Þjóðviljinn - 10.03.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.03.1954, Blaðsíða 4
’4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. marz 1954 Marfeinn rauði verður síð jan imn segir Martin Andersen-Nexö Martin Andersen-Nexö, danska skáldið heimsfræga, hef- m- síðustu árin átt heima í Suöur-Þýzkalandi, og er þaö samkvæmt læknisráöi. Hann er nú 84 ára, og hefur um árs skeið ekki getað unnið vegna veikinda, en er nú aft- ur tekinn til starfa. Hann kom nýlega í snögga ferð til Kaupmanoahafnar, og átti blaðamaðúr frá Land og Folk i:tutt vfðtai viö hann. „Nú verð ég að ljúka þriðja bindinu af „Marteini rauða“, segir Nexö, „og svo er ekki að vænta fleiri stórra skáld- sagna frá mér. Þetta er farið að ganga svo hægt hjá mér að ekki þýðir að byrja á stórum verk- um. Ég þarf líka að líta yfir það sém ég hef gert. Ég hef komizt að raun' um að það eru heil ósköp sem ég hef skrifað um dagana, og ég hef hug á að tína það saman. Fyrir nokkru sendi ég smásögu til Tagliche Rundschau, og þeir spurðu mig hvenær ég hefði skrifað hana og hvar hún hefði birzt. Ég jnan fyrir víst að ég skrifaði hana fyrir þrjátíu árum en ég get ekki munað hvar hún var birt. Ég þarf að fara að glöggva inig á }>essu.“ „Hvernig er heilsan", spyr blaðamaðurmn. „Hún er eins og við má bú- ast. Þegar komið er á minn ald- ur getur maður ekki 'ætlazt til mikils. í heilt ár hef ég ekki getað unnið, en er nú tek- inn til aftur, og þó ekki gangi mikið undan þá vinnst þó eitt- hvað. Maður hefur h'eldúr ekki tíma til að liggja í leti. Margt er enn ógert. Ég á hálf-bágt með a'ð ganga upp og niður stiga og kornast inn í bíia og út úr þeim aftur — en annars líður mér sæmilega. Þess vegna kom ég í flugvél hingað, og gaman var að sjá Sjáland rísa litskrúðugt úr Eystrasalti." „Bækur þínar eru gefnar út í stórum upplögum í Þýzka- landi?“ „í Austúr-Þýzkalandi hefur þeim alltaf líkað- vel við bækur mínar. Frá 1945 hafa þær kom- ið út í einni milljón eintaka sam- tals.“ „Eru þærdíka seldar í Vestur- Þýzkalandi?" „Þær eru ekki gefnar út i Martin Andersen-NexO Vestur-Þýzkalandi, en allmikið af þeim lendir þangað. Margir Vestur-Þjóðverjar sem koma í heimsókn' austur yfir taka bæk- urnar með sér heim, en þéir eiga á hættu að bandarísku eftirlits- liðsforingjarnir hendi þeim út um lestargluggann. En þannig er það í striði, og engin ástæða til að kvarta yfir því.“ „Hvað verður þú lengi í Dan- mörku?“ „Ég veit það ekki fyrir víst, tvær, þrjár vikur.“ „En þú kemur norður í sumar til að halda hátíðlegt 85 ára afmælið?“ „Já, ég kem alltaf hingað á sumrin og geri það sjálfsagt líka í ár ef lieilsa og kraftar leyfa. Annars verður maður víst að fara að hafa hægt um sig og svo er maður ýmislegt að dunda svo erfitt er að halda kyrru fyr- ir. Eki ég vona að ég komist hingað í sumar.“ Bankamir -inælfii svo fyrir al taka skyll fflfla fyríríramgreiðslu vii pönbm á drátfarvélum Fjárplógsstarfsemi sem tafarlaust verður að leiðrétta Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í síðustu vlku hefur SÍS tekið upp þann hátt á innflutningi dróttarvéla að heimta fulla fyr- irframgreíðslu um leið og pönt- un er gerð án þess þó að geta lofað ákveðið að útvega dráttar- vél. Af þessu tilefni héfur Þjóð- viljanum nú borizt eftirfarandi athugasemd frá Dráttarvélum h. f., einu af fyrirtækjum Sam- bandsins, sfem sérstaklega var nefnt í greininni: „í tilefni af frásögn Þjóðvilj- ans sl. fimmtudag, þár sem fullyrt er að Samband ísl. sam- vinnufélaga og Dráttarvélar h. f. hafi „hirt fulla fyrirframgreiðslu án nokkurrar tryggingar um vöruútvegun“, viljum vér taka fram eftirfarandi: Þær reglur, sem gilt hafa hjá SÍS síðustu tvö ár um fyrir- framgreiðslu upp í kaup á dráttarvélum, eru settar sam- kvæmt beinum tilmæluin bank- anna og hefur verið fullyrt við Herra ritstjóri. 