Þjóðviljinn - 28.01.1954, Page 10

Þjóðviljinn - 28.01.1954, Page 10
10) — l’JÓÐVIUÍNN1 — í'immtuxia.gur 2&, janúar löó4 Hr>— c Sélma Lagerlöf: KARLOTTA LÖWENSKÖLD eins á jólunum, heldur allt árið. Hún gaf þurfandi skóla- fólki að boröa og konunum á fátækrahælinu hélt hún kaffigildi á ári hverju. En engum í Karlstaö, sízt af öllum ofurstafrúnni, datt í hug áð það væri guði miður þóknanlegt, að hún, dóm- prófasturinn, bæjarfulltrúinn og eldri Stake systirin tækju slag eftir fjölskyldumáltíðina á sunnudögum. Og það flögraði ekki að neinum að það væri synd, að ung- ar stúlkur og piltar, sem litu inn til ofurstahjónanna á sunnudagskvöldum, fengju sér snúning inni í stóra saln- um, Hvorki ofurstafrúin né neinn annar í Karlstaö hafði heyrt minnzt á að það væri syndsamlegt aö bera fram glas af góðu víni við hátíöleg tækifæri, eða syngja borð- vísur, sem húsmóðirin hafði oft ort sjálf áður en það var tæmt. Þau. vissu ekki heldur, aö guð almáttugur var andvígur skáldsögulestri og heimsókn í leikhús. Of- urstafrúnni þótti gaman að undirbúa samkvæmisleiki og taka þátt í þeim sjálf. Hún hefði ógjarnan viljað. fara á mis viö þá ánægju. Hún var sköpuö til áð koma fram á leiksviði, og Karlstaðbúar voru vanir að segja, að ef frú Torsslow hefði þótt ekki væri nema helming þeirra leikhæfileika sem Ekenstedt ofurstafrú bjó yfir, bá væri ekki að undra að Stokkhólmsbúar væru hrifn- ir af henni. En Karl-Artur hafði verið um kyrrt í Uppsölum heilan mánuð eftir að hann hafði staðizt skriflega latínuprófið, og þann tíma hafði hann haft mikið saman við Pontus Frímann að sælda. Og Frímánn var ákafur, og mælskúr strangtrúarmaöur og það var sízt að undra, þótt Karl- Artur yrði fyrir áhrifum af honum. Það var ekki hægt að segja að hann hefði orðið fyrir vakningu eða frelsazt, en áhrifin voru þó svo mikil, að Karl-Artur hafði áhyggjur af þeim veraldlegu skemmt- unum og léttúð sem hann varð var við á heimilinu. Eins og gefur að skilja var mjög svo náið og innilegt samband á milli mæðginanna og Karl-Artur talaði hrein Skilnislega við ofurstafrúna um þaö sem honum fannst athugavert. Og móðirin kom til móts við hann á allan hugsanlegan hátt. Hann hafði áhyggjur af því að hún spilaði á spil, og næsta surmudag bar hún við höfuð- verk og ofurstinn tók sæti hennar við spilaborðið. Auð- yitaö kom ekki til mála að dómprófasturinn og bæjar- íulltrúinn fengju ekki að spila eins og venjulega. Og af því aö Karli-Artur var ekki um að hún dans- aði, neitaði hún sér einnig um það. Þegar hið venju- lega æskufólk leit inn á sunnudagskvöldum, útskýrði hún fyrir því, að hún væri orðin fimmtug, fyndi til aldurs síns og gæti ekki lengur tekið þátt í dansinum. En þegar hún sá, hvað unglingamir uröu vonsviknir, varö hún hrærð, settist viö flygilinn og lék danslög til mið- nættis. Karl-Artur gaf henni bækur, sem hann vildi að hún læsi og hún tók við þeim með þökkum, þótti þær falleg- ar og uppbyggilegar. En ekki gat ofurstafrúin látið sér nægja, að lesa ekki annað en þessi hátíðlegu trúarrit. Hún var menntuð kona, fylgdist með heimsbókmenntunum og þannig vildi það til, að Karl-Artur stóö hana að því einn dag- inn að hafa Don Juan eftir Byron undir gu'ðsorðabók- inni