Þjóðviljinn - 11.03.1954, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 11.03.1954, Qupperneq 8
i S) — ÞJóÐVILJINN — Fimmtudagur 11. marz 1954 HandkmaðflelksméllS: Þróítnr vann Sóley 15:12 og KR vann Fram 11:10 eftir skemmtilegan leik Það fór svo að gestiruir í mótinu fengu ekkert stig, en J>að kom greinilega fram að þessi síðasti leikur var jafn- asti leikur þeirra. Þeir héldu út allan tímann, en notuðu tækifærin sem þeir sköpuðu sér oft illa, og þriggja marka rnunur við sigurvegarann í B- deild var hreint ekki svo slæm frammistaða. Vonandi halda þessir ungu menn saman og halda áfram að efla .og trej’sta þennan unga félagsskap. Það er vinningur fyrir Irandknatt- Ieikinn í bæmum að fleiri félög verði til; það styður .að þeirri stefnu íþróttahreyfingarinnar að fá- sem flesta með í íþróttir og Ieiki Sátt að segja hefði .ég búizt við meiri yfirburðum hjá Þrófcti en vera má' að þeir hafi ekki lagt sig alla fram þar sem leik- ur þessi hafði enga „hernað- arþýðingu". KR—Fram 11.10. Þessi léikúr var yfirleitt skemmtilegur og jafn frá upp- hafi til enda, og prúður sem sjá má af því að vítahöst voru að- eins sex. Leikur KR-inga var þó Jíflegri, leikmennirnir hreyfan- legri og samleikurinn betri. Hvorugu liðinu tókst að nota „línumenn" sína svo um mun- aði, enda má segja að vamar- leikurinn hafi verið hin sterk- ari hlið beggja. í KR-liðinu voru þeir Hörður, Þorbjörn og Frí- mann driffjaðrirnar. Þorbjörn er oft skynsamur í leik sínum, og tækist Herði að ná skotun- um neðar væri hann mun hættu legri en hann er sem skotmað- ur. Frímann er aftur á móti laginn með skot sín, þarf lítinn ‘tíma og lítið rúm til athafna. og í þessum leik gerir hann 7 af þessum 11 mörkum. Hörður gerði 2 og Þorbjörn og Guð- mundur sitt hvort.'. í Fram-liðinu bar mest á Hilmari og liann var aðalmaður í sókn og vörn. Orri átti nokk- ur góð skot af löngu færi en Guðmundur í marki KR virt- ist þekkja á þau og varði þau flest. Hinir ungu Framarar: Einar, ,sem þó er full harð- skeyttur, Ólafur og Kristján lofa góðu, en þeir fundu ekki í þetta sinn „spilið". Karl Benediktsson hélt sig of fast- an við faðm Frímanns í stað þess að losa sig við hann, og naut sín því ekki í þéssum leik, svo ágætur leikmaður sem hann annars er. Frhnann setti fyrstu tvö mörkin, Hilmar og Jón hjálpast að jafna 2:2; Orri bætir við úr vítakasti. Frímann jafnar 3:3. Hilmar skorar enn, en Þorbjörn jafnar fyrir KR 4:4, og nú er það Hörður sem eykur töluna fyrir KR og Hilmar jafnar 5:5. Frímann setur svo tvö mörk í röð og hálfleikurinn endar 7:5 fyrir KR. Einar Jónsson skorar fyrir Fram og Guðmundur fyrir KR 8:6 og Frímann bætir enn við 9:6. En nú gera þeir Karl, Orri og Ólafur sitt markið hver 9:9. Hörður skorar, Hilmar jafnar 10:10. Á síðustu sekúndu leiks- ins fá KR-ingar vítakast á Fram og Frímann skorar úr þVí 11:10. Tíminn var búinn. Dómari var Þórður Þorkels- son og dæmdi vel, og sama er að segja um Hannes Sigurðsson sem dæmdi fyrri leikinn ágæt- lega. Hvað litlir hlutir geta gert. Til.