Þjóðviljinn - 05.02.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.02.1954, Blaðsíða 6
©) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 5. febrúar 19&i lUÓOVIUINN I Ðtgefanði: Sameiningarflokkur alþýSu — SósialÍBtaflokkiirinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Slgurður Guðmundsson. Fréttastjóri: J6n Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. , Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 10. — Síml 7500 (3 línúr). Áskriftarverð kr. 20 ó mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 1T annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.í. ----------------------------------- Endurskoðun lanáráðasamuingsÍBS [ Hemámsflokkarnir sitja nú á fundum meö yfirboður- um sínum til þess að semja um endurskoöun á landráða- samningnum mn hernám íslands. Þessi endurskoðun er bein afleiöing af kosningabaráttunni s.l. sumar; andstaöa þjóöarinnar gegn hernáminu kom þá fram á einkar ljós- an hátt, hvarvetna lýstu stuðningsmenn hemámsflokk- anna yfir því að þeir væru andvígir hernáminu og full- trúar þeiiTa yrðu aö hegða sér í samræmi við það. For- sprakkar hemámsflokkanna hröktust þá á nokkurt und- anhald, fyrst og frernst leiötogar Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks og hétu því að takmarka hernámið að minnsta kosti og gera þaö þjóðinni léttbærara. En á hemáminu er aðeins ein lausn: að herinn fari úr landi og fslendingar x*áöi yfir landi sínu einir og frjálsir.1 Engin endurskoðun er til nokkm*s gagns nema aö hún færi þjóðina að minnsta kosti nær því marki, nema aö hún sé áfangi að óskomöu sjálfstæöi á nýjan leik. Allt annað er landráö í nýjum búningi. Hemámsflokkarnir hafa ekki enn komizt það langt á undanhaldi sínu að þeir hafi fengizt til að lýsa því yfir að þeir vilji aflétta hemáminu, aö forsendur þess (sem xaunar voru aldrei nema blekking) séu horfnar. En sjálf- sagt er að gera ráö fyrir hinu aö meöal forustumannanna séu einhverjir sem hafa lært það mikið af í'eynslunni aö ■þeir vilji tryggja endursíkoðun sem feli í sér áfanga að brottflutningi hersins. En ef svo er, hefur aðdi'agandi end- ui'skoöurxarinnar veriö frámunalega óskynsamlegur. Til þess að hægt sé aö semja að nokkru gagni viö hei'- námsliöið, þarf tvær óhjákvæmilegar forsendur: 1. Það veröur að segja hernámssamningnum upp. Meö- an hernámssamningnum hefur ekki verið sagt upp er ekkert sem þrýstir á Bandaríkin, þau ráöa yfir öllum þeim rétti sem þeim var tiyggöm' meö landráðasamningnum; það er ekki hægt aö fai*a fram á neitt ánnað en „velvilja" af þeirra hálfu — og veikari forsendu er ekki hægt aö hugsa séi'. Ef hernámssamningnum heföi veriö sagt upp áttu Bandaríkin undir högg að sækja í samningunum, og þá var aðstaðan gerbreytt. 2. ísland þarf að verða óháö Bandaríkjunum fjárhags- lega. Meðan ríkisstjórnin reisir stai'fsemi sína á dollara- mútum er ekki von á neinum jákvæðum árangri; Banda- ríkin geta hótað efnahagslegum þvingunum í hvert sinn sem þau vilja fá kröfum sínum framgengt. Einmitt nú mun ríkisstjórnin vera í venilegum gjaldeyrisvandræðum og ýmsir vilja leysa þau meö „hjálp“ frá Bandaríkjun- um, og íslendingar þekkja það af reynslu hversu dýr- keypt slík „hjálp“ er. Hins vegar hafa íslendingar nú hina ákjósanlegustu aðstöðu til þess aö losna undan fjár- íxagslegum þvingunum Bandaríkjanna meö hinum sí- vaxandi viðskiptamöguleikum til sósíalistísku landanna, en sú aöstaöa er ekki enn hagnýtt til neinnar hlítar. Ríkisstjómin hefur hagaö vinnubrögðum sínum þannig aö engin ástæða er til aö vænta jákvæðs árangurs af endurskoöuninni og jafnvel hætta á aö hún veröi til tjóns. En allt kemur