Þjóðviljinn - 09.02.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.02.1954, Blaðsíða 1
í>rið judagtir 9. febrúar 1954 — 19. árgangur — 32. tölubla« 7. síða: Rseda eftir Joíiot* Ctsrie 4. siða: Otvarp síðustu viku 5. síða: Ráðherrar nazista Barctaginn um Lucmg Prabcsng getur haflzt á huerri stundu Innbornir hermenn Frakka ganga unn- vörpum i U& me3 sjálfsiœ&ishernum Sex milljón króna sekt íyrir sígarettusmygl ' Fröncost}órnin hótar að halda brezk- um skipstjóra þangaó til íéð hefur verið greitt Framvarðasveitir sjálfstæöishers Indó Kína voru í gær sagöar komnar að úthverfum borgarinnar Luang Prab- ang, aðsetursborg konungsins í Laos. Spanskur dómstóll hefur dæmt brezkan skipstjóra I sex milljón króna sekt fyrir smygltilraun. Sókn sjálfstseðishersins um fjöll og frumskóga til Luang Prabang hefur verið hraðari en Frakka óraði fyrir. Örvæntingarfullar tllraunir Herstjóm Frakka hefur énn hert á ritskoðun á fréttum frá Indó Kína og eru þær því all óljósar. Þó segir einn fréttarit- arinn að lið það sem Frakkar hafa sent í skyndingu til Luang Prabang geri örvæntingarfulla tilraun til að koma upp vamar- línu um 15 km írá miðbiki borg- arinnar. Frakkar eru flúnir úr öllum útvirkjum sínum fyrir norðan og norðaustan Luang Prabang. Pieven sendur með alræðisvald Fréttarftari brezka útvarpsins í París sagði í gærkvöld að franskir ráðamenn hefðu þung- ar áhyggjur af ósigrum franska hersins í Indó Kína síðustu vik- ur. René Pleven, landvarnaráð- herra Frakklands, hefur verið sendur af stað til Indó Kína' og hefur stjómin veitt honum alræðisvald til að rannsaka á- standið og gera þær ráðstaíanir sem honum sýnist. Bandarísk yfirstjóni Brezki fréttaritarinn segir að Pleven muni einkum kynna sér hvernig á því stendur að heilar sveitir úr herjum innborinna manna sem Frakkar hafa þjáK- að og vopnað undanfarin ár, hafa upp á síðkastið gengið unnvörpum í lið með sjálfstæð- ishernum með öll vopn sín. Bandaríkjamenn hafa hingað til látið við það sitja að sjá Frökkum í Indó Kína fyrir vopnum en nú er svo að sjá sem bandarisku yfirherstjóm- Vo Nguyen Giap, yfirhershöfðingi sjálfstœðis- hers Indó Kina í gær að send yrði til Indó Kína bandarisk hemaðarsendinefnd undir forystu reynds hershöfð- ingja, til dæmis James Van Fleet, fyrrverandi yfirhershöfð- ingja í Grikklandi og Kóreu. Málavextir eru þeir að fyrir skömmu tók spanskt strand- gæzluskip lítið brezkt skip, Cotsmore að nafni, imian spanskrar landhelgi. Sígarettur fyrir 1.200.000 kr. Farið var með skipið til hafn- ar og leit gerð 5 því. Kom í ljós að farmur þess var að mestu lejrii sígarettur og eru þær metnar á 1.200.000 krónur. Skipstjórinn á Cotsmore var handtekinn og sakaður um að hafa gert tilraun til að smygla sígarettunum í land á Spáni. í gær féll dómur í máii hans og var ihann dæmdur í 14 millj- ón peseta (sex milljón króna) sekt og sígarettufarmurinn gerður upptækur. Það fylgir með að skipstjóri verður að dúsa í spönsku fangelsi þangað til sektarféð hefur verið greitt Brezk stjórnarvöld lita svo á að þessi ddmur sé þáttur í skipulögðum aðgerðum Fianco- stjórnarinnar til að hrella Breta. Hefur utanríkisráðunej't- ið 1 London gefið í skyn a-S mál skipstjórans verði tekið upp við Francostjórnina. Njósnamál I Nóregi Norska leynilögreglan til* kynnti í fyrralcvöld að hand- teknir hefðu verið ellefu menn, bæði karlar og konur, og værvt þau gninuð um njósnir fyrir- erlent riki, Hin handteknu era frá Oslo og öðrum bæjum við Oslofjörðinri. í gærkvöld var svo tilkynnt að eitt hinna handteknu, kona frá Horten, hefði verið látin laus. Einn sakborninga hefur ver* ið nafngreindur. Heitir hann Asbjörn Sunde og er frægur fyrir afrek sín á stríðsármi- um í andspyrnuhreyfinguimí,, Lögðu Þjóðverjar þá 50.000 norskar krónur til höfuðs hoa* um. Blöðin segja að Sunde s§ sakaður um að vera aðal ma.