Þjóðviljinn - 05.02.1954, Síða 10

Þjóðviljinn - 05.02.1954, Síða 10
10); — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 5. febrúar 19ö4 -- — Sélma Lagerlöf: v \________________________________ KARLOTTA LÖWENSKÖLD 13. að hún varð hrædd, en hún svaraði auðmjúklega, að eftir því sem hún bezt myndi, hefði Karlotta einmitt sagt þetta. Blóðið streymdi fram 1 kinnar hans. Hann varð æ ■ reiðilegri. Hún varð svo skelkuð, að það lá við sjálft að hún léti fallast á kné og bæði hann fyrirgefningar. Ekki haföi hún gert ráð fyrir því, að það sem hún hefði sagt um Karlottu, myndi særa hann svona djúpt. Hvað átti hún að segja til að drga úr reiði hans? Hvað gat hún gert til að róa hann? í miðju reiðikasti hans heyrði hún hófaslátt og skrölt í vagni og af gömlum vana leit hún út um gluggann. Það var Schagerström sem ók framhjá, en hún var svo upptekin af Karli-Artur, að hún gaf sér ekki tíma til að velta fyrir sér, hvert hann væri að fara. Karl-Artur hafði ekki einu sinni tekið eftir þeim sem framhjá ók. Hann hélt áfram að æða um gólfið reiðilegur á svip. Nú nálgaöist hann hana með framrétta hönd til að kveðja hana, og henni fannst skelfilegt að hann skyldi fara svona fljótt. Hún hefði getað bitiö úr sér tunguna fyrir að segja þessi orð, sem urðu orsök að reiði hans. En við því var ekkert að gera. Hún mátti aðeins rétta fram höndina og taka í hönd hans. Hún mátti þegja og 1 horfa á hann fara. 1 En í eymd sinni og örvæntingu laut hún niður og kyssti hönd hans. Hann kippti henni snögglega að sér. Svo stóð hann kyrr og starði á hana. — Ég ætlaði aðeins að biðja fyrirgefningar, stamaði hún. ' Hann sá tár í augum hennar, og hann fann hjá sér hvöt til að gefa henni eins konar skýringu. — Ef þér hugsuðuð yður, frú Sundler, að þér hefðuð af einhverjum ástæðum bundið fyrir augun, svo að þér sæjuð ekki neitt og hefðuð gefið yður á vald annarri manneskju, að hún mætti leiða yður — hvað mynduð þér þá segja, ef bindið losnaöi allt í einu frá augum yðar, og þér kæmust að raun um að vinur yðar og 1 leiðbeinandi, sem þér hefðuð treyst betur en yður sjálfri, hefði teymt yður fram á hyldýpisbarm og við næsta skref hefðuð þér hrapað fram af brúninni? Hefði ekki ■ hræðileg þjáning gagntekið yður? Hann talaði með ákefð og ofsa og flýtti sér síðan út um dyrnar og fram 1 forstofu án þess að bíða eftir svari. Thea Sundler þóttist heyra að hann nam staðar, þegar hann kom fram fyrir. Hún vissi ekki af hvaða tilefni. Ef til vill hafði honum dottið í hug, hve á- nægður og áhyggjulaus hann hafði verið, þegar hann kom inn á heimili hennar skömmu áður, þótt hann færi þaöan gagntekinn örvæntingu. Hvað sem því leið, • þá flýtti hún sér fram fyrir til þess að athuga, hvort hann stæði þar enn. Hann tók til máls um leið og hann sá hana. Geðs- ‘ hræringin hafði komið róti á hug hans. Hann gladdist yfir því að fá áheyranda. — Ég.er að horfa á rósirnar, sem þér hafið gróður- ' sett meðfram stígnum upp að húsi yðar, kæra frú Sundl- er, og mér flaug í hug að í rauninni væri þetta sumar hið fegursta sem ég hefði nokkru sinni lifað. Nú eru ' komin júlílok, en hefur það sem liðið er af sumrinu ekki verið fullkomiö? Hafa ekki allir dagar verið langir og bjartir, lengri og bjartari en nokkru sinni fyrr? Hit- 1 inn, já, hann hefur aö vísu verið mikill, en þó aldrei lamandi, því að hressandi blær hefur alltaf leikið um loftið. Og jörðin hefur ekki þurft að þjást af hita eins 1 og á venjulegum þurrkasumrum, vegna þess að nokkur úrkoma hefur orðið á hverri nóttu. Allur gróður hefur dafnað með afbrigðum vel. Hafið þér nokkurn tíma séð annaö eins laufskrúö á trjánum, eða'aðra eins blóma- dýrð í görðunum? Já, mér er nær að halda aö bláberin 1 hafi aldrei verið jafnsæt, fuglasöngurinn eins hljóm- 1 fagur og mennirnir aldrei jafn glaðir og ánægðir eins og í í ár. Hann þagnaði andartak til að draga andann, en Thea Sundler gætti þess að trufla hann ekki með því að taka til máls. Hún fór að hugsa um móður sína. Hún skildi hvernig henni hafði verið innanbrjósts þegar baróninn ungi hafði komið til hennar í eldhús eða búr og gert hana að trúnaöarmanni sínum. Ungi presturinn hélt áfram: — Um fimmleytið á morgnana, þegar ég dreg upp gluggatjöldin, sé ég varla annað en þoku og ský. Regnið dynur á gluggunum, vatnið streymir úr þakrennunum, blóm og grös kikna undir þunga vatnsins. Himinninn er þakinn skýjum, svo þungum og regnmettuðum, að þau