þaö væntanlega í ljós á rxæstunni. Skýringa beðiS Þegar sósialistar hafa lagt áherzlu á nauðsyn þess á undan- fömum árum að takast mætti sem víðtækust og öflugust sam- fylking íslenzkrar alþýðu gegn íhaldinu hefur Alþýðublaðið svar- að því til að slík eining gæti ekiki orðið nema innan AJþýðuflokks- ins; aðrar leiðir væru ekki til. I gær kveður nokkuð ríð annan tón. Alþýðublaðið bendir á það í forustugrein í gær „að fylking vinstri sinnaðra manna er nú enn sundraðri en áður. Það verður íhaldinu að gagui, ef ekki verður þar breyting á. íhaldið verður ■ékki lagt að velli fyrr en lýðræðissinnaðir andstæðingar þess geta, sameinaðir með einhverjum hætti, lagt til atlögu gegvi þvi. En ,þá verða dagar þess líka áreiðaniega taldir“. Það er óneilanlega skref í áttina, að nú er þessj ekki krafizt lengur að allir íhaldsandstæðingar gangi í Alþýðuflokkinn! En orðalagið er þó næsta tvírætt og þarfnaSt skýringa. Þeirra skýringa er nú beðið af óbreyttum Aiþýðuflokksmönnum um land allt sem skilja ekki síður en sósíalistar nauðsynina. á hinni .nánustu samvinnu verklýðsflokkanna og eru staðráðnir í að itxygoja henni framgang. jLeiðln lii signrs yflr ihaldinu: Eining alþýðunnar efling Sósíalistaflokksins Þegar íhaldið hælist um vegna kosningasigurs síns í Reykjavik, skyldi því aldrei gleymt, að mikill hluti Þess fóiks sefn lætur leiðast til að kjósa flokk afturhalds og axð- ráns, Sjálfsíæðisflokkiim, gerir það af blindni og andvaraleysi, en ekki af hinu að það sé með atkvæði sínu að veita óstjóm íhaldsins í Reykjavík synda- kvittun, eða kalla yfir sig vís- vitandi framhald þeirrar stjórn- ar. Kosningavél íhaldsins í Reykjavik er orðin Það tæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir á völd sín öliu fremur og færir honum völdin í hverj- um kosningum eftir aðrar. Það er staðreynd sem hver íhalds- andstæðingur verður að horfast i augu við, og þeir verða að taka höndum saman og vinna saman, ekki einungis þær vikur sem kosningabaráttan stendur, heldur dag hvem allt kjörtíma- bilið, til að losa íólkið, sem hlekkjað er við þá vél og látið mala sjálfu sér ófarnað. * Það sást enn i kosningunum 31. janúar að Sósíalistaflokkur- inn er sterkastur andstæðingur Reykjavíkurihaldsins, enda sá flokkur sem íhaldið óttast mest allra sinna andstæðinga. Gegn- um níðið, rússagrýlu og gaura- ganginn gegn sósíalistum sést ofsahræðsla affcurhaldsins við Sósíalistaflokkinn. Það hefur skilið að þar hefur það feng- íð andstæðing, sem á eftir að bera af þvi sigurorð. Það veit að ósigur aíturhaldsins, hér á landi eins og annars staðar i haiminum, verður ekki umflú- inn. Meira að segja íhaldsmenn eru íamir að skilja að tuttug- asta öldin er .öld alþýðunnar, iað á þessari öld gengur alþýð- an frá einum stórsigri til ann- ars enda þótt öllum máttar- völdum, auði, hervaldi og hvers konar kúgunartækjuni gamla lieimsins sé beitt gegn hinum rísandi aiþýðuöflum, sem sækja fram á vegum sósialismans. Barátta afturhaldsins er Því orðið samfellt vamarstríð, mið- ar að Þvi að draga á langinn þann ósigur, sem það veit að ekki verður umflúinn. * \ Kjarni hins nýja þjóðfélags, þess er koma skal, er verka- lýðsh reyf ingin, verkalýðsfélög- in og stjómmálaflokkar alþýð- unnar. Barátta þeirra um bætt kjör alþýðunnar færist smám saman yfix- alla yettvanga þjóð- lífsins, þar er eina og sama bai-áttan háð á hinum ólíkustu vígstöðvum, í sjálfum verka- lýðsfélÖgunúm, A,Í -bæjarstjóm- um og á Alþiri^i. Eftir sex ára- tuga baráítu er verkalýðshrejú- ingin á íslandi orðið stórveldi í landinu, og gæti nú þegar verið úrslitaaflið í íslenzkum stjómmálum, ef hún bæri gæfu til að