Þjóðviljinn - 11.03.1954, Síða 10

Þjóðviljinn - 11.03.1954, Síða 10
aO) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagyr 11. marz 1954 Selma Lagerlöl: KARLOTTA LÖWENSKÖLD 41. — Ég hef fengið bréf frá syni mínum, bréf frá Theu Sundler og bréf frá henni sjálfri, sagði ofurstafrúin. Ég er ekki í neinum vafa. — Ef þú hefur bréf frá henni sjálfri, sem sannar sekt hennar, þá færðu ekki að fara héðan fyrr en ég er búin að lesa það, sagði prófastsfrúin og hún varð svo áköf og æst að það. lá við að henni hryti blótsyrði af vörum. Hún gekk til litlu, þrjózku ofurstafrúarinnar sem hnipraði sig saman inni í vagninum. Það var eins og hún hefði í hyggju að lyfta henni út. — Af stað í öllum bænum! Af stað! hrópaði ofursta- frúin til ökumannsins. Um leið kom Karl-Artur út úr húsinu. Hann hafði þekkt rödd móður sinnar og flýtti sér nú til móts við hana. Það var mikill fagnaðarfundur. Ofurstafrúin lukti son sinn örmum og kyssti hann heitt og innilega eins og hún hefði heimt hann úr helju. — Ætlar mamma ekki að koma út úr vagninum? spurði Karl-Artur, sem var dálítið feiminn við allt þetta^ kjass fyrir framan ökumanninn, þjóninn, þjónustu-' stúlkuna og prófastsfrúna. — Nei, sagði ofurstafrúin. Alla leiðina hef ég sagt við sjálfa mig að ég gæti ekki sofið undir sama þaki og þessi manneskja sem sveik þig svona svívirðilega. Seztu hjá mér og við ökum saman til gistihússins. — Láttu ekki svona kjánalega, Beata! sagði prófasts- frúin, sem var búin að jafna sig. Ef þú verður hjá okkur skal ég ábyrgjast það, að þú þarft. ekki aö líta Karlottu augum. — Ég finn á mér ef hún er einhvers staðar nálæg. — Fólk hefur nú þegar um nógu margt að tala, sagði próíastsfrúin. Á það nú líka að fá að rífa okkur í sig út af því að þú viljir ekki búa hjá okkur? — AuÖvitað á mamma að búa hérna, sagði Karl-Artur Ég sé Karlottu á hverjum degi án þess að mér verði meint af. Þegar Karl-Artur tók svo festulega til orða, leit of- urstafrúin í kringum sig eins og hún væri að leita aö einhverri útgönguleið. Allt í einu benti hún á álmuna sem sonurinn svaf í. — Má ég ekki búa hjá Karli-Artur? spurði hún. Ef ég væri í næsta herbergi við hann væri ég ef til vill ekki alltaf að hugsa um þennan hræðilega kvenmann. Elsku Regína, sagði hún og sneri sér að prófastsfrúnni. Ef þú vilt að ég verði hér kyrr, þá verðurðu að leyfa mér að búa þarna. Þú þarft ekki að gera þér neina fyrirhöfn. Aðeins rúm, ekki annað en rúm. — Ég skil ekki hvers vegna þú getur ekki sofiö í gestaherberginu eins og venjulega, maldaði prófasts- fniin í móinn. En allt er betra en þú farir burt aftur. Hún var í rauninni sárgröm. Meðan vagninn ók upp að útbyggingunni, tautaði hún eitthvað um að Beata Ekenstedt væri ekki eins fín og hún vildi vera láta. Þegar hún kom inn í borðsalinn aftur sá hún að Karlotta stóð við opinn glugga. Hún hlaut að hafa heyrt allt sem frarn fór. — Já, þú hefur sjálfsagt heyrt, að hún vildi ekki hitta þig, sagði prófastsfrúin. Hún vildi ekki einu sinni sofa undir sama þaki og þú. En Karlotta sem haföi ekki lengi lifað aðra eins sælu- stund og þegar hún horfði á mæðginin loittast, stóð þarna ánægð og brosandi. Nú vissi hún að fórn hennar hafði verið til einskis. — Ég verð þá að gæta þess að verða ekki í vegi henn- ar, sagði hún rólega og hvarf út úr herberginu. Prófastsfrúin vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hún varð að fara inn til Foi'síusar. — Hvað segh* þú um þetta? Karl-Artur og organleik- arafrúin hljóta að hafa á réttu að standa. Hún heyrir að Beata Ekenstedt vill ekki sofa undh’ sama þaki og hún og samt brosir hún og er svo sæl á svip, að það er engu líkara en hún hafi verið gerð að drottningu á Spáni. — Hægan, hægan, vina mín, sagði prófasturinn. Við skulum enn bíða átekta- Ég er viss um að koma ofursta- frúarinnar verður til að létta af okkur áhyggjunum. Prófastsfniin óttaðist að hann Forsíus hennar, sem fram að þessu