1 blaði yðar í dag (9. marz) er sagt í þættinum „Útvarpið síðustu viku“, að eitt dagblað- anna í Reykjavík hafi í vikunni birt fréttir af kosningunum í fylki einu í Indlandi, og jafn- framt er fullyrt, að Rikisút- varpið hafi ekki flutt fréttir af þessum kosningum. Greinar- höfundur mælist eindregið til þess að Fréttastofan gerí grein fyrir þessu, og skal það nú gert vegna lesenda blaðsins, er kynnu annars að halda að þarná væri rétt með staðreyndir farið. Greinarhöfundur mim eiga við kosningar í Travancore, er „Þjóðviljinn" sagði frá 3. marz s.l., en frá þeim úrslituin vai sagt í hádegisútvarpi daginn áður. Reykjavik, 9. marz 1954 Jón Magnússon Sambandið, að sömu reglum mundi fylgt af öðrum innfiytj- endum dráttarvéla. Áður en bankarnir hófu af- skipti af þessum málum krafð- ist Samband íslenzkra sam- vinnufélaga aldrei neinnar fyr- irframgreiðslu vegna dráttar- vélakaupa. Fluttu Sambandið og Dráttarvélar h. f. til landsins 948 dráttarvélar á órunum 1945—51 án þess að óskað væri fyrirfrámgréiðslú' i eitt einasta skiþti. Þánnig var þessum mál- um íiáttáð, meðan Sambandið réði sjálft skipan þessara móla. Með þökk fyrir birtinguna. Dráttarvélar h. f.“. f athugasemd þessari er frá- sögn Þjóðviljans fullkomlega staðfest. Hins vegar kemur í Tanner-systur komu í fyrsta sinni fram í Austurbæjarbíói miðvikudaginn 3. marz. Söng- konur þessar kváðu vera vin- sælustu dægurlagasöngkonur í Englandi um þessar mundir og þó að viðar væri leitað. Ekki skal það dregið í efa, að stúlk- ur þessar syngi dægurlög sín eins og „á“ að syngja þau eða að þær hafi vald á þeirri réttu dægurlagatækni. En ósköp var þetta andlítil „efnisskrá“, — alveg brennt fyrir, að þar kæmi fyrir lagstúfur, sem hægt væri að kólla snotran, hvað þá meira. Að vísu er hér ekki um auðugan garð að gresja, því að þó að til séu áheyrilegir slag- arar, þá eru þeir ekki nema elns og strjálar vinjar i ógnar- eyðimörk jass- og dægurlaga- framleiðslu vorra daga, sem hvergi er þó ömurlegri en í löndum Engilsaxa. (Innan sviga sagt er það furðulegt, hvernig þessi músík getur haft slíkt aödráttarafl á sumt fólk sem raun ber vitni um. Lík- lega er það sérstaklega þessi háttbundni glymjandi, oft og tíðum framleiddur af mikilli ljós að það eru bankamlr sem bera ábyrgð á þessum kynlegu viðskiptaaðferðum. Ástæðan mun vera sú að stjómarflokk- arnir tilkynntu fyrir nokkru að innílutningur á dráttarvélum yrði gefinn algérlega frjáls, en þégar til kastanna kom treyStu þeir sér ekki til að standa við loforðið. Var þá gripið til þess ráðs að reyna • að draga úr eft- irspuminni með þessum furðu- legu kröfum um fulla fyrirfram- greíðslu! Hins vegar verður ekki séð að bankarnir geti gefið fyrir- tækjum nokkur fyrirmæli um það hvernig þau hegði sér við viðskiptavini sina, enda er Þjóð- viljanum kunnugt um það að einkafyrirtæki liafa tékið mun minni fyrirframgreiðslu upp í pantaðar dráttarvélar en Sam- bandið og fyrirtæki þess. Og hvað sem Hðúr ábyrgð- inni á þessum kynlegu viðskipta- ’ aðferðum er það ljóst að þær eru bændum mjög óhágkvæmar, og er þess að vænta að Sam- bandið beiti sér fyrir því að geta tekið sinn fyrri hátt á þess- um innflutningi og hætti að taka af bændum milljónlr króna fyrirfram. og vel samþjálfaðri tækni, sem skírskotar til hins frumstæða tónlistarsmekks). Tanner-systur fluttu lög sítí af miklu fjöri og ágætri sam- æfingu, en óviðkunnanlegt er þetta