standa saman einhuga gegn afturhaldi og íhaldi. Sá harmleikur hefur gerzt. í verkaiýðslirej’f ingunni á und - anfömum árum, að þar hafa verið efldir til áhrifa menn sem í einu og öllu taka við fyrir- skipunum um starf sitt frá að- alandstæðingum verkalýðs&am- takanna, miðstjómum Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- ilokksins. Fátt mun hafa átt meiri hlut að því að rugla dóm- greind óstéttvísra alþýðu- manna á eðli þcssara flokka en að sjá menn þeirra leidda t;l háborðs í stjórn heildarsam- taka verkalýðsins eða jafnöm- urleg reynsla og að sjá kosn- .jngavél Sjáifstæðisflokksins og Framsóknar í Reykjavík í fuli- um gangi til að reyna að svipta aðalvígi verkalýðsins forusiu þrautreyndra verkamanna- stjórna, og setja í staðinn m, a. menn, sem taka allar fyrir- skipanir um starf sítt frá Hol- steini og Skuggasundi. ★ „Verkalýftshreyfíngin, sem S jálfstæðisfokkurinn vill dauða..Þessi athyglisverðu orð standa í Alþýðublaðinu 31. jan. 1954. Hefði sú sanna og þarfa áminning átt síður heima í Alþýðubiaðinu dagana sem Dagsbrúnarkosningarnar yoru háðar? Eöa vy?ri vanþörf að minná á þessa staðreynd um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til verkalýðshreyfingarinnar Þá daga sem verkalýðsfélögin kjósa fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing? Er það afsakanlegt, að brýna ekki einmitt þessa staðreynd fyrir íulUrúum á Al- þýðusambandsþingi þá nótt, sem þeir kjósa heildarsamtök- um is-lenzki'ar alþýðu stjóm til tvéggja ara? Getur nokkur flokkur, sem nefnir sig alþýðu- flokk og viU eiea það heiti skilið, gert bandalag við S.jálf- stæðisflokkinn um völdin inn- an einstakra verkalýðsfélaga og í heUdarsamtökum a'þýð- unnar á íslandi? Getur nokkur alþýðuflokkur þegið og meira að segja sótzt eftir liðsemd Morgunblaðsins, aðalmálgagns Sjálfstæðisfloklrsins, við kosn- ingar í stjórnir verkalýðsfélaga og kjör fuUtrúa á Alþýðusam- bandsþing, með Þau sarmindi í huga, sem Alþýðublaðið birti 31. jan. 1954: „Verkalýðshreyf- ingin, sem Sjálfstæðisflokkur- inn vill dSuða .. ★ Úrslitin i bæjarstjómarkosn- ingunum og þá einkum hinn í- skyggilegi árangur sem kosn- ingavél ihaldsins í Reykjavik náði þessu sinni, hefur orðið mörgum alþýðumanni alvarlegt umhugsunarefni. Og þeir sem hugsa málið, komast að einni og sömu niðurstöðu: Eina aflið, sem getur molaft ófreskju íhaldsins í Reykjavik, er samstillt verkalýðshreyfing, eining veriialýðsflokkanna í verkalýðsfé'.ögunum og um Al- þý ftusambandsst.ióm og sam- vinna verkalýðsflokkanna á stjómmálasvtðinu. ★ f þessum kosningum eins og jafnan áður vann íjöldi íólks með Sósíalistaflokknum, sem ekki er i flokknum. „Við kom- um í flokkinn eftir kosningam- ar“, sagði einn þeirra á kosn- ingadaginn, er hann hafði séð aðfarir íhaldssmalanna. „Það nær ekki nokkurri átt að standa utan við þegar svona er barizt“. Þetta er mikilvæg ákvörðun, röki-étt og skýi- hugsun. Sósial- istaflokkurmn í Reykjavík er allt of fámennur. Hann þarf miklu fleiri félaga, miklu fleiri baráttumenn til að geta skipað völdum manni i hvert rúm á öilum þeim vígstöðvum þar sem berjast verður við íhalds- ófreskjuna. Fylgjendur flokks- ins, sem utan flokksins standa, þurfa að fylkja sér inn í rað- irnar, ganga í flokkinn, vera með í margþættu starfi hans. Þar er verkefni íyrir alla, sem vinna vilja að hinum göfgasta málstað. lausn alþýðunnar úr viðium fátæktar, öryggisleysis, arðráns og kúgunar, sigri ís- lenzku þjóðarinnar í hinni nýju sjálfstæðisbíirattu. Einhuga álþýöa getur knúið frarn kröfur sínar. — Frá kröfugöngu reykvískrar alþýðu 1. maí 1953

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.