hafði fengið að halda óskertum sálar- kröftum, væri farinn að ganga í barndóm. Fíflakoll- an hún Beata Ekenstedt, hvemig ætti hún að geta hjálpað þeim? Orð prófastsins höfðu aöeins gert henni þyngra í skapi. Hún fór fram í eldhúsið og gaf fyrirskipanir um aö búa skyldi um ofurstafrúna úti í útbyggingunni. Hún sendi einnig þangaö mat. Síðan fór hún upp í svefnher- bergið sitt. „Það er bezt hún fái matinn sendan“, hugsaði hún. „Þá getur hún setið þar og kjassað soninn eins og hana lystir. Ég hélt að hún væri hingað komin til þess að gefa honum áminningu fyrir hina nýju trúlofun, en,6k,of hratt á bifhjóUnu. f, ^ö Við stuttaralega rannsókn kom f hun gerir ekki annað en kyssa hann og kjassa og gera i lj6s a5 hann hatðl aS aukl stolia hann ringlaðan. Ef hún heldur að hann verði henni til * Því. Fyrir réttinum sagði hann: meiri ánægju með þessu móti .... “ Næsta morgun birtust bæði ofurstafrúin og Karl- Artur við morgunverðarborðið. Hin fyrrnefnda var í ljómandi skapi og ræddi fjörlega við húsráðendur. En þegar prófastsfrúin sá ofurstafrúna í dagsbirtu, sá hún að hún var föl og illa útlítandi. Prófastsfrúin var mörg- um árum eldri, en henni fannst hún vera hress og fjörug í samanburði við vinkonu sína. „Veslings hún,“ hugsaði hún. „Hún er ekki eins glöð og hún sýnist vera“. Að loknum morgunveröi sendi ofurstafrúin Karl- Artur niður í þorpið til þess að sækja Theu Sundler, sem hún vildi fá aö tala við. Prófastminn fór inn á vinnustofu sína og konurnar tvær uröu einar eftir. Ofurstafrúin fór þegar í stað að tala um soninn. — Æ. kæra Gína mín, sagði hún, ég er sælli en ég get með orðum lýst. Ég lagði af staö að heiman um leið ULtHS OC GAMP*I Stúlka var að segja vlnkonu sinmS frá því hvað hann frændi henna.i? lltli væri efnllegt barn. Til dæjrw- is færi honum svo mikið fram tala að í fyrra hefðl hann eltkí getað sagt nema angoti, en nói segði hann svo skýrt og grelni- lega andskoti. Ungur Iásasmiður var nýlega teír- inn fastur á einhverjum stað fi útlöndum. Sökin var sú að hann Ja, maður ekur óhjákvæmiiega hraðar á stolnu bifhjóli en sína eigin. Björgvin sýslumaður á Efrahvoli vár mikill áhugamaður um að Tung-ufoss yrði virkjaður og orka hans notuð til að fiýsa og hita Rangárvallasýslu. Eitt sinn hélt hann fyrirlestur í Fljótshliðinnl um þetta mál, og hóf hann ræðu sina á þessum orðum: Ljós. Meiraí ljós! Kaliar þá einn áheyrenda upp og segir. Sýslumanninn vantar meira ljós. Ein af betri konum sveitarinnar brá þá við, sótti lampa og setti hann kyrfilega á borðlð hjá sýslu- manni. Skringilegir skór ,j Margir nýtízku skór eru þannig útlits, að konur sem komnar, eru af æskuskeiði hrista höfuðið. En skórnir á myndinni eru ekki síður fyrir þær sem ekki eru lengur kora- ungar. Það eru sléttir, hæla- háir skór með skemmtilegu snifsi sem liggur upp á ristina að framan. Skórnir eru fallegir á fæti og þægilegir. Norrænir smíðis- gripir í Ameiíku I bænum Richmond í Virgin- íu hefur verið ojxiuð stór far andsýning norrænna smíðis gripa. Sýningin heitir Design in Scandinavia og á Eiæstu ár- um á hún að ferðast um Bandaríkin og Kanada. For stöðumaður sýningarinnar, dan- inn Erik Herlöw, hefur sjálfur komið hinum 800 sýningargrip- um fyrir. Sýningmmi fylgir stór sýmingarskrá með mörgum skrautlegum myndum. Á mynd inni sjást nokkrir sýningargrip anna: kertastjaki úr smíðajárni frá sænska heimilisiðnaðarfé- laginu, súrrajólkurskál úr tré frá Finnlandi, sælgætiskrukka með loki frá Danmörku og pappírshmfar úr homi frá Nor- egi. '.................................. Þetta er eitt af pví sem alla vantar í forstofuna en fœstir hafa og pegar maður horfir á myndina segir maður við sjálfan sig: Þetta er reglulega hentugt, petta parf ég endilega að fá mér. — Útbúnaðurinn er ekki flóknari en svo að handlaginn maður getur búið -til stólinn með til- tölvlega lítilli fyrirhöfn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.