Þjóðviljinn - 10.03.1954, Blaðsíða 10
3D) — ÞJÓÐVIUINN — Miðvikudagur 10. marz 1954
1 Sélma Lagerlöf:
KARLOTTA
LÖWENSKÖLD
40.
f' — Já, sagði hún. Það er satt, að ég var dálítið lasin
' þegar Karlotta kom hingaö, þótt ég hafi aldrei átt aðra
1 eins sældardaga og þá. En Karlotta samdi ekki við
4 ráðskonuna mína. Hún gaf henni utanundir á sjálfan
* Lucíudaginn í almestu jólaönnunum, ráðskonan sagði
1 upp vistinni, og ég veslings lasburða manneskjan, varð
’ að fara út í skemmu og annast lútfiskinn. Nei, því
c gleymi ég aldrei.
* — Nei, það áttu ekki að gera, sagði prófasturinn hlæj-
' aiidi. Gína mín, þú ert gamall vinnuþræll. Þú varðst
' heil heilsu þegar þú máttir aftur fara að annast lút-
' fiskinn og brugga jólaöL Karlotta hefur alltaf verið
; ör í skapi og erfið, en ég fullyrði það, að löðrungurinn
' sá bjargaði lífi þínu.
' — Hvað á ég þá að segja um þig? sagði gamla konan,
' sem aldrei mátti heyra það nefnt að hún væri svo
sólgin í að vinna heimilisstörf að hún gæti ekki lifað
4 ón þeirra. Hvað var um sjálfan þig að segja? Þú lægir
* sjálfsagt líka í gröf þinni, ef Karlotta hefði ekki oltið
’ út úr kirkj ubekknum.
‘ Prófasturinn skildi samstundis hvað hún var að fara.
' Þegar Karlotta hafði komið að prestsetrinu hafði hann
4 enn séð um öll prestsverkin og messað á hverjum sunnu-
4 degi. Konan hans hafði margsinnis bent honum á að
' hann þyrfti aðstoðarprest. Henni var ljóst, að hann
' sleit sér út, auk þess sem hann hafði aldrei tíma til að
' sinna aðalhugðarefni sínu. En hann hafði sagt, að hann
vildi rækja störf sín meðan nokkur líftóra væri eftir
lronum. Karlotta sagði ekki neitt, en hún steinsofnaði
’ í kirkjutuii hjá honum einn sunnudaginn meðan á ræð
' unni stóð; já hún sofnaði svo fast, að hún valt út úr
;,bekknum og allt komst í uppnám í kirkjunni. Auðvitað
‘ hafði gamli maðurinn orðið sárgramur, en eftir það varð
' honum ljóst að hann var orðinn of gamall til að messa
' Hann hafði ráðið til sín aðstoöarprest, losnað við mörg
! leiðindaverk og byrjað lífið að nýju.
‘ — Já, það má nú segja. Hún gaf mér mörg góö ár með
' því uppátæki. Það er einmitt þetta sem mér dettur í hug
í þegar ég er að reyna að koma saman reiðilestrinum, svo
; að mér verður ekkert ágengt.
' Prófastsfrúin svaraði engu en hún þurrkaði í laumi
' tár úr augnakróknum.
' En henni var Ijóst, að það kom ekki til mála að láta
' framferði Karlottu óátalið, svo að hún tók aftur til máls.
■ — Já, þetta er nú allt gott og blessað, en ætlarðu þá
í alls ekki að reyna að komast til botns í þvi, hvort það
4 var Karlotta sem sleit trúlofuninni?
' — Þegar maður veit ekki hvað segja skal, þá er betra
* að bíða og sjá hvaö setur, sagði gamli maðurinn. Það
' held ég að okkur væri báðum ráðlegast að gera í þetta
* sinn.
j — Þú getur ekki tekiö ábyrgð á því að Schagerström
kvænist Karlottu ef hún er svona eins og fólkið segir
— Ef Schagerström kæmi og spyrði mig ráða, þá veit
' ég hverju ég myndi svara honum.
' — Nú, jæja, sagði prófastsfrúin. Og hvað myndirðu
< segja?
‘ — Ég mundi segja yið hann, að væri ég sjálfur fímm-
‘ tíu árum yngri og ókvæntur........
