Þjóðviljinn - 11.03.1954, Blaðsíða 6
B) -7- ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 11. œarz 1954 ------
' l: "" • •' .....-
þlÓfiyEUKNN
Útgefandl: Sameining-arflokkur alþýðu — Sösíalistaflokkurinn.
. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb,), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Bonediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Rítstjóm, afgroiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavös-ðustig
18. — Simi 7500 (3 linur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði I Reykjavik og nágronni; kr. 17
annara staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr, eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Ríkisstjórn gréðafélaganna
Fyrir kosningarnar í fyrrasumar kom upp lærdómsrík
deila milli stjórnarflokkanna innbyrðis. Þaö sannaðist á
olíufélag Vilhjálms Þórs að það hafði.hirt 700.000 kr.
apkagróða á einum farmi með olíuflutningaskipi sem fé-
'Jágið hafði tekið á leigu, og Morgunblaðið lét ekki sitt eft-
ir liggja að vekja athygli á málinu. Vilhjálmur Þór kaus
' þann kost til þess að bjarga sér og Framsóknarflokknum
út úr erfiðleikum, sem gátu haft pólitískar afleiðingar í
för með sér, aö skila þessum gróða aftur til viðskiptavin-
áhna. En með þessu var deilan aðeins rétt hafin. Flokk-
arnir fóru nú að sanna hinn stórfelldasta fjárdrátt hvor
á annars klíkur, og senn var hætt áð tala um hundfuö
þúsunda króna; nú var röðin komin að milljónum og siö-
an milljónatugum. Var þessi deila mjög fróöleg fyrir all-
an almenning.
En um leið og kosningarnar vom afstaðnar féllu þessi
harðvítugu orðaskipti niður meö öllu. Vom Morgunblaðiö
og Tíminn nokkrum sinnum spurð að því hér í blaðinu
hvört ekki væri rétt að halda stórþvoitinum áfram, en
þau þögðu sem fastast.
En nú er hafinn annar þáttur þessara umræðna, og
hann er ekki síður lærdómsríkur. Ríkisstjórnin hefur
flutt á Alþingi frumvarp um að ríkið ábyrgist 50 milljóna
króna lán fyrir olíufélög íhaldsins til þess að þau geti
keypt sér olíuflutningaskip og annað 50 milljóna króna
lán fyrir olíufélag Vilhjálms Þórs í sama skyni. Deilan
er leyst á þann hátt að olíufélögin skuli halda áfram að
skipta gróöanum á milli sín á þann hátt sem lýst var í
stjómarblöðunum fyrir kosningar, og almannafé skal
notaö til þess að bæta aðstöðu þeirra enn.
Nú er það þjóðinni mikið hagsmunamál að eignast olíu-
flutningaskip, og hefur það verið baráttumál sósíalista ár
um saman. En fyrír því er engin röksemd að olíuflutninga-
skip þessi skuli afhent gróöafélögum stjómarflokkanna
til þess að þau geti haldið áfram féflettingu sinni. Á síð-
asta ári greiddu fslendingar 29 milljónir króna út úr
landinu í leigu fyrir olíuflutninga, og verulegur hluti af
þeirri upphæð var hreinn gróði. Þessa gróðaaðstöðu á
nú að afhenda hinum íslenzku umboðsfélögum olíuhring-
anna og hún veröur eflaust ekki hagnýtt með síðri
árangn en verið hefur undanfarið.
Þessi aðferö ríkisstjórnarinnar er alveg hliðstæð því
sem gerðist í sambandi við sjálf olíukaupin. Nú þurfa
gróðafélög stjómarflokkanna ekkert að koma nálægt því
að útvega olíur og benzín til landsins; ríkisstjómin sjálf
annast það með heildarsamningunum við Sovétríkin. En
síðan afhendir ríkisstjórnin auðfélögunum allan innflutn-
inginn, og þau flytja hann til landsins um þrefalt dreif-
ingarkerfi, með þreföldu skrifstofukerfi, þrefaldri álagn-
ingu og þreföldum stórgróða.