sem hún var að lesa í. Hann sneri sér undan án þess að segja eitt orð, og hún varð djúpt snortin, ein- i mitt vegna þess, aö hann hafði ekki komið með neinar • ásakanir. Daginn eftir setti hún allar bækur sínar niður ■ í kassa og lét bera hann upp á háaloft. Ekki er hægt að neita því, að ofurstafrúin var eins ; eftirlátssöm og í hennar valdi stóð. Hún var bæði gáfúð og menntúð og hún vissi aö þetta vom tímabundnir duttlungar í Karli-Artur. Þetta hyrfi með tímanum og því minni mótspyrnu sem hann mætti, því fyrr losn- aði hapn við þetta. Til allrar hamingju var sumar. Næstum allir betri box-garar í Karlstað voru á ferðalagi, Svto að engar stórveizliír voru haldnar. Fólk skemmti sér : Við saklausar gönguferðir út I náttúrxmni, reri út á | Klárefli, tíndi ber og lék útileiki. En í sutnarlok Eétlaði Eva Ekenstetít að halda. bi'úð-> kaup með liðþjálfanum sínum og ofurstafrúin var dálítið kvíðafull í sambandi við það. Hún sá sig tilneydda að halda stóra og glæsilega veizlu. Karlstaðsbúar hefðu á- stæðu til að ætia að henni þætti ekki vænt um dætur sínar, ef hún léti Evu gifta sig án þess að gera neitt veð- ur út af því. En til allrar hamingju virtist eftirlátssemi hennar þegar hafa haft róandi áhrif á Karl-Artur. Hann setti sig ekki upp á móti réttunum tólf, né sælgætinu, né kransakökunum, hann sagði ekkert við víninu og drykkjarföngunum, sem flutt voru heim frá Gauta- borg. Hann hafði ekkert að kirkjubrúðkaupi að finna, né heldur skreytingu á girðingum á leið brúöfylkingarinn- ar, né brennum og flugeldum á árbakkanum. Þvert á móti tók hann þátt í undirbúningnum, stritaöi sveittur viö áð binda kransa og festa upp fánastengur eins og allir aðrir. Eitt var það þó, sem hamx stóð fast á, og þaö var að ekki yröi dans í bniðkaupsveizlunni. Og ofurstafrúin hafði gefið honum loforö um þaö. Henni var ánægja að því aö gera honum það til hæfis, fyrst hann sætti sig umyrðalaust við allt hitt. Ofurstinn og dætumar höfðu að vísu komiö með mót- mæli. í>au höfðu velt því fyrir sér hvað hægt var aö gera fyiir ungu liðþjálfana og ungu stúlkurnar í Karl- stað sem boðnar höfðu verið og bjuggust auðvitað við að þau fengju að dansa alla nóttina. En ofurstafrúin svaraði því til, að ef guð lofaði yrði gott veður og lið- þjálfarnir og ungu stúlkurnar gætu gengið um í trjá- OC CAMMM Eg œtla að verða leikkona. Og- hvernig gengur? Ágætlega — ég er farin að geta sofið frarnyfir hádegi. *• * Hún hefði getað gifzt hvaða manni sem hún vildi. Hversvegna er hún þá ógift ennþá? Hún \nldi alla, •* # * Biðiil: Eg mundl gjaman vilja giftast dóttui- yðar. Bissnessmaðurinn: Gott og vel — látlð mlg hafa nafn yðar og ■ heimllisfang, og ég het yður svo vita ef enginn betri kemur. * * * Hann: Ef ég á að segja sann’.eik- ann, þá ertu eina stúlkan sem ég hef nokkru sinni elskað. Hún: Og ef ég -á að segja sann- leikann, þá ert þú eini máðurinn sem tekizt hefur að fá mig ti3 að trúa svona ósannindum. * * * Frúin: Svo þér óskið eftir að ger- ast tengdasonur minn? tJngi maðurinn: Ja . . . l>að er nú lcannski ekkl alvega rétta orðið — en ég hef óneitanlega áhuga á dóttur yðai-. Kjólar handa hinum ailragrennstu Þær sem feitlagnar eru öf- unda oft hinar gröiwui, en ef