Þjóðviljinn - 16.02.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.02.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 16. febrúar 1954 útgeíandl: Samelnlngarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurlna. Rítstjórar: Magnús Kjartanason (áb.). SigurSur Guðœundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, GuC- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Óiafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sxmi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 ú mánuðl í Reykjavik og nágrenni; kr, 17 Mnats ataðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr, ointakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. S|ém@nEt krefiezst somþifkktcir á frumvcirpi Luðváks n skcitl« fríðindi ©g nýjn vökulögunum S iurmn og ustii réttlætismála sjómanna á 'ailg mgi F©rdæiiii iépawtgslia' Óvíða á landinu sótti íhaldið kosningamar af öðrum eins ofsa og heift og í Kópavogi. Fyrsti leikur þess var að íá kosningunum frestað — með úrákurði sem gerði kosn- ingarnar raunar ólöglegar víða um land ef honum heföi verið framfylgt annarsstaðar — en tiígangurinn með' því var sá einn að flokksvélin í ‘Reykjavík hefði meira tóm tii að skipta sér af málefnum Kópavogsbúa þegar baráttan hér var liöin! Því nœst var reynt aö gera hvert. smáatriði að æsingamáii með feiknarlegum blaðaskrifum. Er einna minnisstæðast þegar íhaldið reyndi að banna hrepps- nefndinni að hálda fund í barnaskólanum! Einnig í sam- bandi við fyrirkomulag fundanna voru forsprakkar íhald.s- ins eins og vitstola menn, lögðu á þaö megináherzlu að óbreyttir lcjósendur væru sviptir málfrelsi, en heyktust svo sjálfii' á aö mæta þegar á átti aö herða! Og enn bætt- ist viö takmarkalaus fjáraustur úr Reykjavík. Ofsi íhaldsins stafaöi af því að það sá möguleika á að splundra þeim samhenta meirihluta sem stjórnað hefur Irreppnum undanfarið'. Upphaflega sameinuðust hrepps- búar í samtökum, óháðum pólitískum flokkum, til þess að hrinda fram nauðsynjamálum sínum. í kosningunum 1948 skarst Alþýðuflokkurinn einn úr leik, 1950 íhaldið og Alþýðuflokkurinn, og nú buðu Alþýðuíloklcur, Fram- sóknarflokkur og íhald allir fram hver í sínu lagi. íhaldið' taldi þennan pólitíska dilkadrátt öruggan til að fella hreppsnefndarmeirihlutann undir fyi-ustu Finnboga Rúts, og því var ofsinn jafn einstæður og dæmin sanna. En úrslitin urðu íhaldinu minnisstæður löðrungur. Listi óháðra kjósenda vann sigur með eftirminnilegum yfirbur'ðum, fékk tvöfalt hærri atlcvæðatölu en íhaldið. Og Alþýöuflokkurinn fékk þungbæra áminningu fyrir í- haldsþjónustu sína; Guömundur „prófessor" Hagalín féll meö eins atkvæðis mmi fyrir Hannesi „féla gsfræðingi" Jónssyni og hafði þó gefið honum þá einkunn í Alþýð'u- blaðinu í fyn’adag að hami væri „einstæður vindbelgur og hégómagikkuv“, skreyttur „fals og fordildarfjöðn.im“! Hvað er þá Guðmundur sjálfur í augum Kópavogsbúa eftir þessi úrslit, að ógleymdum útstrikununum? spyrja rnenn. Kosningarnar í Kópavogi eru ekki að’eins ánægjulegar fyrir Kópavogsbúa sjálfa heldur áhrifarik vísbending til íslenzkrar alþýðu um land allt. Þannig á að snúast. við árasum auömannaflokksins. Þannig á að bregðast við' mönnum sem telja sig íhaldsandstæðinga en hjálpa í- haldinu með því að sundra nauðsynlegum samtökum. Sú samheldni sem einkennir fólkið í Kópavogi þarf að veröa alrnenningi um land allt