-J* urinn í njóstiunum. ■ Fundur Austur-Skaftfeliinga i MánagarÖi: j Engan erlendan her né herstöðvar! René Pleven, á að 'reyna að rétta hlut franska nýlenduhersins inni þyki þurfa meira við. Rad- ford aðmíráll, forseti bandaríska herráðsins, lagði til í Washington Hvað hefði Alþýðuf iokkurinn í Reykjavík gert ef íhaldið hefði misst meirihlutann? Við kosningar í nefndir bœjarstjórnarinnar var um tvennt að tefla: að minnihluta.fiokkarnir störfuðu saman og tryggöu sér pá fulltrúa í nefndum sem peir höfðu styrk til að fá, eða að peir vœru sundraðir og gæfu ihaldinu fulltrúa í nokkrar nefndanna að ópörfu. Eins og kunnugt er voru viðbrögð Alpýðuflokksforustunnar pau að hún hafnaði allri heildarsamvinnu. og Gils Guð- mundsson. var svo hrifinn af peirri afstöðu. að hann hljóp pegar í stað til liðs við Alpýðuflokk- inn. Af pessu tilefni spyrja nú íhaldsandstœðingar í bœnum: Hvað hefði Alpýöuflokkurinn í Reykja- vík gert ef íhaldið hefði misst meirihluta sinn í bœjarstjórninni, eins og pað missti meirihlutann meðal kjósenda? Vinnubrögðin nú viröast benda til pess að Alpýðuflokkurinn heföi gengið til liðs við íhaldíð og hafnað samvinnu íhaldsandstœð- inga. En pað er rétt að Alpýðublaðið svari spurn- íngunni sjálft og afdráttarlaust. Skorar á ríkisstjórnina að notatækifærið og stöðva hernalaráform í A-Skaftafel Issýslu Austur-Skaftafellssýsla er einn þeirra staða á iandinu sem hemámsílokkarnir hafa ákveðið að fórna á altari bandariskra heimsvaldasinna og hefur verið unnið að byggingu herstöðvar þar, Á fundi bænda o.fl. héraðsbúa sem haldinn var í Mánagarði í Nesjahreppi í Austur-Skafta- felissýslu, þriðjudagíhn 26. jan. 1954, var sam- þykkt svohljóðandi fundarályktun: ,,Það verður að teljast harmsefni fyrir héraðið, að nú skuli vera í ráði, að setja upp herstöð innan þess. Á styrjaid&rárunum voru hér herstöðvar, og kynni manna af þeirri hersetu voru slík, að menn munu hafa óskað þess heils hugar, að ekki þyrfti til þess að ■koma, að hér yrði aftur erlent herlið. Árekstralaus mátti þó sambúðin heita, en engum gat þó dulizt, að af iang- vinnri hersetu hivti að ieiða marg- háttaðan baga fyrir héraðið, auk þess sem langdvalir eriends fjölmennis geta reynzt hættuiegar íslenzku þjóð- erni og íslenzkri menningu. Og nú veit enginn hversu langvinn hin nýja her- seta kann að verða. Þó er það aug- ljóst mál, að það sem hér á að viniu er ekki tjaldað til einnar nætur, held* ur er um væntanlega langdvöl a3 ræða’ En nú nýlega hefur því verið yfir lýst, að hingað væri von sendinefndar frá Bandaríkjunum, til þess, sara- kvæmt ósk hinnar íslenzku ríkis- stjórnar, að endurskoða herstöðva- samninginn. — Fundurinn viil því eindregið æskja þess við hina hæsi- virtu ríkisstjórn, að hún geri það sem í henn&r vaidi steridur, til að fá því framgengt að laliið verði frá að koma hér upp hinni áformuðu erlendu her- stöð. Ennþá hefur heldur ekki verið svo mikið unnið að undirbúningi stöðv, arinnar, að þess vegna ætti að vera auðvelí að nema staðar og hætta frek- ari framkvæmdum". Tillaga þessi var samþykkt með samhljó Vt atkvæðum, enda þótt þingmaður Framsóknar anstur þar, Hnappavallapáil, berðist ólmur gego henni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.