Þjóðviljinn - 29.01.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.01.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJOÐVILJINN — Ffetudagur 29. janúar 1954 í' c Selma Lagerlöf: KARLOTTA LÖWENSKÖLD garöinum, hlustaö á hergöngulög og horft á flugeldana þjóta til himins og speglast í ánni. Hún hélt aö þetta yröi svo fagurt og heillandi aö enginn gæti á betra kos- iö. Og vissulega væri þetta fallegra og hátíðlegra upphaf á nýju hjónabandi en aö hringsnúast á dansgólfi. Ofurstinn og dætumar létu undan eins og venjulega og friöur hélzt á heimilinu. Þegar brúðkaupsdagurinn rann upp var allt til reiöu. Ekki stóð á neinu. Veðrið var hagstætt, kirkjuathöfnin var lýtalaus, sömuleiðis aðalræðan og skálaræöurnar. Ofurstafrúin hafði skrifað fagurt brúðkaupsljóð sem sungið var undir borðum, og herhljómsveit Vermalands var inni í hliðarherbergi og lék nýtt göngulag við hvern rétt sem fram var reiddur. Gestirnir fundu að gleði og frjálslyndi voru ríkjandi og voru fjörugir og hátíðlegir í skapi allan daginn. En þegar þeir höfðu stigið upp frá borðum og búið var að drekka kaffið fylltust þeir kynlegri og ómótstæði- legri löngun í að dansa. Þess skal getið aö borðhaldið hófst klukkan fjögur og það var svo vel skipulagt, að það hafði ekki staðið leng- ur en klukkan sjö. Það var merkilegt að réttimir tólf, ræðuhöldin og söngurinn skyldi ekki standa leng- ur en þrjá tíma. Ofurstafrúin hafði vonað að gestirnir gætu setið undir borðum til klukkan átta en sú ósk hennar hafði ekki rætzt. Og klukkan var ekki nema sjö og ekki kom til mála að skilja fyrr en um miðnætti. Gestimir urðu kvíðafull- ir þegar þeir hugsuðu um hinar löngu stundir sem framundan voru. „Ef viö fengjum aðeins að dansa!“ andvörpuðu þeir í huganum, því að ofurstafrúin hafði verið svo varkár að tilkynna þeim fyi'irfram að enginn dans yrði í brúð- kaupi þessu. „Við hvað eigum við að skemmta okkur? Það veröur hræðilegt að sitja og tala saman klukku- stundum saman án þess að hreyfa sig.“ Ungu stúlkurnar horfðu niður á Ijósa híalínskjóla sína og hvíta silkiskóna. Allar voru þær dansklæddar. Og búningnum fylgdi ósjálfráð löngun í dans. Enginn gat hugsað um annað. Ungu liðsforingjamir í Vermalandsherdeildinni vorui mjög eftirsóttir dansherrar. Á veturnar voru þeir boðn- ir á syo marga dansleiki, að þeim var næstum nóg boð- ið og það var erfitt að fá þá til að dansa. En þetta sum- ar höfðu engin danstækifæri boðizt. Þeir voru afþreytt- ir og reiðubúnir til að dansa heilan sólarhring ef svo bæri undir, og þeir sögöust sjaldan hafa séð svo margar fallegar stúlkur saman kom'nar. Og hvað átti þetta eig- inlega að þýða? Að bjóða saman ungum liðsforingjum og ungum fegurðardísum og leyfa þeim ekki að dansa sam- an. En það var ekki eingöngu unga fólkið sem iðaði í skinninu. Gamla fólkinu fannst líka fyrir neðan allar hellur að unga fólkinu skyldi ekki leyfast að fá sér snúning, svo að eldra fólkið hefði eitthvað að horfa á. Hér var bezta hljómsveitin sem til var í öllu Vermalandi. Hér var fyrirtaks danssalur. Hvers vegna í ósköpunum fékk fólkið ekki að dansa? Og Beate Ekenstedt hafði alltaf verið fulleigingjörn, þótt hún væri alúðin sjálf. Fyrst hún var oröin miðaldra og gat ekki dansað sjálf, þá urðu hinir ungu gestir hennar nú að sitja og ylja stólana. Ofurstafrúin heyrði og fann og skildi að allir voru óánægðir, og fyrir góða húsmóður, sem var vön því að allir skemmtu sér konunglega í samkvæmum hennar, var þetta mjög ömurlegt og hryggilegt. Hún vissi að næstá dag og fjölmarga næstu daga myndi fólk tala um Ekenstedt brúðkaupið sem dæmi um hin ömurlegasta samkvæmi sem það hefði tekið þátt í. Hún gaf sig á tal við gamla fólkið. Hún var eins ástúö-i leg og henni var frekast unnt. Hún sagði skemmtileg- ustu sögurnar sem hún-kunni, hún fékk stórkostlegar hugmyndir, en þær fundu ekki hljómgrunn. Fólk hirti tæpast um að hlusta á hana. ’Engin kona var svo gömul aö hún sæti ekki og hugsaði með sjálfri sér, að ef henni auðnaðist einhvern tíma sú hamingja að hún gifti burt dóttur sína, þá skyldi unga fólkið sannarlega fá að dansa og jafnvel gamla fólkið líka. Ofurstafrúin gaf sig á tal við unga fólkið. Hún stakk upp á því að það færi í leiki úti í trjágarðinum. En það starði undrandi á hana. Leikir í brúðkaupi! Ef hún hefði ekki verið sú sem hún var, hefði það hlegið