fyrirmynd í átökum þeim sem framundan eru. ÖSik vinnubregS Á öðrum stað í blaðinu í dag er skýrt frá fiskveröinu eins og það’ var ákveðið í Noregi, og er það miklum mun hærra en hér, enda þótt sjómönnura tækist að knýja fram verulegar lagfæringar í vetur. Hvernig stendur á því að Norðmenn geta greitt sjó- mönnum rniklu hærra verð en hér tíðkast? Ástæðan er sú að í Noregi telja stjórnarvöldin það' hlutverk sitt að hlúa aö sjávarútvegi og efla hann sem mest, en hér virð’- ist það vera verkefni ráðamanna að tryggja milliliðurn sem óhemjulegastan gróða á kostnað sjómanna og raun- verulegara útvegsmanna. Afleiðingin verður einnig sú að. í Noregi er mjög ör þróun 1 sjávarútvegsmálum og veru- leg r.ýsköpun á sama tíma og hér er dregiö úr öllum af- köstum. Norðmenn þurfa ekki að flytja inn sjómenn frá Færeyjum; hins vegar flytja þeir inn þorsk þaðan til þess að fullvinna hann og koma honum á markaði þá sem Norömenn geta ekki annað með eigin afla. Það þarf ekki að skýra hvert þessi andstæöu vinnu- brögð íslenzkra og norski-a valdamanna leiða. Þegar blöð íhalds og Framsóknar skrifa fordæmingar- greinar um íslenzka sjómenn vegna þess að þeir séu ekki ginnkeyptir fyrir þeim kjörum, sem sjómönnum er nú boð- ið, skyldi þess minnzt, aö einmitt Sjálfstæðisflolckurinn og Framsókn standa á Alþingi eins og veggur gegn sjálf- sögöustu lagfæringum á kjöi’um og aðbuð sjómanna, og er barátta þeirra gegn vökulögunum gleggsta dæmið. Skipverjar á 15 togurum hafa nú sent Alþingi áskoran- ir um aö samþykkja fmmvarp Lúðvíks Jósepssonar um skattfríðindi sjómamia á fiskiskipum. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur einnig skorað á Alþingi að samþykkja það. En afturhaldið daufheyrist við slíkum lcröfum, enda þótt það geti haft hinar örlagaríkustu aíleiðingar. Frumvarp Lfi'ðviks var flutt snemma á þLnginu sem nú sit- ur, og hefði að sjálfsögðu getað verið afgreitt löngu fyrir nýár ef þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Framsókn- arflokksins hefðu viljað sýna nokkum vott þess að verða við kröfum sjómanna. Fyrir Alþingi liggja nú, eins og áð- ur segir, áskoranir frá skip- verjum á 15 togurum, um að samþykkja frumvarpið. og eru það þessir: Frá Reykjarik: Geir Askur Hvalfell Jón Þorláksson Þorkell máni Ingólfur Amarson Karlsefni Frá Júlí Haínariirði: Frá Sigiufírðí: Hafliði Elliði Frá Isafirði: Sólborg ísborg Frá Norðfirði: Egill rauði Goðanes Frá Seyðisfirði: Isólfur Auk þess hefur fjöldi sjó- manna skrifað undir krxifu um skattfríðindi á skrifstofu IÁO en ekki er farið að hafa fyrir því að koma þeim áskorunum á framfæri við Alþingi. Vegna þess mikla áliuga sem ríkir meðal sjómanna á þessu máli, skal frumvarp Lúðvíks og greinargerð birt hér á ný. Er sjálft frumvarpið þannig: 1. gr. Við ákvörðun á skatt- skyldiun tekjum sjótnanna á fiskiskipum skal telja V3 hluta þess kaups, sem þcir liafa aflað scm sjómenn á ís- lenzku fiskiskipi, sem skatt- frjálsan kauphluta. Ati'innurekendur skuiu við uppgjöf á atvinnutekjuni til skattyfirvalda tilgreina, hvort noldiur hluti tekna telst sem sjómannstekjur samkv. 1. málsgrein. 2. gr. Allir þeir, sem stund- að hafa sjómannsstörf á Js- íenzku fiskiskipi í 6 mánuði eða Iengur á skattárinu, eiga rétt til þess að draga frá brúttótekjmn sínum 1000 kr. vegna. vin nufataka upa. Fjár- hæð þessi slud dregin frá tekjunum. áður en umreikn- ingur fer fram og skatt- skyldar tekjur fundnar. 