dragast næstum við jörðu. „í dag lýkur góða verðinu“, segi ég þá við sjálfan mig. „Og ef til vill er það til góðs“. En þótt ég sé þess fullviss að það haldi áfram að rigna allan daginn, stend ég andartak við gluggann til að fylgjast með því sem gerist. Og þegar klukkan er fimm mínútur yfir fimm, hættir regnið að lemja rúð-, una. Enn um stund lekur úr þakrennimni, en von bráðar hættir hún líka. Á þeim stað á himninum, þar sem sólin ætti að vera, myndast rauf í skýin og ljós- bjarmi fellur niður á dimma jörðina. Brátt breytist gráleit regnþokan sem stígur upp frá sjóndeildarhringn- um í Ijósbláa móðu. Dropamir á grasstránum runnu hægt og hægt til jarðar og blómin rétta úr regnvotum stönglunum. Litla vatnið, sem ég get aðeins grillt úr glugganum mínum og hefur fram að þessu verið með luntusvip byrjar að glitra eins og stórar gullfiskatorf- ur hafi synt upp í vatnsborðið. Og heillaður af þessari fegurð opna ég gluggann minn, ég anda að mér morgun- lofti, þrimgnu himneskri angan, og ég hrópa: „Ó, guð minn, þú hefur skapað heim þinn of fagran“. Ungi presturinn þagnaði, brosti og yppti öxlum lítið eitt. Hann bjóst sennilega við að Thea Simdler undrað- ist lokaorð hans, og flýtti sér að koma með skýringu. — Já, sagði hann, mér var full alvara. Ég óttast að þetta fagra sumar vekti hjá mér ást á hinu jarðneska. Hversu oft hef ég ekki óskað að góðviðrið tæki enda, aö eimillsþáttur Hvöss horn eðo kringd Borðstofuhúsgögn þarf að velja með vandvirkni og gát; oftast naer eru þau notuð heila mannsævi. Það þarf að taka til- lit til margs þegar matborðið er valið, það er ekki nóg að líta á útlit þess í verzluninni; mað- xir þarf líka að gera sér í hug- arlund, hvemig það fer í heima- húsum. Oft er hið síðar nefnda býsna erfitt, ekki sízt vegna þess að margir búa ekki til langframa í sömu íbúðinni og vonast eftir að fá betra húsnseði þegar fram líða stundir. Ef svo er ber eink- um að vara sig á kringlóttu og sporöskjulöguðu matborðun- um. Þau fara nefnilega mjög vel í stórri stofu, en ef maður flyt- ur seinna meir í nýtízku íbúð með borðkrók, er erfitt að koma ávölu matborði fyrir. Ef maður býst hins vegar við að biía til langframa í sömu íbúð er hægt að kaupa það borðið sem bezt fer í núverandi íbúð. Kringlótt bórð er mjög við- kunnanleg, og ef sama borðið á bæði að nota sem matborð og vinnuborð í setustofu, er kringl- ótta borðið ákjósatilegra. Fer- hymda borðið er ef til vill ekki eins vinalegt, en það fer t.d. sérlega vel í borðkrók. Fer- hyrnda borðið á myndiimi nýt- ur sín ekki sexn skyldi vegna skápsins sem stendur á bakvið. Ferhyrnda borðið er ekki ein- ungis gott matborð, heldxir einnig þægilegt vinnuborð, bömin geta lesið lexíur sínar UUif oc CAMHsi 'i '' Petersen: Eæknar fullyrSa að ekk* '' ert sé eins hagkvæmt fyrir feg'-i • • urðina og góður og nægur svefn. , .Hansen: Ja-há, mig hefur iengi ,, grunað að vinnukonan mín væi’i að búa sig undir að taka þátt i fegurðarsamkeppni. Kunnur heimskautafari hafði allt- af kvenmann með sér í leiðöngr- um sínum, og valdi hann sér oft ljótasta kvenmanninn er hann gat fengið. Hún hafði engum skylduna að gegna, og þurfti ekki að hafá neitt fyrir stafni. Vinur hans einn furðaði sig á þessu og spurði: Til hvers tekurðu með þér .kveiM mannsherfu sem ekkert gerir? Ég skal segja þér, sagði heim- skautafarinn, ég nota hana sem mælikvarða. Þegar mér fer aJ iiítast á hana, veit ég að timi er kominn fyrir mig að fara heim. Nonni litii sagði við pabba sin» um daginn: Pabbi, þú veizt að sagt er a® þekkja megl maiui af þeim sem hann umgengst. Já, væni minn, og það er satt En það er eitt sem ég skil ekki, pabbl. Er góður maður vondur af því Uann er með vondum maimi, eða er vondur maður góð* ur af því hann er með góðnm manni? Ástæðan til þess a,ð Amor hæfir svo illa nú á dögum er sú, aS hann horfir á nælonsokkana meS* an hann miðar á hjartað. við það og móðirin getur setið við það með virnxu sína. Horxi- in á borðinu eru slípuð og það er mikill kostxu’, ekki sízt þar sem börn eru. Ungu hjónin sem kaupa sér húsgögn án þess að hugsa um ófæddu börnin at- huga tæplega hvort hornin á matborðinu eru skörp, en síðar meir, þegar krakkamir hafa þráfaldlega rekið sig illiiega í honxin, sjá þau eftir að hafa ekki athugað þenna galla í upp- hafi. Bæði borðin eru teiknuð ai datxs'ka arkitektinum Börge Mogensen. LI06VR LEXDIN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.