Þjóðviljinn - 04.02.1954, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 04.02.1954, Qupperneq 8
 i mnrx til Afríku Einstakt tækifæri til bess að njóta SKEMMTUNAR og HVÍLDAR frá daglegum erli við ágætan að- búnað, jafnframt því sem menn fræðast af eigin sjón og taun um fjarlæg lönd og þjóðir. Þeir, sem tóku þ&tt í Miðjarðarhaísferð- „Gullfoss" á síðastliðnum vetri, ljúka upp einum munni um, að seint muni þeim líða úr minni töfrar suðrœnna Ianda, og allt það sem þeir sáu og heyrðu í þessari ferð. . ENN er tími til þess að skrá sig í nœstu Miðjarðarhafsferð „Gullfoss", sem byrjar 19. marz og lýkur síðastá vetrardag. j: {• ■ Komið verður við á þessúm stoðurn.: Algier í Afríku, Napoli og Genúa í ítalíu, Nizza í Erakklandi, Barce- lona og Cartagena á Sþáni, og Lissabön í Fortúgal. Á öllum þessum stöðum verður staöið víð svo lengi, að unt verður að fara ferðír inn í land og sjá fjölda stórmerka staði 1 fögru umhverfi, svo sem: Frá Algier til Bou Saada í Sahara eyðimörkinni, um Casbah Arabahverfi Algier— Russeu de Sihges Frá .Napoli, Pompei, Amalfi, Sorrerito, Capri, Róm, Florence, Assisi, ■ Genua Rapollo, Portofino el Mar. Frá Nice til Monte Carlo og Grasse. Frá Barcélona til Montserrat til Pálma de MaUorca, Madrid, Lissabon og. frá Lissabon til Estoril. Ferðaskrifstofan Orlof hJ. sér um öll fer&dög á iandi. AFSLÁTTUR FYRIR HJÚN Til þess að anðvelda hjónum að fara þessa ferð, er þeim veittnr 10% afsiáttur frá fargjaldinu, 1 Allar nánari upplýsingar veitir. íarþegadeiid vor, sími 82460, og FefðasHriíátoían ORLOF, h.f., sími 82265. H.F. EIMSKiPAFÉLAG ÍSLANDS, REYKJAVÍK 8) — ÞJ^ÐVILJINN — Fimmtudagur 4. febrúar 1954 A ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl FRtMANN HELGASON ,Kvöldvaka‘ Glímufélagsins Ármanns í tilefni af 65 ára afmælinu tókst ágætlega Hátíðaáýningar þær sem Giímufélagið Ármann efndi til á Þjóðleikhúsinu í tilefni aí 65 ára afmæli félagsins tókust vel og. voru hin bezta skemmtun. Komu fram á kvöldvöku þessari eins og kynnir kvöldsins orðaði þáð, nokkur, éf svo mætti segja, „sýnishom" af hinu fjölþætta starfi Ármanns, enda er hátíða- böldunúm ætlað að standa í 15 daga. Það fór veí á' því að Þjóðleik- bús -vort skyldi opnað fyrir fögr- •um listum á sviði íþrótta- og líkamsmenningar. Var það verð- ng yiðurkenning. á því menning- ar.starfi sem íþróttahreyfingin er að . inna af höndum, og ber að þakita það. Danssýningar þser og fimleikar er þar var sýnt, geta taþzt list á borð við margt það sem þar er flutt ,í .. einu eða •;öðru formi. Jens Guðbjörnsson setti hátíð- ;ina og lýsti þeim hátiðahöldum Ysem efna ætti til í tilefni af 65 ára afmæli félagsins sem var nánar jíl tekið 15. des. s. 1. ■ Múnu um 350 manns taka þátt i Ieikjum og sýningum þessum. Þegar þjóðin vaJfcnaði af blundi Aðalræðuna við þetta tækifæri flutti Ingólfur Jónsson ráöherra og sagði hann m. a.: „Þegar Þjöðin vaknaði af sín- um íanga. blundi, tóku ung- menna- og íþróttafélög ,að risa úpp. Ön þjóðin er i þakkarskuld víð Þessi félög og þá menn sem- hafa beitt sér fyrir þessum fé- lagsskap!. — Það segir „að vís- indin efli alla dáð“. Eg vil líka segja: íþróttir efla alia dáð. — Við íslendingar erum svo fá- mennir að við verðum að gera meiri kröfu til hvers einstaks, að hann. nýti sem bezt þá orku sem honum er gefin“. Ingólfur •gat m. a. um hina ágaetu flokka Ármanns sem farið hafa ntan og vak:ð athygli, og heidur svo áfram: „En ég tek undir með þeim sem halda þVí fram að íþróttir séu ekki fyrst Og fremst keppni og sýningar, þær eiga