' — Hvað þá? hrópaði prófastsfrúin og reis upp við
' dogg.
4 — Jú, ég mundi segja við hann, hélt prófasturinn á-
' fram, að væri ég fimmtíu ámm yngri og ókvæntur og
■ kæmist í kynni við stúlku eins og Karlottu, þrungna
' ólgandi lífi og með eitthvað sérstætt og óvenjulegt í
' framkomu sinni, já, þá mundi ég sjálfur biðja hennar.
' — Ja, héma, hrópaði prófastsfrúin gamla. Þú og Kar-
' lotta! Já, þá væri þér áreiðanlega borgið.
‘ Hún baðaði út höndunum, það fóru kippir um andlit
1 hennar og hún lét fallast aftur á koddan, örmagna af
hlátri.
‘ Gaxnli maðurinn Ieit á hana dálítið gramur, en hún
1 hélt áfram að hlæja. Og innan skammst var hann líka
farinn að hlæja. Þau fengu bæði svo ofboðslegt hláturs-
kast að þau sofnuðu ekki fyrr en löngu eftir miðnætti.
KLIPPTU LOKKARNIR
Seint á fimmtudagskvöldið kom Ekenstedt ofurstafrú''
akandi að prestsetrinu í stórum vagni. Hún Iét vagninn
nema staðar við aðaldyrnar, en steig ekki út úr honum,
heldur sagði við þjónustustúlkuna sem hafði komiö út
til að hjálpa henni niður, að hún skyldi biðja matmóður
sína að koma út. Hún ætlaði aöeins að tala við hana
nokkur orö.
Forsíus prófastsfrú kom brátt í ljós, létt á fæti og
brosandi út undir eym. Þetta var sönn ánægja og mikil
og óvænt gleði. Vildi elsku Beata ekki stíga niður úr
vagninum og hvíla sig eftir hina erfiðu ferð undir þessu
lága þaki?
Jú, ekki gat ofurstafrúin á betra kosið, en fyrst varð
hún að fá að vita, hvort þessi hræðilega manneskja
væri enn undir þessu þaki.
Prófastsfrúin vissi ekki sitt rjúkandi ráð.
— Áttu við lélegu eldabuskuna, sem var héma þegar
þú komst hingað síðast? Hún er löngu farin. Nú skaltu
fá góðan mat.
En ofurstafrúin sat kyrr.
— Vertu ekki með þennan leikaraskap, Gína. Þú veizt
líklegt að ég á við kvensniftina, sem hann Karl-Artur
var trúlofaður. Ég vil fá að vita hvort hún er enn undir
þínu þaki. '
Nú hlaut prófastsfrúin að skilja. En hvað sem hún
hugsaði um Karlottu í hjarta sínu, þá var hún ætíð,
reiðubúin til að halda hlífisskyldi yfir heimilisfólki sínu«
gegn öllum heiminum.
— Beata verður að fyrirgefa, en stúlku sem hefur'
verið okkur Forsíusi sem dóttir í sjö ár, köstum við ekki
á dyr fyrr en í fulla hnefana. Og svo veit heldur enginn
til fulls hvemig í öllu liggur.
Hópur skólapilta beið eftir því á.
biðstöðinni að vagninn, sem þeir
ætluðu með, yrðl tilbúinn, en það
virtist ætla að dragast Bíliimi
var gamail og fornfálegur og létui
strákarnir óspart fjúka um hana
háðglósúrnar. Bílstjórinn var eitt-
hvað að athuga vélina og 3ét at-
hugasemdir drengjanna eins og
vind um eyrun þjóta. Loks leit
hann upp og Ia.gði iokið yfir vél-
ina.
Hvenær ætlar þessi hundakofi að
dragnast af stað? spurði þá eina
drengurinn af miklu yfiriæti.
Þegar búið er að hleypa hvolpun-
um inn, svaraði bílstjórinn hinra
rólegasti.
—o—
Húsmóðirin afsakaði við gest simn
að hún hefði alveg steingieymt aff
kaupa ost til að hafa á borðið.
