a. Dagbjört Dagsdóttir er dul- nefni, og er hins sanna nafns vandlega gætt. ö atkva ðt vantar á það sam- !| ■ ! kvæmt kosningaúrslitmium !| J> í sumar að sósíalistar fengjn !! !; fjóra fulltrúa í bæjarstjórn ; !; Reykjavíkur. — Svo lítinn ;; herzlumun vantar til að !fella íhaidio, að það dylst !; engum að baráttan er milli ! sósíalisfa og íhaidsins, miili Jónasar Árnasonar og Jó- <! !; hanns Hafsteins. Það val ;! !; ‘ getur ekki verið örðugt fyr- j; !; ir neinn heiðarlegan íliaids- !; !! andstæðing. !; !! En tii þess að það takist ! ;! að feiia íhaldið, má ekl.l ! ;> kasta vonlausum atkvæðum <! J; á Aiþýðuflokk. Þjóðvcrn og ; !; Framsókn. — Það er eina ;< !; von íhaldsins að atkvæðin !; !; spiundrist þannig og fari ! ;! forgörðum þúsundum sam- ![ o an. Með þvi að kjósa sós£- <! J; alista tryggja menn að at- ;! Ikvæði þeirra koma að full- ; um notum, að Jónas Árna- J; son kemst i bæjarstjórn í !; ■ •- stað Jóhanns Hafsteins. MorgunbW miðnrsín Morgunblaðið er alvarlega miður sín vegna þess að Þjóðviljinn skýrði fyrir skömmu frá ]m að svæðið sem sundlaug V'esturbæjar verður reist á yrði ekki byggiugarhæft a.m.k. næstu 2-3 árin. Morgunblaðið má sjálfu sér um kenna. Það hafði af miklu yfirlæti birt mynd af skipulagsuppdrætti svæðis- ins þar sem sýndar voru teikmngar af mörgum íbúð- arhúsum ásamt hlnni fyrir- huguðu sundlaug. En sá„galli var á gjöf Njarðar“ að þetta var sýnd veiði en ekki gefin, þetta var ein af mörgum skrumteikningum íhaldsins, sem notaðar eru til birtingar fyrir kosningar en lagðar jafn kirfilega á hilluna að þeim loknum. Þetta vita Reykrikingar' og þessvegna er Morgunblað- ið reitt. En ráðið er að gæta sín betur eftirleiðis og láta ekki óttann og taugaveiklun- ina hlaupa með sig í gönur. Vonandi tekur Mbl. þetta heilræði til greina. í Egyptalandi Um 500 maxms hafa verið handteknir í Egyptalandi, siðan í fyrradag, þegar stjórn Nagu- ibs leysti upp Bræðralag mú- hameðsmanna. í gær var lýst yfir neyðarástandi í landinu og mun það standa í vikú, meðan Naguib lætur her sinn og lög- reglu ganga milli bols og höf- uðs á samtökunum. Fréttamenn láta í Ijós efa um, að Naguib takist að hindra starfsemi Bræðralagsins, þar sem það hef- ur löngum starfað leynilega, og er vel undir slíka, starfsemi bú- ið. Verkföll rafvirkja Hm allf Iretland í gær lögðu um 1000 rafvirkj- ar niður vinnu víðs vegar um England. Vinnustöðvunin var liður í skæruhemaði rafvirkja- sambandsins gegn atvinnurek- endum. Vinna stöðvaðist m. a. við flugvölli.nn í London, kjam- orkurannsóknastöð og ýms mannvirki í þágu hersins. Föstudagur 15. janúar 1954 — 19. árgangur — 11. tölublað Mmnisblað kjósenda IV. íhaldið hefur hækkað útsvars- byrðarnar úr 143 millj. s 36,4 millj. kr. á s.1. fjérnm árum Hin hóflansa eyðídustefna sem íhaldið fylgir í fjár- málum bæjarins hefur birzt almenningi í síhæklnandi á- lögum allt það kjörtímabil sem nú er að líða. Otsyör- in og allir aðrir skattar sem bærinn innlieimtir af borg- urunum hafa. margfaldazt. Eru jafnvel dæmi þess að ein- stök gjöld hafi verið hækkuð um allt að 1000% (leiga eftir kartöflngarða). Sé litið á útsvörin ein koma eftirfarandi staðreyndir í ljós: Árið 1949 var heildarupphæð útevaranna 54,9 millj. króna. Árið 1950, fyrsta ár þessa kjörtímabils, hækkaði í- haldið útsvarsupphæðina í 60 millj. kr. Árið 1951 hækkuðu útsvörin enn og komust í 72,8 millj. kr. Árið 1952 tók thaldið stærsta stökkið I útsvarshækk- unum kjörtímabilsins og ákvað útsvarsupphæðina 87,6 millj.! Árið 1953 eru útsvörin ákveðin 86,4 millj. kr. Fara menn nærri um að nálægð kosninganna ein hindraði I- haldið í að feta áfram hælckunarbrantina. Haldi Ihaldið núverandi valdaaðstöðu verður haldið áfram að auka útsvarsbyrðarnar með svipuðum hætti og gert var framan af núverandi kjörtímabili. Eina ráð- ið til að hindra f járplógsaðferðir Ihaldsins er að svifta það meirihlutanum og efla Sósíalistaflolckinn. A fundi MÍR í Þinghoifssfsæti 21 i hvöld Alþjóðiega skautakeppnin í leregi í fyrra og fleiri íþréttamyndir M.