að þroska skapgerð, drengiyndi, svo menn takist sáttir i hendur að lokinni keppni eða hörðum leik. Það er múciis viröi að hór sóu Ul íélög sem eru reiðubúin að taka á móti unglingum. Eg treysti engum -betur til þess en ung- menna- og iþróttafélögum að gegna þessu hlutverki. — Megi íþróttir eflast í landi vom og sá dugur og menning sem íþrótta- lífinu fyigir“, sagði ráðherrann að lokum. Lítil stúlkuböm dönsuðu þarna undir stjóm Ástbjargar Gunn- arsdóttur og þar næst kom fim- leikaílokkur telpna undir stjóm Guðrúnar Nielsen. Vöktu báðir flokkamir óskipta athygii og að- dáun áhorfenda. Guðmundur Ágústssou vann Þjóðariþróttin okkar —■ glím- an — var sýnd bæði í sýtxing- ar- og keppnisíörmi, og tókst það yfirleitt vel. Fyrst. vom sýnd brögð og síðan vamir og lýst brögðum. Það vakti athygli mína að vamir voru sýndar þannig, að mjúlt'ega , skyldi smjúga úr bragðinu óg við klofbragði skyldi ljúta sér upp úr bragðinu. Þetta er auðvitað all't rétt og satt, en mér varð bara hugsað til glímu-; mótanna °S framkvæmdanna þar hjá glímumönnum yfirleitt. Að lokum var bændaglíma og voru þeir bðendur GunrUaugur Inga- son og Guðmundur Ágústsson. Voru margar glímumar nokkuð góðar. Þegar allir liðsmenn bænda höföu fallið gengu þeir saman og lauk þeirri viðureign með si-gri Guðmundar. Þorgils Guðmundsson hefur þjálfað glianuGokkinn en vegna lasleika gat hann ekki stjómað glímu, en Þorsteinn Einarsson gerði það í forföllum Þorgilsar. Vrar gerður góðui- rómur að glimunni. Karla- og kvennaleikfimi og fieíra Blömavalsinn hennar Guðrún ar Nielsen við samnefnt lag úr „Hnotuhrjótnum" eftir Tjæ- kovskí, var táknrænn og gaf stúlkunum svigrúm til tjáninga á listrænan hátt. Aki'obatiksýn- ingar - stúiknanna undir stjóm Guðrúnar vöktu óskipta hrifn- ingu ailra og lófatak og raunar kváðu þau við hvað eftir. annað meðan á sýnihgum stóð. Gaman var líka að horfa á dýnustökk og æfingar karlanna á tvíslá. Og það væri synd að segja að hinir þrír litlu drengir sem alltaf komu á eftir hverju sýjúhgarafriði þern-a íullorðnu og vildu gera e:ns, hefðu ekki skemmt fólkinu, og þeim tókst undravel að gera eins og orðna fólkið'*. - Hin sérstæða léikfimi kvenna undir stjöm •Guði'únár Nielsen var oft sérlega-skemmtileg, Flokkur víkivakanna hefði mátt vera liflegri. Auk þessara atriða úr starfi Ármanns kom Karlakér Reykja- víkur og söng, og var Guðm. Jónsson einsöngv’ari. Ennfremur sýndu þau hjónin Erik Bidsted og Lisa Kæregaard baUettinn „Eg bið að heilsa“. Við flestar sýningarnar var leikið undir á harmoniku eða flygel. Forseti ÍSÍ og borgarst jöri ávarpa Forseti íþróttasámbandsins, Ben. G. Waage flutti ávarp frá ÍSÍ og þakkaði Ármanni gott starf. Þá flutti borgarstjórinn f Reýkjavík, Gunnar Thöroddsen, ávarp. Sagði hann að íþróttimar heíðu verið þáttur i vakningu landsmanna. Þar væri lind drengskapar og menningar sem nú sprytti upp á ný. „Fyrir bæ- inn okkar hefur Ármann verið uppspretta og afigjali", sagði borgarsljórinn að iokum. Margt tiginna manna var við- statt sýningamar þ. á. m. iör- seti Íslands, Ásgeír Ásgeirsson Og frú, sendiherrar erlendra ríkja. Fjöldi gamaila, góðra glímukappa Ámianns var þar lika á áhorfendabekkjum. Fyrjr enda sviðsins stóðu tvær stúlkur í íslenzkum búning og milli þeirra reis íslenzki fáninn á stöng en sitt til hvorrar hliðar þeim stóðu íþrótíamenn. Hélt annar uþpi fana Ármann6 en hinn fána íþróttasambands fe- lands. Skemmtilegur og tákú- rænn bakgrunnur við það .sem fram fór á leiksviðöu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.