Hami bað hana biessaða að hugsa
ekki um það, þetta vseri svo á-
gætt; en Siggi iitlí, fjögni-ra ára
sonur mömmu sinnar, iaumaðist
út. Efttr andartak kom hami aft-
ur með ostflfs og Iaumaði liemii
á diskinn hjá gestinum, alihréð-
ugur á svip.
ÞÚ ert út undir þlg, karlinn,
hljópstu út f búð til að kaupa
þetta? sagði gesturinn.
Nei, svaraði Siggi sakleysislega,
ég tók það úr rottugildrunni.
i
Góð hngmynd
Þegar maður
á böm kemst
máður fljót-
lega að raun
um að það
eru aldrei
nógu margir
snagar í gang
inum. Það eru
ekki einungis
utanyfirföt
barnantia sem
eru í reiðí-
leysi, heidur
líka skólataskan og ýmislegt
annað í eigu baraanna sem
bezt er geymt á snaga, Á
myndinni, sem við fundum
Better Homes and Gardens, er
ágæt hugmynd sem ætti að
geta bætt úr hinu sífellda
sngahraki. Stór plata með göt-
um á er hengd upp á vegginn.
holumar erú settir lausir
krókar, þar sem þörf er fyrir
þá. Og holurnar eru svo
magar að það er alltaf hægt
að koma krókunum vel og
heppilega fyrir og breyta öllu
fyrirkomulaginu á svipstundu.
Krókarnir eru tilvaldir til að
hengja á húfur, vettlinga,
jakka, treyjur og allt það sem
EF ÞÍJ ert svo heppin áð eiga
gull eða silfur skartgrip, þá
skaltu muna að ekki má fægja
hann með neins konar fægilegi.
Hreinsaðu hann þess í stað
úr vo’gu sápuvafcni með ögn
af salmíakspiritus í. Losaðu
óhreinindin með volgum bursta,
skolaðúr gripinn úr hreinu
vatni og þurrkáðu hann með
hreinum léreftsklút.
annars er oft erfitt að finna
samastað fyrir.
Er hægt að lá góðan íisk
úr dósunt?
Þegar fiskbúðin er fátæk af
nýjrnn fiski, eins og stundum
kemur fyrir, er maður í
standandi vandræðum, og
kaupir þá eitthvað sem hendi
er næst og ódýrast.
Nýlega var þannig ástatt hjá
mér, svo að ég keypti með
hálfum hug fiskbúðing x dós.
Það var Heklu fiskbúðingur.
Þegar heim kom útbjó ég jafn-
ing með tómatsósu á kartöfl-
ur og hitaði fiskbúðinginn. Eg
bjóst ekki við sérstakri ánægju
hjá heimilisfólkinu, en það brá
þá svo við að öllum kom sam-
an um að slikan fiskbúðing
hefði það ekki fengið úr dós
.fyrr. Það var engu líkara en
áð nýja bragðið væri ekki af
fiskinum, og allir borðuðu með
beztu list. Ef til vill er niður-
soðinn fiskur af Akranesi
nýrri þegar hann er settur í
dósimar, þvi að bragðið var
mun meira en maður á að
venjast. — Húsmóðir.
Skreyttir ■■■i
hanskar
Það er mikið gert til að
dubba upp á hanzka nú til
dags og það er hægðarleikur
að likja eftir mörgu því sem
sýnt er í tízkublöðunum. Á
myndinni er svartur rússkinn-
hanzki með iitlum dúskum að ,
ofan. Það er snoturt og það
er hægur vandi að setja dúska
á hanzkana sína. Hugmyndin
fer bezt á þunnum hönskum.
En dúskamir mega ekki vera
of langir, þá er hætt við að
þeir hangi fram á hendina og
það er ekki fallegt, auk þess
sem hætta er á að þeir festist
í lásnum á töskunni eða fötunx
náungans.
um
Sigíús Sigurhjartarson
Minningarkortin eru tii
söln í skriístofu Sósíalistar
fíobksins, Þórsgötu 1; af-
greiðsiu Þjóðriljans; Bóka
búð Kron; Bókabúð Máls
og mennlngar, Skólavörðii-
stíg 21; og í Bókaverzlun
Þorvaldar Bjarnasonar í
Hafnarfirði