upp í opið geðið á henni. Þegar skjóta átti flugeldunum, buðu karlmennimir konunum arminn og þau gengu út með árbakkanum. En unga fólkið rölti áfram áhugalaust. Það leit varla svo hátt að það sæi flugeldana. Það vildi ekki sætta sig viö neitt í stað þeirrar skemmtunar sem það þráði. Og svo kom fullur máninn upp á festinguna eins og til að fullkomna sjónarspilið. Hann var ekki eins og disk- ur þetta kvöld, heldur eins og hnöttóttur bolti, og ein- hver orðhvatur náungi hélt því fram, að hann hefði bólgnað upp af undrun yfir því að sjá svo marga glæsi- lega liðsforingja og engilfagrar stássmeyjar standa og stara niður 1 árvatnið, döpur og þungbúin eins og þau hefðu sjálfsmorð í huga. Hálfur bærinn stóð fyrir utan grindverkið til að horfa á dýrðina. Áhorfendur sáu æskufólkið ráfa um inni í garðinum, þungbúið og áhugalaust og þeir sögðust aldrei hafa horft á eins dapurlegt brúðkaup. Hljómsveitin gerði sitt bezta. En af því að ofurstafrú- in hafði bannað henni að leika danslög, því aö annars hefði hún ekki treyst sér til að ráða við æskufólkið, voru lögin ekki mjög mörg sem komu til greina, og hljóm- sveitin varö að spila þau aftur og aftur. Nei, það var ekki einu sinni hægt að segja að tíminn drattaðist áfram. Tíminn stóð kyrr. Mínútuvísamir á klukkunum færðust eins hægt áfram og klukkustund- arvísamir. Á ánni fyrir framan Ekenstedthúsið lágu nokkrir prammar og á einum þeirra sat söngvinn sjómaður og lék polka á klunnalega, heimagerða fiðlu. En veslings fólkið sem gekk um í trjágarðinum og lét sér leiðast, hlustaði á, því að þetta. var þó danslag, og það smeygði sér í skyndi út um hliðið og andartaki síð- umr OCvCAMM Frúin: Kiara, gefið gullfiskinniw ofurlítið meira að borBa — þaf> er afmælisdagurinn. minn og mig; langar að sjá hamingjusöm aml- lit í kringum mig. * * * Hann: FeUur yður ekki við augui yðar? Hún: Hva — ha — ég skil ekki. Hann: Mér feUur nefnUega ekki ■\-ið þau. * * * Sá ógifti: Hve maður breytist með' aidrinum! Sú fráskilda: Já, sú var tíðín að ég giftist mönnum sem ég mundi ekki einu sinni vilja bjóða tií miðdegisverðar núna. * * * Eg sagði konu minni að ég mundi skjóta hvern mann sem reyndi að daðra við hana í sumarferðalag- inu. Og hvað sagði hún? Fáðu þér vélbyssu. * * * Fvottaliúsið hefur svikið mig urn mína elgin skyrtu; þessi er svo . þröng að ég get varia andað. Nei, þetta er þín eigin skyrta, en hinsvegar stalikstu höfðlnu i gegnum eitt hnappagatið. * * * Það er fallega gert af þér að senda konuna þína á svona góðan hvíldarstað. Guð er mér til vitnis að ég þarfn- ast þess. * * # Hann: Kossar eru tungumál ástarinnar. Hún: Það er víst áreiðanlegt. Hann: Eigum yið að tala svoiítið? * * * Af hverju heldurðu að María frænka mundl hafa mest gaman á afmælisdaginn sinn? Að vera ekkl minnt á hann. elmilisþátíur Hentug og óhentug rekkjuborð Rekkjuborð er óneitanlega munaður, en þa'ð er vissu- lega þægilegt að eiga það til, þegar ein- hver er veikur í húsinu. Þau eru að sjúlf- sögðu mis- hentug, en því miöur eru ' rekkjuborðin Stigvél handa smáfólkinu tiltölulega dýrari en önn- ur borð. — Reltkjuborðið á minni mynd- inni er gert úr spanskreyr og borðplatan er úr gleri, sem gerir alla dúka óþarfa. Að vísu er servíetta á borðinu á myndinni, en það er aðeins til skrauts. Á borðinu er rúm fyrir dagblöð og tima- rit báðum megin og sem rekkjuborð verður það að teljast mjög hentugt. Hitt borðið er dálítið óvenjulegra. Það er gert sem te- borð, sem hægt er að nota daglega. Það er á hjólum, og þegar einhver er veikur og rúmliggjandi, er hægt að flj’tja það að rúmi sjúklingsins og þá nær efri platan inn yfir rúmið. En rúmið má ekki vera lægra en það, að neðri hillan komist undir það; axmars er allt til einskis. Borðið á myndinni er úr teakvið, sem er dýT viður, en sjálfsagt verða þau einnig framleidd úr ódýrara tré þegar fram líða stundir. Litla bróður verður ekki kalt ef hann fær stíg’/él með þykkum sólum. Þau eru úr mjúku skinni, sem getui’ ekki meitt litla barnsfótinn og skómir eru nógu háir til þess að síðbuxurnar ná niður fyrir efri brúnina og snáðanum verð- ur ekki kalt. Skórnir eru úr brúnu skinni og það er hent- ugt; ljósu stigvélin eru alls ekki hentug harada vngstu börnunum, til þess eru þau allt of saurljót. - • ■ ........ jfll |§| | ”“5*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.