* Að sjálfsögðu bar ríkisstjórnininni sjálfri að eignast
olíuflutningaskip, og hefur það aldrei verið eins eöli-
legt og sjálfsagt og eftir heildarsamningana við Sovét-
ríkin. Það var þeim mun meiri ástæða til þess sem rík-
isstjómin sjálf viðurkennir að í olíuflutningunum hafi
verið um ofsalegan gróða að ræða, þannig að engtn á-
hætta var fyrir ríkissjóð í þessu sambandi. Þvert á móti
gafst meö því tækifæri til þess að lækka verðlag á olíum
og benzíni, og hefði þá veriö sérstök ástæða til þess aö
hafa útgerðina í huga, en hún er nú að sligast undan
gróöa oliuliringanna. Ríkisstjómin hefur meira að segja
sjálf reynslu í þessu efni; lítið skip sem skipaútgeröin
hefur haft til olíuflutninga milli haína innanlands hefur
grætt rösklega eina milljón króna á ári af þeirri starf-
semi, og er þó gróði ekki einkenni skipaútgerðarinnar. Og
til vara bar ríkisstjórninni að gefa samtökum útvegs-
manna kost á að eignast olíuflutningaskip með ríkisá-
byrgð áður en fémunir almennings voru afhentir olíufé-
lögunum aö bakhjarli. En ekkert slíkt hefur gerzt.
Þessi atburðir eru einkar skýrt dæmi um það að sú
ríkisstjóm sem nú situr viö völd lítur á sig sem fulltrúa
stórgróðafélaga og bi-askara. Hún lætur sig engu skipta
hagsmuni almennings og framleiðslugreinanna, en er
alltaf boðin og búin til að snúast í kringum milliliði og
ÉNfeeta aðstoðu þeirra til íéflettingar.
K|ör siomanna verða aðeins bætt
ineð þvi að sfceria iréða mílliliðanna
Alþingi Islendinga heldur oð sér hönd-
um i brýnasta vandamáli þjóÖarinnar
Nú er mikið raett um nauð-
syn verulegra kjarabóta tog-
arasjómanna og treystist eng-
inn til að bsra brigður á
liaoa, enda blasa þær stað-
reyndir við að mikili fjöldi
togarasjómanna liefur gengið
á land og neitað að sætta
sig við , þær aðstæður sem
boðnar eru á mikilvirkustu
framlriðslutækjum íslendinga.
En í staðinn er því svarað að
það sé tr>u á togaJ*aútgeröin£ii
og því guti hún ekki staiið
undir hærra kaupgjaidi,
* Tap á útgerðinni
I>að er vert að athuga
þessa röksemd nokkru nánar.
Arið 1951 var tapið á Bæjar-
útgerð Reykjavíkur 891 þús.
kr., miðað við sjö togara,
eða meðaltal á togara 120
þúsund kr. Á togurum úti um
land varð tapið víða meira,
enda hefur olían þar veri'ð
um 100—200 þúsund krónum
dýrari á togara á ári.
* Ofsagróái
milliliðanna
En á jossum tíma stóðu
togaramir m.a. undir þessum
lcostnaðarliðum: Olíukostnað-
ur á nýskopunaríogara var
árið 1951 rúmlega ein milljón
króna að jafnaði. Sannað Iief-
ur verið að gróði olíuhring-
anna var þá 40—50 milljóíiir
króna. Mun ekki ofreiknað að
í útsöluvcrði olíunnar felist
alU aö 30% gróði. En þoð
samsvarar því að hvejr togari
hefur verið rændur um 300.
000 kr. á þennan hátt.
Vextir á hvern togara voru
þá um 200 þús. kr., en eru
nú langtum meiri. Á sama
tíma var raunverulegur gróði
Landsbanka íslands 30—4.0
milljónir króna.
Vátrygging á hvem togara
var 200— 300.000 kr. Gró<5i
vátrv-ggingaféiaganna or rnjög
stórfelldur og fer að miklu
lej-ti út úr Iatidluu til þeirra
auðugu félaga sem endur-
‘tryggt.er hjá. Ariö 1951 vx>ru
gjöld landsins til erlendra vá-
iri'gffingafélaga 42 mil'jóni.r,
en tekjúr frá þeim 21 miiljón.
Gjaideyi'islegt tjón af þeim
viðskiptum fyrir þjóðina var
því 21 milljón króua það ár-
ið.
Og það eni miklu fk-iri að-
ilar sem liiróa •stórgróða af
útgerðinni. FJutrungafélögin.
sem flýija aíla togaranna á
erlendan markað, græða mikl-
ar fjártulgur á hverju ári.
eins og rakiö hefur vcrið hér
í blaðinu. Þeir sem selja út-
gerðinni salt og aðrar {.vílíkar
nauðsynjar klípa ekki utan
af gróða sínum. Einokunar-
hcrrarnir sem selja fiskinn
hirða óhemjulegar fúlgar ár-
Iega bæði Ijóst og leynt, og
nægir að minna á uppljóstran-
irnar um saltfisksöluna í ítal-
íu og Grikklandi. Og er þá
engan veginn uppía'iö.