Í.R. sýnir á fundi sínum 1 kvöld í húsakynnum sín- um í Þingholtsstræti 27 nokkrar afbragösgóðar sovézkar íþróttamyndir. Meöal annars verður sýnd mynd 'frá al- þjóðaskautakeppninni í Noregi í fyrravetur, mynd frá sýningu sovézkra og tékkneskra listamanna á skautum, skíðamynd og fleira. ----------------------- Fnndur And- spyrnuhreyf- ingarinnar á sunnudðginn Svo sem auglýst hefur verið heldur Andspymúhreyfingin gegn her á íslandi fund n. k sunnudag þ. 17. þ. m. og býð- ur til hans fulltrúum frá aðiid- arfélögunum, listamönnum og öðrum áhugamönnum, sem fylgja málstað og stefnu hreyf- ingarinnar. Ýmis áríðandi mál eru á dagskrá, svo sem um starfsernina á þessu nýbyrjaða ári, um heimsfriðarhreyfmg- una og samband Andspym.u- hreyfingarimrar við hliðstæðar hreyfmgar og stefnur í öðrum löndum. Ýmsir listamenn, sem standa með málstað hreyting-, arinnar munu leggja til skemmti- atriði og taka á annan hátt virkan þátt í fundinum. Fund- urinn verður í Þórskaffí og hefst klukkan 2. Norsk bók laitft fsland Nýlega er komin út í Noregi fbrðrabók írá íslazidi, eftir ferðalang er nefnist Sverre Hals. Heidr bókin Med bestefar til Island, en höfundurinn ferðað- ist nokkuð um hér á landi sum- arið 1952. Er hann annars ferðamaður mikill, og hefur skrifað ýmsar bækur um ferðir sínar. Bókin er 132 blaðsíður, og fylgja margar myndir er Ferða- skrifstofa ríkisins léði höfundi. Bókin yirðist skrifuð léttum penna, frásögnin fjörleg og lip- ur Útgefandi- er Fabritius & Sönners Forlag í Osló. KOSNINGáSJÓÐURINN HANN vinur okkar hér fyrir of- an er ekki nógu ánægður með árangurinn í söfnuninni enn sem komið er. Að vísu skiluðu nokkr- ir í gær en .alltof fáir. Og nú er vissuiega ekki til setunnar boðið, aðeins 16 dagar eftir til kosninga. Það er eina bótin að við höfum oft áður sýnt að við getum unn- ið stórvirki á stuttum tíma, en það verður ekki gert nema vel sé unnið og hver einasti dagur notaður t.il fuils. Félagai', takíð nú fjörkipp. Dragið eklci deginum lengur að hefja sókn í söfnuninni! Skilið daglega á skrifstofuna og takið nýjar blokklr! UFP MEÐ SÚLUNA! Sumar þessara mynda eru í litum, svo sem myndin um list- hlaup á skautum, gullfalleg mynd Er ekki að efa að íþrótta- unnendur og aðrir sem hafa yndi af fagurxi Iist komi á sýn- ingu þessa í kvöld. Kvikmyndin hefst kl. 9, en húsið verður opnað kl. 8.30. Gestir eru velkomnir hieðan húsrúm leyfir. Væntanlega verður sýningunni lokið kl. rúmlega tíu. C-lisfa fnndur í íþmttahúsinu við Há- logaland á sunimdaginn Sósíalistaflokkurinn held- ur fund í íþróttahúsinu við Hálogaland n.k. sunnudag kl. 2.30 e.h. Til umræðu verða bæjarstjórnarkosning- arnar og hagsmunamál út- hverfanna. Á morgun verður auglýst nánar um ræðumenn á fundinum en þeir verða margir. Ársliátíð Borg- firðingafélagsins BreiðfirðingaféJagið í ReykjavílC heldur árshátíð sina annaðkvöld kl. 9 í Sjálfstæðishúsinu. Á árshátíðinni verður margt til skemmtunar, m.a. syngur Borg- firðingakórinn. Þá verður sýndur leikþáttur: Húsbóndinn á hoimil- inu. Tvöfaldur kvartett karla úr Borgfirðingakórnum syngur. Gsrð- ur Hjörleifsdóttir, leikkona, lea upp kvæði. Þá verður tvísöngur, frú Björg Bjarnadóttir og frk. Ingibjörg Þorbergs. Ennfremur syngja þau tvísöng með gítarund- irleik hjónin frú Sigurveig Hjalte- sted og Ólafur Beinteinsson. Að lokum verður dansdeikur. — Hljómsveit Aage Lorange leilcur, nokkrir vinsælir dægurlagasöngv- arar syngja með hljómsveitinni. HvesagecSá Við kosningaraar í Hverai- gerði hafa sósíalistar C-lista. A- listinn við kosningu til sýslu- nefndar er listi frjálslyndra og óháðr.a, en ekki flokkslisti sósí- alista, en sósíalistar í Hvera- gerði styðja AJ-l:stann kosningu í sýslunefnd. Sósíalisfar og aðrir stuðningsmenn. Til sóknar fyrir C-lisfann! - Komið i kosningaskrifsfofuna. Þórsgötu 1. opin kl. 10-10. - Gefið upplýsingar. - Tokið að ykkur störf fyrir C-listann. - & C-listinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.