3. gr. Lög þessi öðiast gildi 1. jan. 1954. f greinargerð segir flutnings- maður: „Aðaltilgangur þessa frum- varps er að veita starfandi fiskimönnum nokkra tekju- skattsívilnun. I 1. gi’. frurnvarpsins er geit: ráð fyrir, að sjómenn á íslenzk- um fiskiskipum njóti þeirra fríðir.da að mega draga % hluta af sjómannskaupi sínu fra brúttótekjum framtöldum til skatts. Ákvæði þctta mundi, ef að lögum \Tði, léta talsvert skattagreiðslur hlutaðeigandi manna. í 2. gr. eru ákvæði um nokkra skattíviluun til sömu manna, þar sem heimilað er að draga 4000 króna upphæð frá tekjiim til skattg vegna vinnu- fatakostnaðar sjómanna. Mcginástæðan til þess. að rétt þykir að veita fiskimönn- um skattívilnun fram yfir aðra, er, að reynslan sýnir, að verra er að fá menn til þeírra starfa en flestra annarra. Þvi verður ekki heldur neitað, að tekjur sjómanna. sem eðlilega dvelj- ast langtímum fjarri heimi’.um sínum, reyaast ódrýgri en tekj ur þeirra, sem vinna heima hjá sér og geta notað aílar fri- stundir til fyrirgreiðslu eða umönnunah við lieimili sín. S.jómaðurinn vcrður oft að kaupa heimili sinu aðstoð í fjarveru siani, en sá, sem vinn- ur heima, á auðvelt með að sinna slíku sjálfur án sérstakra útgjalda. Síðustu árin hefur sifellt bor- ið meira og rneira á því, að erf- itt væri að fá menn til starfa á fiskiskipum. Kaup fiski- manna hefur eltki þótt sérstak lega eftirsóknarvert og starfs- skilyrði þeirra venjulega lak- ari en í landi. Skortur á góð- ur.i sjómönmun er þegar orðinn mikið áhyggjuefni þeirra, sem annast rekstur fiskiskipa. Skatt friðindi, sem veitt yrðu fiski- mönnum, ættu að vera einn þáttur í því að örva menn á ný til starfa á fiskiskipum. en þau störf eru íslenzku þjóð- i.nni þýðingarnieiri én flest önnitr. Mér er það ljóst, að meiri og stierri ráðstafanir þarf að gera en felast í þessu frum- varpi, til þess að snúa við þeim ógæfusamlega straumi síð- ustu ára, sem sífelit dregur fleiri og f’eiri menn frá fram- leiðslustörfum þjóðarinnar. og þá einkum fÍKkveiðuuum, til ó- arðbærrar og sumpart óþjóð- hollrar .vi.nnu í landi. Islenzkir s.jómenn hafa fram til þessa verið öðrum sjómönn- um, sem starfa að fiskveiðum í norðurhöfum- duglegri og af- kastameiri. Það hefur líka reynzt undirstaðan í þjóðarbú- skap okkar. Það er þvi sami- arlega alvörum,ál öllum lands- mönnum, ef kjarni okltar fiski- mannastéttar leitar frá fisk- veiðistörfum og hópast í land að tekjumeiri störfum þar. Skattfríðindi þessa frumvarps eru aðeins smáviðurkenning til handa fiskimönnum okkar á himi þýði.ngarmikla starfí þeii-ra og eiga að stuðla að því, að góðir sjómenn flýn ekki frá störfum sinum í landvinnu". í dag er til moldar borin á Stokkseyri Sigriður Eiríksdótt- ir ljósrnóðir frá Dvergasteinum á Stokkseyri, er lézt 7. þ. m. á Landspítalanum. Hún var fædd 26. okt. 3 90:"). Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir frá Jarlstöðum og Eiríkur Sig- ufðsson Sandhaugum Þirígeyj- arsýslu. Hún hafði starfað hér sem ljósmóðir i 14 ár. Skuggi sárrar hryggðar lagð- ist yfir Stokkseyri við andlát þessarar konu, sem varð með svo sviplegum hætti. Þungur harmur er nú kveðinn að eig- inmanni og fósturdóttur hinnar látnu. Við Stokkseyringar ber- um í brjósti innilega hluttekn- Framhald á 11. siðu Sigríður Eiríksdóítir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.