* Olíugróéinn einn
var hærri en tapið
Gróði sá sem olíufélögin
ein saman hirtu af togurun-
um 1951 var miklu meiri en
nam öllum halla togaranna
það ár. Ef létt væri af togara-
útgerðin.ni því milliliðaokri
sem nú er aó sliga hana, gæti
hún auðveldlega greitt sjó-
mönnum það kaup sem þeir
þurfa og skilaö góðum tekju-
afgangi að auki.
* Vítahvingur
útgerðarinnar
Við þetta bætist svo að tog-
araútgeröin er komin inn í
algerðan vítahrkig. Sökum
þess hve kauni togarasjó-
manna hefur verið þiýst niö-
ur hlutfalMega, hafa margir
af vönustu og beztu mönnun-
um gengið í land. í - stað
þeirra hefur orðið að ráða við-
vaninga, og aReiðingin hefur
orðið sú að aflinn hefur orð-
i'ð mlnni og afkoma togar-
anna verri en þurft hefði að
vera. Og síðan er sú útkoma
notuð sem en.n ein röksemd
}>ess að útgerðin hafi ekki
efni á að greiða sjómönnura
sómasamlegt kaupí
* Alþingi heldur
að sér höndum
Ástand togaraútgerðarinnar
er eitt alvarlegasta. einkennið
um fúa stjómarfarsins. Og
það er fróðlegt fyrir almenn-
ing að veita því athygli að
Alþingi hefur nú setið á rök-
stólum í meira en máuuð eftir
áramótin án þess að rikis-
stjómin og flokkar hennar
hafi veitt máleftuun útgerðar-
iimar nokkum gaúm, að þvi
er séð verður. Allt frú því £
haust hefur legið fyrir þingi.
fnimvarp um mikilvægt rétt-
indamál sjómanna, veruleg
skattfrí'ðindi, og hafa sjó-
me.nn sent áskoranir til al-
þingis um samþj’kkt þess, og
FramJiald á 11. síðu
Atvinnurekencfur hrœddir
um að missa völd sín
í verkalýðshreyfingunni
Morgunblaðið birtir í gær áhyggjuþru-nginn leið-
ara um kosningar til Alþýðusambandsþings sem
fram eiga að fara nœsta haust. Rifjar það upp þá
fagnaðarriku þróun að julltrúar atvinnurekenda-
flokksins skuli eiga sœti í miðstjórn Alþýðusam-
bands íslands og bætir við að það sé „ekki aðeins
sjálfsagt og eolilegt að þessi samvinna haldi á-
frarti, heldur og mjög nauðsyniegt fyrir verkalýðs-
samtökin“. Og loks klykkir blaðið út með þvi að
nú standi yfir mikið samsœri um að losna við
agcnta atvinnurekcndaflokksins úr stjóm heildar-
samtakanna.
Það er fróðlegt fyrir alþýðufólk að siá þessar á-
hyggjur Morgunblaðsins, sem gefið er út af hluta-
félagi reykvískra gróðamanna. Allir verkatýðssinn-
ar vita hvað við er átt þegar blaðið talar um hvað
sé „nauðsynlegt fyrtr verkalýðssamtökin“; œðsta
hugsjón íhaldsins er sú að ganga af verkalýðssam-
tökunum dauðum eins og Alþýðublaðið komst aú
orði fyrir nokkrum vikum, Aðstaða íhaldsms í
stjórn Alþýðusambands fslands hefur einnig orðið
til þess að lama þessi miklu samtök, hvert atriði
sem þar hefur gerzt hefur verið borið undir ráða-
mennina niðri í Holsteiní, og verkalýðsfélögin hafa
oröið að finna sér aðrar aðferðir í kjarabaráttu
sinni en þœr að stjórn Alþýðusambandsim hafi
forustu.
Morgunblaðið talar um sam sœri i því skyni að
losna vió óþurfLannenn úr forustu verkalýðs-
hreyfingarinnar. Það „samsœri“ er eingöngu fólg-
ið í vaxandi skilningi alþýðufólks um land allt á
því að nauðsynlcgt sé aó taka upp önnur vinnu-
brögð í verkalýðshreyfingunni. Það er til tjóns
en ekki gagns að verkalýösflokkarnir haldi uppi
innbyrðis sundrung og deilum, aö verkalýðssinn-
ar séu Idofnir í tvær andstœðar fylkingar og leyfi
atvinnurekendapjónum að fitna á óþörfum völd-
um. Morgunblaðið finnur þemian einingarhug
verkafólks úr öUum áttum, og þoð veit að ekkert.
er ems hættulegt íhaldi og auðmannavaldi íland-
inu.