þessara leikja voru mættir samtals um eða yfir þrjátíu menn sem höfðu með æfingum búið sig undir að leika með þjálfun í langan tíma skulum við segja. Um 100 manns sátu á bekkjum og biðu þess að leik- ur byrjaði, en klukkan var orð- in 17 min. yfir auglýstan tíma þegar liðin hófu leik. Hvað skyldu það vera mörg dags- verk? Khöttur var til, starfs- menn allir mættir. Samt var ekki hægt að byrja. Það vant- aði smá hlut, agnar lítinn hlut, sem hægt var að fela í lófa sínum. Það vantaði — blístru!! Einn áhorfenda sem kom í þessu gat hjálpað, svo hægt var að byrja. Svona er það, öll framkvæmd er byggð upp af smá atriðum. Engjnn hlekkur í framkvæmda- eða félagskeðjunni má bila. Kristján Árnasoii vann 5W m. og 3W0 m hlaupið Keppt var í 500 metra og 3000 metra hlaupi á skautamóti fs- lands í gær. Úrslit urðu þessi: 9 500 metrar Kristján Árnason KR 50.9 sek. Bjöm Baldursson Sk. A. 52.4. Jón R. Einarsson Þrótti 56.2. Guðlaugur Baldurss. Sk. A. 57.4. Emil Jónsson Sk. R. 58.1. Ólafur Jóhannsson Sk. R. 60.5. 3000 metrar Kristján Árnason 6.11.8. Bjöm Baldursson 6.27.9. Jón R. Einarsson 6.53.9. Guðlaugur Baldursson 6.58.6. Bjarni Magnússon Val 7.30.7. Emil Jónsson 7.31,6. Mótið heldur áfram kl. 6.30 í kvöld og verður þá keppt í 1500 og 5000 metra hlaupi. Ulviðri gerði á Eyjábáta Framha'd af 12. síðu mun hafa orðið á veiðarfærum. Afli línubáta var yfirleitt góður í fyrradag. Þegar Þjóðviljinn hafði sam- band við Eyjar í gærkvöldi var þar austan stormur og ólíklegt að gæfi á sjó í dag. Sviþjóð efst í bandyvik- uzini i Moskva — vann Sovéfríkin 2—1 Bandyvikpnni í Moskva er nú lokið og fór keppnin ,svo að Svíar unnu, og það óvænta skeði að þeir unnu Rússa 2:1 eftir harðan og jafnan leik. Svíar og Finnar gerðu jafntefli 4:4. Einnar unnu Noreg .2:0 en-Nor- egur tapaði fyrir .Rússum 8:0. Svíar fengu 5 stig og rnarka- talan var 10:5, Sovétríkin fengu 4 stig 11:3, Finnland 3 stig og 7:6 og Noregur 0 stig 0:14. 10. lelkvlka. Lelklr 13. maw 1954 Kerfi 32 raðir. Kerfi 32 raðir. Leieester-Preston ............ 2 Leyton-Port Vale ...... 1 (2) Sheff.Wedn-Bolton ............ 2 WBA,-Töttenham .........1 <2), Arsenal-Charlton .......1 AstonVilia-Maneh.Utd .. x Cardiff-Burnley .............. 2 Huddersfield-Newcastle . 1 Sheff-Utd-Liverpool .... 1 (x) Bristdl-Notting-ham .... x 2 Bury-Stoke ............ 1 (2) Doncaster-Fulham .......1 (2)' Sovétkcnan Framhald af .4. síðu. þeirra og traust og fær þá til að framkvæma ýmsar endur- bætur, sem hinn aldna læknl hafði löngum dreymt um. —■ Þama fléttast inn í ýms atriði sem sýna skilning og við- leitni leiðtoga fólksins á nauð- syn þéss að efla vinar- og kær- leiksþelið á milli mannanna, ef samfélag þeirra á að geta orð- ið farsælt. — Talið í myndinni er á rússnesku, en skýringar- texti á ensku svo að auðvelt er að fylgjast með samtölum fólksins og skilja lífsspeki þess og hugðarmál. Ennfremur er myndin ,í eðlilegum litum og eykur það ekki lítið á hugð- næroí hennar. Ég vildi óska þess ;að M.Í.R. eða húsmæðradeild M.Í.R. gæti sýnt þessa mynd miklu oftar, svo að sem flestum gæfist kost- ur á að njóta hinna göfgandi áhrifa hennar. tekur á móti sparifé félagsmanna til ávöxtunar. Innlánsvextir eru háir Afgreiðslutími alla virka daga frá kl. 9—12 og 13—17 neroa lauganjaga kl. 9 f.h. —• kl. 13. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrefinis MÓTTAKA INNLÁNSFJÁR er auk þess á þessum stöðum: Borgarhólsbraut 19, Kópavogi; Langholtsveg 136; Þverveg 2, Skerjafirði; Vegamótum Seltjamarnesi; Barmahlíð 4. B. S.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.