til vill er það hinum gildvöxnu einhver huggun, að tággrönnu stúlkumar eiga líka oft i erfið- leikurn þegar þær velja sér föt. Háa granna kor.an getur stúnd- um minnt á fuglahræðu á gangi ef hún gætir sín ekki í klæða- vali. Granna stúlkan er oft „vaxiarlaus" eins og þao er kallað. Þess vegna þarf hún að velja sér föt sem undirstrika sums staðar hvað hún er grönn en leyna því annars staðar. Og hvað er þá að undir- strika? Fyrst og fremst hið mjóa mitti. Það er eitt af því sem granna stúlkan getur stát- að af. Hið sama má segja um grannar mjaðmir, en þó aðeins að nokkru lejdi. Það er imdir þvi komið hve grönn stúikan er. Ef hún er afar grömi, ætti hún að velja sér víða kjóla og forðast þröng pils. Kjólamir þrir sem sýndir eru á mynd- inni eru allir ætlaðir stúlkum, sem eni svo grannar, að þær geta ekki valið sér hvaða snið sem er. Kjólarnir. eru sam- kvæmt nýjustu tízku, sem er hinum allra giænnstu mjög I hag. Fyrst er kjólllnn með klukku pil3inu. Svona pils geta verið falleg og farið vel, en það þarf lítið til að eyðileggja svipinn algerlega. Svona pils má ekki yera of stutt og mittið má ekki vera. of neðarlega, það er betra að það sé fremur of ofarlega heldur en hitt. Eins og á báðum hinum kió''inum er blússan þröng á þeasum kjól og ermasniðið er mjög skemmtilegt. Ef einhverj. um finnst það of frumlegt er hægt að hafa venjulegt crma- snið á kjólnum án þes3 að hann eyðileggist rtð það. Næsti kjóll er hentugur handa grönnum stúlkum sem hafa auk þess rýran barm. Stóri sjalkraginn með V háls- málinu gerir hana myndarlegri að framan. PiLsið og fasta mittisstykkið setur skemmti- legan svip á flíkina og pilsið er hneppt alla leið uppúr og upp á fasta beltið. Fasta beit- ið fellur áð í mittið en kjóllinn er lausrykktur við það bæði að ofan og neðan. Þennan kjól má ekki sauma úr of mjúku efni, jersey er t. d. ekki beppi- legt; aftur á móti er það hent- ugt í fyrsta kjólinn. Þríðja og síðasta kjólínn má saiuna úr næstum hvaða efni sem vera skal, jafnt úr jersey, flaueli og tweed. Pilsið er þröngt að neðan en um mjaðm- irnar eru mjúk föll sem fara vel á líkama, sem gjaman má sýnast holdugri en hann er. Ermarnar eru langar og þrör.g- ar, hálsmálið breitt V-hálsmál, í hálsinn má bæði hafa klút eða nota pej-su undir, sem er há í háriinn. .Fallegt er að hafa belti, peysu og hnappa i sama lit; þó verður maður síð- ur leiður á því ef það er haft úr sjáifu kjólefninu. Gömnl tízka á ný Munið þið eftir gömlu sam- kvæmistöskunum sem gerðar voru úr málmþræði og litu út eins og prjónaðar? Töskurnar voru venjulega með föstum mlálmlá3 og oft dingluðu nokkr- ar silfurkúlur neðaná töskunni. Nú eru svona töskur aftur komnar í tízku; gerðin á nýj- ustu samkvæmistöskunum er einmitt svona. Þó eru gylltar töskur miklu meira notaðar en silfurlitar. Ef einhver á gamla tösku getur hún tekið hana fram og farið að nota hana aftur. Þó er þetta tæplega tizka sem borgar sig að eyða miklu GAMLA FÍLTHATTINN sem er farinn að óhreinkast má hreinsa upp úr benzáni. Það þarf að væta hann vel og nudda hann allan. Þegar hann er orð- inn þurr aftur er hann lagaður til og dampaður. 'lllinn itujar.'.pjö s.Ms.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.