feiknarlega breiða flenni- bros og þessar eilífu fettur og brettur hins vestræna gaman- söngvarastíls, sem virðast mið- aður við kímnigáfustig krakka innan tíu ára aldurs og éru þess eðlis, að venjúlegur ís- lenzkur hlustandi fer hjá séi* og þolir önn fyrir þá sem syngja og leika. Ljóst dæmi um það, hve þessi skringllæti eru andstæð íslenzku skap- lyndi, var frammistaða KK- sextettsins, sem lék undír við þær systur. Þessir prúðu hljóð- færaleikendur létu sér ekki ti! hugar koma að apa eftir til- burði Norman-tríósins sænska, sem hingað kom í vetur, eða annarra slíkra hljóðfærasveita. Sama móli var að gegna um munnhörputríóið, sem lét til sín heyra í lok skemmtunar- innar og gaman var að hlýða á. B. F. TANNER-SYSTUR Þegar skynsemi og tízka haldast í hendur — Hættu- leg grýlukerti — Hættulegar gangstéttir — Lífs- hætta að ofan og neðan. EITT af því sem tekið hefur miklum breytingum á síðárí árum er klaíðnaður fólks í kulda. Úlpurnar, sem nú er farið að kenna við káppann Ilillary, eru að verða eins konar einkennisbúningur ts- lendinga, — ef maður er bú- inn að hala inn fyrir yfirhöfn, kaupir hann sér fremur úlpu en frakka. Og eins hefur kvenfólkið tekið miklum fram fönntí í því að klæða sig skynsamlega í kulda. Á stríðsárunum voru uogu stúlk urnar svo pjattaðar að þeim fannst það fyrir neðan sína virðingu a ! ganga í ullarsokk- um, það var svo „agálega kauðskt". Eg efast um að nokkur stelpa hefði haft hug- rekki til að koma í köflóttum sportsokkum í Menntó eða Gaggó á þeim árum, þótt þeir hefðú verið á boðstólum. En nú er það komið í tízku að klæða sig hlýlega í kulda og það er vissulega mikil bless- un, kvenfólkið með helbláa fótleggi í frosti og kulda er orðið sjaldgæft fyrirbrigði hér í Reykjavík, krepnælon, ullar- sokkar, stælsportsokkar og gammosíur er orðinn fóta- búnaðurinn að ógleymdum kuldahosunum, og á höndun- um stælullarvettlingar, á höfðinu trefilhúfur eða húfur treflar. Tízkan er sem sé ekki lengur skaðleg heilsu kven- fólksins og er það vel. LÍFHRÆDDUR skrifar: - „Kæri bæjarpóstur. Eg € liissa á að enginn skuli haf orðið til að skrifa þér ui hættuna sem getur stafáð s stóru grýlukertunum sei hanga niður af húsaþökui víðsvegar um bæinn. Mig minnir að banaslys hafi orðið af slíku á Akureyri hér um árið. Eg lít svo á að lögregl- unni beri skylda til að fjar- lægja eða láta fjarlægja þessa hættulegu ísstólpa, — hún þarf áö ganga um bæinn og gera húsráðendum aðvart þar sem hætta getur verið á ferðum. Einnig er alltof mik- ið sleifarlag á hreinsun gang- stétta hér í höfuðstaðnum þegar færðin er eins og hún hefur verið að undanförnu. Það er viða stórhættúlegt að gánga um gangstéttir, þær eru ein klakahella. Húsráðendur hafa ef til vill gert hreint fyrir sínum dyrum og pjakk- a'ð mjóan stíg fýrír sig og gesti sína út á götuna en hver á að sjá um hreinsun á því sem eftir er? Það er ófor- svaranlegt að gangstéttir við- fjölfarnar aðalgötur skuli vera þvínær ófærar fólki nema þar sem hitaveitan hefur brætt mjóa rás í snjóinn eða klakann og það kostar næst- um slagsmál að komast lei'ð- ar sinnar eftir þeim þrönga vegi. Eg álít að þessu þurfi að kippa í lag, bærinn ætti að sjá sóma sinn í að halda þeim gangstígum snjólausum sem hann hefur myndazt við að láta leggja, og í leiðinni ætti hanm að tryggja fjarlæg- ingu lífshættulegra grýlu- kerta sem vofa yfir höfðum manna. Eg geng í hættu livar sem er, segir einhvers sta'ðar, og það má til sanns vegar færa á götum Reykja-víkur þessa dagana þegar hættan er yfir okkur og undir. — Vinsamlegast. - Lífhræddur".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.